Vísir - 19.05.1965, Blaðsíða 2

Vísir - 19.05.1965, Blaðsíða 2
« mrn I stfkt «j'~ ?• - ; V^VjSSÍfíM SíÐAN Úsæmileg auglýsing íAJíxli^ 41 Jane Fonda plástruð Eins og þeir muna, sem sáu myndina „Boccaccio 70“ í Aust urbæjarbíói á dögunum, þá gat þar að líta ógnarstóra mjólkur- auglýsiijgu: mynd af Anitu Ek- berg í margfaldri líkams- stærð. KvikmyndahUsseigandi nokkur á Manhattan í New York gekk þó feti lengra, er hann auglýsti nýja mynd með leikkonunni Jane Fonda í aðal- hlutverki. Á stóran auglýsinga- vegg hússins lét hann mála 20 metra langa mynd af leikkon- unn'i, iklæddri varalitnum ein- um saman. En vesalings Jane Fonda, sem ekki kunni að meta Iista- verkið og kvað það valda sér „smán“ og „kvöl“, fór í mál við kvikmyndahUsseigandann og fór fram á éinar litlar 130- milljónir króna í skaðabætur. Bíóið, lét sér þó nægja að breiða 180 fermetra léreftsdUk yfir miðhluta frUarinnar (sjá mynd) en það bætti ekki Ur skák. „Myndin er ennþá hörmulegri með þeSsum heftiplástri," hreytti frU Fonda Ut Ur sér. Málalokin urðu síðan þau að listaverk'ið fékk að víkja. Bréf send þættinum Öðru hverju berast þættinum bréf, yfirleitt kemur rithöndin og ritmátinn manni kunnuglega fyrir — og einhvern tíma hefur maður líka séð krókbrotið „t“ á ritvél, eins og í vélrituðu bréfunum — en aðspurðir hafa „póstméistarar" annarra blaða tjáð, að þeir verði líka þráfald- lega gripnir þessari kunnug- leikakennd, þegar þeir athuga bréf, sem þeim berast, svo að líkast t'il er þetta einhver þræl- sálrænn déskoti sem við getum ekki að gert. En nóg um það. Jóhanna spyr: ilvernig fer ef flugmenn Loftleiða gera verk- fall á miðri leið?“ Já, það er nU það . .. e'ina vonin í slíku tilfelli virðist sU, að samningar takist áður en vélin hefur lækk að flugið að ráð'i. „Einn að aust an“ spyr: „Hvers konar tengsl eru með þætti þínum og vissu dagblaði — þó ekkj því, sem þeir birtast í, heldur hinu, sem birtir myndir við þá? Er þarna um að ræða gagnkvæmt auglýs ingabaktjaldamakk, eða hvað?“ Svar — nei, alls ekki nefnt blað er á öndverðum meiði við þennan þátt, svo að þar getur Prinsessan veldur vandrœðum Benedikta Danaprinsessa, sem nýlega varð 21 árs, kom danska kóngafólkinu nýlega í vand- ræði, er hUn var á ferð í New York. Samkvæmislífs-ritstjóri New York Times segir frá því í dálki sínum, að f samkvæmi, sem haldið var henni til heið- urs, hafi hUn gengið þögul sem steinn fram hjá 50 gestum, er »•••••••••••••••••••■ biðu þess að hUn ávarpaði þá. Og er Robert F. Wagner, borgar stjóri, færði henni gullklukku að gjöf, var það ekki danska prinsessan, sem þakkaði fyrir sig, heldur danskur „diplomat", er kom aðvífandi til að bjarga henni Ur vandræðalegri þögn'. Auk þess nefnir ritstjórinn þrjár víntegundir sem drinsessan drakk við eitt tækifæri, og bæt ir síðan við: „Auk þess reykti hUn hvenær sem færi gafst“. Á blaðamannafundi nokkru síðar var blaðamönnum bent á að spyrja ekki um þrjU efni: Stjórnmál, karlmenn og frásögn New York Times. FIMM AURA Norrænir hermenn sigursælir á Kýpur II # ,brandarar" ; ekki orðið um neitt slíkt að ræða... því er það meðfætt, að vera ekki tekið alvarlega, en þessum þætti er það áunninn eiginleiki, þegar bezt lætur. „Eyjarskeggi" spyr: „Er Einar ríki genginn Ur SH og genginn í SH aftur, eða var hann al- drei genginn Ur SH og ef svo er, grtur hann þá gengið aftur í SH eða getur hann það ekki — og sé svo, er hann þá í SH eða er hann ekki í SH?“ Svarið við spurningunni verður eigin- lega önnur spurning: Hvað er það. sem Einar ríki getur ekki, og hvar er Einar ríki — og hvar er hann ekki? Þá er hér að lokum bréf frá „Fílapenslu" — í Utdrætti þar sem það verður ekki birt í beild sökum þess hve langt það er — en hUn spyr, hvort hUn eigi held- ur að trUa meðlimum Ur „Sam- bandi lærðra fegrunarsérfræð- inga,“ eða „Félagi íslenzkra snyrtisérfræðinga" fvrir andlit- inu á sér. Svar: TrUðu ekki ne'inum fyrir neinu — sízt sér- fræðingum og sfzt andlitinu á þér. . . því að hvar verðurðu stödd, ef þeir hlaupa með það? Englendingur, sem villtist f Shahara á bifreið sinni, rakst á Araba og spurði hvaða leið hann ætti að fara, t'il að kom ást til næstu vinjar. — „Beint áfram í tíu daga og beygja þá til hægri.“ ha-ha Á skattskýrslunni: — Mikið fór í kvenfóík, meira f brenni vín, en mest fór samt í óþarfa. haha-ha — JU, jU, mikil ósköp. Við fengum dásamlegt veður alla hveit'ibrauðsdagana. Það var látlaus rigning. haha-haha Dómarinn við vitnið: — Ætl- arðu að segja mér að þU hafir horft á mann'inn lemja konuna sína án þess að rétta hjálpar- hönd? Vitnið: — JU, ég gaf honum nokkur ráð, annars virtist hann geta lamið hana hjálparlaust. hahahaha-haaaa — Víst hætti ég að reykja, þegar ég var 98 ára, sagði William McMurray á 100 ára afmælinu sfnu. En það var ekki af því að ég væri hræddur við lungnakrabba. Nei, það var af þvf að sígarettur voru alltaf að hækka, og ég gæti lagt þessa peninga saman og geymt t'il elliáranna. hahahaha-haaaaæ Hin grískættaða Pia Christensen, Sænskir og danskir hermenn hafa ekki farið fýluferðir á veg um Sþ til Kýpur, nema síður sé. Nokkrir sænsk'ir hermenn hafa þegar náð sér í eiginkonur þar á eynni og nU nýlega fengu Danir sína fyrstu kýprísku tengdadóttur. 21 árs gamall mUrarasveinn, Steen Jean Christensen, sem enn er í her- þjónustu á Kýpur, hitti þar lag lega 22 ára stUlku, sem heitir einfaldlega Pia. Þau gengu f það heilaga fyrir hálfum mán- uði síðan, og nU býr stUlkan hjá tengdaforeldrum sínum i Danmörku og bíður eft'ir eigin manninum. Pia er af grískum ættum, en það virðist nU mjög í tfzku, hjónabönd Grikkja og Dana, samanber Önnu Maríu og Konstantin. I* Kári skrifar: J gærkvöldi var frumsýnd f Hafnarfirði kvikmyndin Heljarfljót., sem er gerð eftir samnefndri ferðabók, er Ut kom á íslenzku. Þar sem ég veit, að fjöldi íslendinga hefur gaman af ferðasögum, les ferða bækur og ferðaþætti í erlend- um vikublöðum, þá vildi ég benda þeim sömu á að sjá þessa mynd. Dönsk vikublöð hafa oft birt frásöguþætti frá Afríku og Suður-Ameríku og skemmtilegar myndir með. f þessari mynd eru sýndar ferðir Jörgen Bitschs og fleiri kunnra ferðamanna um frumskóga Bólivfu og lýst lífi og lifnaðar- háttum Indiána. Kvikmyndin er f litum með íslenzku tali. Þótt þetta rabb hafi ekki átt að vera bein auglýsing fyrir myndina, þá kemst ég ekki hjá því að mæla með henni, vegna þess að hUn er í senn fróðleg og skemmt'ileg. Mvndasögur Hér er svo bréf frá lesanda um efni blaðsins, og væri ósk- andi að fle’ri létu heyra f sér, bvf að blaðið er einu s'inni gert fyrir lesendur, og æskilegt að fá að vita, hvernig þeir vilja hafa bað. Kæri Kári Ég hef í þriU ár samfleytt verið fastur áskrifandi að Vísi, en áður aðeins lausakaupandi. NU orðið finnst mér Vísir ómissandi með síðdegiskaffinu. og ég vona að þið takið það hvork’i sem ofhól né last þótt ég segi að Vísir sé tiltölulega bezta blaðið. Þar á ég við, að Morgunblaðið hafi sérstöðu sem stærsta blaðið, en m'iðað við svipaða stærð hinna, þá ber Vísir af þeim. Það er aðeins tillaga sem ég vil fá að koma fram með. Það er f stað annarr: ar myndasögunnar komi „hU- mor“-myndasaga í Ifkingu við Ferdinand. Framhaldsmyndasög ur geta verið ágætar, en sumar þeirra verða hvimleiðar er til lengdar lætur, einkum ef textar ruglast við myndir dag eftir dag, eins og stundum verður í Tarzansögunni. Ég vona að þ'ið takið þetta til athugunar þótt þið birtið ekki bréfið, en ég veit, að það eru margir aðrir lesendur mér sammála f þessu. Kj. H.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.