Vísir - 19.05.1965, Blaðsíða 3
1/ í S IR . Miðvikudagur 19. maí 1985,
3
Sýning Myndlistar- og hand-
fðaskóla Islands var opnuð á
laugardag að viðstöddum for-
seta Islands Ásgeiri Ásgeirs-
syn'i, ráðherrunum Gylfa Þ.
Gíslasyni, Ingólfi Jónssynj og
Magnúsi Jónssyni, Geir Hall-
grfmssyn’i borgarstjóra og fleiri
gestum.
Við opnun sýningarinnar. Ásgeir Ásge'rsson forseti, Þorleifur Thorlacius forsetaritari, Gylfi Þ. Gíslason ráðherra og frú. Aftar frá vinstri:
S gurður Magnússon biaðafulltrúi, prófessor Finnbogi Rútur Valdemarsson, Ingólfur Jónsson ráðherra, Jónas B. Jónsson fræðslustjóri og
Ilelgi Eliasson fræðsiumálastjóri. Enn aftar má sjá m. a. Pál ísóifsson tónskáld, Braga Ásgeirsson listmálara og Selmu Jónsdóttur for-
•stöðukonu Listasafns rfkisins.
Myndlistarskólinn fagnar lagagjöf með sýningu
Skólastjórinn Kurt Zier flutti
ræðu þar sem hann fagnaði því
að skólinn væri kom'inn á
traustan lagalegan grundvöll
eftir 26 ára starf. Rakti skóla-
stjóri sögu skólans en hann er
stofnaður að frumkvæði Lúð-
vfks Guðmundssonar, sem var
skólastjóri þar til fyrir þrem
árum síðan er Kurt Zier tók
við skólastjórn. Ennfremur
skýrði skólastjóri frá framtíð-
arverkefnum skólans og tilhög-
un.
Að ræðu lokinni skoðuðu
gestir sýninguna en sýnd voru
verkefni nemenda úr öllum
deildum skólans.
Verkefni nemenda voru að
vonum fjölbreytt og á ólíkum
stigum alit frá fyrstu teikning
um þeirra, sem eru að hefja
námið og eru enn í forskólan
um, sem tekur tvö ár, ti! olíu
málverka þeirra, sem lengra
eru komin. Ennfremur gafst
gestum kostur á að skoða verk
efni þau, sem unnið er að í
hinum ýmsu sérdeildum, sem
taka við eftir að forskóla lýkiir
svo sem vefnaði, auglýsinga-
téiknun, og grafík m. a.
Með sýningunni var stefnt
að því að kynna almenningi
sem bezt nám það, sem við
skólann er stundað, verkefni
þau, sem nemendur fá að glíma
við og framtíðarskipulag skól-
ans.
Geir Ilaligrimsson borgarstjór: eg Björn Th. Björnsson listfræðingur skoða deiidina með grafík.
■j;Áx
Á veggnuni eru tilraunir á iitameðferð eftir neinendur. Á myndinni sjáum við m. a. Braga Ásgeirsson
Ásgeir Ásgeirsson forseti íslands og Kurt Zier skólastjóri ræðast við. listmálara, Jónas B. Jónsson fræðslustjóra og Magnús Gíslason námstjóra.