Vísir - 19.05.1965, Blaðsíða 9

Vísir - 19.05.1965, Blaðsíða 9
Y í S IR . Miðvíkudagur 19. mai 1965. Dr. Björn Sigfússon háskólabókavörÖur: Meginlandið og tengsl vor við það í háskólafræðum nPengslin eru eldri en háskól- ar, því samhengi Vestur- landamenningar nær aftan úr keisaraveldi fornaldar og hún náði tökum á Norðurlöndum jafnsnemma og kristriin. Adam klerkur í Brimum lýsir þannig um 1070 íslendingum, sem byggi „ýzta land jarðkringlunn- ar“, að þeir séu ein hin frum- stæðasta þjóð', „þó þeir stæðu raunar fyrir kristnitöku eigi mjög fjarri eðli vorrar trúar sökum einhvers náttúrlegs Iög- máls síns“ (4. bók, 34. kap. í Gesta Adams). Nú er hálf tí- unda öld síðan íslenzkar náms- mannadvalir í Þýzkalandi hóf- ust. ísleifur Gizurarson, f. 1004, fór mjög ungur til náms i Her- foid í Saxlandi og kom þaðan vígður prestur og bjó í Skál- holti síðan. Menntun íslenzks prests úr yfirstétt leiddi samstundis til valds og áróðurs fyrir klerklegri menningartegund hér. Adam klerkur, litlu yngri en ísleifur, lýsir dvöl hans, fimmtugs goða af íslandi, með Aðalberti erki- biskupi í Brimum: „Hann hafði verið sendur til erkibiskups úr því landi og varð að dveljast alllengi með honum við mikinn heiður, lærði á meðan, hvemig hann gæti gagnlega kennt þeirri þjóð, sem væri nýlega snúin til Krists. Með honum pendi erkibiskup bréf sín fslendingum og Græn- Iendingum og bar fram virðing- arfyllstu kveðju til kirkna þeirra og hét að koma hið bráð- asta til þeirra, svo þeir gætu saman notið fullkominnar gleði“. Næsta kynslóð íslenzkra náms manna í dómskólum eða klaust- urgörðum meginlands voru þeir Gizur ísleifsson, lærður í Sax- landi og varð Skálholtsbiskup, Sæmundur Sigfússon í Odda, lærður í París, og Jón helgi Ögmundarson, prestlærður i Skálholti, sem var á sömu suð- urslóðum og Sæmundur og kom honum heim með sér úr „Svartaskóla". Þeir Haukdælirn ir Teitur prestur ísleifsson, sern stofnaði prestaskólann í Hauka- dal, og Kolur Þorkelsson, sem varð Oslöarbiskup, hafa eflausí framazt af námi utan lands og trúlega þar, sem Gizair biskup var nýbúinn að kynnast f Þýzka landi. Öld síðar óx víðfeðmi þe>rra menntamanna, sem leituðu héð- an til að búa sig undir ábóta- stöður og biskupa eða flökkuðir um veröld af trúar- og ævin- týraþrá eins og Hrafn læknir Sveinbjarnarson af Eyri (Hrafns- eyri) gerði. Með biskupunum Þorláki helga og Páli Jónssyni, sem höfðu báðir stundað nám á suðurensk-normanniska menntasvæðinu, virðist komin hingað sterk áhrifaalda í listum og fræðum, sem ekki var komin gegnum Þýzkaland, en þó má í stuttu máli segja, að allt til 1600 hafi klerkmenntaðir fs- lendingar, einkum þeir, sem bezt þekktu Norðurlönd, verið fljótir að grípa það, sem þeim bauðst eða þeir höfðu efni á í Rínarlöndum og á 15.—16. öld í Hansastöðum. Loks er víst, að Lútherstrú sú, sem hér breiddist út fyrir dauða Lúthers, var ekki Dönum neitt að kenna (hvað sem segja má um árin 1548-50), heldur var hreyfing þýzkra áhr'ifa með þýzktalandi biskup, Gizur, að leiðtoga, en þýzkan innrásarhertoga í Dan- mörk, Kristján III, að bakhjarli. Það er ekki sambandsþjóð- unum Dörium og íslendingum að kenna, að 30 ára stríðið 1618— 48 og álíka skaðvænir atburðir 1914—19 og 1933—45 sundruðu heild hinnar skandinavisku og þýzku menningar og viðskipta og skildu í bæði skiptin Þýzka- land eftir svo klofið, að ekkert minna en kraftaverk sýndist megna að gera það heilt. í dag, að 20 ára sefunartíma loknum ásamt efnaframförum, kynni það kraftaverk þó að hafa nálg- azt eigi minna en það nálgaðist á 200 árum, 1648—1848, næst eftir hið fyrra ófaraskeið, og víst hefur meginþorri skandín- ava áhuga á sameiningu Þýzka- lands. Annað mál væri að hlut- ast til um hana beint. f grein minni rúmast ekki umræða um germönsk. fræði né áhyggjur um það, þegar svæði Germana dragast saman. Nauð- syn þess að efla í heiminum fleiri menningarmiðsvæði en tvö, þrjú eða fjögur er annað evrópskt áhyggjumál, Sú nauð- syn er Vissulega enn nátengdari þörfinni sem hér er beint og ó- beint lýst, á svo öflugri fram- sókn í háskclafræðum, að hún yrði eftir 1970 tæplega borin uppi af smærri ríkisheild en með 100 milljónir íbúa. Hægt væri að semja menn- ingarsöguleg doktorsrit þeirri kenningu til stuðnings, að nærri því alltj sem gerir Norðurlönd (með eða án íslands) að ráttar- fars- og menningarheiid, sé a3 þakka sameiginlegri móttöku þeirra á áhrifum sunnan úr heimi síðan um 1000. BIóö- skyldleikur (sem jafnframt er nægur við Bretlandseyjar) og drekastíil eða dróttkvæðaglam- ur og því um líkt vrSi iéttvægt lil samanburðar. Þeim, sem orö mín efa, ráðlegg ég að sækja sér mótrck í Kulturhistorisk lexikon for nordisk middel alder (9 fyrstu bindin) eða gera talning á því i fullkominni danskri og sænskri orðabók, hve stór sá meirihluti orðaforð- ans er, sem bendir til þýzks eða rómansks uppruna eða lánaðra merkinga. Annað mál er að öll Norðurlöndin, ísland stundum sér í lagi, ummynduðu og sam- löguðu sér þessi áhrif og gerðu úr þeirn hornsteina þjóðernis síns. Ég vil fullyrða, að meiri eða minni skilnaður vor frá megin- landi hlyti að leiða til djúptæks skilnaðar vors við Norðurlönd, því þjóðir (sem hafa hver sitt vatn heima) sækja helzt beint t brunninn suður þangað og munu ekki nenna að Ijá af því vatni til íslendinga, eftir að þá væri hætt að þyrsta eftir því bjartsýni um framtíð Evrópu gömlu. STÚDENTAR ERLENDIS, IÐNBYLTING OG BÆKUR. íslenzk þjóð er rinstæð um margt að vísu. Á þeim sviðum, sem þróun nútímans gerist hraðast, þ. e. í verkþekkingu og háskólafræðum ýmsum, sem bæði verður gagn og sómi að, er þó afstaða Islendinga gagn- vart stórþjóðum hin sama yfir- leitt og flestra smárra Evrópu- þjóða. Allar eiga þær m'ikið undir menningarforystu hinna stærri komið og styrkja bæði efnahag sinn, þjóðerni og menn ingarfrumkvæði með því að róa þar á mið til fengs, enda vilja evrópskar smáþjóðir hafa á því gætur að velja og hafna feng eftir því, hvort að gagni verði og sóma eða eigi. Sbr. t.d. sjón- varpsmál þeirra á komandi ára- tug, þar sem hveft land um sig var árin 1959 (í bogasal Þjóð- minjasafns) og 1963 (í Góð- templarahúsinu), og er a.m.k. hin síðari enn f minni bóka- manna og bókaverzlana hér. Bækur sýriinganna ílentust all- ar í opinberum stofnunum höf uðstaðarins, og í Háskólabóka- safni eru þær jafnan aðgengi- legar, hverjum sem þarf, þær bækumar, sem Forschungsge- meinschaft gaf þangað nokkru eftir sýningamar, og gaf enn- fremur mikla bókagjöf í t'ilefni háskólaafmælisin?, 1961. Sé gjöf unum deilt niður á efnisflokka og áætlað verð, kemur í ljós, að Hbs. hefur fengið langsam- lega mest verðmæti f raunvís- 'indum f bæði skiptin eða öll og þorri ritanna er yngri en 10 ára enn. Eftir sýninguna 1963 hlaut Hbs. allar bækur hennar i listum og félagsvísind- um, og fyrst með þeim Viðburði má telja kominn dálftinn stofn ungra rita í þær greinar Hbs. Mikið ber nú einriig í Hbs. á þýzkum ritum meðal alfræði- orðabóka, landafræði, kristinna fræða og héiðinna og nokkuð í viðskiptafræði, lögum og sögu. Koma þessara bóka í Hbs. hefur aukið útlán þess, en ekki dregið úr notkun neins annars turigumáls; enska verður áfram b&tát(@.;?59 BBdtj 019 Bllhiéð sama forskofsem fyrr fyr-ni' li Dr. Bjöm Sigfússon. (andlegur vatnsburður Dana í þyrsta mörlanda var þakkarverð ur á 18.—19. öld, eins og á stóð). Börn þeirrar íslenzku kynslóðar, sem lítilsvirt hefði feng vorn frá meginlandi, 1950 —1965 og áfram, hlytu að verða skilningslaus á Norðurlönd og þjóðerni og á cll evrópsk tengs! því til viðhalds eða ör/unar. Þó ísland væri enn „yzta land jarðkringlunnar", eins og klerk- ur sagði í Bremen forðuro, gæti það engum Iegið i léttu rúmi hér, hver þróunin í meginlands- ríkjum verður — og sérlega á svæðum þýzkrar tungu. Heimsstyrjaldir og nú sfðast tollmúr, sem mensi óttast, að hækki, eru' búnar að sýna ís- tendingum ,ao þeir Sifa alltaf fyrir því, þó þeim yrði fyrir- munað sð verzla við Þjóðverja, ítali og Frakka. Vissulega er okkur illa við slíka fyrirmunun. Sn hváS væri hún hjá langvinn- ari menntalífsaðskilnaði en þeim, sem af ógæfunni 1933— 1945 hloíizt? Skaðleg er einangrun þjóða- hópa hvers frá öðrum, einangr- un í bandalög vegna tolla, her- þarfa eða þvílfks, og er hætt við, að skaðlegust sé hún ein- mitt fyrir veikburða þjóðir yztu jaðra. En ef einangrun nær mjög taki á menningarlegu viðskipt- unum um leið, er stórum sein- legra þar en í tollamálum að endurvinna hið glataða. Þess barf vel að gæta. Og í stað nokkurs, sem glat- aðist 1933-45, hefur svo mikið áunnizt á 20 árum, að af ár- angri sprettur hlýhugur og rétt ur t>"! heilbrigðs stolts — og til Það eriekki %mátfiátriði,'feð' löndin, sem langstærstir hópar stúdenta af íslandi sækja nám til, skuli vera þýzka Sambands- lýðveldið og hið foma sam- bandsland vort Danmörk. Það styrkir auk þess þýzkþjálfaða hópinn, að 18 aðrir stúdentar munu vera við- nám í Austur- Þýzkalandi eða jafnmargir og vera munu á stúdentastyrk héð an við bandaríske háskóla. Til samanburðar má nefna næstefsta flokk landa, sem hafa íslenzka stúdenta í fram- haldsnámi, EFTA-rfkin Noreg, Svfþjóð og Stóra-Bretland (Nor egur efst á blaði að vonum). Rúmt skal ekki evtt til að telja og tjá verkmenningar- og tækniþróun. sem önnur tengsí or víö tiltekin lönd hafa flutt inngao næstliðinn mannsaldur. Um reynslu áf því erú menn svo sammáis, að þeif mjgnai'tid. telja bað samningutn.við alúmínfélag miög t?i gildtV að þeir tryggi þekkingárinnflutning og ekki .sé verra, að hanp konji.úr rnegin- Sandslönáunuiri 1 ' rir öðrum erlendum málum í hár, skólanotkuriinni (og á lagadeild arsviðum Norðurlandamálin). Þess ber hér að geta, svo menn haldi ekki að meginlandsáhrif in, sem í þessu efni eru mest þýzk, sbr. nám stúdenta erlend- is, stuðli eitthvað að því að loka önnur áhr'if úti (Á hinn bóginn veit ég mörg dæmi, að námsdvöl gáfumanna £ Ameríku eða Khöfn svipti þá síðan eirð" og getu til að nota þýzkar bæk ur eða tímarit í gre'in sinni). Bókavörður ætti að vita, að ekki er öll verkun af lestri rita komin fram það ár, sem þau voru lesin. Gjörn er hönd á venju, og oft er á ný flett upp í riti, sem gluggað var í fyrir árum, og hugmyndir þurfa dvalaskeið, unz þær kvikna á ný úr hálfunninni vitn eskju. „Kveik'ing frá hugskoti handan við myrkvaða voga/hitt ; ir í sál minni tundur og glæðist í loga.“ — Þetta gild'ir varla neítt' síður í ráungreinum en húggreinum .og- varla neitt síð- ur á öld sjónvarps og hraða en það gerði úndir skrjáfi skjá- Nú ligguriá augúni;,tippi;,( að . ,ÞIlí?.gans og/ ;risPandl fjöður- frá löndum, seipátt hafa.merkan, stais þátt í þvi iiálfa íf^nhri öld áð' þjálfa íslenzk|?,menntamenh''ogj snerta mjög markaðsmúl vor og komandi iðnbylting f landinu, þurfi að afla margra tegunda af bókum, einkum á háskóla- stigi. Þar sem ég vinn við það bókasafn, sem mest mun reyna á hérlendis í því efni, fjalla greinarlokin um bækur. SÝNINGAR, BÓKAGJAFIR OG NOTKUN. Tvívegis hefur þýzki vísinda- sjóðurinn, Deutsche Forschungs gemeinschaft kostað hinar glæsilegustu og umfangs- mestu bókasýningar. sem haldn ar hafa verið í Reykjavík. Það • Senriilega er það návistin við þessar bækur og notendur þéisra um 6 ára skeið, sem leitt hefur í hug mér þau sjónarmið þessarar greinar, sem of fáir hafa nennt að ræða á prenti, en verður þó meira og minna vart manna á milli eða í atvik- um þjóðlifsins næstliðinn ára- tug. Bjöm Sigfússon. ☆

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.