Vísir - 19.05.1965, Blaðsíða 7
V1 S IR . MiðviKudagúr 19. maf 1965.
7
"
Hér hefur teikning af fyrirhugaðri alúmínverksmiðju við Straumsvík verið sett inn á Ijðsmynd. Reykjanesfjallgarður er í baksýn.
Gott eða vont ALÚMÍN?
'C’itt stærsta mál á Islandi
þessa dagana er stóriðju-
málið. Um þetta mál hafa í upp-
hafi þesa árs skapazt miklar um
ræður á opinberum vettvangi og
of illvígar deilur. Það er vel, að
slíkt stórmál vekur almennar
umræður og gagnrýni, því það
ætti að stuðla að niðurstöðum,
sem enginn frumhlaupsbragur
sé að.
Deilumar um stóriðjuna hafa
fyrst og fremst einkennzt af
vanþekkingu deiluaðila, enda
hefur fram til hins síðasta flest
verið óljóst um samninga og
aðra skipan væntanlegrar stór-
iðju. Otkoma skýrslu ríkisstjórn
arinnar til Alþingis I byrjun
þessa mánaðar um athugun á
byggingu alúmínverksmiðju á
íslandi hefur skýrt málin veru-
lega.
í skýrslu þessari og í skrifum
stuðningsmanna stóriðjunnar hef
ur komið fram fjöldi skynsam-
legra raka fyrir stóriðjunni og
mörg rök andstæðinga stóriðj-
unnar hafa verið hrakin. En það
standa samt enn eftir ýmis vafa
atriði, sem stóriðjumenn þurfa_
að fjalla nánar um.
M E Ð
Ctóriðjumenn hafa fjallar uml
þessi atriði á sannfærandi |
hátt:
* Bannhelgin á orðunum „er-
lent einkafjármagn" hefur verið
rofin, svo nú þykir ekki lengur
neitt hræðilegt við að láta er-
lenda peninga vinna fyrir okkur
um leið og þeir vinna fyrir eig-
endur sína, — en þessi bann-
helgi hefur áreiðanlega verið
okkur til mikils tjóns á liðnum
áratugum.
* Lönd, sem svo að segja ein-
göngu framleiða hráefni, hafa
alls staðar reynzt hafa verri
samkeppnisaðstöðu en stóriðju-
þjóðirnar, sem verða æ ríkari á
meðan hráefnaþjóðimar verða
æ fátækari.
* íslendingum fer ört fjölg-
andi en fiskafli virðist takmark-
aður og því virðist fleira verða
að koma til greina í atvinnu-
lífinu en betri nýting sjávarafl-
ans, ef störf eiga að fást fyrir
allt fólkið, sem bætist í hópinn.
* 1 fallvötnum landsins er
orka sem engum kemur að
gagni, og þessi orka eyðist ekki,
þótt hún sé virkjum strax.
* Við eigum að taka mark á
fordæmi Norðmanna, sem kepp
ast við að virkja fossa, til þess
að vera búnir að afskrifa nógu
mikinn hluta orkuveranna, áður
en kjarnorkan verður samkeppn
ishæf við vatnsaflið.
* Rannsóknir hafa leitt í ljós.
að við höfum misst af lestinni,
hvað snertir alla orkufreka stór
iðju, aðra en alúmínbræðslu.
* Alúmínnotkun fer ört vax-
andi í heiminum og allar horf-
ur virðast á því, að þetta sé
mikill framtíðarmálmur.
* Alúminbræðsla mun með
tímanum gera okkur kleift að
* Við þurfum að afla okkur * í kostnaðaráætlun Búrfells-
aukinnar rejmslu í orkumálum virkjunar er tekið með í reikn-
og iðnaði, og til þess er orku- inginn 15% varúðarprósenta
frekur iðnaður tilvalið tækifæri: til að mæta óýæntum !kostnaði.
Stóriðjan mun auka tækniþékk- ! ÚA
T™ or ií)d Siblsrt simpvH — , T
* Rannsókmr gefa til kynna,
að lek jarðlög þurfa ekki að
hindra stíflugerð, því jarðlögin
þéttast af sjálfu sér.
* Orkusamningurinn við alúm
ínverið verður aðeins til 25 ára,
og eftir þann tíma getum við
ráðstafað orktmni að vild, ef við
þurfum sjálfir á henni að halda.
* Stórvirkjun í samvinnu við
alúmínbræðslu er ódýrari lausn
á rafmagnsmálum okkar en
smávirkjanir.
* Búrfellsvirkjun er ódýrasta
virkjun, sem völ er á hér, sam
kvæmt kostnaðarútreikningum.
* Búrfellsvirkjun leggur fjár-
hagslegan grundvöll að frekari
stórvirkjunum við ár landsins.
ingu þjóðarinnar.
* Gjaldeyristekjur af alúmin-
bræðslu verða þrisvar sinnum
hærri á hvem starfsmann, en er
nú í sjávarútveginum og fisk
iðnaðinum.
* Skattgreiðslur alúmínbræðsl
unnar verða tíu sinnum hærri
á hvem starfsmann en er nú í
flestum atvinnugreinum.
* Fastar skattgreiðslur bræðsl
unnar tryggja okkur gegn mögu
legu bókhaldsfalsi.
* Komi í ljós, að flúorhreins-
un þurfi við bræðsluna, verður
hún á kostnað bræðslunnar.
* Vinnuaflsskortur vegna upp
byggingar stóriðjunnar verður
JÓNAS í
KRISTJÁNSSON: A
MIÐVIKUDAGSKVÖLDI
byggja upp innlendan iðnað,
sem notar alúmín á hagkvæman
hátt.
Hs Alúmlnbræðsla mun gera
atvinnulífið fjölbreyttara og
stöðugra svo að við verðum
ekki eins háðir miklum afla-
bresti I sjávarútveginum.
* Gjaldeyristekjur íslendinga
af 60.000 tonna bræðslu verða
til að byrja með 300—350 millj.
kr. á ári, þar af 100 m. kr.
vegna raforkusölu, 50 m. kr.
vegna skatta og 150—200 m.
kr. vegna launa og þjónustu.
Þessi upphæð jafngildir um 7%
af gjaldeyristekjum þjóðarinn-
ar af útflutningi ársins 1964,
en það er álitleg prósenttala.
ekki neitt tilfinnanlegri en hann * Straumsvíkurbræðsla er okk
er núna. ur fjárhagslega hagstæðari en
Gáseyrarbræðsla.
* Lánsfé er tryggt til stór-
virkjunar við Búrfell, sem selur
orku til alúminvers.
* Lántökur til Búrfellsvirkjun
ar munu ekki hindra uppbygg-
ingu annarra atvinnugreina,
hvað lánsfé snertir.
* Tekizt hefur að fá I gegn,
að orka verði seld bræðslunni
fyrir 10,75 aura á kílówattstund
ina gengistryggt, en þetta þýð
ir, að tekjumar of orkusölu til
alúmínbræðslu munu standa
undir vöxtum og afborgunum af
erlendum lánum til beggja á-
fanga Búrfellsvirkjunar.
M Ó T I
Tj’n stóriðja er samt ekki tóm
sæla. Ýmsar mótbámr hafa
komið fram og stóriðjumenn
skulda enn sannfærandi svör
við þessum:
* Ættu íslendingar ekki að
beita sér af jafn miklu alefli
við uppbyggingu matvælaiðnað
arins, sérstaklega vinnslu sjáv-
arafurða, þar sem þeir eiga svo
óendanlega mikið ógert?
* Þjórsárvirkjun er ekki meiri
framkvæmd en svo, að við get-
um virkjað við Búrfel án aðstoð
ar Alþjóðabankans og án þess
að leggja mjög hart að okkur
fjárhagslega. Þannig er alúmín
bræðsla engin óhjákvæmileg for
senda stórvirkjana.
* Raforkusala til venjulegs
iðnaðar er tuttugu sinnurn arð-
vænlegri en orkusala til stór-
iðju af því að venjulegur iðn
aður er ekki eins háður raf-
orkuverinu og getur borgað
meira fyrir orkuna.
* Alúmínbræðsla við Straums-
vík er sögð auka enn spennuna
milli Reykjavíkursvæðisins og
dreifbýlisins.
* Gastúrbínustöðin, sem á að
vera til vara, hefur ekki nema
hluta af afköstum Búrfellsvirkj
unar, og er nær eingöngu til
þarfa alúmínversins, þannig að
rafmagnsskömmtun vofir stöð-
ugt yfir öðrum iðnaði og al-
menningi, ef ísaskolanir við
Búrfell gera virkjuriina óvirka
um tlma.
* Nauðsynlegt er að taka gas
túrbínustöðina með I kostnaðar
áætlun Búrfellsvirkjunar og
samanburðarútreikninga, og
hækka áætlað kostnaðarverð
virkjunarinnar um 160 milljónir
króna.
* Nauðsynlegt er að taka hafn
argerð I Straumsvík með I
þessa samanburðarútreikninga
og hækka áætlað kostnaðarverð
virkjunarinnar um 70 milljónir
króna.
* Áætlanirnar um aurburð í
Þjórsá eru varla nógu traustar.
* Það verður erfitt að koma
. j veg fyrir, að ísskriðið við Búr-
fell, sem allir virðast telja al-
varlegt, trufli ekki rekstur virkj
unarinnar meira en 2—4 daga
á ári.
* Talið er, að ný virkjunartil-
högun sé I undirbúningi, m. a.
vegna ísskriðsins, og sé hún
mun dýrari en sú tilhögun, sem
fyrri kostnaðaráætlun gerir ráð
fyrir.
* Búrfellsvirkjun er ódýrasta
virkjunin hér á landi, en samt
verður orkan frá henni seld
bræðslunni rétt rúmlega ð
kostnaðarverði. Hve dýrt verð-
ur þá að virkja annars staðar
til eigin þarfa?
* Hvernig lltur út samanburð-
urinn á Búrfellsvirkjun með og
án alúmínbræðslu, þegar aHt er
tekið með I reikninginn, svo
sem varastöð og höfn, og hvem
ig lítur sá samanburður út f
, söluverði til almennra neyt-
enda?
* Kostnaðaráætlunin um 210
megawatta Búrfellsvirkjun: 1600
milljónir króna, er frá þvf I
fyrra, en i; áfanga virkjunar-
innar lýkur ekki fyrr en 1968
eða 1969, og verðbólga er ára-
tuga gömul íslerizk staðreynd.
gumar þessar mótbárur fjalla
um reikningsdæmi, sem hlýt-
ur að vera hægt að reikna út
og leysa 1 tölum, aðrar eru um
fræðileg atriði, sem ekki fást
svör við nema með nánari
rannsóknum, og enn aðrar mót-
báranna eru tilfinningalegs eðl-
is, þar sem menn velja eða
hafna.
☆