Vísir - 22.05.1965, Blaðsíða 1
Fú grúsleppu
fyrir 2V2 millj.
kr. ú múnuði
Mikil grásleppuveiði hefur verið
við Skjálfanda núna s.l. mánuð, og
hefur verið fiskað fyrir um tvær
og hálfa milljón króna.
Frá Flatey hafa fimmtán manns
' stundað veiðarnar frá 15. apríl, en
sjö þeirra manna eru frá Hrísey.
Auk grásleppuveiðanna hefur nokk
ur rauðmagaveiði verið.
Söltuð voru hrogn í 530 tunnur,
en verðlag á hrognum hefur nú
farið ört hækkandi á undanfömum
vikum og er tunnan komin upp i
yfir fimm þúsund krónur.
ísinn í Flateyjarsundi fyrir og
um páska tafði fyrir veiðum svo
að gera má ráð fyrir að valdið
hafi miklu tjóni.
55. árg. - Laugardagur 22. maí 1965. - 115. tbl.
Nærri 11 milljón
króna hagnaður
af Eimskip s.l. ár
Hagur félagsins gúður og bjart-
sýni ú framtíðinu
Á aðalfundi Eimskipafélagsins
sem haldinn var i gær kom það
berlega fram að hagur félagsins
var nú batnandi og meiri bjartsýni
er ríkjandi innan þess á framtíð-
inni en verið hefur síðustu tap-
rekstrarár. Kom það nú í ljós í
skýrslum stjómendanna, að á s.l.
ári hefur hagnaður af rekstri fé-
lagsins orðið 10,9 milljónir króna,
en þess ber að minnast að árið
þar áður var rekstrartap á félaginu
22.8 milljónir króna.
Formaður stjórnar Eimskipafé-
íagsins Einar B. Guðmundsson
iiæstaréttarlögmaður flutti skýrslu
Dg gjaldkeri félagsins Pétur Sigurðs
son (forstjóri landhelgisgæzlunnar)
las upp reikninga félagsins.
Margt athyglisvert kom fram í
ræðu formanns og verður rakið hér
nokkuð það helzta.
í>ar var m. a. rætt um skipasölur |
og skipakaup. Á árinu voru tvö
skip seld, Tröllafoss og Reykja-
foss og gekk sala þeirra betur en
ætla hefði mátt. Skip á borð við
Tröllafoss gengu á skipamarkaðin-
um fyrir 6—9 milljón krónur, en
Tröllafoss tókst að selja fyrir 10,1
milljónir. Reykjafoss hafði verið
mjög þungur 1 rekstri og voru
ítrekaðar tilraunir gerðar til að
selja hann, en það ætlaði ekki að
ganga og um tíma var útlit fyrir
að selja yrði hann í brotajárn. Þá
var látin fara fram flokkunarvið-
Framh. á bls. 6.
3 I GOÐA
VEÐRINU
Ljósmyndari blaðsins hitíi þær stöllurnar þar sem þær voru að
vinna við gróðursetningu í Fossvogi í góða veðrinu um daginn.
Ekki höfðu þau lengi átt orðræður saman, er þær buðust til þess
að kynna hann fyrir vinkonu sinni, sem væri þarna í einu beð-
inu skammt frá. — Fegurri önd hafði hann aldrei litið, og því
setti hann vinkonumar allar saman á myndina, þær Guðrúnu og
Maríu og öndina, sem liggur sem fastast á sínu hreiðri, úr hrís-
inu, sem sett er til hlífðar plöntunum á veturna.
VISIR
Myndin er tekin á aðalfundi
Eimskipafélagsins h.f. f fundarsal
félagsins í gær. Pétur Sigurðsson
les reikninga félagsins.
BLAÐ'
Bls. 3 Golfkennsla. Mynd-
sjá.
— 4 Laugardagskross-
gáta og bridge.
— 7 Frá Innsbruck.
— 8—9 Ævisaga Jacque-
line Kennedy.
— 10 Talað við Ólaf,
Stephensen.
ÍSKALDUR SJÓR 0G ÓVISSA
UM VIÐBRðm SÍLDARINNAR
— Sjúrinn víða 3 stigum kaldari en venjulega. Viðtal
við Jakob Jakobsson í síldarrannsóknum ú Ægi
Sjórinn er hér víða um og yfir
þremur stigum kaldari en venju-
lega á þessum tima, og það get
ur skapað breytt viðhorf hvað
síldina snertir, því við vitum
ekki, hvemig hún muiii hago
sér við þessar nýju kringum-
stæður, sagði Jakob Jakobsson
fiskifræðingur í tali við Vís; í
gærkvöldi, en Jakob var þá
staddur um borð í Ægi norð-
austur af Langanesi.
— Við höfum farið um síld-
arsvæðin ‘yrir norðan og aust-
an land. Við höfum ekki orðið
varir við neina síld svo heitið
geti, enda er varla von á henrti
fyrr en í lok mánaðarins. Fyrir
vestan Melrakkasléttu var lít-
il rauðáta en á djúpmiðum fyr-
ir norðan og austan Sléttu og
fyrir austan var talsverð áta,
en þetta getur gefið vísbend-
ingu um, hvar síldin muni helzt
halda sig.
— Það athyglisverðasta við
þessar rannsóknir er, hversu
kaldur sjórinn hefur mælzt,
sums staðar nærri tvær gráður
undir frostmarki. Því m’iður höf
um við engan samanburð ann-
Framh. á bls. 6