Vísir - 22.05.1965, Blaðsíða 16

Vísir - 22.05.1965, Blaðsíða 16
við brezk lög ■fUiaíatassssníusaseMiia Nákvæmlega einn' viku eftir að til árekstra kom milli skip- stjóra Grimsby-togarans Alder- shot og íslenzks varðskips, ber- ast þær fregnir frá heimaland Aldershot, að hið íslenzka kaup- skip, Jarlinn hafi lent í árekstr- um við brezk lög. Það, sem styrinn stendur út af, er, að Jarlinn fór úr brezkri höfn, Bridgewater, en tollayfir- völd þar höfðu bannað skipinu að fara út vegna gamallar skuld ar, sem hvíldi á skipinu í Hull. Samkvæmt upplýsingum höfð um eftir einum eigenda Jarls- ins, hafði skuldin þegar verið greidd í Hull, þegar skipið hélt frá bryggju en vitneskja hafði ekki borizt um það til tolla yfirvalda í Bridgewater. Umboðsmaður Jarlsins, sem er jafnframt hafnarstjóri í Bridgewater, hafði aftur á móti fengið um það vitneskju, að skuldin hafði verið greidd og sagði hann því skipstjóranum, Magnúsi Bjamasyni, að hann skyldi halda frá bryggju, en biða átekta á ytri höfninni, til þess að mál þetta þyrfti ekki að tefja för skipsins meir en nauðsynlegt væri, en ef Jarlinn hefði beðið við bryggju mundu líða þrír dagar áður en hann kæmist frá bryggju, vegna þess að það þyrfti að bíða þann tíma eftir flóði. Mál þetta vakti mikla athygli hjá Bretum m. a. komu margir blaðámenn og sjónvarps á vett- vang og sagði Gunnar Halldórs- son, eigandi Jarlsins, að svo virtist sem Bretar hefðu gaman af að klekkja á íslenzku skipi, þar sem við íslendingar værum alltaf að klekkja á brezkum landhelgisbrjótum. Jarlinn kemur til Belfast f dag og verður málið væntan- lega tekið fyrir dóm þar, en eins og kunnugt er, er Belfast í N. írlandi og þess vegna á yfirráðasvæði brezkra laga. Eldur við Skútuheiitiílið Síðdegis í gær kom upp eldur í rusli, sem geymt var í skúr áföst- um Skátaheimilinu við Snorrabraut. Skemmdir urðu litlar sem engar og tókst slökkviliðinu fljótlega að slökkva eldinn. Skátaheimilið er braggasamstæða og innréttingar allar úr timbri og öðru eldfimu efni. NlTJAN HVAll Hestur fær rafmagnsstraum Svo bar við kl. 6.20 e. h. í gær, að hestur Kristjáns Jóhannessonar lögreglumanns, fékk rafmagns- straum er fætur hans slógust við vír, sem lá við Fossvogsblett 10. Lögreglunni var tilkynnt þetta af eiganda hestsins, og síðan var Raf- veitan látin vita um atvikið. í gær kom Hvalur 7, einn hval- báta íslendinga, úr hvalmerkingar- ferð, en nú hefur í fyrsta s'nn hér á íslandi verið farið í siíkan leið- angur. Jón Jónsson fiskifræðing- ur stjórnaði leiðangr'num, en Hval- ur h.f. lagði til skipið endurgjalds- laust. Vísir hafði samband við Jón Jónsson í gær og spurði hann frétta úr leiðangrinum. — Við vorum á svæðinu SV og vestur af íslandi og tókst okkur að merkja 19 hvali, 13 langreyðar og 6 búrhvali, en víð höfðum einungis áhuga á að merkja þær hvalteg- undir. Ég tel árangur ferðarinnar vera góðan sem fyrsta innlegg í frekari merkingar. Hvernig verða þessar merkingar notaðar, og er þetta nægjanlegur fjöldi til þess að byggja á í sam- bandi við talningu á hvalstofnin-1 þeir fari eitthvað á milli. Sérstak- um? — Aðalatriðið með þessum merk- ingum er að athuga, hvort hvalirn- ir, sem við merkjum, halda sig ein- göngu hér við land eða hvort þeir veiðast einnig annars staðar, en til þess liggur ákveðinn grunur, að lega hefur Barentshaf komið til tals í sambandi við hvalinn, sem veiðist hér við land. Talning á hvalstofninum með þessum merkingum verður mjög ó fullnægjandi en fyrst og fremst verður fylgzt með þeim merktu hvölum, sem koma til vinnslu i hvalvinnslustöðinni og ætti að vera hægt að gera sér einhverja grein fyrir fjölda hvalanna, með því að athuga hlutfall milli merktra og ómerktra hvala, sem eru af þessum tegundum, sem við Framh. á bls. 6 Hestakonur aren — Fii'makeppiii Fáks é mtirguR Hestamennska hefur orðið mjög ið þær upplýsingar að af um vinsæl fþrótt hin síðari ár hér 600 meðlimum í Fák, væru um í höfuðstaðnum og fer það varla 110 konur. Það væri þó mjög fram hjá neinum. T. d. ók Ijós- villandi að tala í sambandi við myndari blaðsins frain hjá 60 heildartölu hestakvenna í Rvík, kvenna hóp í útreiðatúr síðast- þar sem margar eiginkonur lið'nn miðvikudag. fiestamanna væru ekki í félag- Þær voru þarna að spóka sig inu, jafnvel þó þær riðu út. menn og deila um veitinga- vínverð i góða veðrinu, alls konar kon- ur, ungar, gamlar, mjóar og ... Mikið verður um að vera hjá Fák á næstunni. T. d. mun fé- fallegar og ... Konur þessar lagið gangast fyrir firmakeppni voru að heimsækja Emilíu Jónas á skeiðvellinum við Elliðaár á dóttur leikkonu í sumarbústað morgun. Jafnframt keppninni hennar, en Emilía er mikil verður haldin þarna geysimikil hestakona. góðhestasýning ,en 240 gæðing Hjá skrifstofu Fáks fékk blað ar verða sýndir. Deila hefur risið upp milli bar- þjóna annars vegar, og eigenda vínveitingahúsa hins vegar. Stend ur deilan að mestu um, hvort leggja skuli 15% þjónustugjald á vínið með söluskatti eða án. Einn ig er um að ræða staupafjölda Efórðr eftir ®§ eðnn dogur Paul Möller tókst í gær að fá fimmtugasta og sjötta þingmann- inn til að skrifa undir kröfuna um þjóðaratkvæðagreiðslu um afhend- ingu íslenzku handritanna i Kaup mannahöfn, svo nú þarf hann að- ! eins að ná fjórum enn, — og hef- i ur einn dag til stefnu, því frestur ! til að skila kröfunni rennur út á miðnætti í nótt. hverrar vínflösku, sem afgreiðslu maður hússins afgreiðir til þjón- anna. Ekki hafði verið boðaður fund- ur með aðilum í þessari deilu og ekki kom til verkfalls ,því barþjón ar settu það verð á vínið, er þeir töldu sig eiga rétt á. Með slíkri verðlagningu er tekið fram fyrir hendurnar á ÁTVR, sem sam- kvæmt lögum skal ákvarða verð á víni hverju sinni. Þar sem verðhækkun þessi varð ar við lög, má reikna með að eig endur vlnveitingahúsa þéirra, sem hækkað hafa vinverð, kunni að missa vínveitingaleyfi, en þeir bera ábyrgð á gerðum starfsmanna sinna. Jón Maríusson, barþjónn, sagði í viðtali við Vísi, að mál þetta væri ekki nýtt og hefðu þjónar fyrir löngu sett fram kröfur slnar FJÁRMÁLA- RÁÐHERRA Á KLÚBBFUNDB Klúbbfundur Beimdallar verð- ur f Sjálfstæðis- húsinu í dag, 22. maí. Húsið verð- ur ppnað klukk- an 12,30 en fund urinn hefst kl. 13. Á fundi þess um r.iun Magnús Jónsson fjármálaráðherra ræða um fjármál ríkisins. Heimdallarfélagar eru hvattir til þess að fjölsækja fundinn og taka með sér gesti. og veitt vínhúsaeigendum frest til að athuga málið, en þeir ekkert látið frá sér heyra sfðan. Kvað hann það tíðkast f öllum nágranna löndum okkar, að framreiðslumenn leggi þjónustugjald á söluskatt og aðra skatta, sem veitingamenn greiða. Mæðradagur- inn á morgun Á morgun er Mæðradagurinn og verður þá selt á götum borgarinnar mæðrablómið, sem að þessu sinni er lítil, tvflit rós. Eins og kunnugt er, er þessi söfnun fyrir dvalarheimilið að Hlaðgerðarkoti og renna allar tekj- urnar til starfseminnar þar. Heim- ilið er rekið sem sumardvaiarstað- ur fyrir ungar mæður með böm sfn, sem kæmust ekki í sumarfrí ella. Dvalartíminn er takmarkaður við hálfan mánuð fyrir hvem hóp og byrja hóparnir að fara þann 20. júní og verður starfsemin allt fram í september en síðustu vikuna dvelja að Hlaðgerðarkoti gamlar mæður. Spásserað gegnum bankarúðu f gær gerðist það f útibúi Verzlun arbankans að Laugavegi 172, að manni nokkrum varð gengið gegn- um rúðu, er hann átti leið út úr bankahúsinu. — Maðurinn kvaðst hafa verið eitthvað annars hugar og ekki tekið eftir glerinu á hurð- inni. Eitthvað skarst hann á hendi og á nefi. Hann var fluttur á slysavarðstofuna.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.