Vísir - 22.05.1965, Blaðsíða 6

Vísir - 22.05.1965, Blaðsíða 6
V í S I R . Laugardagur 22. maí 1S6S. Hannes Kpi ^nssost ambassader bjó S!> Fyrir nokkru tók ríkisstjórnin bá ákvörf-'n, að skipaður skyldi sérstdkur ambassador fyrir ísland hjá Sameinuðu þjóðunum í New York. Utanríkisráðuneytið hefur nú skipað Hannes Kjartansson, sem undanfarin ár hefur verið aðalræð- j ismaður íslands í New York, til j þess að vera ambassador hjá Sam- einuðu þjóðunum og afhenti hann aðalframkvæmdastjóra þeirra emb- ættisskilríki sín hinn 20. maí. Hannes Kjartansson mun verða á- tram aðalræðismaður íslands í New York. Innshruck — Framh. af bls. . boginn var byggður á tilskild- um degi. Fáum vikum eftir að brúð- kaupið var um garð gengið skeiði sá sviplegi atburður í Innsbruck að eiginmaður Maríu drottningar féll niður dauður á götu. Þá skipaði drottningin svo | fyrir að sigurboginn skyldi j skreyttur með táknmyndum, annarsvegar með táknmyndum : frjósemi og gleði, lífs og ham- ingju — en það var minnisvarði um brúðkaup ríkisarfans. Hinum megin skyldi boginn skreyttur myndum sem tákn- | uðu sorg og dauða — til minn- j ingar um hið sviplega fráfall eiginmanns hennar. Þannig hef ur sigurboginn í Innsbruck ekki þýðingu sem minnismerki um ; sigur I stórorustum heldur er hann íbúunum sameiginlegt j tákn um mannlegt iíf með öllum | þess blæbrigðum hvort heldur! er í gleði eða sorg. : t «t Íw^iifp Suilfossi hsfiiiit Á aðalfundi Eimskipafélagsin gær, skýrði form., Einar B. G ð mundsson, frá, að hafinn væri u; irbúningur að nýju farþegaskip; i staðinn fyrir Gullfoss. Hefur Ála- borgarskipasmíðastöðinn verið fal ið að gera tillögur og tillöguupp- drátt að skipinu. Enn mun samt langt líða þar til nýtt skip verður kom ð, því að undirbúningur er vandasamur og tekur langan tíma. Þær hugmyndir, sem stjórn fé- . ngsins gerir sér um slíkt skip er, ; ð það taki 350 farþega meðan j Gullfoss nú tekur 210. Kaupverð slíks skips verður sjálfsagt ekki undir 200 millj. kr. Ákvörðun Eimskips um þetta ; byggist á því, að l'éiaginu beri jafnan að hafa á Kaupmannahafn- arleiðinni fullkomið farþegaskip, sem fullnægi þörfunum. Kveöjutónleikar igmsidp Æviþáttur Framh. af bls. 9. kunnátta hennar var það líka. Það gerðist t.d. einu sinni, þeg ar þau voru á ferðalagi í Róma borg árið 1955, að þau sátu kvöldverðarboð hjá sendiherra Bandaríkjanna i Ítalíu. Annar gestur í boðinu var Georges Bidault fyrrverandi forséetisráS herra Frakklands, sem þá var enn áhrifamikill maður í frönsk um stjórnmálum. Þá langaði tii að ræða saman margt og mikið, en svo illa vildi til, að annar gat ekki talað frönsku, hinn ekki talað ensku. Þá hijóp Jacqueline í skarðið og túlkaði frábærlega allt sem þeir vildu segja. Bidault lauk samtalinu með frönskum gullhömrum, þakkaði henni fyr ir túlkunarstarfið og sagðizt hafa séð jafn miklar gáfur klæddar jafn miklum yndis- þokka. Síldin Ft mhaio at bi- i. ars staðar frá. hvernig síldin munj kunna við þennan kulda, sem stafar af sömu orsökum og hafísinn, en átan virðist kunna vel við sig í þessum ís- kalda sjó. — Þessi leiðangur er almenn ur rantisóknarleiðangur í sam- bandi við siid'ina og hefur stað ið yfir síðan 8. maí. Honum lýk- ur um mánaðamótin, en þá verður strax farið út aftur í síldarleit. Þá byrjar Pétur Thor steinsson e'innig að leita, en skípstjóri á honum verður Bene dikt Guðmundsson. 1 gærkveldi fór Hafþór frá Reykjavíkurhöfn til síldarleitar undir skipstjórn Jóns Einars- sonar. Hann ætlaði að kanna fyrst Flóann iitillega en halda síðan beint austur. •amhald at bls. 1 gerð á honum, sem kostaði um 2 milljónir kr. en eftir það tókst að selja hann á 9 milljónir og er litið á þá sölu sem hálfgert kraftaverk. Þessar hagstæðu sölur náðust fyrir greiðvikni skipamiðlarans Plato í Noregi. Þá var samið á árinu við skipa- smíðastöð Álaborgar um smíði tveggja 2500 brúttólesta skipa, annað þeirra, Skógarfoss, hefur þeg ar verið afhent, en hitt mun verða afhent síðla hausts. Kaupverö hvors skips er 53,8 millj. kr. en með öllum tækjum nálægt 56 milij. Viðskiptunum við Álaborgar- stöðina var lýst sem mjög hag- kvæmum. Þá kom það fram að Eimskin er að hefja undirbúning að smíði á nýju farþegaskipi í stað Gullfoss og er skýrt frá því á öðrum stað í blaðinu. Formaður gaf ýmsar upplýstngar um rekstúrinn. Brúttótekjv.r af skipunum námu 350 milljón krón- ur en reksturskostnaður var um 280 milljónir, þar af fóru í laun 132 milljónir er, árið áður hafði verið greiít í laun 109 milljónir. Skip félagsins fóru 144 ferðir milli íslands og annarra landa, 91 strand- ferð og 18 ferðir með flutning milli hafna erlendis. Samtais sigldu skipin 510 húsund míiur og af- greidd voru 72 þúsund farmskfr- teini. Formaður gat samninga heirra sem tókust við Sölumiðstöð hrað- frystihúsanna um flutning á öilum afurðum samtakanna og væru þeir Eimskipafélaginu miög mikilvægir, þar sem áður hefði frystirými ekki verið notað nema að litlu leyti. Samningur þessi gekk í gildi 1. apríl og gildir til iafnlengdar næsta ár. Hann míontist og á írsku kjöt- flutningana. sem áður voru svo þýðingarmíklir. Mú eru beir dottnir niður ov stafar það einfaldlega af því að írarnir hafa hætt kjötsölu til Bandaríkianna og selja naut- gripina í staðinn á fæti til Evrópu. Vöruflutningar Eimskips hafa stóraukizt á síðari árum. Árið 1959 námu heildarvöruflutningar 348 þúsund tonnum en á s.I. ári voru þeir 360 búsund tonn. Þetta skiptist þann'. niður að innflutn- ingur var 184 þús. tonn, útflutn- ingur 129 þús. tonn, innaniands- flutningur 29,3 þús. tonn og flutn- ingur milli erlendra hafna 17,5 þúsund tonn. Farþegaflutningur jókst og veru- lega og eiga vetrarferðir Gullfoss mestan þátt í því, þær hafa orðið mjög vinsælar, vegna þess hve þær eru ódýrar og hagkvæmar. Farþegar voru nú 7955 en það er 1350 fleiri en árið áður. Þar af flutti Gullfoss 7193 farþega. Formaður gat þess að tryggingar- kerfi Eimskips væri í athugun. Fé- lagið hefði haft mest skipti við Sjóvá sem hefðu verið mjög hag- kvæm, en til greina gæti komið að félagið tæki á sig áhættu sjálft. Ýmisiegt fleira var rætt um. M. a. gaf formaður það loforð að hið vinsæla aimanak Eimskipafélagsins sem útgáfa féll niður á um síðustu áramót í sparnaðarskyni yrði gefið út á næsta ári. Frá stjórninni kom fram tillaga um að gefa 100 þús. kr. til Hjartaverndar, en hluthafar samþykktu fyrir tiilögu Egils Vil- hiálmssonar hækka ' * gjöf í 200 bús. kr. Formað'"- stjórnarinnar sagði að io' um í rrétS'i sinni h* innn gæti r.ú ki'-mrcðe.laust lýst bví yfir að ■ fjárhagur Uimskipafélagsins væri i góður. Það - æri erfitt að spá inn i framtíðina en ef hægt, væri að ! | liafa hemil 5 verðbólgunni væri 1 ástæða til bjartsýnb Hann sagði ■ sð nú væri rekstur félagsins frjáls | og það væri reiðubúið að taka þátt ; í frjálsri samkeppni. Hann. þakkaði : m. a. forstjóra féloysinr- Óttari ! Mölier fyrir hans góða starf. ! Úr stjórn áttu að ganga þeir j Jón Árnason, Pétur Sigurðsson, | Lcftur Bjamason og Vestur-íslend- j inqurinn Ámi G. Eggertsson. Þeir j voru allir endurkjörnir nema Loft-! ; nr sem hafði eindregið beðizt und- I ' ;*.n endurkosningu. í stað hans var ! \ kjörinn Halldór H. jónssonq' -eble ; ■ ''ieri -Jðiilj Senn fer tónleikahald oæjar- ins að leggjast í sumardvala. Sinfóníuhljómsveitin reið á vað ið og hélt seinustu tónieika þessa starfsárs í gærkvöldi. Stjórnandi var Igor Buketoff, og þetta voru kveðjutónleikar hans, enda var hann ákaft hyllt ur með lófataki og blómum í lok þeirra. Á efnisskránni voru þrjú verk, „Fidelio" forleikur- inn „Keisarakonsertinn,“ eftir Beethoven og fjórða sinfónía Tsjækovskýs. Anker Blyme frá Danmörku var einleikarinn í konsertinum. Ekki er béinlínis hægt að líkja leik hans við keisaralegan glæsileik, en hann kunni s’itt hlutverk vel. Honum hætti sér til að flýta sér á hlaupunum og þurfti því stund um að bíða eftir ,,keppinaut“ sinum. Hann hafði líka þann ávana að „glefsa“ í ákvörðun- arstaði. Hlutur hljómsvéitarinn ar var lítið til fyrirmyndar í þessum rismikla konsert. Stund um riðluðust fylkingar hennar og „mtónasjónin" varð afleit, j STUTTU en hvergi þó eins hrollvekjandi og á hinu örlagaríka Béi á mörkum annars og þriðja þátt- ar. Það var „Eóað“ misræmi. Richard Strauss gaf einu sinni það ráð (og hann var sjálf sagt ekki sá eini) að aldrei skyldj örva „blikkið“ úr hófi. Því ráði hefði mátt fylgja í sinfóníunni, þar eð leitt er að heyra viðkunnanlegan sam- hljóm verða að skerandi há- vaða. Þegar annar þáttur var vel á veg kominn var eins og hljómsveitin hefði hrisst af sér slen og drengilega var haldið á spöðunum að léiðarlokum. Nú mega menn bíða óþolin- móðir eftir næsta starfsári hljómsveitarinnar. Vonandi verður henni kléift að fjölga tónleikum sínum nokkuð frá því,esem verið hefur. Því ekki að bjóða upp á tvöfalda röð tónleika, aðra fyrir flesta þá, er eyru hafa, hina fyrir kræsna áheyrendur? Þorkell Sigurbjörnsson MÁLI Merklngar t: íf 1 merktum. Það má. kannski segia að þær töiur gefi ekkS fullnægjandi i rnynd a? fiöldanum, enda er hér einungis uni byrjunarmerkingar ?«?•1 rssSSa. Seinnp. begar vi3 erum bfc ir að merkja fleir'i hvaii má ver ■ andi búast við, að upplýsingar' fengnar á þennan hátt verði áreið-1 anlegri. Það er bá von fi! þess að farið ' verði í fieiri slíka leiðangra 1 sum ! ar? Það er ekki víst að það verði í í sumar, en það getur komið tii I mála, að skipstjórar á hvaiveiði-, bátunum hafi með sér byssu og að þeir mundu merkja hvali, þegar færi gefst. en hvalimir virðast I styggiast lít'ið þótt þessum merkj-' um sé skotið í þá'. Stundum kom i það jafnve! fvrir að þeir virtust, alls ekki verða varir við skotið Merkinu er skotið með eins litlum ' krafti og mögulegt er og jafnve! þótt merkið sé 25 cm. langt hefur það lftið að segja 1 bessar feikna stóru skepnur. . i Er ástæðan fyrir þessum merk- ingum í einhveriu sambandi Við grun um frekari fekkun á hval- stofninum? Það er ekki endilega ástæðan, en það er gott að vera svolítið á undan tímanum. Það gæti verið orðið of seint að fara út í svona athugun þegar svo er komið, að hvölum hefur fækkað ískyggilega. Eru margir aðrir aðilar hér á norðurhveli jarðar, aðrir en Islend ingar, sem veiða hvai, Það eru Norðmenn og Færeying- ar, sem eru hér á næstu grösum, en einnig er eitthvað veitt sum ár- 'in við Nýfundnaland. íslendingar veiða 65% af hval hér á norður- hvelinu fyrir utan Azoreyjar, en þeir munu veiða eitthvað meira en við. ^ 34 ára gamall franskur bóndi nálægt Lyon myrti að- ; : JargnOtt fimmtudags 10 manns, konu sína, móður. bróður og bróðurdóttur og 6 börn sín. Fað ir hans lá í sjúkrahúsi og varð það honum til bjargar. Pólska skáldkonnn Maria Dabrowska lézt í Vsrsjá í fyrra dag 76 ára að nldri. Kunnasta verk hennar er „Nætur og dag- ar“, sem be-fir verið líkt við hið heimskunna skáldverk The Forsyth Saga. REGNKLÆÐI fiS sjós og lands Kánur á vnglinga og böm. Veiðikápur Sjóstakkar FísJdsvsntur og margt fleira. Fvrs efni. ¥0PNI Aðalstræti 16 (vi5 hiiðina á bílasölunni). Ljóð laugar- dagsins Einar Benediktsson (1864-1940); GAMLAR STÖKUR Til þín fer mitt ljóðalag | löngum yfir björg og sund. ; Manstu okkar eina dag? — | Er ei lífið skammvinn stund? J Eins og hylja haustleg kvöld i heiðarvængsins snögga flug, leiðstu út I lífsins fjöld, jangt úr sýn en ei úr hug. Undir skýjum, yfir mold, innan hafs og reginfjalls, aleinn treð ég fótum fold, l'agna engu, — minnist alls. Himinvíð mín höll er gjörð. Hana Iýsti bros þitt eitt. Og þótt ailt sé jafnað jörð, ég vil aldrei grafa neitt. Hljóð og tóm er hjartans borg. Heimsins svipur breyttur er. Andi minn, hann á ei sorg. Alltaf lifir þú hjá mér. Ikki almennt fiskútflutnings- einkoleyfi S.H. og S.I.S. Nokkurs misskilnings hefur orðið vart vegna ónákvæmni í orðalagi í frétt hér í blaðinu í fyrradag sem fjallaði um fyrirkomulag á út- flutningi fisks og aðalfund S.H. Sagt yar að S.H. og S.Í.S. hefði ;rið veitt einkaleyfi til fiskút- i lutnings. Rétt er að þessum aðilum hefur með bréfi sjávarútvegsmála- ráðuneytisins frá 5. febr. s.l. verið einum heimilað fyrst um sinn að bjóða og selja frystar sjávarafurðir til jafnkeypislandanna í Austur- Evrópu. Hvað varðar fiskútflutning til annarra landa hefur ofangreindum sölusamtökum hins vegar ekki ver ið veitt neitt einkaleyfi til fiskút- ílutnings. í bréfi frá Sjávarútvegs- málaráðuneytinu, dags. 7. þ. m. til S.H. segir aðeins að ekki sé fyrir- hugað að fjölga útflytjendum í freðfiski. Útflutningsleyfi eru á- fram veitt til annarra en S.H. og S.Í.S., en aðeins svo framarlega að freðfiskútflutningur þeirra sé frá frystihúsum sem þeir hafa fiutt út fyrir að undanförnu. Eins og kunnugt er hafa nokkrir aðilar aðrir en tvö ofangreind söiusamtök ann- azt útflutning fisks, og er þeim samkvæmt framansögðu heimilt að halda þeim útflutningi áfram innan ofangreindra takmarkana. Hér er aðeins um það að ræða, að ekki verður fjölgað útflytjendum frá því sem nú er.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.