Vísir - 02.06.1965, Qupperneq 6
6
VÍ SÍR . Miðvlkudagur 2. júni 1965.
a
Norsk Hydlro —
Framh. af bls 16. j
./ rækja verksmiðjumar Saaheim
I og Saaheim II við Rjukan.
Næsta stig verður árið 1970 og
síðan enn eftir þrjú ár.
1 skýrslu um þessa ákvörðun
segir Norsk Hydro, að hinar
tæknilegu breytingar valdi því
að sú aðferð sem það hefur!
notað að vinna ammoníak með
rafmagni sé ekki lengur orðin
samkeppnisfær. Olíuvinnslu-
verksmiðjur rfsi nú upp í öllum
'öndum og bað í löndum, sem
Norsk Hvdro hefur selt fram-
leiðslu sma til. Ff sá útflutn-
ingur á að geta haldið áfram
verður félagið að gera fram-
leiðslu sína samkeppnishæfa.
Fyrirtækið hefur þegar ákveð
ið að draga úr kaupum á við-
bótaorku frá öðrum raforkuver
um en Rjukan, þar sem þau
valda aðeins tani. En lögð er á-
herzla á það, að breyting þessi
verði framkvæmd á lengri tíma
og ennfremur mun Norsk Hydro
beita sér fyrir því að stofna
nýjar iðngreinar tii að veita
starfsfólkinu við Rjukan at-
vinnu.
í Noregi þykir þessi ákvörðun
all söguleg, vegna þess að
Norsk Hydro og Rjukan-fossinn
eru fræg nöfn í iðnþróun Nor-
egs.- Það var við þennan foss
sem hinar miklu norsku stór-
virkjanir hófust um síðustu alda
mót. Undirstaða þeirra framfara
þá var hin nýja vísindalega að-
ferð, sem hafði verið fundin
upp að vinna mætti köfnunar-
efni úr loftinu með rafgrein-
ingu. En nú hefur önnur aðferð
leyst þá gömlu af hólmi.
íbúarnir f Rjukan sem hafa
haft alla atvinnu sína af raf-
orkuverunum og ammoníak-
verksmiðjunum eru ali áhyggju-
fullir yfir þessum fréttum. Þeir
hafa að vísu fylgzt vel með
þeim fregnum að ný aðferð til
að vinna ammoníak væri upp
fundin og breiddist út um heim
inn. Þó má segja að tilkynning
Norsk Hydro hafi komið eins og
þruma úr heiðskíru lofti.
Menn benda á það að f Rjuk-
an hafa verið skipulagður bær
fyrir 8 þúsund fbúa, en nú virð
ist sumum sem grundvöllurinn
sé faliinn undan framtíðarþróun
plássins.
Stjórn Norsk Hydro hefur
lýst þvf yfir, að hún skilji skyld
ur sínar gagnvart fólkinu. Það
er augijóst, að á næstu fimm
árum verður 700 manns sagt
upp starfi við köfnunarefnis-
verksmiðjuna. En félagið hefur
í hyggju að bæta þetta upp með
aukinni framleiðslu á magnesi-
um og plasti. Þá hefur félagið
tilkynnt að í ráði sé að koma
upp við Rjukan rafmagnsvéla-
verksmiðju. Grunnurinn að
henni verður hið risastóra raf-
magnsverkstæði sem fylgir raf-
orkuverunum og í ráði er að
fullvinna rpagnesiumvörur, sem
áður hafa verið unnar þarna
sem hráefni. Þá héfur Norsk
Hydro í hyggju að koma upp
verksmiðju fyrir sjálfstýritæki
á sama stað. Er fyrirtækið von
gott um að með þessum og öðr
um aðgerðum megi takast ekki
aðeins að veita starfsmönnum
atvinnu, heldur að víkka og efla
atvinnulífið.
Váð það að hætta notkun raf
magns til ammoníakfram-
leiðslu losnar mikil raforka. Hef
ur það verið reiknað út, að við
það losni í Rjukan og öðrum
raforkuverum félagsins allt að
3 milljarðar kílóvattstunda á
ári. Stofnkostnaður þess magns
af raforku er áætlaður um 600
milljónir norskra króna eða um
3,6 milljarðar ísl. kr. Aðalvanda
málið verður að nýta þessa raf-
orku í einhverju öðru skyni.
Litill hluti af því fer til notkun
ar í olíuvinnslustöðvunum sem
félagið ætlar að koma upp, en
félagið hefur auk þess í hyggju
að auka magnesíum framleiðsl-
una úr 24 þús. tonna ársfram-
leiðslu í 120 þús. tonn og tvö-
falda plastframleiðsluna úr 25
þús. tonnum í 50.
Tilkynninguna um niðurlagn-
ingu ammoniak-verksmiðjunn-
ar gaf Norsk Hydro út í sam-
bandi við það að félagið opnaði
fyrstu olíuvinnsluverksmiðju
sína á Heröya í Oslófirði. Hún
kostaði 100 milljón norskar
krónur og framleiðir 130 þús.
tonn af ammonfaki á ári. Sam-
tfmis sótti félagið um leyfi til
að reisa aðra olíuvinnsluverk-
smiðju sem á að framleiða 350
þús. tonn af ammoníaki og
verða tilbúin til starfrækslu
1967.
Steinninn —
Framhald af bls. 1.
fleiri félögum á horni Ingólfs-
strætis og Hallveigarstígs myndi
verða til, þar sem bráðlega yrði
gengið að fullu frá skipulagi
miðbæjarins. Gerði hann sér
vonir um að hefjast mætti,
handa sumarið 1966 með teikn I
ingar að húsinu o. s. frv.
Á þessu svæði þar sem Iðnað
armannahúsið á að standa hefur
um langt skeið ekki verið unnt
að framkvæma húsbyggingar
vegna þess að heildarskipulag
var ekki tíl þar. Er ljóst að þar
muni verða gerðar ýmsar veru-;
legar breytingar vegna þeirra
þrengsla sem þar eru nú. Þar
mun t. d. vera í ráði, að hið
gamla hegningarhús borgar-
innar, eða „Steinninn" eins og
það er kallað verði látið hverfa
og gert þar í staðinn torg. En
síðan er spurning um það, hvort
framkvæmanlegt sé að gera rót
tækar breytingar t. d. á legu
Skólavörðustígs þannig að hann
verði ekki látinn liggja niður í |
Bankastrætið, en sú mikla \
hornasamstæða sem þar er efst
í Bankastræti er mjög fjarri |
nútímalegu umferðarskipulagi.
Aðalsteinn —
Framh af bls. 9.
— hvað hefur komið upp úr
rannsóknum yðar?“
„Ég hef sett skröpuna niður
i hallann út af eynni — fyrst
í nóvember, því næst í marz —
apríl og síðast nú í maí — og
alltaf hefur eitthvað af neðan-
sjávarlífi komið í ljós“.
„Gefur þetta svör?“
„Dýr setjast þarna að fyrr
en ég átti von á — í fyrstu at-
hugun minni setti ég skröpuna
tæpa tvö hundruð metra beint
undarí hraunfossinum á 70
metra dýpi: Þarna voru bursta
ormar og krabbadýr — 4 sund
Móðir mín og tengdamóðir
MARGRÉT JÓNSDÓTTIR
frá Arnarnesi
lézt 31. maí s.l. Útför hennar verður gerð frá Dóm- .
kirkjunni föstudaginn 4. júní kl. 3 e.h.
Jón og Jórunn Sigtryggsson.
i ' —■
kraþbar og 2 tegundir af rækj-
um. Ég tel, að burstaormarnir
séu of stórir til þess að hafa
vaxið þarna eftir að þessi halli
þarna myndaðist, og erfitt á
þessu stigi að segja, hvernig
þeir hafa komizt þangað. Ég hef
tekið botndýralirfur sem eru í
svifinu til athugunar en hef
ekki haft tíma til að vinna úr
vorprufunum...“
Ennfremur sagði Aðalsteinn:
„Ég fékk gluggaskeljar á 85
metra dýpi i hallanum sunnan
við eyna. Þær eru mjög smáar
ennþá — og hafa borizt þangað
í svifum og setzt þama í grjót
ið“.
„Hafa sjávardýrin nú áhrif
á gróðurinn í eynni?“
„Það rekur mikið á land af
ljóskröbbum og marflóm og
fleira, sem mikið er af í svifinu
—það getur haft þýðingu fyr-
ir jarðveginn með tilliti til líf-
rænna efna“. — stgr.
Nýútskrifaðir —
Fr mhald af bla I
mann. Það er sérstaklega hag-
stætt að vera túristi í Rúmeníu,
túristagengið þár er 100—150%
meira en skráð gengi. Það var
að miklu leyti þess vegna, sem
við ákváðum að fara þangað.
— Þetta er sérstakt menningar
land grípur Jón fram í, þarna
mætast menningarstraumar frá
suðri og norðri, rómversk menn
ing og norræn. Og það verður
hápunkturinn að komazt til Ist-
anbul segir Hermann. Áætlunin
er fyrst að fljúga til Kaup-
mannahafnar þar sem dvalist
verður í fjóra daga og síðan verð
ur haldið til Rúmeníu og höfð
bækistöð þar í hálfan mánuð.
Þaðan verður m.a. farið í stutta
ferð til Istanbul. Hópurinn
dyelst á baðströnd, og er verið
að grafa þar upp heila borg og
ætlar fólk að fylgjast eitthvað
með uppgreftrinum, þar er mik
ið af grískum og rómverskum
fornminjum. Einnig á að fara út
í óshólma Dónár þar sem er
viðkomustaður farfugla og fjöl-
skrúðugasta fuglalíf í heimi. Á
heimleiðinni verður aftur dval
izt í Kaupmannahöfn í nokkra
daga.
Tilhlökkunin var farin að
segja til sín á svip þeirra tvi-
menninga, hópurinn var að
leggja af stað, samstæður hópur.
Við sjáum um skemmtunina
sjálf segja þeir. Það verður einn
með fimm hljóðfæri með í ferð
inni, Gestur sjálfur, þar af tvö
í nefinu.
Síðastliðinn sólarhring fengu 11
bátar 15.000 mál á síldarmiðunum
Tónleikar Magnúsar
Gamla bíó nötraði undan lófa-
taki í gærkvöldi, því að mikil var
hrifning áheyrenda á söngskemmt-
un Magnúsar Jónssonar, óperu-
söngvara. Efnisskráin var mynduð
af alvarlegum hrærigraut úr öllum
áttum sumt illa til fund'ið svo sem
hin tvö „Lieder“ eftir Schubert, en
flest annað voru sannfærandi og
verðug verkefni fyrir þaulvanan ó-
perusöngvara. í lagi Jóns Þórarins
sonar, Fuglinn í fjörunni, var eins
og söngvarinn næði fluginu í túlk-
un sinni, flugi, sem fór hækkandi
allt til loka. Jafnframt því óx „tón-
hittni'* Magnúsar, hann renndi sér
ekki elns áberandi m'illi tónanna
og í byrjun.
Það var leitt, að Magnús skyldi
ekki lofa okkur að heyra meira af
Verdi. „Niun m'i tema“ úr óper-
unni Ótello var tvímælalaust há-
mark kvöldsins. Aukalög mega
ekki vera síður undirbúin en önnur
verkefni á söngskemmtunum. Þau
eiga öllu heldur að bera af. Það er
vont fyrir söngvarann, að þurfa
kannski að hiksta á textanum, und
irleikarann á nótunum, sem hann
hefur varla séð, áheyrendur á
hráabragðinu af þvl, sem þeir búast
við að verði hinn fínast'i „desert"
eftir ágæta máltið.
Ólafur Vignir Albertsson var
hinn traustastj meðflytjandi Magn
úsar.
Þorkell Sigurbjömsson.
Isbjarnarfeldur
á uppboði í dag
í dag kl. 5 heldur Sigurður Bene
diktsson síðasta listmunauppboð
sitt á þessum vetri i Súlnasal
Sögu. Boðin verða upp um 400
málverk og vatnslitamyndir þar að
auki skulptúr og ýmsir aðrir list-
munir. Meðal þess sem boðið ver/S
ur upp eru listaverk og nokkrir
munir úr dánarbúi Gunnars H.
Róbertssonar, leikstjóra.
Á uppboðinu verða málverk eft-
ir Kjarval, fjögur talsins og er á
meðal þeirra „Den farende svend",
nafnið sótt til Jóhanns Sigurjóns-
sonar. Önnur málverk eru m. a.
eftir Gunnlaug Scheving, fjögur
eru þar eftir Mugg, Gunnlaug
Blöndal, Þorvald Skúlason, Jóhann
Brieín, sjö eftir Nínu Sæmundsson,
tvö eftir Brynjólf Þórðarson, en
verk hans eru mjög sjaldan til
sölu, og lengur mætti telja. Á
uppboðinu verður sömuleiðis einn
forláta feldur af hvítabimi, fylgja
bæði klær og kjaftur.
Fer „sjússadeilan"
fyrir félagsdóm?
Ef samningar takast ekki í deilu
þjóna og veitingamanna kemur til
vinnustöðvunar á föstudag. Samn-
i inganefndir beggja aðila hafa setið
I á fundum undanfarið og var síðast
i haldinn fundur kl. 5' í gær. Stóð
| hann í tvo tíma og lauk án þess
I að samkomulag næðist.
| Aðalefni þessarar deilu milli veit
I ingamanna og þjóna er hvernig
I reikna skal vfnmagnið í hverri
i flösku af áfengi og einnig er deilt
um það hvort þjónum sé leyfilegt
að taka þjónustugjald af söluskatti.
Hafa veitingamenn boðið þjónum
að leggja bæði þessi ágreinings-
efni fyrir félagsdóm, en endanlegt
svar frá þjónum hefur ekki fengizt.
Öll afgreiðsla á veitingahúsum
fer nú fram með eðlilegum hætti,
en ef samningar takast ekki fyrir
miðnætti á föstudag skellur verk
fallið á. Skömmu áður en blaðið fór
í prentun í morgun hafði það sam
band við báða deiluaðila og þá
hafði fundur enn ekki verið boð-
aður.
Bergristur —
fyrir austan.
Gott veður var en mikil þoka.
Skipin voru 100—120 mílur austur
af Langanesi, og fannst þar verul.
mikil síld en hún var mjög stygg.
Frá hádegi í gær, þegar síldar
leitin á Dalatanga tók til starfa,
hafa eftirtalin skip tilkynnt um
afla:
Sigurður Bjarnason EA 1700, Bár
an SU 300, Þörsteinn RE 1600,
Bjartur NS 1700, Heimir SU (skip
stjóri Eggert Gíslason aflakóngur)
1300, Hannes Hafstein 1100, Akur-
ey RE 1500, Halldór Jónsson SH
1000, Jörundur III RE 2200, Kefl-
víkingur KE 1400, Reykjaborg RE
1200, samtals 11 skip með 15.000
mál.
| Herjólfur —
~-amhald af bls. I.
izt hefur er ekki eins gott og
það vatn, sem hægt er að fá hér
Vatnsverðið frá Reykjavíkur-
höfn mun vera 3 aur. á lítrann
en ekki samið enn um flutnings
gjaldið að sögn Guðjóns Teits-
sonar. Guðjón sagði blaðinu að
sér þætti eðlilegt og sjálfsagt að
vatnið vrð'i flutt á þennan hátt
í hverri ferð skipsins til Eyja.
Mundi betta ekki seinka ferðum
bess í neinu, því tönkun færi
fram samhliða annarri af-
greiðslu og ætti ekki undir nein
um kringumstæðum að þurfa að
seinka þvf.
Framh. af bls 16.
mótívavali eftir því hvort er,
Mótív véiðimanna eru yfirleitt
veiðidýr, en menn koma sjald-
an fyrir myndum þeirra og eru
þær þá yfirleitt litlar og mjög
stílfærðar.
Menn koma aftur á móti oft
fyrir í myndum bændamenríing
arinnar, sem og skip, vagnar
og hjól. í mörgum myndanna
ber mikið á frjósem'isdýrkun.
Norski sendiherrann mun
opna sýninguna í dag kl. 17 að
Viðstöddum boðsgestum, en síð
an verður sýningin opnuð al-
menningi og verður sýningin
opin frá kl. 14-22 dag hvern
fram til 20. júní. Aðgangur er
ókeypis.