Vísir - 02.06.1965, Blaðsíða 7

Vísir - 02.06.1965, Blaðsíða 7
V f S I R . Miðvikutlagur 2. júní 1965. 7 BH SÓLFAR UM BREIÐAFJðm Skarfabyggð i Flateyjar-Klofningi. Svipmynd- ir úr Flat- eyjarferð Síðari grein V.b. „Kristján" hefur skropp ið suður til Reykjavíkur að sækja flutning að vertíð lokinni. Hann er væntanlegur um sex- leytið, en klukkan átta á hann að leggja af stað með póst og flutninga út í eyjar. Og við grípum tækifærið og fáum að fljóta með. Nokkrir farþegar eru með út í eyjamar; unga konan úr Tálkna firði og drengurinn ætla út I Hvallátur, og kona Hafsteins Guðmundssonar formanns, Ól- ína Jónsdóttir, Daníelssonar í Hvallátrum, skreppur þangað með okkur. Nú er komið blæja logn að kalla og tiltölulega hlýtt með kvöldinu og við þremenn- ingarnir, förum að gruna Árna Helgason I Hólminum um ■ að hann sé ekki allur þar, sem hann er séður. Það eigum við eftir að fá sannað svo að ekki verður vefengt. Siglingin út í Hvallátur tek- ur ekki langan tíma, enda er vegalengdin ekki nema 5—7 sjó mílur. Þar eru þrjár fjölskyldur, þó að ábúendur séu ekki nema tveir; Jón Daníelsson og Daníel sonur hans, því að Aðalsteinn skipasmiður rekur þar ekki bú- skap, heldur stundar iðn sína eingöngu. Það mætti kannski komast svo að orði, að bflaverk smiðja þeirra Breiðfirðinga væri í Hvaflátrum, því að bátamir sem Aðalsteinn smfðar, koma þeim í stað þeirra farartækja. Og þegar „Kristján" leggst þar að vör getur að líta þar fyrir tvo slíka „bfla“, af „luxus" gerð tvo glæsilega vélbáta, 9 og 11 smálesta, yfirbyggða og með ljóskastara á stýrishúsi, renni legar skeiðar og gætir nokkuð gamla, breiðfirzka byggingalags ins á byrðing þeirra. Það leynir sér ekki að Aðalsteinn er lista smiður, enda eru handaverk hans annáluð vestur þar. Jón bóndi Daníelsson bíður okkar í vörinni, meðalmaður á vöxt, rauðhærður og rauð- skeggjaður, léttur og snar í hreyfingum með bros í augum. Það er auðséð á þeim manni, að ekki er írska kynið útdautt í Breiðafjarðareyjum. Það gengur greiðlega að koma flutningi og farþegum í land í eynni, og nú er tekin stefnan á Svefneyjar. Hafsteinn leggur þó smálykkju á leiðina mln vegna, til þess að sýna mér hið nýja landnám toppskarfsins í Klofningi, allhárri klettaey 1 grennd við Svefneyjar. Þar sást eitthvað af dílaskarfi áður fyrr, en fyrir sex til átta árum tók toppskarfurinn fyrst að setjast þar að, nokkur hjón fyrst 1 stað Nú er hann þar einráður og skiptir ef til vill þúsundum, hef ur eyðilagt þar allan gróður og hrakið annan fugl á brott, því að hann er fugl heimarfkur og líður jafnvel ekki nánasta frænda sinn, dílaskarfinn, I sinni byggð. Harðskeyttur er hann ef því er að skipta og dirfist eng inn fugl, jafnvel ekki svartbak- urinn, að sýna honum áreitni. Og nú lætur toppskarfurinn sér ekki nægja landnámið i Svefneyjarklofningi, enda virð- ist þar nú hver silla og stallur þröngt setinn af þessum stóra og tígulega, þögla fugii, sem helzt lætur ekki í sér heyra nema undir veður. Fyrir fjórum árum komu fyrstu hjónin í Flat eyjar-Klofning, stuðlabergs- höfða rétt hjá Flatey. Nú skipt- báturinn nálgast æskustöðvarn ar. Hvað ertu gamall, Hafsteinn? — Þrítugur. — Voru þið mörg systkinin? — Sex. — Er nokkurt þeirra búsett hérna? — Nei, þau eru öll búsett annars staðar. Sjálfur fluttist ég burtu á tímabili. En nú er ég, sem sagt, kominn út í eyj ar aftur. — og hvernig segir þér hug ur um endurreisn útgerðar í Flatey? — Það er ekki hægt að nefna þessa útgerð okkar því nafni, enn sem komið er. Þetta er ein ungis tilraun, og enn ekki vitað hvernig hún tekst. En það er skammt á góð og fiskisæl mið úr Flatey, og hentugar aðstæður til útgerðar að mörgu leyti. Til dæmis er mjög gott að verka þar skreið. Loftið er á stöðugri hreyfingu, svo að herzlan verð ur jöfn; jarðvegur gróinn svo að ekki fýkur neitt í hana. Það á að vera auðvelt að verka hér góða skreið. — Hvað um sumarið? — Það er ráðgert að vera á skaki I sumar, og leggja aflann upp heima. Sennilega verður fiskur genginn á miðin ein- hvérní(msPT3}úhíPsVi ði unga, þar sem mað iíáfa 'fiskigöhgúr breytzt f hann í friði — aðra firðinum aS undahförnu? — Það held ég varla, nema hann gengur ekki eins innar- lega og áður, síðan þessi mikla netaveiði hófst þar á vetrarver- tíðinni. — Eru margir bátar hér á netum? — Milli fimmtíu og sextíu, og þar á meðal margir stórir vélbátar, yfir 100 smálestir. — Or verstöðvum hér við fjörðinn? — Já, báðum megin, af Snæ- fellsnesinu og Barðaströndinni og svo af Vestfjörðum. Það má segja, að lögð séu net á hvern blett í firðinum. — Eru enn ótaldar eyjarnar á Breiðafirði? — Ég gerj ráð fyrir því. Við ir hann hundruðum og færir stöðugt út landnám sitt. Þarna í klettunum, sem meðfylgjandi mynd er tekin, sást hann ekki í sumarleið — nú taldi ég þar um fjörutíu hreiður. Toppskarf urinn á þrjú til fjögur egg, og leiðir venjulega út allt að því jafn márga urinn lætur hann í friði óvini hefur hann ekki að óttazt — svo að viðkoman er mikil og fjölgunin ör. Það má því búast við að hann tvöfaldi eða þre- faldi tölu sína í Flateyjar-Klofn- ingi þegar á næsta ári. Annan fugl hefur hann þegar hrakið þaðan, og þess verður varla langt að bíða að sá gróður, sem þar er enn hverfi með öllu. Ekki er vituð nein skýring á þessu mikla landnámi toppskarfsins á þessum slóðum. Frá Svefneyjum er haldið til Skáleyjar, en þar er formaður inn á „Kristjáni" Hafsteinn Guð mundsson, borinn og bamfædd ur. Ég skrepp aftur í stýrishús- ið og rabba við hann, þegar köllum það eyjar, sem standa uppúr á stórstraumsflæði og gras grær á, en grasleysur, köll um við einu nafni sker. Undir Svefneyjar heyra um sextíu slík ar eyjar, hundrað og sextíu und ir Skáleyjar og um þrjú hundr uð undir Hvallátur. — Er töðugæft gras I þessum eyjum, og getur sauðfé gengið þar sjálfala? — Já, það er töðugæft gras þar og í sumum eyjum mun sauðfé geta gengið úti á vetr- um. Eyjabændur stunda allir sauðfjárrækt að meira eða minna leyti, en mikið af fénu er flutt á land síðari hluta vors og látið ganga þar á afrétt fram á haustið. — Er hlunnindamikið í Skál- eyjum? — Já, eins og raunar víðast hvar hér í eyjum. Æðarvarp og selurinn allur nýttur til mann- eldis. Kjötið er bezti matur, hreifarnir voru súrsaðir og spik ið ýmist brætt eða saltað. Sels lýsisbræðingur er hið bezta við- bit; mjúkur, hvítur og bragðgóð ur, og harðfiskur með söltuðu selspikj er herramannsmatur og eins konar þjóðarréttur okkar hérna í Breiðafjarðareyjum. Og svo er það lundakofan; hún var tekin úr holunum með j?ogg í'— það voru þrjár, lengcjír af goggum notaðir Við Jgkjuna; „kimagoggur", sem var stytztur, „miðholugoggur" og langholu- goggur“. Nú hefur kofatekjan lagzt niður að mestu, og lunda veiði er ekki stunduð hér í eyj um . . . „Kristján“ leggst nú í vör í Skáleyjum, en hefur þar skamma viðdvöl. Síðan er hald ið aftur út í Hvallátur, þar sem kona formannsins kemur um borð, og snúið heim í Flatey um lágnættið. Nú er komið blæjalogn og þokulaust á fjöllum. Sólskin á morgun, segir Reynir Vigfússon. Hann er glöggur á veðurútlitið við Breiðafjörð, hann Árni Helgason í Hólminum, enda þótt hann sé fæddur og uppalinn á Austfjörðum. Hjónin Hafsteinn Guðmundsson frá Skáleyjum og Ólína Jónsdóttir Sraaðl Hvallátrum og börn þeirra.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.