Vísir - 05.06.1965, Blaðsíða 5

Vísir - 05.06.1965, Blaðsíða 5
VlSIR . Laugardagur 5. júní 1965, 5 utlönd í riör^un útlönö í ino2?g'un útlönd í morffun utlönd í morgun Gemini-geimferðin: Mikfö afrek, en megintilganginum ekki náð Gemini-geimferðin hefir ver- ið aðal fréttaefni heimsblað- anna frá því geimfarinu var skotið á loft og það þarf mikið að gerast, til þess að allt hana varðandi teljist ekki til höfuð- frétta, þar til henni lýkur og iafnvel lengur, en í fréttum i 'aða yfirleitt í heiminum er lii’ð mikil áherzla á það, að p' :i tókst að ná þeirri samteng ingu geimfars og burðarflaugar þreps, sem var megin markmið, því að þegar tilraunir verða gerðar til tunglferða, verða samtengingar gervitungla nauð- synlegar. Svo langt eru Rússar ekki komnir, að þeir hafi unnið þetta tæknilega afrek, en viðurkennt er, að þeir eru á undan Banda- ríkjamönnum í geimtækni, og ef Bandaríkjamenn hefðu nú í þessarí geimferð náð ofan- greindum megintilgangi, hefðu þeir sannað fyrir öllum heimi að þeir hefðu tekið forustuna á sviði geimtækninnar, og hefði þetta haft m. a. stórkostlega á- róðurslega þýðingu. í fréttum blaða rétt áður en Gemini IV var skotið á loft var mikið rætt um það, að lífi White geimfara værí teflt £ mikla hættu með því að gera þessa tilraun nú, — líf hans héngi raunverulega í veikara þræði en hinn mjói, gullni strengur, sem tengdi hann við geimfarið væri. Hafi útbúnaður Voshod II, sovézka géimfarsins — með tilliti til öryggis geim- farans, er hann færi út og inn aftur, verið fullkomnari. En hvað sem þessu líður við- urkenna allir, að mikið afrek hafi verið unnið, en mikilvæg asta tilganginum ekki náð — Rússar enn á undan. Geimfaramir White og McDivitt hafa verið þjálfaðir i lendingu á sjó, enda er gert ráð fyrir, að Gemini IV lenti á Atlantshafi. — Atján skip verða á hafsvæðinu (í grennd við Bermuda-eyjar), þar sem þeir eiga að lenda. Og hundruð flugvéla verða á svæðinu. — Myndin er tekin á æfingu. Frakkar endur- nýja fiskifíotann Edward White — bandariski geimfarinn, 34 ára. Myndin tekin við læknisskoðun áður en Gemini IV. var skotið á Ioft. Verjið gegn ryði með. Tectyl, Bændur — ryðverjið Látið ekki landbúnaðartækin verða ryðinu að bráð. — Ryðverjið með undraefninu TECTYL. Fæst á útsölustöðum B.P. um land allt. RYÐVÖRN Fullkomnasti togari, sem Frakk ar hafa eignazt, er nýfarinn í fyrstu veiðiferð sína. Er þetta skut togari. Skilyrði era til djúpfryst- ingar á 600 lestum af þorski í hverri ferð. Togarinn, sem nefnist „Vikings" (Víkingamir) fór i þessa veiðiferð á Norðursjávarmið. Hann er smiðaður i Lubeck fyrir útgerðarfélag í Fécamps. Hann er 830 t. dw, hefir þrjá 1300 hest afla dieselmótora. Hraði er allt að 15 hnútar. Undir þiljum eru vinnustofur með flökunarvélum, vélum til þurrkunar og djúpfrystingar. Veiðin flyzt á færibandi um vinnustofurn- ar og 40 stiga frystmgu og er svo komið fyrir i geymslu, þar sem er TILKYNNINGAR Listaháskólinn í KaUpmanna- höfn hefur fallizt á að taka við einum íslendingi árlega til náms í húsagerðarlist, enda fullnægi hann kröfum um undirbúnings- nám og standist með fullnægj- andi árangri inntökupróf i skól- ann, en þau hefjast venjulega í byrjun ágústmánaðar. Umsóknir um námsvist i skól- anum sendist menntamálaráðu- neytinu Stjórnarráðshúsinu við Lækjartorg fyrir 20. júni n. k. Sérstök umsóknareyðublöð fást i ráðuneytinu. Menntamálaráðuneytið, 31. maí 1965. 30 stiga frost. Gert er ráð fyrir, að hægt sé að vinna að 40 lestum af fiski á dag, auk vinnslu á öðrum fiski, sem áður var varpað fýrir borð. Vélar eru og til þess að vinna úr 25 tonnum af fiskúrgangi daglega, og er maláð úr hönum fiskimjöl, sem er sekkjað um borð í togaranum. Skipverjar búa í fjögurra manna klefum, þar eru steypibaðklefar o. s. frv. Skuttogarj þessi hefir vakið mik inn áhuga meðal útgerðarmanna og sjómanna og eins stjórnarinnar, sem hefir vaxandi áhuga fyrir að stuðla að því, að fiskveiðiflotinn verði endurnýjaður samkvæmt nýi ustu kröfum. I Le Trait við Signuósa er nú verið að smíða annan slíkan togara fyrir eigendur í Fecamps og La Havre. REGNKUEÐI til sjós og Bonds Kápur á unglinga og böm. Veiðikápur Sjóstakkar Fiskisvuntur og margt fleira Fyrsta flokks efni. V0PNI Aðalstræti 16 (við hliðina á bílasölunnl) NYTT BLAÐ sem flytur: TEXTA, TOPPLÖGIN, STÓRA LIT- MYND AF „HLJÓMUM“, GREINAR OG MYNDIR AF ÞEKKTUM BÍTLAHLJÓMSVEIT- UM INNLENDUM OG ERLENDUM O. FL. EFNI UM ÁHUGAMÁL ÆSKUFÓLKS í DAG.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.