Vísir - 22.06.1965, Blaðsíða 2

Vísir - 22.06.1965, Blaðsíða 2
SíÐAN Fjárhagsaðstoð gegnum fréttamynd Vestrænn blaðaljósmyndari, sem gekk um í þorpinu Dong Xoai eftir bardagana þar á dög unum, kom auga á unga Viet- namiska stúlku sem haltraði um við staf. Hann tók mynd af stúlkunni, myndin var siðan send til dagblaða um allan heim og eftir nokkra daga tók fólk i mörgum löndum að bjóða fram hjálp sína og fjárhagsaðstoð. í fyrstu vissu blöðin ekkert um nafn stúlkunnar, en það tókst að grafa það fljótlega upp. Hún hafði verið flutt með bandarískri þyrlu til sjúkrahúss í Saigon, þar sem gert var að sárum hennar. Stúlkan litla er 12 ára gömul og heitir Giang Thi Yen. Hún bjó ásamt foreldrum sínum og systkinum í íbúðarskálum her- manna, því faðir hennar var her maður og hefur verið svo síð- ustu 13 árin. En er Viet-Cong skæruliðar gerðu árás á þorpið settu þeir handsprengjur í íbúð arskálana til að fækka her- mönnunum. í sprengingunni fór ust tvö systkini stúlkunnar en hún ásamt móður sinni slapp út við illan leik. Börnin sem brunnu voru 8 ára gamall dreng ur og 5 ára stúlka, en faðir þeirra hafði verið drepinn í bardaga nokkrum dögum, áður. Móðirin er nú komin til Sai- gon ásamt reifabarni sem hún hafði á brjósti er árásin var gerð og slapp því óskaddað. Hún hafði ekkert heyrt um fréttamyndina af dótturinni, er hún kom þangað, en gat vart tára bundizt af þakklæti er hún frétti um viðbrögð fólks á Vest- urlöndum. Þótt hún sé alveg eignalaus nú sem stendur þá ætlar hún að reyna að koma upp nýju heimili fyrir sig og bömin tvö fyrir hjálparféð. „Geimlabb" er tízkulína haustsins Amerískir tízkuteiknarar af- hjúpuðu tízkulínur haustsins á Bj tízkusýningu í New York fyrir skemmstu fyrir framan 4000 I tízkuritstjóra, kaupendur og aðra viðkomandi. Athyglisverðast er, að pilsin eru komin upp fyrir hné (minn- ir á slagorð kvennréttinda- kvenna - fyrr á árum: — Upp með pils og niður með bux . . .) en það er þó enginn einstefnu- akstur, „gamaldags“ kjólar og franska tízkan eru vel gjald- geng, rétt eins og þegar frönsk vín em borin á borð í veizl um hjá Bandaríkjaforseta. Kven tízkan í Bandaríkjunum minnir æ meira á fatnað skölastúll<na, en það er líka allt í lagi, og tízkufatnaðarkaupmenn aðhyll- ast bandarísku tízkuna því kon urnar vilja hafa fatnaðinn svona, — og auðvitað snýst þetta allt um konuna. Myndin af Giang Thi Yen, sem birtist í fjö löndum. Haltrandi við staf gengur hún um rústir þorpsins Dong Xoai. Því ekki þumalskrúfur? Kári skrifar: Maður hefur á stundum verið að burðast við að gera gys að því hérna í pistlunum, hvernig hagað er samningafundum í vinnudeilum og á hverju „rétt lát“ lausn á sílkum vandamál- um virðist byggð — sem sagt því hvor aðilinn eigi fulltrúa, sem lengur getur vakað án þess að glata algerlega þessu litla, sem honum hefur verið gefið af heilbrigðri skynsemi. Við segj um „þessu litla“ því að sams konar pyndingaraðferðir, fram kvæmdar á vegum nazista og austantjaldsþjóða — jafnvel fleiri hernaðarþjóða á styrjald- artímum — kváðu hafa leitt i ljós, að menn þyldu vökur þvl verr, sem þeir voru betur gefn ir andlega. En hvað um það, allir eiga kröfu til þess að ekki séu brotin á þeim almennustu mannréttindi, að minnsta kosti með þjóð sem telur sig standa öllum framar á þvi sviði, og satt bezt að segja virð’ist því ekki trúandi, að maraþonvöku- pyndingar séu þar enn I tlzku. Munu nú og hafa gerzt atburð ir, sem ef til vill vekja ein- hverja fleiri en okkur til nokk- urrar umhugsunar .... og eiga eflaust eftir að gerast fleiri... Og.... ef ekki fæst „rökrétt", „réttlát" og „skynsamleg" lausn á vinnudeilum, nema full trúar beggja aðila v'ið samnings borðið séu beittir einhverjum pyndingum — eins og einhvern veginn Virðist komið í tízku að álíta með okkar miklu mannrétt indaþjóð — hvers vegna er þá ekki beitt einhverjum þeim pyndingaraðferðum, sem eru að vfsu kannski sársaukafyllri I bili, en taka fyrr af og hafa ekki jafn heilsudrepandi afleið- ingar og maraþonvökumar? Úr nógu ætti að vera að velja á því sViði, þvl að vart mun uppfinningasemi manna hafa náð öllu meiri árangri á öðrum sviðum .... Hvernig væri t.d. að taka upp þumal- skrúfurnar? Yrði sú aðferð nokk uð ómannúðlegri en að halda mönnum vakandi og I spennu I fullan sólarhring æ ofan I æ? Erlendir vísindamenn hafa kom izt að raun um, að þrjátíu stunda vaka I einni striklotu hefur sömu afléiðingar á heila bú flestra og rothögg I hnefa- leik .. .. við höfum bannað hnefaleika okkur til mikils sóma og við höfum sett vöku- lög á sjó okkur einnig til mik ils sóma . ... en v'ið höfum ekki enn sett nein ákvæði um há- 'marksvökur við samningavið ræður 1 vinnudeilum, hvað er okkur til lít’ils sóma. sRRwtr HEnnni Hvernig stendur á þvl ólag’i á slmanum að sónn kemur stundum I miðjum klíðum og meðan á samtali stendur, spurði kona mig nýlega. Hún sagði, að sér þætti það ergilegt og auk þess fygldi þessu nokkur kostn- aður, því hún kvaðst jafnan verða að hringja á nýjan leik. Annar galli væri líka við talsíma samband stundum, og væri fólginn f því að einh. óviðkom andi er allt í einu kom’inn inn á llnuna og tekinn að blanda sér í samtal, sem enginn á að heyra. Kári játar það hreinskilnings lega að hann ber ekkert skyn- bragð á tæknivandamál slmans og getur þar af leiðand’i ekki svarað þessari spumingu. En hann lofaði hins vegar að koma henni rétta boðleið til við- komandi aðila. En Kári vill jafnframt nota tækifærið og spyrja ráðamenn Landssímans hvort ekki sé unnt að bæta við símalínum til nokk urra nærliggjandi staða utan Reykjavíkur, e’ins og t.d. Borg- arness og Selfoss. Þeir staðir eru stundum á tali langtimum saman og undir hælinn lagt hve nær hægt er að ná sambandi þangað. Þetta gerir ekkert til ef manni lægi ekkert á, en það er dýrt að hanga tímunum sam an Við að leita árangurslaust eftir simasambandi, hafi maður Dagsbrúnarkaup eða þaðan af hærri vinnulaun. Afgreiðslufólk í búðum Og svo er héma karlmaður, sem er með nöldur út af af- greiðslufólki I verzlunum. Hann skrifar: „í engu landi heims er verzl unarfólk gætt þvflíku kæruleys’i um hag húsbænda sinna eins og verzlunarfólk hér heima á íslandi. Um leið og það sér mann koma inn úr dyrunum sendir það viðskiptavininum hatursfullar augnagotur fyrirað gera þvl ónæði með nærveru sinni og væntanlegum kaupum. ‘Spyrji maður um einhverja vörutegund er ýmist ekki svar að eða svarið hljóðar: „ha.“ Og loks þegar afgreiðslumaður- inn eða stúlkan er kom’in 1 skilning um að viðskiptavinur inn ætli sér að kaupa eitthvað þá er vörunni fremur hent I hann heldur að honum sé rétt hún á kurteislegan hátt. Ég hef ferðazt um nokkur þjóðlönd þ.á.m. flest nágranna- lönd okkar og hvergi orðið var þeirra afgreiðsluhátta sem hér tíðkast. Stundum hangir af- greiðslufólkið i sfmum, að þvi er virðist við e’inhverja kunn ingja sína, og skeytir engu, þótt fólk komi inn I verzlunina til að kaupa sér e'itthvað. Að 6- gleymdum stúlkunum sem kalla mætti „gúmmítyggjur" og er eitt hið ömurlegasta og því miður eitt algengasta fyrirbæri sem mætir sjónum manns inn- an við búðarborð’ið f verzlunum. Munur á erlendu og innlendu verzlunarfólki Eru engar kröfur gerðar um framkomu og háttemi verzlun arfólks á Islandi? Manni verð- ur einkum á að spyrja svona þegar maður hefur nýlega geng ið á vit erlends verzlunarfólks sem tekur manni eins og við- sk’iptavini, en ekki óvini. Það ljómar af alúð og elskulegheit- um, greiðir götu manns eftir megni, þar hefur maður sanna ánægju af því að borga peninga en hér kvíðir maður í hvert skipti fyrir þvf að þurfa að koma inn í verzlun." Bréfið er að vfsu harðort — ef til vill um of. Og a.m.k. eru fjölmargar undantekningar, sem betur fer, frá því verzlunar- fólki sem bréfritarinn lýsir. Vera má að landinn sé feimn- ari en aðrar þjóð’ir og þess vegna þyki hann í framkomu sinni öðmvísi og kuldalegri en verzlunarfólk annarra þjóða. En hvað sem því Iíður væri ekk; úr vegi fyrir kaupmenn eða forstjóra fyrirtækja að leið- beina starfsfólki sfnu f eðli- legri og alúðlegri framkomu. Af því hefur hver manneskja f hvaða stétt sem er, gott.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.