Vísir - 22.06.1965, Blaðsíða 7

Vísir - 22.06.1965, Blaðsíða 7
VI S I R . Þriðjudagur 22. júní 1965. 7 Hvenær verður Náttúrugripasafnið opnað? t vetur var nafni Náttúrugripasafns íslands breytt í Náttúru- fræðistofnun íslands. Eitt af verkefnum Náttúrufræðistofnunarinn- ar er að sjá umNáttúrugripasafnið, en sýningarsalur þess hefur ver ið lokaður siöan haustið 1960, eða hartnær í fimm ár. Það var Hið íslenzka náttúrufræðifélag (stofnað 1889). sem gaf ríkinu safnið til „eignar og umráða“ árið 1947, en það félag var upphaflega stofnað í þeim megintilgangi, að koma upp náttúrugripasafni, sem skyidi opið almenningi. — Nýlega barst tíðindamanni Vísis það til eyrna, að Hið ísienzka náttúrufræðifélag hefði hug á því að taka gjöfina aftur vegna þess, hvað dregizt hefði að opna safnið fyrir almenningi. Tíðindamaður leitaði því til Eyþórs Einarssonar grasafræðings hjá Náttúrufræðistofnuninni til þess að spyrja hvað satt væri f þessu, sem og að spyrja um hvernig stendur á þessari töf við að opna safnið. — Náttúrufræðifélagið gæti auðvitað aldrei tekið gjöfina aftur, sagði Eyþór. — Gjöfinni fylgdu aldrei slíkir skilmálar. Hítt er svo annað mál að það álit kom fram á aðalfundi fé- lagsins í vetur, að safnið hefði ef til vill aldrei verið gefið rík- inu, ef fyrirfram hefði legið fyr- ir vitneskja um, að það yrði lokað almenningi um lengri tíma. — Hvað hefur tafið opnun á safninu? — I>að er langt og flókið mál. I vetur þegar liðin voru fjögur og hálft ár frá því gamla sýn- ingarsalnum i Safnahúsinu var lokað og gripirnir fluttir úr hon- um, var salur hér I húsakynn- um Náttúrufræðistofnunarinnar að Laugavegi 105 svo að segja tilbúinn. Aðeins var eftir að setja lampa í sýningarskápana, mála þá og setja gler fyrir þá. Sem sagt, allt var nærri tilbúið til þess að fara að vinna við að setja sýningarmunina upp, verk sem tekur nokkra mán- uði, þá gerðist það óhapp að vatnsleiðslur biluðu hjá prent- myndagerð, sem er til húsa hér fyrir ofan. Vatn komst í sýn- ingasalinn og skemmdist hann allmikið, t. d. eyðilögðust tré- texplötur í lofti og veggjum og hitalögn, rafgeislahitun. Þetta gerðist í febrúar, og síðan hef- ur ekkert verið unnið við sal- inn, vegna þess að ekki hefur fengizt endanlegt mat á skemmd um I salnum. Skemmdirnar hafa verið metnar af hálfu lög- fræðinga Háskóla Islands (það er háskólinn, sem sér um að innrétta sýningasalinn) og af hálfu Iögfræðinga prentmynda- gerðarinnar. Þeir hafa ekki orð- ið á eitt sáttir um matið, öðr- um finnst of lágt metið, en hin- um of hátt. Það hefur því ekki mátt hrófla við neinu fyrr en yfirmat hefur farið fram. Áður en þetta gerðist höfðum við reiknað með því að geta opnað safnið fyrir almenning um næstu áramót. Nú verður því enn töf á því sem ómögulegt er að segja fyrir um, hvað verð- ur löng. Við munum þó reyna að flýta verkinu eins og kostur er. — Ef þið viljið sjá salinn, þá er það velkomið, sagði Eyþór, og gekk með blaðamann og ljós myndara í gegnum skrifstofur Náttúrufræðistofnunarinnar að tilvonandi sýningasal náttúru- gripasafnsins. „Prósessían" vakti forvitni eins starfsanna stofnunarinnar, Sigurðar Þórar- inssonar og elti hann hópinn inn í salinn. „Eyþór, ertu að sýna þeim yfirlitssafnið yfir ís- lenzka náttúru", sagði Sigurður um leið og hann benti inn í sal- i.nn fullan af alls konar drasli. Salurinn leit eins út óg gamall, lekur sumarbústaður lftur út að innan. Trétexplöturnar hafa blotnað og spennzt frá veggj- unum þar sem mest vatn hefur leikið um þær. Salurinn er llt- ill og er Iágt undir Ioft. Á því höfðum við orð við Eyþór. Rætt við Eyþór Einarsson, grnsnfræding, um þnð og nnnnð — Nei það var ekki ætlunin og almennt er húsnæði hér að Laugavegi hálfgerð vandræðaúr lausn. Háskólinn fékk á sínum tíma framlengingu á happdrætt- isleyfi sínu með þvf skilyrði að hann byggði hús yfir Náttúru- fræðistofnunina, eða Náttúru- gripasafnið eins og það hét þá. Málið var svo að segja komið I höfn, til voru fullgerðar teikn- ingar af húsinu og fé var fyrir hendi til að reisa það. I raun og veru stóð ekki á neinu nema fjárféstihgarleyfi til þess að hefj ast handa um byggingarfram- kvæmdir. Það var margsinnis sótt um fjárfestingarleyfi, en var endanlega synjað um það árið 1957. 1 þess stað var veitt fjárfestingarleyfi til byggingar Háskólabíós og virðist svo vera Eyþór Einarsson grasafræðingur, á skrifstofu sinni f Náttúru- fræðistofnuninni. vegna plássleysis. Á þessu stigi málsins var aldrei gert ráð fyrir því, ekki í það minnsta af hálfu forstöðumanna stofnunarinnar, að náttúrugripasafnið yrði flutt úr Safnahúsinu. Staðreyndin er hins vegar sú, að Náttúrugripa safnið hefur lengst af verið i óþökk Landsbókasafnsins I húsa kynnum þess og var safninu fyrst sagt upp húsnæðinu árið 1917. 1960 var okkur svo end- anlega sagt upp húsnæðinu og urðum við þá að flytja safnið. Náttúrugripasafn íslands Htur svona út f júnímánuði 1965. — Þessi salur er aðeins 100 fermetrar og töluvert minni en salurinn ,sem var undir safnið I Safnahúsinu við Hverfisgötu, og er þvl ekki að Ieyna, að við höfum alltaf verið óánægðir með að þurfa að setja safnið upp hér, enda er það gert af illri nauðsyn. — Það var þá ekki ætlunin I upphafi að safnið ætti að vera hér til húsa? sem menn hafi gert sér vonir um, að það yrði mikið gróða- fyrirtæki. Við þetta varð ljóst að ekki yrði byggt yfir stofnun- ina næstu árin. Ákvað þvl Há- skólinn að tilmælum forstöðu- manna stofnunarinnar að kaupa hæðina hér að Laugavegi 105 og átti það að vera bráðabirgða lausn fyrir vinnustofur og vís- indasafn. Öll starfsemi stofnun- arinnar var að leggjast f fjötra — En hvert? Endalokin urðu þó þau að hér skal sýningarsalur- inn vera í bráð og var við þá ákvörðun teknir 100 ferm. af vinnurými okkar, hérna, sem hefur m.a. orðið til þess, að við þurfum að geyma hluta vlsinda- safna okkar í kjallara Þjóð- minjasafnsins. — Hvert er verksvið-Náttúru fræðistofnunarinnar? — Það er margþætt, en • • flokka má starfsemina f þrjá meginþætti. í fyrsta lagi, að vera miðstöð almennra náttúru fræðirannsókna á íslandi. í öðru lagi, að koma upp sem fullkomn ustu vísindasafni og í þriðja lagi að koma upp, sem full- komnutsu sýmngarsafni, sem veitir sem gleggst yfirlit yfir náttúru íslands. Nafninu á stofn uninni var breytt í vetur til þess að undirstrika, að hér er unnið að vísindalegum rann- sóknarstörfum, en ekki einung is verið að safna samnmunum. Er ekki eðlilegt að Náttúru- fræðistofnunin tengist Háskól- anum sterkari böndum ef nátt- úrufræðideild verður stofnuð við skólann? — Jú, ég mundi telja það og einmitt með það í huga held ég að fullyrða megi, að nauðsyn beri til að flýta byggingafram- kvæmdum fyrir Náttúrufræði- stofnunina. Það er eðlilegt að þessi stofnun hér gangi inn í Háskólann og myndi, ásamt Raunvísindastofnuninni, sem nú er verið að reisa. undirstöðu undir raunvísindadeild við Há- skólann. Ég tel að nú sé þörf fyrlr slíka deild við Háskólann meiri en nokkru sinni áður. Það er ekki endilega nauðsynlegt að hægt verði í fyrstu að ljúka lokaprófi í öllum greinum nátt- úrufræði, sem kenndar verða, heldur má t. d. gera réð fyrir, að menn geti lokið B.R.prófi eftir 3—4 ár og hafi þá rétt til kennslu, en þeir sem vilja mennta sig frekar geti, að þeim tíma liðnum, leitað út fyrir landssteinana. Á íslandi er mjög ákjósanlegt að stunda ýmsar náttúrurannsóknir, en rannsókn arstörf eru undirstaða allrar kennslu við háskóla, eða ætti i það minnsta að vera það. Það á ekki að haga kennslu við allar deildir háskóla, eins og um em- bættismannaverksmiðju væri að ræða. HÍFUR VERiÐ L0KAD l FJ0GUR AR

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.