Vísir - 22.06.1965, Blaðsíða 16

Vísir - 22.06.1965, Blaðsíða 16
mm Laxinn ekki allur kominn / EtöBaár Ásbjöm Sigurjónsson (t. h.) ásamt danska handknattlciksmanninum, Fredslund Pedersen. Þegar Visir litaðist um á vig- stöðvunum við Eiliðaár í gær- da p voru þar fjórir merkis menn að njóta veðurblíðunnar við veiðiskap. Það eru leyfðar þrjár stengur í Elliðaánum, en hvar er laxinn? — Það þarf að kaupa upp veiðiréttindin hjá þeim mönnum sem veiða laxinn eins og þorsk, sagði Ásbjörn Sigurjónsson á Álafossi, — hann var með eina stöngina, Fredslund Pedersen, formaður danska handknatt- leikssambandsins hafði aðra en uppi, fyrir ofan brú voru þeir Sigurpáll í Vikunni og Axel f Rafha saman um stöng. — Við fengum þrjá daga hver, sagði Sigurpáll, — en við skipt umst á svo við fáum sex daga út úr því. Hann ætlar ekki að láta sjá sig í dag. Þú áttir að vera héma í gær, þá veiddi Hörður Guðmundsson einn 17 punda grip, — sá stærsti í fyrrasumar var 16 pund. Langskemmtilegasta svæðið er hérna fyrir ofan. Þar er mað ur kominn upp í sveit, þótt mað ur sé í rauninni inni í miðri borginni. Ef ekki væri munur á vatnsmagni, væri það eins og við Laxá norður í Þingeyjar- sýslu. Þar eru aðeins leyfðar flugur, en laxinn er ekki kom- inn svo langt uppeftir ennþá. Þótt þetta sé ekki vatnsmikil á, þá þori ég að segja, að hún sé ein skemmtilegasta laxveiðiá sem ég veit um. En það er líka fallegt við Laxá í Þingeyjar- sýslu, — sérstaklega fallegt. Og á meðan við röbbum við Sigurpál er Axel önnum kafinn við veiðamar. — Vertu ekki að taka mynd af okkur, segir Sig- urpáll, — við erum ekki f rétt- um „galla“, — við skrappum hingað f vinnufötunum. En Ásbjöm stendur fyrir neð an brú og krækir beitu á öngul inn, pattaralegum og gildum einnar krónu maðki. Tveir „töffarar" brenna fram hjá á rykugu „moskvits-tæki“ og gala út um gluggann: — Hvað eruði’ með á tímann, ha? — Hvað eruði’með á timann, ha? segir Ásbjörn eftir þeim og hlær. Ágætt hjá strákunum, — ætli við séum ekki á Dagsbrún artaxta. HÉRAÐSMÓT um helgina r r Á Olafsfirði, Sauðárkróki og í Víðihlíð Um næstu helgi verða haldin þrjú héraðsmót Sjálfstæðis- flokksins, sem hér segir: Ólafsfirði, föstudaginn 25. júni fel. 21. Ræðumenn verða Magnús Jónsson, fjármálaráð- herra, Gísli Jónsson, mennta- skólakennari, og Lárus Jóns- son, bæjargjaldkeri. Sauðárkróki, laugardaginn 26. júní fel. 21. Ræðumenn verða Magnús Jónsson, fjár- málaráðh., sr. Gunnar Gíslason, alþm., og Pálmi Jónsson, bóndi. Vfðihlíð, sunnudaginn 27. júní fcl. 21. Ræðumenn verða Magnús Jónsson fjármálaráðh., Einar Ing’imundarson, alþm., og Herbert Guðmundsson, ritstjóri. Hljómsveit Svavars Gests skemmtir á öllum mótunum. Hljómsveitina skipa fimm hljóð færaleikarar, þe'ir Svavar Gests, Garðar Karlsson, Halldór Páls- son, Magnús Ingimarsson og Reynir Sigurðsson. Auk þess eru f hljómsveitinni söngvar- arnir EUy Vilhjálms og Ragn- ar Bjarnason. Á héraðsmótunum mun hljómsveit'in leika vinsæl lög. Söngvarar syngja einsöng og tvísöng og söngkvartett innan hljómsveitarinnar syngur. Gam- anvísur verða fluttar og stuttir gamanþættir. Spurningaþættir verða undir stjórn Svavars Gests með þátttöku gesta á héraðsmótunum. Að loknu hverju héraðsmót'i verður haldinn dansleikur, þar sem hljómsveit Svavars Gests leikur fyrir dansi og söngvar- ar hljómsveitarinnar koma fram. vMS&SsXi&jC-s. Axel Kristjánsson, forstjóri i Rafha, og Sigurpáll Jónsson, framkvæmda- stjóri Hilmis h.f. Húnvetningar stofna fíugféiag Ekki hefur verid flogið þangað í nokkur ár Síðastliðinn laugardag var hald- inn undirbúningsfundur á Blöndu- ósiaðstofnun flugfélags. Tilgangur félagsins er að halda uppi áætlun- arflugi, milli Reykjavíkur og Blönduóss. Nafn hins nýja félags er Húnaflug h.f. Vísir hringdi f for mann bráðabirgðastjómar félags- ins, Jón ísberg sýslumann, og spurði hann um nánari tildrög. — Tildrög félagsins eru þau, sagði Jón Isberg, að flugferðir hing Norrænir feriaskrifstofu■ * menn skoðalskma Þessa dagana er staddur hér á landi hópur norsks ferðaskrif- stofufólks, sem hingað kom í boði Flugfélags íslands og und- Ir leiðsögu og fararstjórn Skarp- héðins Ámasonar umboðsmanns Flugfélagsins f Osló. Þetta er 12 manna hópur frá kunnustu ferðaskrifstofum í Noregi, Hann kom hingað þann 19. þ. m. og fer heimleiðis aftur í dag. Á meðan hópurinn dvaldi hér voru honum sýndar helztu ferða leiðir sem útlendingar geta séð í stuttri heimsókn til íslands, þ. e. nágrenni Reykjavíkur, Þing vellir, Gullfoss, Geysir og Laug- arvatn, en þar var hópurinn í fyrradag. í gær var farið með hann flugleiðis til Akureyrar og þaðan farið í bifreið til Mý- vatns. Auk þessa voru hótel skoðuð, fólkinu gefinn kostur á að tala við starfsbræður sína hér o. s. frv. Áður kom 14 manna hópur danskra og sænskra ferðaskrif- stofumanna undir leiðsögu Vil- hjálms Guðmundssonar, umboðs manns Flugfélagsins f Khöfn. Var farið með þann hóp á sömu slóðir og norska ferðaskrifstofu fólkið. Þá kom hingað fyrir nokkru ferðaskrifstofufólk frá Cook- ferðaskrifstofunni í Bretlandi og Frakklandi. Kom sá hópur f sam eiginlegu boði umboðsmanns Cook-ferðaskrifstofunnar hér, Geirs H. Zoéga og Flugfélags Islands. En Ieiðsögumaður hóps ins var Jóhann Sigurðsson, um- boðsmaður Flugfélagsins í Lon- don. Flugfélag íslands hefur á hverju undanfarinna ára boðið hingað erlendu ferðaskrifstofu- fólki og telur það hið þýðing- armesta atriði til kynningar á landi og þjóð. að féllu niður fyrir 4—5 árum og höfum við kunnað illa einangrun okkar viðvikjandi flugi. Sú var tíðin, að bæði Loftleiðir og Flug- félag Islands flugu hingað. Ég tel að F. í. hafi látið ferðir hingað falla niður, vegna þess aö hér var ekki næga farþega að fá, sem stafaði af því að meðan Flug- félagið flaug hingað var aldrei hægt að treysta því að flug yrði og tóku menn því frekar áætl- unarbifreiðina þegar það var mögu legt. — Það sem við höfum í huga með stofnun flugfélagsins er að skapa hér aðstöðu fyrir eitthvert flugfélag, svo það fái áhuga á því að fljúga hingað. — Margir hafa áhuga á því hér, að kaupa þessi 500 kr. hlutabréf, sem á að gefa út og er það ekki endilega vegna gróðavonar, held- ur vegna hins, að áhugi er almenn ur að reyna að koma á föstum flug ferðum hingað. Island gefur S.Þ. 3,4 milljónir kr. Utanríkisráðuneytið skýrði frá því í gær, að ísland hefði ákveðið í samráði við hin Norðurlandaríkin að leggja fram til Sameinuðu þjóð- anna sem frjálst framlag 80 þús- und dollara eða um 3,4 milljónir króna. Á sama tíma leggur Svíþjóð fram 2 milljónir dollara, Danmörk eina milljón og Noregur 700 þús- und krónur. Það er ætlun þessara Norður- landaríkja að hafa með þessu for- göngu um að reyna að leysa fjár- hagsvandræði Sameinuðu þjóð- anna. Heildarupphæðin er ekki mik il upp í hinar miklu skuldir Sam- einuðu þjóðanna, en þess er vænzt, að svo kunni að fara að fleiri og fjársterkari þjóðir fylgi þessu for- dæmi. Eru m. a. líkur á, að Bretar muni fylgja fordæminu og leggja fram 10 milljónir dollara. Norðurlandaríkin hafa á ýmsum Framh. á bls. 6.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.