Vísir - 22.06.1965, Blaðsíða 9

Vísir - 22.06.1965, Blaðsíða 9
VfSrR . Þriðjudagur 22. júní 1965. Q (BCS! ☆ Tjað ber stundum við, þegar íslenzkir ferðamenn leggja af stað út í lönd, að leið flug- vélarinnar ber þá, þegar nálg- ast Skotlandsstrendur yfir eyja klasa einn mikinn og furðuleg- an, þar sem eyjamar eru ein- kennilega vogskornar og skringilegar í laginu. Þetta eru Orkneyjar. Ferðamaðurinn horf ir yfir þær út um kýreuga flug vélarinnar, oftast er það á björtum sumardegi, sjórinn spegilsléttur eða sólin glitrar í logngárunum. Þeirri hugsun skýtur upp að það gæti verið tilvinnandi að skreppa og skoða þetta einkennilega eylendi Sam- an við blandast óljós tilfinning fyrir því, að endur fyrir löngu hafi íslendingar átt eitthvað sameiginlegt með Orkneyjum og því fólki, sem þar bjó. Byggðin sem við sjáum úr mikilli hæð minnir líka talsvert á íslenzka byggð. Það er sama dreifbýlið, stakir bóndabæir og lítil fiskiþorp inni á víkum með trillubátum eða litlum þil- farsbátum við bryggju, mjóir fáfarnir vegir sem liðast um hæðir og mýrar, sauðfé og nautgripir á beit. Og vissulega áttum við margt sameiginlegt með Orkn- eyjum. Þangað komu norskir víkingar og námu land, að lik- indum nokkrum áratugum fyrr en þeir fundu ísland. Sami landsflótti frá Noregi og kom islenzku landnámsmönnunum á hreyfingu gerði Orkneyjar á skömmum tima að alnorrænu eyríki. Vafalaust réði því auðna og tilviljun ein, hvort margir þessara manna höfnuðu f Orkneyjum, Hjaltlandseyjum, Fsareyjum eða á íslandi. Það mátti jafnvel líta á allar þessar eyjar sem eitt eyveldi frjáls- ræðlsins, þar sem engin ríkis- lög þó lögðu hðmlur á íbúana, aðems óskráð lög hinna frjálsu herskáu vfldnga. V^afalaust höfðu Forn-íslend- T ingar samskipti og við- komu f Orkneyjum. Þess er t. d. getið að þrír landnáms- manna, sem námu land í Döl- um, í Axarfirði og í Hruna-1 mannahreppi hefði haft við- komu í Orkneyjum áður en þeir lögðu út til íslands. Og íslendingar gerðu meira eins og þeirra var von og vfsa, þeir rituðu sögu Orkneyja. Og því er alveg eins farið og með Noreg, Svíþjóð og Danmörk, að hefðu íslendingar ekki komið þar til, vissu íbúar þess- ara eyja nú ekkert um þessa forsögu sína, nema það sem ráða má af dauðum hlutum fornleifa, ásamt fáeinum óljós- um þjóðsögum, er fylgt hafa mannvirkjum eins og hinni fornu Magnúsarkirkiu í Kirkju- vogi. En miklar minjar fornra bygginga hafa varðveitzt ' Orkneyjum og þær styðja og sanna sannleiksgildi þess, sem íslendingar skráðu fyrir 8—9 öldum. j^annski skiptir þetta ibúana í Orkneyjum nú engu verulegu máli lengur. Fólkið sem þar býr er að vísu af- komendur þeirra sömu vík- inga og við, en þeir urðu fyrir þeirri ógæfu að strengurinn brast, þeir töpuðust okkur seni skyldþjóð og þeir töpuðu sjálfum sér. Orkneyjar höfðu gengið undir Danakrúnu ásamt með Noregi og öðrum „norsk- um lendum“ Og svo gerðist það árið 1469 að Kristján I Magnúsarkirkja í Kirkjuvogi stendur enn. Þannig hafa fornminjar varðveitzt í Orkneyjum meðan fslendingar varðveittu söguna. Qrkneyinga Danakonungur veðsetti eyjarn- ar fyrirheimanmundiMargrétar dóttur sinnar, er hún giftist Jakobi 3 Skotakonungi. Það veð var aldrei innleyst. Smám saman urðu Orkneyjar enskt land og það mun einmitt hafa verið á tímum móðuharðind- anna hér, sem síðustu leifar hinnar íslenzku tungu dóu þar út. Þar skildi með okkur, en litlu munaði þó að annar blánkur Danakonungur veðsetti einnig ísland og í það skiptið Þjóðverjum. Þótt Orkneyingar hafi þann- ig glatað tungu forfeðra sinna og eyjamar þannig breytzt úr eyríki f enskan dreifbýlisskika bar sem allt hefur legið 1 doða bá varðveitast hin fornu minni þó einkennilega vel í örnefn- unum. Þorr: allra örnefna eyj- anna gæti verið beint ofan úr íslenzkri sveit, að vísu ali mikið afbökuð. Og þegar þau eru borin saman við hina fornu Orkneyinga sögu, kemur allt heim. Og meira en það, þegar lýsingar sögunnar eru athugaðar og bomar saman við staðhætti nú, þá kemur fræðimönnum saman um, að höfundur Orkneyinga sögu hlýtur sjálfur að hafa dvalizt ’ Orknevjum og þekkt eyjarn- ar náið. ^lmenningur hér hefur nú til dags ekki átt greiðan að- ganga að Orkneyinga-sögu. Að vísu er hún öll í Flateyjarbók og þá í þeirri vanefnaútgáfu hennar sem kom út á stríðsár- unum, en þar er hún sundur- limuð, sem innskot í aðrar sögur. Mönnum ber saman um, að áðu. hafi hún verið ein heild og þannig er hún nú nýlega gefin út í heilu lagi sem eitt bindið í hinni glæsilegu útgáfu Fornritafélagsins. Hefur dr. Finnbogi Guðmundsson lands- bókavörður séð um útgáfuna Útgáfur Fornritafélagsins eru ákaflega handhægar og þekki- legar. Þær fylgja allar sama forminu, fyrst er langur for- máli þar sem úígefandanum er ætlað að skýra allt sem vitað er um hverja sögu, hvenær hún sé skrifuð, hver ætla megi að hafi samið hana, rekja sann- gildi, staðhætti og tfmatal, bera saman við aðrar heimildir og fornminjar, lýsa varðveizlu handrita og útgáfum. Síðan fylgir sem neðanmálsgreinar með textanum skýringar á öllu þvf sem við kemur efnj sögunnar og lesandanum kynni að leika forvitni á að vita, á- bendingar um textaafbrigði, ná- kvæmar vísnaskýringar og loks landakort. Allur frágangur þessara rita er til fyrirmyndar og ætlað að stuðla að því, að menn lesi ekki þessi fornu frægðarrit skilningslaust, þjösnist í gegnum þau, eins og kálfar Þó er það auðvitað nokkuð með ýmsum hætti sem umsjónarmaður hverrar bókar vinnur sitt verk. Að baki sumra þeirra liggja ára eða áratuga rannsóknir og er sennilega frægust í þessu efni Njálu-út- gáfa Einars ól. Sveinssonar. | slendingar skrifuðu ekki land- námssögu Orkneyja. Sagan byrjar ekkj fyrr en eyjamar em fullbyggðar og Haraldur hárfagri leggur þær undir sig um líkt leyti og ísland var að byggjast og setti f fyrstu yfir þær sem jarl Sigurð bróður Rögnvaldar Mærajarls. Siðan varð saga Orkneyja saga jarl- anna og undir því nafni hefur hún líka gengið. Hún segir frá þessu rfki jarlanna á tfmabilinu 870—1170 og er samfeld saga þeirra þennan tfma. Hún er mjög stórbrotin saga um sífellt stríð og valdabar- áttu. Menn hafa stundum furðað sig á þeim óendanlega áreitnis- hug, sen. birtist hvarvetna í at- burðum Sturlungu, þar sem aldrei má halla orði, aldrei sættast heilum sáttum, aldrei vægja né sleppa tangarhaldi á neinu sem búið var að krækja í. En hér birtist bara önnur útgáfa af þessu sama fyrir- brigði, sömu laupráð, aðfarir og bæjabrennur. Allt þetta sama kynið, sömu stórbokk- amir sem þrátt fyrir mikillæti sitt berjast um hvem bita. Saga Orkneyja varð önnur en íslendinga í því að þeir urðu strax háðir heimaþjóðinni og sóttu þangað jarlstignina, En til þess að þeir yrðu ekki sjálfráðir um of, voru jarlarnir að jafnaði látnir vera tveir, og skyldi hvor ráða hálfum eyj- um, stundum kom jafnvel sá þriðji inn í spilið. Allir voru þeir svo náskyldir og tengdir hver öðmm. En það var fjarri því að blóðböndin gætu nokk- uð stillt valdabaráttuna. Oft leitaði annar jarlinn ásjár hjá Noregskonungi, hinn hjá Skota konungi og valt mikið á hvorir þeirra vora sterkir hverju sinni. TDaráttusagan er slöng. Hún byrjar fyrir alvöra með Torf-Einari bróður Hrollaugs landnámsmanns á íslandi. Hann var svo kallaður fyrir það að hann lærði af Keltum að nota torf til eldiviðar. Hann varð æði sjálfráður höfðingi og gersigraði einn son Haralds hárfagra í orustu. Síðan koma fleiri kappar eins og Sigurður digri er barðist undir hinu fræga hrafnsmerki er veitti jafn an sigur, en krafðist fórna óg síðast lífs Sigurðar sjálfs. Þá koma þættir um þá jarlana Þorfinn, Brúsa og Rögnvald Brúsason þar sem hagsmunir Norðmanna og Skota rekast einna harkalegast á. En há- marki nær þessi hluti í frá- sögnunum um þá bræður og jarla Pál og Erlend Þorfinns- syni og syni þeirra Hákon Pálsson og Magnús Erlendsson, en sá síðari er göfugmenni sög- unnar. Er heldur stórbrotin sagan af því þegar Hákon svík- ur þennan bræðrung sinn og lætur taka hann af lífi með hryllilegum hætti. En Magnús var eftir það tekinn í helgra- manna tölu sem vemdardýrling ur Orkneyja. Tjessi fyrri helmingur er eins margar fomkonungasögur og upphöf íslendingasagna skrifaður eins og úr fjarlægð tímans. Seinni helmingurinn fjallar svo um þann merkis- mann Kala Kolsson norskan bónda sem tók sér með jarls- tign heitið Rögnvaldur og varð síðan e.t.v. mestur höfðingi allra Orkneyjajarla. Hans saga er skemmtilegasti hluti bókar- innar. Hann var skáld og við hirð hans sátu íslenzk hirð- skáld. Hann sigldi í pílagríms- ferð til landsins helga gegnum Njörvasund og kom víða við á Miðjarðarhafi, laugaðist loks í ánni Jórdan, en hélt síðan landveg heim um Ítalíu. Síðast í þessari pllagríms- reisu tók hann sér far til Orkn- eyja með skipi nafngreinds Is- lendings, er kann að eiga mik- inn þátt í sögu hans og var sá af Haukdælaættum. Þessi hluti bókarinnar ber svip sjón- arvottsins. Þetta er skrifað af samtíðarmanni, sem hefur sjálf ur verið sjónarvottur að ýms- um þessara atburða eða hefur frásögnina frá fyrstu hendi. JJrkneyinga-saga og staðsetn- ing hennar innan um hina miklu sagnaritun íslendinga um erlenda höfðingja er á margan hátt mjög > merkileg. Hún er rit sem talið er vera frá því fyrir daga Snorra Sturlusonar. Hún er þannig ekki talin skrifuð af honum, og samt er álitið að handrit af henni dreifist út frá Reykholti. Líkur eru þó fyrir að vinnu- brögð hans sjáist á einum þremur köflum í henni, þar hafi Snorri kippt burt þeim köflum sem þar voru en skrifað aðra Frh. á bls. 4.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.