Vísir - 22.06.1965, Blaðsíða 11

Vísir - 22.06.1965, Blaðsíða 11
’ -'ti \ir 22. júní 1965. RITSTJORI: JON BIRGIR PETURSSON . ...... HiHM otnliðin skiptu stigunu KefBavik og Fram eru neðst eftir fyrri umferð en eygja samt örlitla von um sigur í 1. deild 1. deild * BOTNLIÐIN í 1. deild, Fram og Keflavík, háðu hallærisbaráttu í gær- kvöldi á Laugardalsvellin- um. Einhver sagði, að hann hefði ekki séð öllu jafnlélegri leik í I. deild í sumar, og hann hitti nagl- 'WWVNAAAAAAAAAA/VW' 71.26 Harol Conolly setti nýtt heimsmet í sleggjukasti um i helgina. Hann kastaði 71.26. | Sjálfur átti hann gamla metið i og var það 71.07 metrar. Conolly varð OL-meistari í J Melbourne 1956 og hefur átt »heimsmetið í fjöldamörg ár. ann á höfuðið, þetta var sannarlega lélegur leikur við frábær skilyrði. yf Það eina, sem virtist vera gert af viti í þess- um leik, var mark Fram, sem var skorað af Ásgeiri Sigurðssyni, 5 mínútum fyrir leikslok. Annað eins mark er sinna peninga virði. Ég held meira að segja, að sumir hafi farið heim ánægðir með þá f jár- festingu að fara á völlinn, bara fyrir þetta eina skot. Leikur Fram og Keflavíkur var frá upphafi til enda eindæma bögglingslegur og leikmenn upp til hópa í lélegu „stuði“. Treysti ég mér tæplega til að gefa neinum „EKKI OF SVARTSÝNIR // — segir Hannes Þ. Sigurðsson, sem horfði á Dani vinna Svia á Idrætsparken / fyrradag 1 Úti á Reykjavíkurflugvelli hitti ég Hannes Þ. Sigurðsson, milliríkjadómara. Hann var að koma frá Kaupmannahöfn og sagði mér fréttir af leik, sem hann hafði séð nokkrum klukkutímum áður. „Danirnir voru heppnir að vinna“, sagði hann „ég er eftir sem áður fullur af bjartsýni. Hvers vegna skyldi maður vera svartsýnn á árangur íslenzka liðsins. Hver hefði trúað þvi að óreyndu að Norðmenn hefðu t. d. sigrað Júgóslava 3:0. Þann leik sá ég i sjónvarpi og var mjög hrifinn af þeim frændum vorum. Nei, í knattspymu get- ur allt gerzt. Enginn spáði okk ur jafntefli í Olympiukeppninni á heimavelli Dana. Ári síðar voru þeir búnir að krækja sér í silfrið á leikunum i Róm“. Hannes sagði að stemningirj á áhorfendapöllunum hefði ver ið „leikur" út af fyrir sig. Klukkutíma fyrir keppnina vom áhorfendur byrjaðir að syngja, strákamir hlupu út á völlinn og stungu dönskum fán um í grasið kringum miðpunkt inn. Eftir leikinn var stemning in eins og vænta má ekki minni, en það gat Hannes ekki ( horft á, þvi úti á Kastmp beið ein af íslenzku millilandavélun- Hannes Þ. Sigurðsson um. „Ég náði siðasta bíl á Ieigu bílastöð skammt frá Idrætspark en og náði að komast undan flóðbylgjunni sem skall yfir göt urnar í kring rétt á eftir og þarmeð náði ég í flugvélina“. Sem sagt, við skulum ekki örvænta þótt Danir hafi þarna unnið Svía í fyrsta skinti í 14 ár. Einhver sagði í gær á Laug ardalsvellinur.i. „Það verður leiðinlegt fyrir Dani eftir að sigra Norðurlandameistara Finna og síðan ’ erkifjendurna Svia, — að koma hingað op tapa fyrir okkur“. En það varf nú bara sagt í grfni. —ibp— | þeirra gott orð fyrir leik sinn, slikt væri neikvætt fyrir þá ágætu leik- menn, sem þarna komu saman, því allir geta þeir betur. Bæði liðin fengu sín mark- tækifæri og báðir markverðirnir vörðu falleg skot oftar en einu sinni og voru raunar einu mennirn ir, sem líktust sjálfum sér. í fyrri hálfleik átti Jón Jóhanns son ágætt tækifæri en skallaði yfir markið af mjög stuttu færi. Helgi Núlhason átti glæsilegt skot ör- skömmu síðar af vítateig og gat skotið aftur, einnig mjög glæsilega en Kjartan Sigtryggsson varði vel. Þá átti Hreinn Elliðason ágætt færi, en skaut beint á Kjartan sem var ekki í markinu. í seinni hálfleik lék Hreinn lag- lega á Högna Gunnlaugsson við endamörkin, skaut laglega, en Kjartan varði í horn. Þarna átti Hreinn heldur að leggja boltann út til að opna og „stækka“ markið. Mark Keflvíkinga kom eftir 11 mínútur í seinni hálfleik. Það var ekki neinn glæsibragur á því marki, en mark var það samt og ber að þakka eða kenna vörn Fram. Jón Jóhannsson fékk bolt- ann eftir „kiks“ og klaufaskap varnarmanna innan vitateigs og skoraði af stuttu færi. Eftir þetta efldust Keflvikingar mjög og Jón Ólafur Jónsson, h. útherji fékk ágætt tækifæri til að skora, en tókst ekki. Fertugasta minútan var happa- mínúta Fram. Þeir skoruðu jöfnun armarkið og verður ekki annað sagt en að þeir verðskulduðu jafn teflið. Að vísu skoruðu Keflvíkingar mark eftir þetta í næstu sókn. En það var réttilega dæmt af. Einar Hjartarson dæmdi á sóknarmann Keflvíkinga, sem hljóp undir Hall- kel Þorkelsson, markvörð Fram, i Frjálsíþróttadeild K. R. heldur innanfélagsmót í kvöld 22. júní kl. 18.00. Keppt verður í eftirtöldum greinum: 10 km hlaupi — 400 m hlaupi — 100 yards — 80 m grindarhl. kvenna. Stjórnin. Ferðafélag íslands fer síðustu gróðursetningarferð sína á þessu vori, í Heiðmörk á miðvikudagskvöld kl. 8. Farið frá Austurvelli. Ferðafélag íslands ráðgerir eftirtaldar ferðir á næstunni: 24. júní hefst 5 daga ferð til Crímseyjar- — Eyjafjarðar og um Skagafjörð. 26. júní hefst 9 daga ferð norður um land t Herðurbreiðarlindir og Öskju. 29. júní hefst 9 daga ferð til Vopnafjarðar op um Melrakka- sléttu. Farið verður um það svæði, sem ■•’k Fí 1965 fjallar um. Mlar nánari uppl. eru veittar skrifst )fu F.í Ök'ugötu 3. Sími 11798 — 19533 Vinsamlegast til- •nnið þá+ttö'-’- i sumarlevfis- ferðirna: neð góðum fyrirvara loftinu og missti Hallkell boltann við það. Einar Hjartarson dæmdi þennan leik vel. Það góða við leik inn var veðrið, sem var skínandi gott, og svo auðvitað mark Ás- geirs. Eins og sjá má af stigatöflu 1. deildar er keppnin nú hálfnuð og verður nú 16 daga hlé á keppn- inni. Keppnin er afar hörð svo sem sjá má og má segja að ekkert lið sé enn úr fallhættu og öll eigi lið- in von um að verða íslandsmeist- arar, því það hefur sannazt að hægt er að verða íslandsmeistari á 13 stigum, sem Fram hefur mögu Staðan hálfnuð). er nú þessi (keppniu Valur 5 3 1 1 7 12:8 KK 5 2 2 1 6 10:8 Akranes 5 2 1 2 5 11:11 Akureyri 5 2 1 2 5 8:11 Keflavík 5 1 2 2 4 4:6 Fram 5 1 1 3 3 7:9 leika á að fá, og eins er hægt að falla á 7 stigum fyrir Val, ef þeir tapa öllum leikjum í seinni um- ferðinni. Þetta eru öfgadæmin, en vitanlega má reikna með að hvorki Valsmenn falli, né að Fram eða Keflavík fari með sigur af hólmi. Við sjáum hvað setur. —jbp— Hreinn Elliðason, Fram, einn af markhæstu mönnum 1. deildar, brýzt hér upp með boltann f Ieiknum f gærkvöldi. (Ljósm. B. B.). 15í bikarkeppniKK Alls hafa 15 lið tilkynnt þátt- töku sína í bikarkeppni K. K. í. Þar af eru 12 lið utan Reykjavík- ur. Skipað hefur verið í riðla og fer sú keppni fram í sumar.. Loka keppnin sem í verða fjögur lið mun fara fram í Rvk. um miðjan september. I. riðill. UMF Snæfell, UMF Skallagrímur. fl. riðill. / örfuknattleiksfélag ísafjarðar, i uróttafélagið Stefnir Súgandafirði, íþróttafélagið Grettir Flateyri, Sig urvegararnir úr I. og II. riðli keppa s,',ian un hvor fer í úrslitakeppn- ina i Rvík. III. riðill. Iþróttafélagið Þór, Knattspyrnu- félag Akureyrar, UMF Tindastóll. IV. riðill. Iþróttabandalag Hafnarfjarðar, UMF Laugdæla, UMF Selfoss, UMF Hrunamanna. V. riðill. íþróttafélag Rvíkur, Glímufélag- ið Ármann, Knattspyrnufélag Rvík ur. Sigurvegararnir úr III., IV., og V. riðli fara í úrslitakeppni í Rvík. Fyrstu umferð keppninnar skal vera lokið fyrir 1. ágúst. Annarri umferð skal lokið fyrir 23. ágúst og lokakeppnin (4 lið) mun síðan fara fram um miðjan september

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.