Vísir - 22.06.1965, Side 8

Vísir - 22.06.1965, Side 8
VlSIR . Þriðjudagur 22. jUu 5. «»i Utgetandi: Blaðaútgátan VISIR Ritstjóri: Gunnar G. Schram Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinson Fréttastjórar: Jónas Kristjánsson Þorsteinn ó. Thorarensen Ritstjórnarskrifstotui Laugavegi 178 Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3 Áskriftargjald er 80 kr á mánuði í lausasölu 7 kr. eint. — Simi 11660 (5 línur) Prentsmiðja VIsis - Edda h.f. Bændur og borgarbúar Skammt er að minnast þeirra umræðna sem í vetur áttu sér stað um stöðu landbúnaðarins í íslenzku efnahagslífi og þá ekki sízt greiðslu útflutningsupp- bóta úr ríkissjóði, aðallega með útfluttu dilkakjöti. Þær uppbætur nema nú á þessu ári 184 millj. króna eða 30 þúsund krónum á hvern bónda. Er eðlilegt að neytendum og skattgreiðendum í þéttbýlinu vaxi þessi upphæð nokkuð í augum. — Á aðalfundi Stéttarsambands bænda, sem haldinn var nú um helgina að Eiðum, ræddi landbúnaðarráðherra Ing- ólfur Jónsson nokkuð þessi viðhorf. Kvað hann það skoðun sína að eftir því sem ræktunin eykst og aðstaðan batnar til búreksturs verði líkumar meiri fyrir því að framleiða megi sauðfjárafurðir til út- flutnings án framlaga úr ríkissjóði. Með fullkominni tækni og vísindalegri athugun megi auka framleiðsl- una og fá meiri arð af búunum en hingað til hafi verið. Þannig geti framleiðslukostnaðurinn lækkað og samkeppnisaðstaðan batnað. Gætu þá framlög úr ríkissjóði lækkað og horfið alveg vegna landbúnaðár- framleiðslunnar er tímar líða. ☆ Hin litla vinsæla útwarpsstöð Radio Lnxemburg, á f vök að verjast um þesar mundit. Stóri bróðírinn, Frakkland, er að gera ráðstaíanir til að ná slík um jrfirráðum yflr útvarpsstöð- inni, að þaðan í frá verður ekki hægt að segja að stöðin njóti þess frelsis eða þess að vænta að hún geti flutt þær hlutlægu og greinargóðu fréttir, sem hún hefur byggt vinsæidir sínar á. Luxemburg er eins og allir vita sjálfstætt ríki, sem hefur um langt skeið verið í efnahags tengslum með Belgíu og auk þess á síðustu árum þátttak- andi í hinu nána efnahagssam starfi Evrópuríkjanna. VINSÆLASTA STÖÐIN Yfirleitt veit fólk ekki mikið um Luxemburg, en eitt hafa þó flestir vitað, að þar er rekin útvarpsstöðin Radio Luxem- burg, sem hefur verið afar vin- sæl um alla Evrópu. Og vin- sældir hennar hafa byggzt á tvennu, skemmtilegri dægur- iagatónlist, sem unglingar um alla álfuna hlusta á og hins veg ar góð og hlutlæg fréttaþjón- usta. Rekstur útvarpsstöðvar- innar er svo tryggður með aug lýsingum. Útvarpsstöðin hefur verið Y erður rödd Radio Lux- lögguð Franska stjórnin reynir að ná tangarhaldi niður? á fyrirtækinu | þessum orðum ráðherrans felst bjartsýni, en sú bjartsýni er á rökum reist. íslenzkir bændur hafa sýnt það á undanförnum árum að þeir hafa verið fljótir að taka tæknina og vísindin í þágu sína. Hjá því verður ekki komizt, að sum árin verði um nokkra offramleiðslu að ræða, sem selja þarf úr landi og þá er sanngjarnt að bændur fái fyrir hana mann- sæmandi verð. Engum er greiði ger með því að ala á tortryggni milli sveita og bæja, þegar slíkar aðstæður skapast. Ekki er iengra síðan en 1960 er flytja varð inn 100 lestir af smjöri. Sýnir það hve meðalhófið er hér vandratað. Að því verður vissulega stefnt að útflutningsuppbætur verði sem minnstar úr ríkissjóði. En þann hugsunarhátt ber að varast, og þann mikla misskilning, að þar sé um ein- hverjar ölmusugreiðslur að ræða til bænda. Hlutverk A B ÁJmenna bókafélagið er 10 ára um þessar mundir. Það er ástæðá til þess að óska því til hamingju með afmælið. Útgáfur þess náðu strax vinsældum og hylli og flestir rithöfundar og bókmenntamenn þjóð- arinnar hafa gengið til liðs við félagið í menningar- starfi þess. En það er ekki aðeins að félagið hafi þennan áratuginn gefið út 135 bækur, innlendar og erlendar, heldur hefur það frá upphafi verið merkis beri frjálsrai bugsunar á þessu 'landi og þeirra lýð- ræðishugsjóna sem mikill hluti þjóðarinnar aðhyll- ist. Þannig hefur félagið gegnt tvíþættu hlutverki á miklum umbyltingarárum. Og það er til marks um hve vel starf þess hefur tekizt að aldrei hefur hagur þess staðið með meiri blóma en nú að loknum fyrstu tíu starfsárunum. svo mikið fyrirtæki að hún er langtum stærri en þörf væri fyr ir í slíku smáríki, enda er það á allra vitorði, að íbúar 1 ná- , grannahéruðunum, sérstaklega í Moselle-dalnum bæði f Þýzka landi og Frakklandi hlusta mest á Luxemborg. Hún er þeirra stöð, þó landamæri skilji. Á síð ustu árum hefur sama fyrirtæk ið svo hafið starfsemi sjón- varpsstöðvar, en það hefur ekki náð eins mikilli útbreiðslu og út varpið. MEIRIHLUTI í HLUTAFÉLAGI En hvernig má það vera, að erlendir aðiljar geti náð slíku tangarhaldi á Radio Luxem- burg, að sjálfstæði þessa fyrir tækis sé ógnað? Það er einfalt mál, útvarps- stöðin er hlutafélag og það eru erlendir kaupsýslumenn sér- staklega í Frakklandi sem eiga hlutabréfin í fyrirtækinu. Hin opinbera franska frétta stofa Havas á 17% af hluta- bréfunum. Frönsk bankastofn- un Banque de Paris et des Pays Bas á 8% og annað franskt fyrirtæki Compteu de Montrouge á 14%. Þá kemur hið stóra franska sjónvarpsfyr- irtæki CFF sem á 12%. Þegar lagt er saman sést að þessi fjög ur frönsku fyrirtæki eiga ein- mitt nauman meirihluta eða 51% og de Gaulle getur því með ýmsum aðgerðum náð miklu valdi í fyrirtækinu. Stærsti einstaki hluthafinn er annars bandaríska bankafyrir- tækið Banqué de Bruxelles. sem á 35% hlutabréfa. Sjálf franska ríkisstjórnin ræð- (ur þegar yfir hlutabréfum Havas fréttastofunnar, sem eru S 17%. En það sem veldur Lux emborgurum áhyggjum er það, að frönsk yfirvöld eru að gera ráðstafanir til að yfirtaka hluta fé 12% það sem franska sjón varpsfélagið CFF hefur átt. Staf ar þetta af því að hið franska sjónvarpsfélag sem er einkafyr irtæki verður á næstunni að leggja út í geysilegan kostnað og fjárfestingu, þar sem það er að hefja litsjónvarp. Svo virð- ist sem það sé eitt af skilyrð- um frönsku stjórnarinnar til þess að veita því opinberan stuðning, að það framselji rík Joseph Bech hinn aldni forustu maður Luxemborgara. inu hlutabréfin í Radio Luxem burg. Má geta nærri hvað þessi þróun mála vekur miklar á- hyggjur í Luxemborg. SKOÐANAKÚGUN? Hér er nefnilega ekki aðeins um að ræða kaupsýslu. Hér segja Luxemborgarar að anað búi á bak við, sem þeir líta mjög alvarlegum augum. Að- gerðii Frakka lykta af skoðana kúgun. Því er haldið fram, að de Gaulle og fylgismenn hans geti ekki þolað annað en að fá að ráða því með öllu sjálfir hvaða fréttir og upplýsingar franskri alþýðu eru bomar á borð. Þeir hafa orðið þess óþyrmi lega varir, að franskur almenn ingur hlustar á Radio Luxem burg og fær þar þann frétta flutning sem frönsku valdhaf arnir geta ekki þolað. Það hef ur verið talað um það, að Radio Luxemburg hafi haft veruleg áhrif I frönsku bæjarstjómar- kosningunum og de Gaulle kenni þessari litlu útvarpsstöð að nokkru um fylgismissi sem Gaullistaflokkurinn varð fyrir nú í vetur. Þvf hafi hann nú ákveðið að láta til skarar skríða Þegar hann hefur gripið í taum ana, mun hann láta skipa sina fylgjendur í stjórn og dagskrár stjóm Radio Luxemburg. Vel má vera, að útvarpsstöðin verði rekin eftir sem áður með líku sniði og áður, en þó er hætt við að hún verði ekki svipur hjá sjón eftir sem áður. Luxem borgarar sjálfir munu harma það, að rödd einu sjálfstæðu útvarpsstöðvarinnar verði þögg uð niður. Þeir munu lfta svo á, að þá verði sami gaullista-áróð urinn f allri Vestur Evrópu og kannski hætta þeir þá sjálfir að hlusta á sína eigin útvarps stöð. Það er einnig ólfklegt að Þjóðverjar og Hollendingar muni halda trúnað við Radio Luxemburg þegar það verður orðið málpípa de Gaulles. ÁHYGGJUR SMÁÞJÓÐAR Þannig líta menn þetta all alvarlegum augum. Hér er i húfi skoðanafrelsið eða hvort allir eigi að syngja sama söng inn. Luxemborgarar reyna að berjast gegn þessari þróun, um Frh. á bls. 4 nim

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.