Vísir - 22.06.1965, Blaðsíða 5

Vísir - 22.06.1965, Blaðsíða 5
V í SIR . Þriðjudagur 22. júní 1965. 5 útlönd í rnorgun utlönd útlönd' í Aorgun útlönd í mopgun BLÓÐIÚTHELITIBORSUM ALSfR Skotið á stuðningsmenn Ben Bello í Bone og Constnntine Elóði var úthellt í gær í sumuni B«rgum Alsír, er stuðningsmenn Ben Bella fóru í kröfugöngu hon um til stuðnings. Er greinilega k''mið í ljós, að hann á sér stuðn- i<'gsmenn víða um land, sem hafa þo~að að láta það í ljós. í að- gerðum lögreglumanna til þess að dreifa fylkingum kröfugöngu- manna hafi tugir manna ver- ið drepnir og særðir, að því er talið er, flestir í bæjum í austur- hluta landsins. Ben Bella mun hvergi eiga sér traustari stuðningsmenn en í bæj-' unum Bone og Constantine. Frétta ritari frá brezka útvarpinu lauk í gær ferðalagi um þessi héruð. Hon um var sagt. að þar hefðu allt að 35 menn beðið bana, er lögreglan skaut á kröfugöngumenn. Ekki var fréttaritaranum leyft að fara inn í bæinn. Hann kvað svipaða atburði munu hafa gerzt í Con- stantine sem í Bone. Eftir ferða- fólki er haft, að herinn hafi grip- ið í taumana í Bone, eftir að stúd- entar og konur höfðu stofnað til fjölmennra kröfugangna. Fólk þetta segir, að miklar æsingar séu með mönnum og megi búast við frekari uppþotum, en herinn sé við öllu búinn og hiki ekki við að beita hörðu t'il þess að bæla niður hvers kyns mótþróa. Eftir ferðamanni, sem f gær kom til Marseille, var haft, að komið he£ði til blóðsútheHinga á laugardaginn einnig í höfuðborg- inni, þar sem flestar stjómarbygg ingarnar eru. Jafnt Evrópumenn sem Serk'ir búsettir í Alsír, sem komið hafa þaðan til Marseille segja, að loftið í Alsír sé hlaðið sprengiefni“ — hættulegar sprengingar kunn'i að koma til sögunnar hvenær sem er. Miðhluti Algeirsborgar var raun verulega hersetinn af hersveitum og lögreglu í gær, eft'ir að mann- fjöldi hafði haldið uppi ópum og köllum og krafizt þess, að Ben Bella yrði sleppt. Mikið lið, her- menn með stálhjálma á höfðum, og gráir fyrir jámum, em á verði f háskólahverfinu. Lið þetta ræður yfir kjarnorkuvopnum að sögn. Kommúnistablaðið UNITA á Italíu segir í morgun, að blær fjandsamlegur kommúnistum ein- kenni aðgerð'ir Boumedienne, og bætir því við, að síðan á laugar- dag hefðu 420 menn verið teknir hðndum af stjómmálalegum ástæð um. I fréttum frá Algeirsborg segir, að byltingarráðið hafi setið nærri stanzlaust á fundum síðan á laug ardag. Aðalmálið á dagskrá þess sé, að vinna að þvf að ráðstefna Afríku Og Asíurfkja verði hald- in eins og ráð hafði verið fyr'ir gert. Hinir nýju valdhafar hafa sagt, að ekki komi til neinna breytinga, en samt rfk'ir um þetta Friðamefndimi ekki veitt móttaka iPeking Friðamefnd Brezku samveldisráð-1 forsætisráðherra verður ekki veitt áefnunnar undir forustu Wilsons ' móttaka í Peking. STARFSMANN vantar á aðalskrifstofu vora á Tjarnargötu 4 Upplýsingar um launakjör o. fl. eru veittar á skrifstofunni. Umsóknir ásamt upplýsingum um fyrri störf sendist skrifst. nú fyrir n. k. mánaðamót HAPPDRÆTTI HÁSKÓLA ÍSLANDS T JARNARGÖTU4 í ‘éSrkvöldi í á'ðalmáf^agni aiþýðustjórnarinnar í Peking. Segir blaðið að fyrir nokkm hafi hurðinni verð skellt aft ur fyrir nefinu á Patrick Cordon Walker og hið sama gerist nú. Blaðið ræðst þvf næst harkalega á Wilson, kallar hann bjálfa og vikadreng Johnsons forseta, og sé Wilson að reyna að pranga út frið arvonum Johnsons, — og fari til þess þá leið að blekkja samveldis þjóðimar til fylgis við sig. Leikur Wilson hafi og verið að fá þær með til þess að afstýra yfirvofandi gagnrýni á ráðstefnu Asíu- og Afríkuþjóða, sem halda á f Algeirs borg á stefnu Breta varðandi Viet- nam. Raunar virðist alveg óvíst, að hún verði haldin nú. Kfnverjar vilja halda hana til þess að hafa áróðursleg not hennar, en mörg lönd hafa frestað burtför sendi- nefnda, meðan beðið er svars við tilmælum fulltrúa Afrfkurfkja á Samveldisráðstefnunni, að henni verði frestað í bili. Torg-aftako í Saigon I NTB-frétt í morgun segir, að þúsundir manna hafi verið við- staddar í morgun, er Vietcong- hryðjuverkamaður var tekinn af lífi á torgi þar í borg. Hann hét Tran Van Dang og var handtekinn 20. marz er hann var á leið á bifhjóli til þess að sprengja bandarfskan liðsforingja- skála f loft upp. Var hann með heimatilbúna sprengju meðferðis. Aftakan fór fram f birtingu, en til kynnt var í útvarpinu kvöldið áð- ur hvað til stæði. Aftökuflokkur úr hertium skaut Tran. mikil óvissa, einkum eftir að 14 brezk samveldislönd (af 21 sem ráðstefnuna sitja) hafa óskað eftir frestun ráðstefnunnar en af þeim em 9 Afrfkuríki, hin Asíuríki. Léið togar þessara landa á Lundúnaráð- stefnunni hafi líka mælzt til þess við byltingarráðið, að lífi Ben Bella verði þyrmt. Hvar er Ben Bella? I fréttum hefir komið fram sitt af hverju varðandi það hvar Ben Bella sé niðurkominn. I flestum fréttum framan af voru tilgátur um, að hann væri í haldi í herbúðum í Algeirs- borg, en seint í gærkvöldi gaus upp orðrómur um, að hann hefði verið fluttur til staðar langt suður í Sahara. Fyrsta myndin af Boumedienne eftir valdatökuna. Hún var tekin, er hann var að bjóða velkominn til Algelrsborgar Abdul Hakim Amer, várafórseta Egýptalárids, sem Nasser sendi þangað til þess að biðja um n ' 1 áá lífi Ben Bella yrði þyrmt. LOKAÐ vegna sumarleyfa frá 5. júlí til 28. júlí. VINNUHEIMILIÐ ___________AÐ REYKJARLUNDI Rafvélavirki Nemi í rafvélavirkjun getur komizt að strax Uppl. sendist augld. Vísis sem fyrst merkt „Nemi“. I Miðstöðvarketill Notaður miðstöðvarketill ásamt kynditæki óskast til kaups. Sími 17041 kl. 4—6 og eftir kl. 8 e. h. Hraunbær Höfum fengið til sölu nokkrar 4 herbergja íbúðir við Hraunbæ (í hinu nýja Árbæjar- hverfi). íbúðirnar vérða seldar tilbúnar undir tréverk og málningu og öll sameign frágeng- in á fullkomnasta hátt. Mjög fagurt útsýni yfir borgina. Teikningar og upplýsingar um verð á skrifstofunni. F ASTEIGN ASKRIFSTOF AN Austurstræti 17. IV. hæð. (Hús Silla & Valda). Sími: 17466. Kvöidsími: 17733.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.