Vísir - 28.06.1965, Blaðsíða 15

Vísir - 28.06.1965, Blaðsíða 15
\ftlSIR . Mánudagur 28. júní 1965. 75 RACHEL LINDSAY: ÁSTIR Á RIVERIUNNI En það var engin furða þótt eftirvænting væri í huga Didi Ham mond einmitt þetta kvöld, þvl að vinir hennar John og Mary höfðu boð inni í tilefni af því, að þetta var seinasta kvöldið, sem hún var hjá þeim nú, og Didi var staðráð- in í að knýja fram úrslit. — Hvor- ugt hjónanna hafði hugmynd um, að meðal gestanna var maður venzlaður Hammondfjölskyldunni. Þótt hún yrði hundrað ára mundi Didi Hammond aldrei gleyma hvemig Desmond Tiverton var seinasta kvöldið, sem hún var stofuna og sá hana. Hún heilsaði honum vingjarnl. sem öðrum gest- um og lét sem ekkert væri, og það var ekki fyrr en allir hinir gest- irnir voru farnir, og húsráðendur dregið sig í hlé — þvi að Mary hnippti í mann sinn, er hana fór að renna grun í, að þau Didi Hammond og Tiverton myndu vilja ræða saman einslega. — Tiverton var einarðlegur og ákveðinn á svip. — Hvar getum við talað saman'-' — En góði minn, við höfum verið að tala saman f allt kvöld, sagði Didi, ósköp sakleysisleg á svipinn, en það var annarlegur Ijómi I hinum stóru, fögm augum hennar.- — Ég verð að tala við þig eina, sagði hann og kenndi óþolin mæði I rödd hans. — Við erum ein, sagði hún, hvað er það ,sem liggur þér á hjarta? — Ég þarf að tala við þig um þig sjálfa — okkur, sagði hann j nú dálítið hikandi. Hvað hefir kom ið fyrir? Af hverju líturðu svona út. Ég varð óttasleginn — næstum. Þú ert ekki sama konan. — Betri — eða verri?, spurði hún ertnislega. — Ég veit það ekki, sagði hann og fór að stika fram og aftur um gólfið. — Ég var ekki einu sinni viss um að þú myndir eftir mér, sagði hún. Hann nam staðar skyndilega. — Myndi eftir þér? Ég hefi munað allt of vel Ég hefi hvorki getað etið eða sofið — og það hefir háð mér í starfi minu. — Vesalings Desmond — hvað getum við gert til þess að bæta úr þessu? — Ég veit það ekki. Hann fór að stika fram og aftur á nýjan leik. — Ég get svo sem gjarnan ját- að það, Didi, sagði hann svo. Ég var búinn að taka ákvörðun um að fara til Cannes í páskaleyfinu. Hann tók pípuna upp úr vasan um og fór að fitla við hana. — Það var skemmtilegt að heyra. — Skemmtilegt, það veit ég sann i ast að segja ekki — ég ætlaði að segja þér, að það skipti ekki neinu þótt þú hagaðir þér eins og ungl- ingsstelpa, hvort þú málaðir á þig svört strik fyrir ofan og neðan augun. Hana langaði mest af öllu til þess að varpa sér í fang hans, en í þetta skipti skyldi hann koma til hennar. I því var hún ákveðin. — Og ég, sem Var ákveðin I að setjast að hér, sagði hún eins og dálítið vonsvikin, og ekki mála á mig nein svört strik framar. Ég er líka búin að kaupa hér hús — og mér er farið að þykja gaman að garðvinnu. Eftir svo sem eitt ár sérðu víst engan mun á mér og hinum kerlingunum i Rauða kross deildinni. — Segðu ekki þetta, sagði Des mond eins og hann hefði orðið fyrir áfalli, lagði frá sér pipuna og gekk til hennar. Ég þoli ekki að heyra þig tala svona. Ég gerði mér enga grein fyrir, að ég hefði sært þig svona djúpt. — Mér var það mátúlégt, sva'r aði Didi. Hann brosti, dularfullu brosi. Hann strauk hið vel hirta, fagra, [ gráa hár hennar, og sagði: — ÞaS var nú sitthvað við þá j gömlu Didi, sem mér geðjaðist ■ að, . . . þú átt að vera dálítið; óvanaleg, Didí — jafnvel agnar lítið í áttina við það, sem þær eru sem eru á táningaaldrinum. Þegar Mary Turner kom niður skömmu síðar til þess að slökkva i stofunni nam hún staðar í gætt- inni sem steini lostin. Stóð hún ekki þarna hennar gamla vinkona, hún Didi Hammond og var að kyssa þennan prófessor. Þetta yrði hún að segja John . . . Hún sneri sér við og flýtti sér upp stigann, en þau tvö þarna í stofunni höfðu hvorki heyrt hana eða séð. Þau höfðu um annað að hugsa. 13. kapituli. Rose stóð á svölunum fyrir ut- an herbergi sitt I Cannes og horfði á Miðjarðarhafið glitrandi I sól- skininu. Henni fannst einkennilegt til þess að hugsa, að heima á Englandi var orðið kalt og hrá- slagalegt . . . en hér skein sól af heiðum, bláum himni. Sólskinið hafði haft góð áhrif á hana, sólskinið og hlýindin. Hún var búin að fá lit í kinnarnar og hana verkjaði sjaldan og ekki eins sárt í bakið. Lance var enn nær- gætnari vjð hana en hann áður hafði verið. 1 fyrstu hafði hún ekki verið alveg viss um, að það hefði verið hennar vegna, sem hann vildi fara til Cannes, en nú efaðist hún ekki lengur. Hún hafði gert nýja tilraun til þess að fá hann til þess að fallast á, að hún tæki við blómadeildinni nýju, er hún kæmi heim, en hann vildi ekki með neinu móti á það fallast, að hún ynni þar. — Þú mátt skipuleggja hana, vera æðstráðandi — og þar með búið. Hann brosti, þegar hann sá von brigðin í svip hennar. — Treystu mér, þetta er þér fyrir beztu, það er ærið hlutverk fyrir þig að skipuleggja og segja j fyrir verkum. Rose horfði á hann athugulum augum. Henni var orðið ljóst að hann var gerbreyttur maður, — hann var gæddur ábyrgðartilfinn- ingu, var ekki lengur áhyggjulaus, ungur maður, sem hugsaði ekki um ánnað en að skemmta sér. -—Þegar við komum til London ætla ég að biðja Sutherland að mála mynd af þér sagði hann allt í einu. — En — en hann . . . hann tekur stórfé fyrir hverja mynd, sagði hún hikandi. Lance fór að hlæja. — Þú ert víst áreiðanlega nægju samasta kona í heimi, Rose, sagði hann, ég legg upphæð mánaðarlega á bankareikninginn þinn, og inn- stæðan vex og vex . . . — Ég kann ekki við að eyða þessu fé, sagði hún og brosti dá- lítið hikandi. Mér finnst næstum, að ég eigi þá ekki. — Hvað áttu við? Þú ert kon- an mín. — Bara á pappírnum, svaraði Rose. Hann horfði á hana langa stund. — Þú ert mjög fögur og eftir- sóknarverð kona, Rose, sagði hann rólega ég segði ósatt ef ég segði að ég þráði þig ekki. Rose fann, að hún roðnaði upp I hársrætur. Hann gat vart sagt það greinilegar, að hann girntist hana en elskaði hana ekki. Og hún minntist þess, sem faðir hennar hafði sagt áður en hún giftist Lance, að sá dagur myndi koma, að hún yrði að velja milli þess, að gefa sig á vald manni, sem ekki elskaði hana -— eða fara sína leið. — Lance, sagði hún, ég vildi . . . — Vertu alveg róleg, sagði hann. Mér hefir aldrei flogið í hug að biðja þig um neitt, sem þú ekki getur gefið sjálfviljuglega. Ég hefi boðið Susan hingað. Það verður skemmtilegra fyrir þig. Alan kem ur líka, en við verðum talsvert önn um kafnir, svo að þið Susan verðið að finna upp á einhverju ykkur til skemmtunar, þegar við getum ekki verið með ykkur. Símahringing kvað við. Þegar hann hafði svarað f sím ann, sagði hann: — Það var George Moffatt, ég hafði sagt honum, að við myndum kannski lita inn til þeirra I kvöld. Nú hringdi hann og sagði að Enid hefðið boðað komu sína, — við gætum komið annað kvöld, ef við vildum það heldur. — Það er alveg undir þér komið. — Það sem milli mín og Enid var er gleymt og grafið, það veiztu vel, Rose, sagði hann, en fyrr eða síðar hljótum við að rekast á hana, og kannski er bezt að fá því aflokið. — Þú getur ekki vitað með vissu hvernig tilfinningum þínum í hennar garð er varið, sagði Rose, fyrr en þú hefir hitt hana aftur. Ég held ekki, að hún sé breytt, — hún mundi áreiðanlega hlaupa upp um hálsinn á þér, þótt hún hafi enga von um hring eða hjú- skaparvottorð. Hún var horfin áður en hann gat sagt nokkuð. Hann starði á dyrnar sem hún fór út um langa stund. Nei, konur — hann mundi aldrei botna neitt f þeim. Gleðin stóð sem hæst, er þau komu. Og eins og gera mátti ráð fyrir, komu þau fijótt auga á Enid innan um .allar hinar konurnar. Hún var enn fegurri en Rose hafði munað hana. Kjóllinn, skargripirn- ir virtust dýrari og fegurri en nokkuð, sem Rose hafði áður aug- um litið af slíku. — Þarna kom að því, að við hitt- umst aftur, sagði hún brosandi og rétti Lance höndina. Vesalings George, hann var eitthvað smeykur við það, ef við hittumst hér, en ég sagði honum, að við gætum eins vel hitzt hér og einhvers staðar annars staðar. — Ég get ekki ímyndað mér, að það skiptir nokkru máli, sagði Lance rólega. — Þú hefir hitt kon una mina? Rose tók f hönd hennar, er hún rétti hana fram. — Ég verð hér um tíma, sagði Enid, ég vona, að við hittumst oft öll. Hún sneri sér að Rose: — Gætum við ekki neytt há- degisverðar saman á morgun? — Ég þakka, en ég held ekki, sagði Rose í léttum tón, við eig- um víst ekki margt sameiginlegt, ungfrú Walters. — Bara einn mann, sagði Enid blíðlega. Lance þegar þau voru ein og I — Þú varst allhvassyrt, sagði hann hafði náð í drykk handa þeim. — Þú vilt þó varla, að við fær um að vera saman, Enid og ég? spurði Rose. — Nei, svei þvi, það vil ég ekki, sagði Lance og hló við. Það var annars einkennilegt að hitta hana aftur, eins og að sjá bók, sem maður allt I einu man, að maður hefir lesið. T A R Z A N Njósnarinn, sem ég sendi inn í þorp Miti höfðingja veit betur en að láta mig hafa falsaðar upp lýsingar. Ururuvinir mínir eru THE srv ISENT INTO CHIEF AiTI'S VIULASE KNOWS SETTEK THAN TOf zmsME FALSE INFOKWATIONI J MY URUS.U FRIENFS ARE NOT AS FUM5 AS YOU THINK.- THEY KNEW YOU SENT HIM1. WHEN HE ASKEÞ T00 MANY QUESTIONS-THEY MA7E UH SILLY STOKIES- ASOUT GETTINS THE GOLf THEY 5KOUSHT TO YOUK TKARIWG .STATÍON FROM 'BIGSPIPSZ MOSKEYS' .TH.AT WALKEF’ LIKE MEN... AN7 HE SELIEVEP THEMÍ ekki eins heimskir og þú heldur. þeir vita að þú sendir hann. Þeg ar hann spurði og margra spurn- ingar bjuggu þeir til heimskuleg- ar sögur þess efnis að þeir fengu gullið, er þeir fóru með til verzl- unarstöðvar þinnar frá könguló- aröpum sem gengu eins og menn Tarzan sagði okkur að fela okk ur og bíða en nú held ég að tími sé kominn til þess að drepa ó- i kunnu mennina með byssurnar. | VÍSIR flytur daglega m. a.: • nýjustu fréttír f máli og myndum ■ sérstakt efni fyrir unga fðlkiö - íþróttafréttír Æ - myndsjá - rabb um mannlífið, séð í spegilbroti — bréf frá lesendum - stjömuspá ■ myndasögur v - framhaldssögu ■ þjóðmálafréttir og greinar - dagbók , VÍSIR er ódýrasta dagblaðið til fástra kaupenda. — áskriftarsími í Reykjavík er: 116 6 1 AKRANES Afgreiðslu VÍSIS á Akranesi annast Ingvar Gunnarsson, sími 1753. — Afgreiðslan skráir nýja kaupendur og þangaö ber að snúa sér, ef um kvartanir er að ræða. AKUREYRI | Afgreiðslu VÍSIS á Akureyri I jannast Jóhann Egilsson, i sími 11840. Afgreiðslan skráir nýja kaupendur, og þangað . ber at snúa sér, ef um ' kvartnir er að ræða. \ \ | VÍSIR ASKRIFEND AÞJ ONUST A Askrlftar' síminn er Kvartana- 11661 v virka daga ki. a - ZO, nema , < iaugardaga ki. 9—13. /

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.