Vísir - 03.07.1965, Síða 5
VI S IR . Laugardagur 3. júlí 1965.
5
utlönd í morgun- útlönd í «nprsun útlönd í morgun útlönd í morgun
heims
horna
milli
Per Hækkerup, utanríkis-
ráðherra Dana, sagði í gær, að
si t myndi verða á núver-
e, 'V p. fiðleikum innan EBE og
e ; jri víst að þeir þyrftu
að ' a nein áhrif á tilraunirn
ar til þess að brúa bilið milli
EBE og Efta (Fríverzlunarbanda
Iagsins). Hækkerup gegnir nú
formannsstöðu í ráði EFTA.
(NTB-frétt frá Genf).
★ Rússar hafa skotið á loft
nýjum Kosmos gervihnetti, Kos
mos 70
★ 37 manns meiddust í spor-
vagnaárekstri í gær í Vestur-
Berlín. Fyrir 3 dögum varð á-
rekstur milli neðanjarðarlesta í
Vestur-Berlín.
ic Tveir SAS-flugmenn, sem
fljúga á leiðum til Norður-Nor-
egs hafa verið sviptir störfum
vegna þess að þeir neyttu á-
fengis áður að lagt var af stað
í flugferð.
★ Horfur á myndun bráða-
birgðastjórnar í Dominiku hafa
batnað.
ir Ludwig Erhard ' kanslari
Vestur-Þýzkalands hefir fund
Olíubær / björtu búb eft-
ir bundurisku sprengjuárás
með ambassadorum Bretlands,
Frakklands og Bandarikjanna
eftir helgina til þess að ræða
Berlínar-vandamálin. Fundur
um sömu mál var 24. júní s.l.
► Nýjum gervihnetti til veð-
urathugana var skotið á loft
frá Kennedyhöfða í morgun.
Vonazt er til, að frá honum
berist tákn sem veiti upplýsing
ar um aðvífandi hvirfilvinda.
► Seinustu skoðanakannanir
á Bretlandi leiða í Ijós, að ef
gengið væri til kosninga nú á
Bretlandi myndu aðeins 44,4%
kjósenda kjósa Verkamanna-
flokkinn.
ic Skrifborð frá um 1700,
smíðað af húsgagnasmiðnum
Chippendale, var selt á uppboði
í gær í London fyrir nærri 6
milljónir króna.
ic Gullforði Bandaríkjanna er
nú minni en nokkru sinni síðan
1938 og er þó enn að verðmæti
5000 milljónir sterlingspunda
Gull- og gjaldeyrisforði Frakka
er stöðugt vaxandi og nú við
misseraskiptin 26,4 milljónir
nýfranka.
Bandarískar sprengjuflugvélar
fóru í gær til árása á olíubæ í
65 km. fjarlægð frá Hanoi í Norð
ur-Vietnam. Þar með var mönnum
í Norður-Vietnam gert Ijóst, að að
varanir á flugmiðum að undan-
förnu um slíkar aðgerðir, voru
ekki orðin tóm, og að fleiri munu
eftir fara.
Eldsúlur stigu 60 metra í loft
upp og reykjamekkir 3,500 metra
og sáust úr 300 km. fjarlægð.
Olíubær þessi nefnist Nam Dinh.
Átta stórir olíugeymar stóðu í
björtu báli þegar sprengjunum
hafði verið varpað. Flugvélamar
komu frá flugvélaskipi. Sprengju-
árásir hafa aldrei fyrr ver'ið gerðar
svo ná'lægt Hanoi.
Og þessi loftárás var ein af
þremur á stöðvar nálægt Hanoi en
í fyrradag var varpað niður
320.000 flugmiðum til þess að vara
menn við að vera nálægt stöðvum,
sem árásir kynnu að verða gerðar
á, svo sem olíubirgðastöðvar, her-
mannaskála o. s. frv.
jgpnn
Sá er hæst gnæfir á myndinni er Westmoreland yfirhershöfðingi banda-
ríska liðsins í Suður-Vietnam. Með honum á myndinni eru liðsforingj-
ar verkfræðingasveitar frá Suður-Kóreu, sem nú er í Suður-Vietnam.
Og nú er von á heilu herfylki, sem á að berjast með stjórnarhernum
(sbr. frétt í blaðinu í gær).
Kona skolar þvott sinn Iíkt og íslenzkar húsmæður gerðu áður til sveita.
Á flækingi um Suður-Tíról
Framh. af bls. 9.
manna her eftir þessari gjá til
að berja á Tírólarbúum, sem
voru Napóleon erfiður Þrándur
í Götu. í fararbroddi þessarar
hersveitar fóru Saxar, sem gert
höfðu hernaðarbandalag við
franska einvaldinn. En einnig
í þetta skipti reyndust Tírólar-
búar Napóleon erfiður ljár í
þúfu. Þeir söfnuðu liði undir
forystu einna ótrauðustu frels-
ishetju sinnar, Speckbacher’s
og veittu hernum fyrirsát, þar
sem nú er Saxaklípa. Frakkar
biðu þar hinn herfilegasta ó-
| sigur og urðu að leggja á flótta.
Árið 1933 byggðu Austurríkis
menn virki þvert yfir veginn í
gljúfrinu. Það heitir Franzens-
virki og stendur enn. Vegurinn
liggur í gegnum það.
Rétt hjá Franzensvirki varð
slys í gljúfrinu sama daginn og
ég var þar á ferð. Þýzk fólksbif
reið sem var á suðurleið, ók
fram úr stórri vöruflutninga-
bifreið, en rétt í þann mund
sem fólksbifreiðin var að kom-
ast fram úr vörubílnum kom
bíll á móti. Bílstjórinn á þýzku
bifreiðinni snarbeygði þá i veg
fyrir vörubílinn, en svo nálægt
að árekstur varð ekki umflúinn
Og hann varð gífurlega harður.
Fólksbíllinn varð að ruslahrúgu
á eftir, en allt lauslegt í honum
þ. á m. bæði ökumaðurinn og
kona hans lentu I loftköstum út
úr honum og stönzuðu ekki
fyrr en úti £ gljúfri og straum-
harðr'i á, er fellur meðfram veg
inum. Þarna voru þau andartaki
síðar veidd upp, bæði með lífs-
marki, en svo alvarlega slösuð
að þeim varð vart hugað Hf.
— Peningaveski Þjóðverjans
fannst líka á floti í ánni og í
því peningar að andvirði 1
millj. íslenzkra króna.
Trúardeilur í Tíról.
Brixen er næsti áfangastaður.
Það er stærsta þorpið, sem enn
hefur orðið á vegi okkar sunn-
an Brennerskarðsins. Og nú tek
ur skarðið fyrst á sig dalmynd-
un. Það sér undirlendi í dalnum
með suðrænum trjám og öðrum
gróðri sem sjaldgæfur er norð-
an Alpafjalla.
Brixen hefur frá öndverðu
komið mikið við sögu Tíról
og frelsisbaráttu íbúanna. Það
geymir margar sögulegar minj-
ar, en fyrst og fremst þó kirkju
lega og trúarlega list, því þar
sátu biskupar og ríktu strangt
yfir mönnum og málefnum til
foma. Það var veldi út af fyrir
sig. En e.t.v. vegna þess hve
þetta vald var mikið og strangt
og lagði mönnum þungar byrð-
ar á herðar, en Tírólbúar í hina
röndina frelsisunnandi, kom oft
ar en einu sinni til mikilla á-
taka á trúarlegú sviði í Brixen
og nágrenni þess. Enda þótt í-
búarnir hafi frá öndverðu verið
kaþólskir, og meira að segja
rammkaþólskir. þá hafði Lúther
samt mikil áhrif á þessu sviði
á sínum tfma og kenn'ingar hans
festu djúpar rætur um skeið,
jafnv. svo að til eins konar trú
arstyrjaldar kom í Brixen og
umhverfi þess. Ástæðan mun
tvímælalaust hafa verið sú, að
íbúunum hefur fundizt ka-
þólska kirkjuvaldið vera of
strangt og að hin nýja trú boð
aði meira frjálsræði en þeir
höfðu vanizt. Það voru bændur
sem uppreisn gerðu gegn kirkju
valdinu. Foringi þeirra var frá
Sterzing og hét Michael Geis-
mager. Þeir léku kaþólska
kirkjuvaldið grátt, rændu kirkj
ur og klaustur og hæddu rnunka
og biskupa. Uppreisnin var að
vísu brotin á bak aftur og for-
ingjarnir styttir sem höfðinu
nam, en þrátt fyrir það unnu
bændur all mikið á við þessa
uppreisn. Þeir hlutu aukin fríð
indi og réttindi, sem þeir höfðu
ekki áður haft og þeir voru
ekki skattpíndir í sama mæli
og áður hafði verið.
Á 16. öld greip ný trúar-
hreyfing um sig í Suður-Tíról,
sem fór um landið eins og eld
ur í sinu og olli kaþólskum
ekki síður áhyggjum en lút-
herska trúarhreyfingin á öld-
inni næstu á undan. Þetta var
hreyfing svokallaðra endur-
skírara. Áhangendur hennar
kölluðu sig innbyrðis bræður
og systur og bræðrafélag trúar
samtök sín. Reglur og boðorð
voru mjög í lausum skorðum.
Mestu máli skipti að menn
trúðu á guð, en afneituðu heil
agri þrenningu. Þeir kenndu að
Kristur hafi verið maður en
ekki guð. María móðir hans
var hvorki mey né guðsmóðir,
heldur venjuleg kona, sem hafði
eignazt og alið Jesú son sinn
með eðlilegum og venjulegum
hætti. Þeir vildu ekkert hafa
með he'ilagt sakramenti að-
gera og tölau barnsskírn fá-
sinnu eina, því barnið væri þess
ekki umkomið að gera sér grein ■
fyrir gildi trúar eða skírnar.
Menn æ'ttu ekki að skírast fyrr
en þeir væru fullorðnir. þá
fyrst hefði skírnin gildi Allar
illdeilur og málaferli voru þeim
þvert um geð og gegn vilja
guðs. Sama máli gegndi um
styrjaldir. Enginn kristinn mað
ur ætti að taka þátt f þeim.
Þessi trúarhreyfing átti meiri
eða minni ítök f íbúunum f
meira en heila öld, þá fyrst
tókst að útrýma henni að fullu
og öllu, en það hafði kostað
meira en eitt þúsund mannslíf
á báli, auk þeirra sem háls-
höggnir höfðu verið eða
drekkt fyrir trúarsannfæringu
sína.