Vísir - 03.07.1965, Side 7

Vísir - 03.07.1965, Side 7
VISIR . Laugardagur 3. júlí 1965. 7 Ásmundur biskup og sr. Jósef Jónsson fyrrv. prófastur. Prestastefnan É 'Íft ,íí&T §o rau Sintdvri Árið 1915 var prestastefnan haldin í Reykjavík 24. og 25. júní. Hana sóttu 24 prestar, og auk þess nokkrir kandidatar og guðfræðistúdentar. Af þessum 24 prestum eru nú á lífi: Sr. Ásmundur biskup, sr. Bjarni vígslubiskup, sr. Jósef fryrrv. próf. á Setbergi og sr. Sigurður Norland í Hindis- vík. Sr. Ásmundur og sr. Jósef voru vígðir á prestastefnunni og áttu því hálfrar aldar prestskap arafmæli 24. júní s. 1. Sr. Ás- mundur vígðist aðstoðarprestur 8 til sr. Sigurðar Gunnarssonar í <1 Stykkishólmi, en sr. Jósef sett- ur prestur til Barðs I Fljótum. Þetta rifjaðist upp nú á ný- lokinni prestastefnu og í tilefni af því er meðfylgjandi mynd tekin af þeim vígslubræðrum í garðinum hjá húsi Ásmundar biskups við Laufásveg 75, þar sem krónur trjánna lykjast sam an yfir höfði manns og litfögur blómabeð mynda ramma utan um flauelsmjúka grasfletina. Það var sr. Kjartan í Hruna, föðurbróðir sr. Ásmundar, sem lýsti vígslu á Jónsmessu 1915, enda predikaði hann við setn- ingu Synodunnar þetta vor. Þá var herra Þórhallur biskup. í vígsluræðunni hafði hann fyrir texta líkingu Jesú um súrdeigið í Lúkas 13. 20. „Og aftur sagði hann: Við hvað á ég að líkja Guðsríki? Líkt er það súrdeigi, er kona tók og faldi í þrem mælum mjöls, uns það sýrðist allt saman“. Úr vígsluræðunni minnist Ás mundur biskup enn þess, er hr. Þórhallur sagði, að nú færi hann til þess kalls, þar sem samstarf presta og safnaða væri til hvað mestrar fyrirmyndar í ísl. kirkju. Reyndist það Iíka svo. Og það eina ár, sem sr. Ás- mundur var kapilán sr. Sigurðar í Hólminum varð honum að góðu gagni. Það var mikilvæg reynsla að starfa undir handar jarði þessa einstæða dreng- lundaða heiðursklerks. Hann var sannkallaður séntilmaður. Síðan var sr. Ásmundur 4 ár sóknarprestur þar vestra og jafnframt skólastjóri barnaskól- ans og hélt uppi unglinga- kennslu. Þá gerðist hann skóla stjóri á Eiðum og þvf næst há- skólakennari um margra ára skeið. Gekk hann ekki aftur í beina þjónustu kirkjunnar fyrr en hann varð biskup í ársbyrj- un 1954. „Ég fyrirverð mig ekki fyrir fagnaðarerindið“, (Róm 1. 16) hafði sr. Ásmundur að texta er hann var vígður. Það er verðug yfirskrift að inngöngu þessa kirkjuhöfðingja í þjónustu þeirr ar stofnunar, sem er oss kristn- um móðir“. Sr. Jósef, vísgslubróðir sr. Ásmundar lagði leið sína norð ur í hin fannþungu Fljót, þar sem hann steig ekki fæti á auða jörð allan næsta vetur, en varð að fara allt á skíðum. Voru það viðbrigði frá því að teygja vekr inga Húnaþings. Ekki var sr. Jósef í Fljót- unum nema árið „en þar hef ég haft jafnasta og bezta kirkju- sókn f mínum prestskap" er I --------------Fjórir n verði við (' Einkennileg „missfón“ hafa bindindismenn <, (Good-Templars) hafði hér í bænum f vetur og miðar hún að því að stfa mönnum burt frá gildaskálum þessa bæjar, sérstaklega J' hinni svonefndu „Svínastíu“ f su'ður enda <| „Hótel íslands hér í bænum. Halda þar daglega allan siðari hluta dags tveir eða þrír menn vörð í götusundinu til S þess að ná tali þeirra, sem inn ætla að C ganga og fá þá með góðu til þess að fara 'i þar ekki inn. Hefur þessum „missíónerum“ tekizt að snúa mörgum mönnum aftur við dyrnar í að þessu alræmda brennivfnsbæli, sem ann- freistmganna dyr-------------------- ars hefðu þar inn farið, og þarf vonandi ekki að taka það fram við lesendur þessa blaðs, að þessir menn eiga ekki nema heið- ur og þökk skilið af bæjarfélagi voru fyrir þetta starf sitt, sem er alveg eitt í sinni röð. En hvort veitingamenn eru þesum missíónerum jafn þakklátir fyrir, er öllu vafasamara, enda er mælt að þeir hafi hótað einhverjum þeirra lögsókn fyrir atvinnu- spjöll. Fremstir f flokki þessara missfónera eru þeir sr. Friðrik Friðriksson, kand. Sigur- björn Á. Gíslason, vegagjörðarstjóri Ámi Sakariasson og fröken Ólafia Jóhannesdóttir. (Verði Ijós 1902). haft eftir honum síðar. Þá voru mannmargar sóknir í Fljótum og Stíflu, svo sem víðar í sveit um. Árið eftir réðst sr. Jósef norð ur að Sauðanesi, aðstoðarprest ur til sr. Jóns Halldórssonar, en ekki átti það fyrir honum að liggja að njóta hlunninda Sauða ness. ÁLanganesinu dvaldi hann ekki nema 2 ár. Þann 5. júlí árið 1918 var hann settur prestur í Staðarhólsþingum og sat í Fagradal. Þótt ekki væri sr. Jósef f Saurbænum nema árið, átti það fyrir honum að liggja að ala allan starfsaldur sinn f byggðum Breiðafjarðar, því að árið eftir var honum veitt Set- berg í Eyrarsveit, þar sem hann var prestur í 35 ár, síðustu 2 áratugina prófastur Snæfellinga við miklar og almennar vinsæld ir. Þessi er í fáum orðum ferill þessara kunnu kirkjunnar þjóna, sem áttu sitt hálfrar aldar vígsluafmæli um Synodusleytið á dögunum. Það er ekki ófróðlegt að bera saman dagskrá og viðfangsefni prestastefnunnar^ nú og fyrir fimmtíu árum. Þá flutti Sigurð ur dósent Sívertsen (slðar pró- fessor) erindi, sem hann nefndi: Kröfurnar til framtíðarkirkju vorrar, Þórhallur biskup og próf. Jón Helgason (síðar bisk- up) ræddu um hjúkrunarstarf safnaða og Valdimar Briem tal- aði um námskeið í kirkjusögu. Svo flutti sr. Bjarni kvölderindi, um „Prestinn í söfnuðinum". Og þá var messuvínið líka á dagskrá. Óáfengt messuvín hafði verið á boðstólum hjá verzlun í Reykjavík. „Leizt fundarmönn um það ekki vel fallip til notk- unat,.,sem nngiiBlzDii.11: Eins,og,sjá má'g^essari upp talningu eru viðfangseíni hinna kirkjulegu funda sömu eða svip uð þótt ár og áratugir líði. Áður hefur verið sagt frá þvi helzta, sem gerðist á nýlokinni prestastefnu. Skal það ekki end- urtekið í þessum kirkjuþætti. Aftur á móti skal farið nokkr- um orðum um starfslið kirkj- unnar og starfsemi á s.l. ári eins og það er birt I skýrslu um messur og altarisgöngur o. fl., sem lögð var fram á presta- stefnunni. Hér á Iandi eru nú 116 presta köll. í sjö þeirra eru 2 sóknar- prestar — fimm í Reykjavík, ennfremur á Akureyri og í Vest mannaeyjum. Þá er einn aðstoð- arprestur nývígður í Möðru- vallaprestakalli og einn djákni. Hins vegar eru 16 prestaköll nú laus og er þeim flestum þjónað af nágrannaprestum. Eru sókn- arprestar þvl 107 talsins. Flest auðu brauðin eru á Vest fjarðakjálkanum — tæpur helm ingur þeirra vestan Gilsfjarðar og Bitru. — Elztur þjonandi presta á Islandi nú er sr. Sig- urður Lárusson í Stykkishólmi, 73 ára. Hann var vfgður til Helgafells fyrir 45 árum og hef- Kii rkjan og 1 ójóðin ur þjónað þvi brauði síðan. — Yngsti presturinn er hinn ný- vlgði kapilán á Möðruvöllum, sr. Ágúst Sigurðsson. Hann er 27 ára gamall. Auk sóknarprestanna, sem gegna þjónustu I hinum lögskip- uðu prestaköllum, hefur kirkj- an einnig nokkuð annað starfs- lið auk biskups og ritara hans, eins og t. d. æskulýðsfulltrúa, söngmálastjórá, prest til starfa meðal landa I Kaupmannahöfn. prest á Keflavíkurflugvelli og umferðarprest. En ekki mun ráð ið I þá stöðu sem stendur. Hvert var svo starf kirkjunn- ar þjóna á s.I. ári? Hér skal að- eins minnzt á einn þátt þess — messurnar. Alls fóru fram 5396 guðsþjón- ustur á árinu, þar með taldar barnaguðsþjónustur við ýmis sérstök tækifæri (þjóðhátíð o. s. frv.). Koma þannig um 50 samkomur á hvern prest að jafn aði, en mjög kemur það mis- jafnt niður eins og gefur að skilja, þar sem aðstaða til sam- komuhalds er svo ólík. — Þess ber að geta, að innifaldar I þessari tölu eru 140 guðsþjón- ustur á Elliheimilinu Grund I Reykjavík, þar sem aldursfor- seti Islenzkra kennimanna, sr. Sigurbjörn Á. Gíslason, þjónar með aðstoð sér ypgri j$anna. Hins vegar eru ekki taldar með messur fríkirkjusafnaðanna I Rvík og Hafnarfirði. Guðsþjón- ustum og kristilegum samkom um hafði fjölgað mikið frá þvi árið áður eða um 573 og um 780 síðan 1960. Munar þar vitanlega mest um hin nýju prestaköll i Reykjavík og fjölgun presta I öðrum. En messufjöldinn er ekki nema önnur hliðin á guðsþjón- ustuhaldi safnaðanna. Hin hlið- in er kirkjusóknin, tala kirkju- gestanna, sem við vitum að er oft sorglega lág. Það er þjóð okkar mikið mein hversu lítt hún rækir og sækir kirkju slna, sem hún þó ann I hjarta sínu og gerir svo stór vel til á margan ytri máta. Ekkert væri þó kirkjunni veg legri gjöf og vænlegri stuðning ur heldur en aukin sókn safn- aðanna til helgra tíða, almenn- ari þátttaka fólksins I því sam- félagi, sem Kristin kirkja raun- verulega er. Virstu Guð að vernda og styrkja vora þjóð og gef oss frið, þeim sem vel þinn víngarð yrkja veit þú blessun þrótt og lið. Gef að blómgist Guð þln kirkja, Guð oss alla leið og styð. Sæmdir Fálkaorðu Forseti íslands hefur sæmt eftirgreinda menn heiðursmerkjum hinnar íslenzku fálkaorðu: 1. Valdimar Stefánsson, saksókn ara ríkisins, stórriddarakrossi fyrir embættisstcrf. 2. Einar Magnússon, yfirkenn- ara, riddarakrossi fyrir kennslu- störf. 3. Frú Halldóru Guðmundsdótt- ur, Miðengi Grímsnesi, riddara- krossi fyrir félagsmálastörf. 4. Séra Jón M. Guðjónsson, Akranesi, riddarakrossi fyrir emb- ættis- og félagsmálastörf. 5. Jónas Snæbjörnsson, fyrrv kennara, riddarakrossi fyrir kennslustörf og störf I þágu Is- Ienzkra samgöngumála. 6. Kjartan Ólafsson frá Hafnar- firði, riddarakrossi fyrir marghátt uð þjóðfélagsstörf. 7. Magnús Jónsson, fyrrv. spari- Sjóðsstjóra, Borgamesi, riddara- krossi fyrir margháttuð héraðs málastörf.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.