Vísir - 22.07.1965, Blaðsíða 7

Vísir - 22.07.1965, Blaðsíða 7
V í S IR . Fimmtudagur 22. júlf 1965, EBra*æBaSv3i«M Turninn og tólfkóngavitið Einn af þessum vefurum, sem I telur sig hafa tólfkóngavit, hefur öðru bvoru verið að skrifa Surts- eyjarbrsf um bókasafn Skálholts- staðar, undir dulnefninu Austmað- ur. I byrjun var hann svo ófróður um allt þar eystra, að hann taldi íbúðarhús það, sem fylgdi staðnum við afhendingu hans og kallað hef- ur verið Biskupsstofa, vera ein- göngu notað sem sumarbústaður biskups. Ekki vissi hann það, að biskup hefur þar aðeins eitt her- bergi til eigin afnota, en staðar- prestur íbúð þess, því að Skálholt er ekki lengur annexía frá Torfa- stöðum. Ekki vissi hann það held- ur, að frá upphafi hefur verið borðsalur og eldhús í kjallara hússins, þar sem konur úr ná- grenni Skálholts leggja það á sig að ganga um beina, svo að kirkju- gestir, sem oft skipta hundruðum, og sækja þangað sumir um langan veg, þurfi ekki að híma úti undir húsaveggjum í misjöfnum veðrum, fáandi hvorki þurrt né vott. Þetta húsrými er þess á milli notað fyrir mötuneyti þeirra vinnuflokka, sem starfa þar að framkvæmdum, og því hefur ekki þurft að reisa til þess sérstakan skála, þótt hann telji það hafa átt að ganga fyrir öllu öðru. Ekki vissi hann það heldur, að prestshúsið á Mosfelli varð algerlega óhæft til íbúðar sökum leka og fúa, meðan þar var prestslaust, og því hefur hinn nýi Mosfellsprestur fengið þá íbúð á Torfastöðum, sem losnaði við það að sá staður varð annexía, en vegalengdin á milli er aðeins fá- einir kílómetrar. Hafandi fengið þessar upplýsingar, telur hann sig furðu lostinn yfir því að Skál- holtsprestur skuli enn hafa nokkr- ar nytjar Torfustaða, m.a. hafa þar kindur sínar áfram, í stað þess að skera þær ekki niður um miðjan vetur, er hann flutti í Skálholt. Það út af fyrir sig sýnir búvit þessa svokallaða Austan- manns. Aðaláhyggjuefni þessa hagspek- ings og menningarfrömuðar er samt bókasafn Skálholtsstaðar. Hann telur það ósvinnu, að safn- inu skuli hafa verið komið fyrir til geymslu fyrst um sinn í tumi kirkjunnar, en ekki I kjallara stofu hússins, og gefur það nokkra bendingu um, hversu tamt honum er að horfa hátt. Honum ofbýður, að það kunna að líða 10 ár, jafnveí 12 eða 15, þangað til safnið verður opið almenningi. Fyrir honum vak- ir bersýnilega, að safnið eigi að vera þar sem allir geta gengið um og þeim þúsundum, sem árlega sækja til Sálholts, ætti að vera heimilt að gramsa í dýrgripum þess að eigin vild. Hann veit sýni- lega ekki, að turninn, sem er rúmgóður og steyptur í hólf og gólf, er miklu öruggari og eld- traustari geymsla en íbúðarhúsið. Vanþekking hans á öllu, sem snertir Skálholt, er svo fáránleg, að ólíklegt er að hann hafi knmið nokkurn tima í Skálholt eða jafn- vel austur fyrir fjall. Nafn hans er því falskt, eins og allt annað í þessum greinum hans. Umhyggjan fyrir Skálholti og bókasafni þess er fölsk, gríma hans fölsk, allt í þessum skrifum hans jafnfalskt ag fyrirlitlegt. P. V. G. Kolka. FLOGIÐ STRAX FARGJALD GREITT SÍÐAR I NOREGUR - DANMÖRK § 29.7.-19-22.8. 20_24 daga feröi _ Verð kr_ 14.600.00. , Fararstjóri: Margrét Sigurðardóttir Flogið verður til Osló 29. júlí og lagt af stað f 7 daga ferð um Suður-Noreg 1. ágúst með langferðabíl og skipum — Verður m.a. komið við og gist á Arendal, Mandal, Stavanger, Nestflaten, Harðangri og .Veringsfoss. D.valið verður í Oslo 1 dag í lok þessa ferðalags. Þá hefst 7 daga hringferð um Danmörku m.a. um Frederikshavn, Bröhderslev> Silke- borg, Esbjerg, Ribe, Odense og Kaupmanna- höfn, dvalið þar í 2 daga. Þaðan verður farið til Oslo, norður eftir strönd Svíþjóðar, með viðkomu í Gautaborg. Að lokum verður dval- ið á kyrrlátu hó.teli rétt utan við Oslo í 3 eða 7 daga eftir því sem menn vilja heldur — Viðburðarík og róleg ferð. Þátttaka takmörkuð. — Hafið því samband við okkur sem fyrst. 1 1 Lfl NDSHN k FERBASKRIFSIOFA Skólavörðustíg 16, II. hæð 5 sæti laus þátttaka tilkynnist fyrir kl. 6 í kvöld. Guðm. Grímson — Framh af bls S Eins og hinn langi og merki legi starfsferill hans ber með sér, var hann mikilhæfur amer ískur þegn, er vann landi sinu og þjóð mörg og þýðingarmikil störf sem dómari og með öðr- um hætti. En jafnframt var hann ágætur sonur íslands, sýndi alla daga ríkulega i verki rækt til ættlands sins og ætt- þjóðar, ástina á íslenzkri tungu og bókmenntum, sem foreldrar hans höfðu innrætt honum í æsku. Var alltaf boðinn og bú inn til þess að leggja málum íslands Iið. Hann var traustur stuðningsmaður Þjóðræknisfé- lags fslendinga í Vesturheimi, er kaus hann heiðursfélaga sinn fyrir mörgum árum. Hann var fulltrúi Norður- Dakota á Alþingishátíðinni 1930 og flutti kveðju ríkisins að Þing völlum. Aftur fór hann til ls- lands 1932 f ermdum Pan Am- erican flugfélagsins. í þriðja sinn heimsótti hann ættjörðina 1949; í boði ríkisstjómarinnar, ásamt konu sinni, æskuvini sln um og skólabróður dr. Vil- hjálmi Stefánssyni og konu hans. Kunni hann það boð vel að meta og hafði mikla ánægju af þeirri heimsókn til ættjarðar innar, eins og hinum fyTri ferð um sfnum þangað. Auk þess, sem að framan getur, var Guðmundur Grím- son, að vonum, sæmdur marg- vfslegum heiðursviðurkenning- um. Hann var Stórriddari með stjömu af hinni íslenzku Fálka- orðu, og Háskóli fslands og Rfkisháskólinn f N.-Dakota höfðu báðir kjörið hann heið- ursdoktor f lögum. Þá var hon- um nikill og fágætur sómi sýndur, er þáverandi forseti Bandaríkjanna, John F. Kenne- dy sendi honum 19. des. 1961 sérstakt þakkarbréf fyrir störf hans, og lagði einkum áherzlu á starfsemi hans í þágu æsku- lýðsins. Guðmundur Grfmson dómari var sannarlega vel að þeim sæmdum kominn, sem honum féllu f skaut. Hitt er enn meir um vert, hver merkismaður hann var, mikill hæfileika- og mannkostamaður, og prýði stéttar sinnar. Hann hafði með glæsilegum og minnsstæðum hætti „innt af hendi æviþraut með alþjóð fyrir keppinaut" að vikið sé ofurlftið við orðum Stephans G Stephanssonar úr kvæðj hans um íslenzkuna op hlutverk vor fslendinga hér í j Vesturálfu heims. Richard Beck. Vinna óskast Reglusamur 17 ára piltur óskar eftir atvinnu. Uppl. í síma 11872. LOKAÐ Lokað vegna sumarleyfa dagana 24. júlí til 9. ágúst. GLER OG LISTAR H.F. Dugguvog 23. Iðnlánasjóðslán Hér með er auglýst eftir umsóknum um lán úr Iðnlánasjóði til að breyta lausaskuldum iðnfyrirtækja í föst lán, sbr.. lög nr. 36 frá 15. maí 1964 og breytingu á þeim lögum nr. 24 frá 8. maí 1965 og reglugerð dags. 10. maí 1965. Aðeins þau iðnfyrirtæki, sem greiða iðn- lánasjóðsgjald, skv. ákvæðum laga nr. 45. 3. apríl 1965, og hafa ekki fengið lán til hæfilegs tíma til framkvæmda, sem þau hafa ráðizt í til ársloka 1963, kom til greina við veitingu ofangreindra lána. MKMlUÍfiÍÍ^K ! r' .. - Umsækjendur skulu vera reiðubúnir til að gefa ýtarlegar upplýsingar um rekstur, efna- hag og eignir sínar, svo og fjárfestingu á und- anfömum ámm og fjáröflun til hennar, ef sjóðurinn kann að óska. Umsóknareyðublöð fást hjá Iðnlánasjóði, Iðnaðarbankahúsinu Lækjargötu lOb, II. hæð og viðskiptabönkunum. Umsóknum ber að skila til Iðnlánasjóðs eða viðskiptabanka fyrirtækisins í síðasta lagi fyrir 30. sept. n.k. Reykjavík, 20. júlí 1965. Stjóm Iðnlánasjóðs. hvert sem þér farið/hvenærsem þerfaift hvernig sem þerferðist K'MNNAR , TRYGEINGARÍ' \ POSIHUSSTRJETI í SIM1 17700 ferðaslysatryggmg

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.