Vísir - 22.07.1965, Blaðsíða 11

Vísir - 22.07.1965, Blaðsíða 11
UNGAR ÁSTIR í DANMÖRKU Kaupmannahafnarstúlka á útiveitíngastað þar í borg á- samt stráknum, sem bún „er með“. Blöð um allan heim tala nú af kappi um Danmörku, og á- stæðan er sú, að bar mun ríkja óvenjulegt frelsi í ástamálum æskufólks og það er engin til- viljun, að straumur „ungtúr- ista“ þangað fer gífurlega vax- andi. Ungar ástir Á sólbökúðum baðströndum Ðanmerkur eru gullfallegar stúlkur, sólbrúnar og hraust- legar og fullyrt er víða, að hvergi í he'iminum sé ungdóm- urinn frjálslegri í ástamálum. Því til sönnunar er m. a. lögð lyndu augum og Svíar. Hvergi er minnzt á ísland í greinum þessara blaða, en fróðlegt þætti þeim að vita hversu algengt og jafnvel sjálfsagt það þykir hér á íslandi að eiga börn f lausaleik. En hvað um það, danskir læknar hafa rætt um það að nauðsynlegt sé að fræða stúlkur á aldr'inum 14-15 ára um notkun getnaðar vama. Mæðraheimili Danska ríkisstjórnin hefur gert sinar ráðstafanir varðandi vandamál ungra mæðra og byggt mæðraheimili. Á e'inu slíkra heimila geta mæðurnar dvalizt með barni sínu í allt að tvö ár fyrir vægt gjald og notið kennslu og umönnunar fæðingar- og uppeldisfræðinga. Það finnst aftur á móti ekki f Svfþjóð, þeir nota sama kerfið og íslendingar: láta feðuma greiða sitt meðlag og búið. Þetta vandamál varðar þó ekki Dani eingöngu, þvf áber and'i er hversu erlendir ungl- ingar eru farnir að venja kom- ur sínar til Danmerkur, og það er ekki margt sem vakir fyrir þeim. Erlend blöð benda á að þegar unga fólkið fer að leggja le'ið sína til Danmerkur í sum arfríinu, þá megi foreldramir vita á hverju þeir eigi von. Gras... grasbítar... grás- ekkjumenn... Orðasambönd geta á stund- um komið manni undarlega fyr ir eyru og sjónir. Við vitum öll hvað gras er... það er að segja gras yfirleitt. Þó að fæst okkar, nema þeir sem staðizt hafa landspróf, geti sundur greint það f ættir, flokka, teg- undir og allt það, enda gerir það engan mismun fyr'ir þá, sem ekki éta gras... nú — og fyrir þá, sem bíta gras, virð ist það ekki gera neinn mun heldur, að minnsta kost'i er fjöldi grastííta, sem aldrei hef- ur undirgengizt landspróf, enn síður staðizt það og þrífast þó prýðilega. Sem sagt, orðasam- bandið gras og grasbítar er okkur sk'iljanlegt, en þegar kemur að grasekkjumönnunum fer það að verða torskildara. Sú skýring mun til, að þar sé um að ræða mann, sem ekki geti matreitt ofan í sig, þegar konan sé farin í sumarleyfi, og eigi því ekki annars úrkosta en að bíta gras ... öllu sennilegri er þó sú skýring, að hann óski sér að hann vær'i orðinn einn af grasætunum, til þess að losna við alla matreiðslu, eða þó öllu heldur... til þess að losna við að éta það sem hann matreiðir, en þó fyrst og fremst til þess að losna v'ið uppþvott- inn. Þessi skýring er þó á eftir tímanum... nú orðið rekur engan grasekkjumann nauður til að matreiða ofan í s'ig þó að konan bregði sér í burtu um tíma, og þarf ekki að fara nánara út í það... aftur á móti munu þeir grasekkjumenn til, sem drekka heima hjá sér og þarf ekki heldur að fara nánara út í það hér... það er nóg að konan geri það, þegar hún kemur heim aftur. Þriðja skýringin hefur þá lfka heyrzt — að því séu grasekkjumenn nefndir grasekkjumenn að þeir hagi sér e'ins og grasbítar, m. ö. o. eins og skeppnur, meðan þeir eru í ekkilstandinu... í rauninni geta þeir sjálfum sér um kennt, þó að konan leggj’i þann skilning í orðið, þeir þurfa ekki að drekka heima hjá sér fremur en éta, meðan konan er fjarverandi... Þ6 áð jafnVel það geti ekk'i örugglega komið í veg fyrir að konan leggi nefndan skilning í orðið, þegar hún kemur heim aftur... það er nefnilega alltaf hætta á að hún frétt'i það von bráðara, að hann hafi drukkið einhvers- staðar annarsstaðar en heima hjá sér — og hafi hann ekki drukkið heima hjá heldur ann arsstaðar, finnst henni að það sé hámark alls skepnuskapar, og að það hefði þó verið fyrir- gefanlegt að hann hefði drukk ið heima hjá sér, en þetta kall ast rökfræði kvenna, sem ekk- ert kemst f námunda við, nema ef skyld'i vera rökfræði hag- fræðinga ... Hitti grasekkju- maður á það sjaldgæfa ráð að drekka hvorki heima hjá sér né að heiman í ekkilstandinu, þrýt ur þar kvenlega rökfræð'i en við tekur kvenlegt fmyndunarafl, sem ekki á sér takmörk frem- ur en himingeimurinn ... og þá kemur til greina fjórða skýr- ingin ... að grasekkjumaður sé maður, sem óskar sér þess að hann vær’i ekki maður, heldur grasbítur, þegar... og þarf ekki að fara nánara út f það. fram skýrsla, þar sem segir að 98,6% kvenna þar í landi hafi samneyti v’ið karlmenn fyr ir hjónaband. Á ferðaskrifstofur f Banda- ríkjunum koma, .ppgáf, stúlkur Og strákar, f Bretlapcji pg víp- ar gerist sama, allir spyrja um Danmörk, hafa heyrt um stað- inn og v’ilja komast 1 fjörið. Á einhvem hátt er Danmörk að fá á sig ævintýrablæ í aug um æskufólksins, — spillingin he'illar. Vandamál sem skapast Árið 1962 var tðlfta hvert bam sem fæddist f Danmörku óskilgetið og skýrslur herma að kynsjúkdóma hafi orðið vart hjá stúlkum á aldrinum 12-15 ára. Og danskir læknar fullyrða að samfara þessu frjálsræði fylgi hirðuleysi um notkun getnaðar vama og jafnframt sé fólk al- mennt farið að lfta fæðingar óskilgetinna bama sömu frjáls Það er fjör á baðströndunum í Danmörku. Kári skrifar: Ckortur á hótelherbergjum er ° orðinn geigvænlegur og nærri liggur að hann stórskaði íslenzka ferðamannamóttöku. Þess hefur orðið illa vart f sam bandi v'ið hinar miklu ráðstefn ur og mót sem haldin hafa ver- ið hérlendis að undanförnu, og nú síðast var gripið til þess ráðs að fá austur-þýzkt skip undir norræna kennara, því ekk ert húsrúm var fyrir hendi í landi. Herberg j askortur I ár var tekið í notkun nýtt og vandað hótel, Hótel Holt, og sem fyrr annast stúdentagarð- arnir móttöku gesta, en aukn- ing aðkomugesta frá fyrri ár- um er svo mik'il að viðbótar- húsnæðið dugir hvergi til. Þess vegna hefur verið gripið til þess neyðarúrræðis að taka á leigú herbergi f e'inkahúsum til afnota fyrir útlendinga, en það hljóta allir að sjá, að slíkt er ekki nein úrlausn. Bæði veld- ur það gestum óþægindum, þar sem erfitt er fyrir þá að ná í síma og njóta annarar aðstöðu, sem hótelgestir hafa, auk þess sem það er oft full mikil rösk un á heimilislifi að fá margs kyns útlendinga inn á heimilin. Vetrarferðir Ýmsir kaupsýslumenn eru tregir við að leggja fé sitt f hó telbyggingar. þar sem húsnæð ið nýtist illa yfir vetrartlmann. Þess vegna væri það athugandi að reyna að leggja aukna á- herzlu á að fá hingað ferða- menn yfir vetrartímann, en slíkt myndi gera móttöku ferða manna mun stöðugri og skapa ' jafnari atvinnuskilyrði við ferðamannamóttöku. Hugsan- legt væri að auglýsa skfðastaði svipað og gert hefur verið að nokkru leyti á Akureyri, jökla- ferðir og vetrarfjallgöngur, sem eflaust myndi freysta margra garpa, er ekki leggja í að ferð- ast um suðurskautið. Þjóðleg atvinnugrein Það er þegar Ijóst, að fsland verður ferðamannaland, en það verður okkur aðeins að gagni, að við tökum á móti ferðamönn um á þann hátt að báðum aðilj um lík’i v'i'Sskiptin og land og landkostir séu auglýstir vel og rækilega. fslendingar voru fyrr á árum rómaðir fyrir gestrisn'i, svo ekki verður hægt að segja að ferðamannamóttaka sé þjóð leg atvinnugrein.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.