Vísir - 16.08.1965, Blaðsíða 1
VISIR
MAÐURDRUKKNARUND
AN LEIRVOGSTUNGU
ir 16. ágúst 1965. - 183. tbl.
11111
• •
- Mánud
55. á
Maður þessi var að koma á-
samt fleiri mönnum úr hesta-
ferðalagi ofan úr Borgarfirði,
en undan Leirvogstungu munu
mennirnir hafa haft skamma
viðdvöl og áð. Þá var klukkan
á tfunda tímanum. Maðurinn
sem að framan greinir, ienti ein
hverra atvika vegna í sjónum
og félögum hans tókst ekki að
bjarga honum. Þegar hann var
horfinn sjónum þeirra var sím-
að til Reykjavíkur og óskað
eftir leitarmönnum og hefur sú
leit staðið óslitið í alla nótt, en
í morgun fannst líkið í sjónum.
Fjöldi manns hefur tekið þátt
í leitinni. lögregla, skátar og
fleiri og leitað bæði á sjónum
og víðsvegar með fjörum. Fyrst
í gærkvöldi fóru lögreglumenn
með hóp leitarmanna upp að
Korpúlfsstöðum og fengu þar
Framhald á bls. 13.
Síðdegis i gær varð mikið
umferðarslys á gatnamótum
Öldugötu og Ægisgötu, er
strætisvagn og hópferðabifreið
lentu i hörðum árekstri og
|| hvorki meira né minna en um
\ 20 manns úr báðum bifreiðun-
um voru fluttir til aðgerðar í
| slysavarðstofuna.
Sem betur fór reyndust
meiðslin í fæstum t'ilfellunum
mikil, en þó voru tvær konur,
önnur íslenzk, hin útlend, flutt
ar f sjúkrahús að bráðabirgða-
aðgerð í slysavarðstofunni lok-
inni.
Þessi harði árekstur varð
laust fyrir kl. hálf sjö sfðdegis
í gær. Hópferðabifreiðinni R—
504 var þá ekið upp Ægisgöt-
una, en strætisvagn'inn R-9371
var á leið austur Öldugötu. Á
gatnamótunum skullu bflarnir
saman af miklu afli og köstuð-
ust við áreksturinn inn f girð-
ingu og upp að húshomi suð-
vestan við gatnamótin. Báðir
eru bílarnir illa farnir á eftir
og stórskemmdir.
í hópferðabílnum voru gestir
af Hótel Sögu, sem voru f kynn
'is- og skoðunarfeð um borgina
og voru það allt útlendingar,
sem í þeirri bifreið vora að bif-
reiðarstjóra og kynni undan-
Framh. á bls. 6.
Um 50 sóttu um 26 sjóavmpsstöður
m
1 gær varð það sviplega slys framundan Leirvogstungu 1
að maður drukknaði í sjónum Mosfellssveit.
Strætisvagninn og áætlunarbílinn enduðu áreksturinn samhliða húsveggnum. (Ljósm. Víslr B.G.)
• ®
UM 20 MANNS SLOSUÐUSTIEIN-
UM BIFREIDAÁREKSTRI / QÆR
- Byrjað að innrétta eftir mánaðamót. Móttökuskilyrði mæld víða um land
Umsóknarfrestur um varpsins, er nú útrunn-
stöður þær, sem aug- inn. Pétur Guðfinnsson
lýstar voru lausar hjá skrifstofustjóri sjón-
sjónvarpsdeild Ríkisút- varpsins, sagði blaðinu
í morgun, að um það bil
50 umsóknir hefðu bor-
izt um þessar 26 stöður,
sem auglýstar voru. Er
ííklegt að skipað verði í
æðstu stöðumar mjög
bráðlega.
Um mánaðamótin verður
rýmdur fyrsti hlutl húsnæðls
þess, sem sjónvarpið keypti við
Laugaveg 176. Verður þegar
hafizt handa við að innrétta
það húsnæði fyrir sjónvarpið.
Landssíminn mun annast
dreifingu sjónvarpsefnisins eins
og hljóðvarpsefnisins núna, og
eru sérfræðingar Landssímans
um þessar mundir að prófa og
mæla móttökuskilyrðin víðs-
vegar um Iandið, einkum í sam
bandi við staðsetningu endur-
varpsstöðvanna.
STÚLKA HRAPAR AF HÚS
ÞAKI OG BlÐUR BANA
Stúlkan var að fara á milli kvistglugganna á risi hússins, þegar
hún féll niður. Húsið er þriggja hæða. (Ljósm. Vísr B.G.)
Um miðjan dag á laugardaginn
varð banaslys í Reykjavík, er ung
stúlka féll ofan af húsþaki og beið
bana samstundis.
Þetta varð við húsið nr. 71 við
Grettisgötu, en það er 2ja hæða
hús, auk riss og kiallara. Fólk var
að skemmta sér í risherbergi í hús
i»u og þar á meðal var þessi unga
stúlka. Talið er að hún hafi ætlað
sér að komast milli herbergja á
rishæðinni með því að skríða út
um gluggann á því herberginu, er
hún var f og út á þakið — og það
an svo aftur inn um glugga á
næsta herbergi. Þetta mistókst þó
með þeim sviplegu afleiðingum er
að framan greinir. Stúlkan rann
fram af þakbrúninn'i og lenti niður
á gangstéttina fyrir framan húsið.
Hún mun hafa látizt samstundis
að því er talið er.
Ekki er vitað um neina sjónar-
votta, sem séð hafa þegar stúlkan
hrapaði, en strax og vart varð við
stúlkuna liggjandi á gangstéttinni
var lögreglu- og sjúkralið'i gert að
vart, en þá var ekkert lífsmark
með henni.