Vísir - 16.08.1965, Page 11

Vísir - 16.08.1965, Page 11
Eiga þær að líta svona út? r- Nýja hártízkan breiðist út eins og eldur i sinu Vidal Sassoon er ungur hár- greiðslumeistari í London. Hann nýtur óhemju vinsælda og er maðurinn, sem stendur á bak við mestu hár-byltingu vorra tíma. Það var hann, sem byrj- aði á bítla-gre'iðslunni, sem all ir hafa síðan apað eftir honum. í júlí klippti hann fyrirsæt- umar frá Rudy Gernreich í New York. Það voru þær, sem sýndu topplaus baðföt á liðn- um árstima. Kl'ipping Sassoon vakti svo mikla athygli, að all ar konur vildu allt í einu láta Sassoon-klippa sig. Hain opn- aði þvi í hvelli hárgreiðslustofu í New York, og í ágúst opnaði hann með Emanuel Ungaro hár greiðslustofu í París, en Ungaro er þekktur óþekktarormur með al franskra hárskera. Þáð er varla hægt að tála um vinsældir í þessú sambandi, fyr irgangurinn hefur verið svo 6- skaplegur síðan í sumar. Kon- unum finnst unglegt, gaman og smart að hafa Sassoon hár. Nýjasta nýtt frá Sassoon í London og París er þetta, sem sést á myndunum héma. Engin túbering, ekkert permanent ekk ert slíkt. Klipping hjá Sassoon breytir konum gersamlega gg fær karlmennina til að tala um geðvéiki kvennanna. Sassoon- hártízkan er i stíl v'ið Courreg- es-fatatízkuna, og saman eru þessi tízkufyrirbrigði að koma á alveg nýju tímabili í tízku- sögunni. Það er því ráðlegt fyrir kon- ur að fylgjast vel með Sassoon í framtíðinn'i. ÁFENGI — é ineðan það er í flöskunni Áfengi er öllum meinlaust Það er meira að segja t'iltölu- iega meinlaust, þó að það far'i úr flöskunni, svo framarlega sem það fer þá ekki annaðhvort ofan í karl eða konu. Réttara væri kannski að segja, að áfeng ið væri méinlaust samt... hætt ar er sú, að viðkomandi verði ekki meinlaus, hvorki sjálfum sér, né öðrum, eftir að áfeng- ið hefur farið ofan í hann, þá hættu ætti þó, að því er virð- ist, að vera tiltölulega auðvelt að fyrirbyggja, þar sem engin áfengistegund hefur þann hátt- inn á að taka sjálfan tappann úr flösku sinni og fara síðan ofan í fólk af sjálfsdáðum, sú staðreynd að tappar tolla sjald- an lengi í stút áfengisflösku, þar sem maður er nálægur, á sér því aðrar orsakir — eins það, að áfengið tollir sjaldan til lengdar á flöskunni eft'ir að tappinn er farinn úr stútnum, ef maður er nálægur. Það er því verulega rangt að halda því fram, að maðurinn sé sviptur öllu sjálfræði í nálægð áfengis- flöskunnar, og algerlega á valdi hennar — þvert á móti er það flaskan, sem glatar öllu sjálf- ræði í návist mannsins, og þá er algerlega á valdi hans. Al- drei hefur það heldur verið sönnuð sök flöskunnar, að hún laumaðist inná karla eða kon- ur, leitaði jafnvel fylgsna á ó- líklegustu stöðum innan fata, til þess éins að geta komist þann ig með þeim á samkomur, ekki heldur að hún fæli sig, — og þá venjulega í hóp með mörg- um systkinum sínum — á unaðs legustu stöðum um borð í skip um, jafnvel bak Við þiljur og ofan í reykháfnum, og freistaði síðan áhafnarinnar að koma sér í land. Hinsvegar hefur allt þetta kom’izt upp — og þó að flestra dómi oftar, sem það hef ur ekki komizt upp — og þá jafnan le'ikið sá grunur á að fremur mundi manninum að kenna en flöskunni... Þegar þess er svo gætt, hvernig mann inum ferst við flöskuna, eftir að hann hefur náð valdi á henni, jafnvel myrt hana á hryll'ilegast hátt, eftir að hann hefur notið hennar, þá virtist það satt bezt að segja hámark hræsninnar, þegar menn bind- ast samtökum, sjálfum sér og öðrum til verndar og varnar gegn flöskunni og áfenginu á henni — í stað þess að stofna öfiug samtök t'il verndar flösk- unni og áfenginu á henni — fyrir manninum! Vidal Sassoon Kári skrifar: E'inl og ég minntist á hér í dálkunum fyrir ekki löngu síðan, þá er áhugi manna fyrir móðurmálinu ekki útdauður. Margir Virðast lesa dagblöðin gaumgæfilega og fylgjast með orðalagi í útvarpi — slíkt er einungis góðs viti, því gagn- rýn'i er holl, sé hún gerð í góðri meiningu. Hér er bréf frá Oc- togenarius: Batnandi manni bezt að lifa. Rétt með farin er íslenzk tunga flestum öðrum rökrétt- ari. Merkir málfræðingar hafa gengið svo langt, að telja hana í þessu efni jafnoka latínunnar. En einmitt þessari höfuðprýði er nú í seinni tíð verið að svipta hana. Mín kynslóð man þá tíð að við fengum eldamaskínu (í stað hlóðanna). Ekki var það orð fallegt, en þó meinlítið, þvi komið inn í íslenzku er maskina marklaust orð. En svo kom eldavélin. Þá versnaði um allan helming. Þarna er ekki um vél að ræða og orðið því ekki rök rétt. Vestur-íslendingar kalla þetta stó. Um fleiri hluti hafa þeir betri orð en við hér heima. En þá keyrði um þverbak þegar flugvélin kom. Þar getur (þvi miður) vélin bilað í vélinni. Og nú eru jafnvel áttatíu manns í vélinni. Þeir blaðamenn, sem bezt fóru með móðurmálið, reyndu að hamla upp á móti þessum ósóma. Hvar finnið þið annað hjá Þorstéini Gíslasyni en fluga, eða vélfluga^ þegar svo ólíklega ber undir að nauð synlegt sé að láta það koma skýrt fram að um mýflugu sé ekki að ræða? En er nú loks einhver blaða maðurinn að rumska? í dag, 9. ágúst, er á sjálfri forsíðu Vísis stórletruð fyrirsögn, sem segir frá vélflugum. Guð lát'i gott á vita. En svo er það magnaður and skoti (eins og strákar segja) hve mikið magn er af magn- inu einmitt á þessari sömu síðu. Þar er verið að segja frá áfeng issmygl'i. Á látlaúsri íslenzku mundi magn alls ekki hafa verið nefnt þarna. Nú veður magnið svo uppi hjá okkur, þar jafnast naumast annað við en eiginkonurnar. Fyrir þeim verð ur ekki þverfótað. Líklega er nauðsynlegt að aðgreina þær frá vinnukonunum, sem ekki eru raunar lengur til, ef trúa má merkasta blaðamanni lands ins, Árna Óla, í Lesbókinni i gær. Eða eru það hinar konurn ar, þessar... Nei nei nei, það getúr ekki verið. Og þær má ékki nefna. Octogenarius.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.