Vísir - 16.08.1965, Page 15

Vísir - 16.08.1965, Page 15
V1SIR. Mánudagur 16. ágúst 1965. :r>.--fcs=s spí?acfl -J=rcc£--.=s. tfs-liHrcisY V,- -h >. rcc-ya?; r s =;fr~ . - DIXAN ER SÉRSTAKT ÞVOTTADUFT FYRIR ALLAR TEGUNDIR ÞVOTTAVÉLA. JENNIFER AMES: Mannrán og ástir SAGA FRA BERUN Það var orðið svo dimmt að þau írðu að kveikja á lampanum meðan þau voru að binda hann. Linda fann ekki lengur til nokkurrar meðaumkunar með honum. Hann hafði logið að henni — hann bar ábyrgð á dauða Frankie Dixie og kannski margra annarra. Þau höfðu rétt lokið við að binda Hans og draga hann inn í búrið ,er aftur heyrðist fótatak fyr ir utan kofann. Það var barið létt á dyrnar. David benti henni að víkja sér undan. Svo opnaði hann og leit út f myrkrið. — Kom inn, sagði hann svo. Þungu fargi var létt af brjósti Lindu, því að það var Karl, sem kominn var. — Guði sé lof og þökk, hvíslaði hún ,en David flýtti sér að segja: — Hefurðu frétt nokkuð? — Ég heyrði, að einhver eða ein hverjir hefðu komizt undan inn í Vestur-Berlín. Það voru ekki nefnd nein nöfn, en við höldum að það hafi verið prófessorinn. Það má segja að allt hafi verið f uppnámi | síðan er það fréttist, að þið hefð j uð flúið. Yfirhershöfðinginn i hringdi tili Rudolfs Manheim og sagði honum að hann hefði ekki getað haft tal af dr. Reiohmann — og þá komst skriður á. Rudolf; Manheim ók í skyndi á eftir ykkur en kom ekki aftur. Hanr. fannst j dauður á þjóðveginum. Verðirnir sem með honum voru, voru viti i sínu fjær af hræðslu, og höfðu1 ekki árætt að segja frá hvað gerð ; ist. Yfirhershöfðinginn kom heim og lét sem óður væri þar til hann i hvarf fyrir rúmri klukkustund eða : svo. David kinkaði kolli í átt.ina til búrsins. —Hann er þarna inni, Karl.! 1-Iann vaknar ekki næstu tvær klukkustundir. Og nú verðum við ungfrú Redfern að reyna að kom- j, ast í skyndi til Vestur-Berlínar. Geturðu látið'þér detta nokkuð í hug um hvað við gætum reynt? — Já, og ég kom hingað til þess að útskýra fyrir ykkur hvað mér datt í hug. - Fórstu sylluna enn einu sinni? skaut Linda inn í. Karl brosti. — Já, ég er orðinn nokkuð fim- ur að þessu. Ég get sagt ykkur, að það er nú loks svo komið, að bænd ur eru í nokkrum uppreistarhug. Þeir ætla í kröfugöngu til þess að mótmæla samyrkjukerfinu, sem þeim er meinilla við, og vilja að minnsta kosti sýna hug sinn til. Mér datt í hug, að þið gætuð tek ið þátt í göngunni dulklædd, og þá yrði ekki’ auðvelt að uppgötva ykk ur. Svo má búast við að allt kom ist í uppnám í bænum — lögregl- an getur ekki haft augun alls stað ar. — Fyrirtak, fyrirtak, sagði Dav ið og skók hönd hans. Þetta voru sannarlega góðar fréttir. Þú ert mér ávallt boðberi góðra tíðinda Karl. í þetta skipti veit ég ekki hvernig ég hefði getað bjargast án þinnar hjálpar. - Ef ég get orðið að liði vitneskjan um það, sagði hrærður. Ég þori ekki að .vei lengur. Þeir hafa veitt því athygli j\ð ég hver? úr höllinni endrum og eins. Það fer hópur bændaflokks í kröfugönguna úr næsta þorpi, sem er í nokkurra kin. fjarlægð héðan. Mér datt í hug að þið gæt uð slegizt í hóninn. — Fyrirtak sagði David enn og var auðséð að lifnað hafði yfir honum og að baráttukjarkur hans var endurvakinn. Linda horfði á hann undrandi. Hún hafði fyrir skammri stundu séð hann í æðis- gengnu handalögmáli, en það var ekki að sjá á honum, að hann hefði þreytzt hið minnsta. — Ég kom með dálítið af fötum handa yður og ungfrúnni, sagði Karl. Nú dugar ekki fiskimanns- gervið lengur, herra Riddari. Og enginn myndi ætla ungfrú Redfem sveitastúlku, eins og hún er klædd nú. — Þetta kalla ég nú hugulsemi, Karl, sagði David. Karl var með fötin í bakpoka — Ég verð að hraða mér í höll- ina. Ekki má ég auka grun þeirra Gangi yður vel, herra Riddari, og yður, ungfrú Redfern. Hann kvaddi þau bæði með handabandi og hvarf út 1 myrkrið. — Lofaðu mér að þvo sárið á andliti þínu, David, sagði Linda. Hann brosti. —Ég lít víst hræðilega út, ég maka bara farða á þetta. — En ég verð að þvo það og hreinsa fyrst, sagði hún með mót mælahreim. — Gott og vel, sagði hann og brosti, ég þarf engrar hjúkrunar með, en af því að það ert þú ... Hann hallaði sér út af á rúmið og leyfði henni að þvo sárið og svo greip hann báðar hendur henn ar og kyssti þær. — Þakka þér fyrír, ástin mín, nú líður mér eins og ég væri nýr og betri maður. — Ég vona að ég verði alltaf nálæg þér og ég hafi alltaf sömu áhrif á þig — þegar þú þarfnast þess. — Ef til vill, sagði hann ,ef til vill, en þótt þú verðir fjarri ein- hvern tíma, verðurðu alltaf f huga rhér, hjartans elsku Linda mín. Þrátt fyrir hlýlegu lokaorðin var | eins og köld hönd gripi um hjarta hennar. Yrðu þau að skilja? En það var ekki tími til þess að krefjast neinna skýringa, David var búinn að draga fram kistilinn. Og svo henti hann til hennar blússu eins og sveitastúlkur nota og pilsi, en hvort tveggja hafði Karl komið með Farðu í þetta — mér þykir leitt, að það skuli ekki vera sér klefi hér fyrir þig til að hafa fataskipti — Það skiptir engu máli, sagði hún rólega. — Djarfa, litla Linda, sagði hann ertnislega. — Þú ættir að fá kinnhest fyrir þetta, sagði hún stutt í spuna. — Gott og vel, sláðu — svo skal ég snúa mér undan. Þegar hún sneri sér við, klædd eins og sveitastúlka var ekkert er minnt’i á hvorki David, dr. Reich- man eða gamla fiskimanninn, held ur var þarna komir.n austur-býzk- ur bóndi sem helzt líktist Gerhardt Hellmann. Stuttklippt ljóst hárið, rjóðar kinnar, klæddur köflóttum brókum og vinnuskyrtu, sem var helzt til þröng um herðarnar. — David, hrópaði hún undrandi hvílík breyting, ef ég Vissi ekki að þú hefir ekki farið út úr her- berginu, hefði ég getað svarið, að þetta værir ekk’i þú. — Þakka þér fyrir gullhamrana, ungfrú Redfern. Og nú er röðin komin að þér. ég verð að laga á þér andlitið, þú ért alltof fínleg og alltof falleg — ég á við — þú ert faiieg eins og borgardama. Þú verð ur að líta út eíns og sveitastúlka. Og þegar hann hafði lokið við að farða hana og breyta útliti hennar hefðu kunningjar hennar ekki þekkt hana aftur, þótt Séð hefðu, sveitastúlku, brúna á hörund, rjóða 1 k’innum — sðeins hárið hélt sínum jarpa lit. — David, sagði hún himinlifandi | erum við ekki „flott par“? Ég þori að veðja, að enginn þekkir okkur. SNYRTISTOFA STELLA ÞORKELSSON ■ Snyrtisérfrxðingnr Hlégcrði 14. Kópavogi Sími40613 VISIR ASKRIFENDAÞJONUSTA Askriftar- Kvartana- simmn er <1661 virka daga Kk. 9 — 20, nema (augaidaga (U. 9—13. AUGLYSING eykur viðskipfin HÚSMÆÐUR Véliji yðar þarfnast sérstaks þvottaefnis — þessvegna varð DIXAN til. DIXAN freyðir lítið og er því sérstaMega gott fyrir sjálf- virkar þvottavélar. DIXAN fer vel með véiina og skilar beztum árangri, einnig hvað viðkemur gerfiefnum. DIXAN er i dag mest keypta efni í þvotta- vélar í Evrópu. DIXAN er framleitt hjá HENKEL í Vestur- Þýzkalandi. r.ncr.1 í þessu þorpi töfralæknanna virðist vera meiri velmegun en ég hef séð í öðrum Tarzan.það er mjög snyrtilegt og vel varið. Fjár sjóðurinn, sem er fólginn hér Yeats hershöfðingi er hin mikla vitneskja, sem þeir hafa um jarð ávexti, börk, safa, rætur, fræ og járnefni sem geta læknað marga sjúkdóma, sem læknismenntaðir vísindamenn halda að séu ólækn anlegir. Fjarlægir ættbálkar senda Medu þá sjúku og leið- angra með gjafir í staðinn fyrir læknisgefandi Iyf hans. Ef ég fæ máttinn í fætuma aftur mun Medu ekki segja jafnvel mér vini sínum leyndardóm lækningarinn ar. WISIR KOPAVOGUR Afgreiðslu VÍSIS í Kópa vogi annast frú Birna Karlsdóttir, sími 41168. Afgreiðslan skráir nýja kaupendur og þangað ber að snúa sér , ef um kvartanir er að ræða. HAFNARFJÖRDUR Afgreiðsiu VÍSIS í rlafnarfirði annast frú Guðrún Ásgeirsdóttir5 •iími 50641. Afgreiðslan skráis nýja kaupendur og þangað ber að snúa sér, ef um kvartanir er að ræða tfCEFLAVÍK Afgreiðslu VlSIS í Kefla vík annast Georg Orms- jon, sími 1S49. Afgreiðslan skráir nýja kaupendur og þangað ber að snúa sér, ef um kvartanir er að ræða.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.