Vísir - 03.09.1965, Qupperneq 2
VISIR . Föstudagur 3. september 1965
Neðan á einangruninni er hvítt nylonnet og mun gefa salnutn sérkennilegan og fallegan svip.
:.. ■ • - '
Fjöldi iðnaðarmanna
vinnur þessa dagana inni
í Laugardal við að ljúka
smíði hins glæsilega í-
Búið er að ganga frá iþróttahöllinni að mestu að utan eins og sjá má.
Verið er að vinna að vegargerð frá Reykjavegi niður að „höllinni“,
en annar vegur kemur að frá Dalbraut og verður hringakstur meðfram,
en bilastæði sameiginieg fyrir íþróttahöllina og Laugardalsvöllinn.
IÞROTTAHOLLIN
SENN TILBÚIN
Baðherbergi og búningsklefar eru að verða t'lbúnir. Þarna er Ingi S.
Bjarnason múrari að ganga frá flisalögn á baðherbergi.
þróttahúss. Ef allt gengur
eins og reiknað er með í
dag, má búast við að
keppt verði í húsinu í des-
emberbyrjun. Að vísu
verður ekki allt komið í
lag þá í húsinu, áhorf enda
svæði t. d. ekki, en gólf
hússins verður þá komið,
búið að ganga frá lýsingu
og búningsherbergjum og
böðum fyrir leikmenn.
Um 2000 manns eiga að
geta horf t á leiki í íþrótta-
húsinu. — í dag birtum
við myndir úr Laugardal,
þar sem verið er að vinna
að lokasmíði hússins.
!
Rafvirkjameistarinn í íþróttahúsinu var búinn að príla upp á efsta vinnupall og var að setja ljósaperur
í hin nýju loftljós, sem búið var að ganga frá.
Þannig verður lamparöðin i i-
þróttahöllinni. Ljósmagnið ætti
að vera nægjanlegt, enda útreikn-
að af ljóstæknifræðingum.