Vísir - 03.09.1965, Blaðsíða 5

Vísir - 03.09.1965, Blaðsíða 5
5 V1SIR . Föstudagur 3. september 1965. u'tlönd iorgun útlcnd í uercun útlönd í. morguh.' jatlönd morgun HÆbon oýr vandi á höndum vegna andláts forseta neðrí málstofunnar Brezka útvarpið skýrði frá því í morgun, að Harold Wil- son forsætisráðherra mundi ræða við leiðtoga hinna flokk- anna afstöðu til vals nýr for- seta í neðri málstofunni, í stað Sir Harry Hyltons, forseta mál- stofunnar, sem lézt snögglega í gær, sextugur að aldri. Hneig hann niður á götu og missti meðvitund og báru tilraunir sem lögregluþjónn gerði til þess að koma honum til meðvitund- ar ekki árangur, og var hann fluttur í sjúkrahús meðvitundar laus og lézt þar skammri stundu síðar. Sir Harry var sextugur að aldri. Hann var kjörinn á þing sem frambjóðandi íhaldsflokks ins og hafði verið forseti neðri málstofunnar í 6 ár. Samkvæmt hefð greiðir forsetinn ekki at- kvæði, og þar sem Verkalýðs- flokkurinn hefir nú aðeins tveggja atkvæða meirihluta í málstofunni — og ef þar á ofan bættist, að íhaldsflokkurinn neit aði að leggja til forseta, og einn af þingmönnum Verkalýðs- flokksins yrði að skipa sætið, mundi Wilson ekki hafa nema einS atkvæðis meirihluta í mál- stofunni. Er auðsætt að honum er nýr og mikill vandi á höndum Þess er og að geta, að tvennar aukakosningar eru framundan. Líkur eru nú meiri en áður fyrir þingkosningum á hausti komanda, einkanlega ef úrslit aukakosninga yrðu ekki Verka lýðsflokknum £ vil, en hann er sagður eiga vísan öruggan meirihluta í öðru kjördæmi því, sem kosið verður í innan tíðar, og ef til vill í báðum. Framundan kunna að vera erf iðir tímar fyrir Wilson — og all ar götur má hann búast við harðri sókn af hálfu íhalds- flokksins við forustu Edwards Heath’s hins nýja leiðtoga flokksins. PAPPANDREU STOÐ Ofviðri og fióð á Ítalíu Ofviðrl og vatnavextir hafal í valdið allmiklu manntjóni og < > eignatjóni á Ítalíu allt frá suður ’ [strönd Sikileyjar til Alpafjallaí i í norðri. I morgun var vitað með vissu | | að 27 menn hefðu látið lífið < > og þúsundir manna orðið að yfir < [ gefa heimili sín. Samgöngur eru J ii ólestri og símakerfi landsins. Meðai svæða ,sem urðu harð< J ast úti, var úthverfi í Rómaborg. > Þar drukknuðu margir, þeirra< • meðal fóik, sem sat í bifreið- J , um sínum, er vatnið kom eins< >og steypiflóð inn í bæinn, eftir< J að vamarveggur á bökkum Arg- > entofljótsins hafði brostið. A Sikiley létu 10 lífið. ÞarJ J náði vindurir.n 120 km. hraða < >á klukkustund. Pappandreu stóð einn uppi með þá skoðun á fundi Konungsráðs- ins griska í gær, að efnt skuli til nýrra kosninga nú þegar. Konungsráðinu tókst ekki að WILSON finna lausp á stjöimarkreppunni á fundinum., . Stjómmálafréttaritari Brezka út- varpsms segir, að svo sé litið á, að flokksleiðtogunum beri nú að leysa málið — þeirra sé að taka á sig þá byrði sem hvíldi á konunginum. En Pappandreu hefir áfram mik ið fylgi meðal almennings. Vitað er þö, að það hefur spillt fyrir hon um, að kommúnistar eru háværast- ir fylgismanfia ha'ns, og þeir eru sakaðir um að hafa æst til götu- uppþota, og komið hafa fram ásak- anir á hendur Pappandreu í þá átt að iýðræðinu stafi hætta af stefnu hans vegna stuðnings kommúnista við hann, en ef þeir næðu áhrifum og völdum í landinu yrði úti um allt lýðræði. $>• Brezka útvarpið hefur birt frétt um að gull- og doilara- forðinn hefði minnkað um 24 milljónir punda í ágúst og væri það þriðji mánuðurinn í röð, sem hann hefði minnkað. Hann nemur nú 923 millj. stp. Búizt hafði verið við öllu meiri rým- un í ágúst, og hækkaði ster- lingspund örlítið í gær á pen- ingamarkaðinum. £> Arthur Greenwood, nýiendu- málaráðherra Breta, sagði í gær, að hvorki hermdarverk eða morð myndu hafa þau áhrif á Breta, að þeir hvikuðu frá þeim ásetningi, að komið yrði á fót sambandsríki í Suður-Arabíu eigi síðar en 1968. Þetta var sagt £ tilefni morðsins á Sir Arthur Charles, forseta Löggjaf arráðsins i Aden. ► Landvamaráðherra Kína sakaði i gær sovézka leiðtoga um að fylgja sömu endurskoð- unarstefnu og Krúsév gerði, en hún væri Bandaríkjunum i hag, og samtimis gagnrýndi hann Rússa fyrir að duga Norður- Vietnam litið. Átökin íKashmir valda hraðvaxandi á hyggjum heims- og þjóðuleiðtoga Fregnir i gærkvöldi og morgun herma, að áhyggjur heims- og þjóðaleiðtoga út af horfunum í Kashmir séu hratt vaxandl. Líklegt er, að öryggisráðið verði kvatt sam an til fundar, en að þessu sinni ekki vegna þess að annar eða báð- ir aðilar deilu óski þess, heldur vegna þess að ráðið telur horfum ar svo ískyggilegar, að því beri að taka að sér fmmkvæðið í hendur, þótt alls óvíst sé hvemig aðilar (Indland og Pakistan) taki því. Það er Goldberg aðalfulltrúi Bandaríkjanna, sem af eigin hvöt- um ræðir þessa leið við aðra full- trúa ráðsins, en hann er forseti Öryggisráðsins þennan mánuð. Fréttum £ gærkvöldi og morgun um bardagana ber ekki saman Pakistanar segjast halda áfram sókn, hafa náð herfangi og tekið 150 indverska hermenn til fanga, en samkværht indverskum fréttum var hlé á bardögum. Indverjar sökuðu Pakistana um að beita bandarískum skriðdrekum og bandarískum orrustuþotum af Sabre-gerð og F-104 flugvélum, en Pakistanar saka Indverja um að draga saman Iið í Vestur-Bengal til innrásar i Austur-Pakistan. (Minna má á hér, þegar um ásak anir í garð Pakistan er að ræða, þ.e. að þeir beiti bandarískum her gögnum, að Pakistan hefir oft mót- mælt bandarískri vopnasölu til Ind lands (sem jókst vegna hættu á styrjöld við Kína) þar sem vopnin kvnnu að verða notuð gegn Pakist- an). í NTB-fréttum I gær var haft eftir indverskum talsmanni að Sa- bre-þotur frá Pakistan hefðu gert árás á bæ á Chamb-svæðinu og 40 manns látið l(fið í árásinni. Tals maðurinn sagði það „bull og vit- leysu“ að Pakistanar hefðu hertek ið 15 indverska skriðdreka. í NTB-frétt frá Karachi var sagt að Pakistanflugvélar hefðu skotið niður indverska flugvél af GNAT- gerð. MIÐLAR KANADA MÁLUM? í NTB-frétt frá Ottawa segir, að Paul Martin utanríkisráðherra Kanada hafi kvatt á sinn fund full trúa Indlands og Pakistan. Ekkert liggur opinberlega fyrir um viðræð urnar, en talið að hann hafi beðið þá að þreifa fyrir sér um hversu tekið yrði, ef Kanada tæki að sér að miðla málum. ÁLIT NEW YORK TIMES 1 ritstjómargrein i New York Times í dag er rætt um þá ábyrgð, sem hvílir framar öðrum á Sovét- ríkjunum, Bretlandi og Bandaríkj- unum, vegna þess að öll þessi rfki hafi látið báðum ríkjunum á Ind- landsskaga, Pakistan og Indlandi í té vopn, og ættu þessi ríki að taka þá sameiginlegu afstöðu, að vopn um frá þeim verði ekki beitt £ á- tökunum, og myndi Öryggisráðið vafalaust hlynnt því, að þau fylgdu sömu stefnu, en ef beitt vrði neit unarvaldi í ráðinu, mundi reyna fyrr en nokkur hefði búizt við eða óskað eftir, á frjáls samskot til friðargæzlu. Ný alþjóðaróðstefna um skiptingu farðnæðis Alþjóðleg ráðstefna um skipt- ingu og hagnýtingu jarðnæðis, sem miðar að því að sérfræðing- ar á þessu sviði um heim allan skiptist á skoðunum og reynslu, verður haldin sumarið 1966. U Thant framkvæmdastjfjri Sam- einuðu þjóðanna og dr. B. R. Sen forstjóri Matvæla-, og landbúnaðar- stofnunarinnar (FAO) hafa i sam- einingu boðið 121 ríki að senda fulltrúa til ráðstefnunnar, sem haldin verður í aðalstöðvum FAO í Róm. Þetta verður í annað sinn sem efnt er til alþjóðaráðstefnu um þessi efni, sú fyrri var haldin fyrir 15 árum. . .

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.