Vísir - 03.09.1965, Síða 6

Vísir - 03.09.1965, Síða 6
6 VISIR . Föstudagur 3. september 1965 THE KINKS HINIR HEIMSKUNNU ÍHE KINKS UPPSELT Á FIÓRA FYRSTU HLJÓMLEIKANA Aðgöngumiðasala að 5. og 6. hljómleikunum hófst kl. 9 í morgun í Hljóð- færahúsi Reykjavíkur Vatneyri — Frh. af bls. 9: Táknafírði og eru þeir studdir til þess af sveitarfélögunum. — Hreppurinn kom sér í vet- ur upp áhaldahúsi með því að byggja tvær samhliða skemmur. Auk þess, sem þær eru áhalda- hús, á að setja þar upp röra- og hellusteypu I sambandi við gatnagerðina, og er meiningin, að steypustöðin komist í gang á þessu hausti. — Fyrir þremur árum var tekinn í notkun nýr bamaskóli og lagt niður skólahúsið, sem hafði verið notað síðan 1910. Gamla húsið var síðan innréttað á nýjan leik og fengu þar inni árið 1963 skrifstofur hreppsins og bókasafn staðarins, hvort tveggja á efri hæð. Nú er verið að ganga frá neðri hæðinni og verður þar fundarsalur hrepps- nefndarinnar og nokkur smærri herbergi. — Hér hefur verið skipu- iagður 5000 manna bær. Kaup- túnið hefur þegar tengt saman báðar eyramar, Vatneyri og Geirseyri, en samt er hér eftir nóg byggingarými. Sex fbúðir eru í smíðum núna og er það heldur minna en verið hefur undanfarin ár. Yfirleitt hafa verið smíðaðar hér 10 íbúðir á ári og var svo í fyrra. Kaup- túnið taldi um áramótin 996 íbúa, og þeir eru áreiðanlega orðnir yfir 1000 um þetta leyti. Við höfum ekki haldið það neitt hátíðlegt, þótt segja megi, að það sé merkur áfangi I sögu kauptúns að ná 100 íbúa stærð. Samvinna við nágrannahreppana — Nýlega var byrjað á smíði Iögreglu- og slökkvistöðvar, sem Patreksfjörður reisir f sam- vinnu við nágrannahreppana, sömu hreppa og standa að bygg ingu mjólkurstöðvarinnar. Um leið er nú verið að ganga frá kaupum á lögreglu- og sjúkra- bfl. Húsið á að vera tveggja hæða. Slökkvistöðin verður í viðbyggingu, en lögreglustöðin á neðri hæð hússins. Þar verða einnig fjórir fangaklefar. Ekki er enn afráðið, hverjir fá efri hæðina, en komið hefur til greina, að sýslumannsskrifstof- uraar flytji þangað. Það má geta þess, að um síðustu ára- mót voru ráðnir hingað fyrstu tveir föstu lögregluþjónamir. — Þessi samvinna hreppanna um byggingu lögreglustöðvar er vísir að nánari samvinnu í framtfðinni. Við sjáum nú fram á stórbættar samgöngur á landi á næstunni og þær færa saman byggðina hér í kring. Það verð- ur t.d. ekki nema 30—40 mín- útna akstur héðan niður á Barðaströnd. Sá vegur, Kleifa- heiðin, hefur raunar verið bætt- ur mikið þegar og sama er að segja um veginn milli Patreks- fjarðar og Tálknafjarðar. Sam- kvæmt Vestfjarðaáætliminnl verður mesta átakið hér um slóðir f fjallveginum Hálfdán til Bfldudals, en einnig er ráð- gret að bæta veginn héðan úr kauptúninu inn fyrir fjarðar- botn út að flugvellinum. Kleifa- heiðin er ekki lengur neinn verulegur farartálmi. Á suður- leiðinni er það fyrst og fremst Þingmannaheiðin, sem er farar- tálmi. Nú er byrjað að leggja þar veg út fyrir nesin og verður sá vegur opnaður eftir 3—4 ár. Leggst þá Þingmannaheiðarveg- urinn niður, sá leiði vegur. Stóri flugvöllurinn nothæfur í vetur — Hér hafa staðið yfir miklar flugvallarframkvæmdir. Flug- völlurinn er handan fjarðarins og aðeins innar en kauptúnið. Þar var áður IítiII flugvöllur, en nú er verið að byggja þar stóran flugvöll, sem allar vélar í innanlandsfluginu munu geta notað. Tvær brautir verða þar, og sú lengri verður 1400 metra löng. Þetta er áætlað að sé 6,8 milljón króna framkvæmd og þar af á að vinna fyrir 5,8 milljónir á þessu ári. Á það að nægja til þess að gera flugvöll- inn nothæfan. Sex vörubílar hafa verið að aka f flugvöllinn og er það verk langt komið, en eftir er að valta vöilinn og ganga frá honum. — Þegar flugvöllurinn opn- ast, ætti hann að vera jafngóð- ur og aðalfiugvellir þeir, sem Flugfélagið flýgur nú til. Þegar heiðavegirnir hér f kring eru orðnir góðir og færir árið um kring, eins og meiningin er að gera þá, verður þessi flugvöllur mikil samgöngumiðstöð fyrir alla Vestur-Barðastrandarsýslu, allt norður frá Bíldudal vestur f Vatnsfjörð. Sigluljarðar- skarð lokast sennilega í fyrradag varð Siglufjarðarskarð aftur greiðfært bifreiðum, en það Iokaðist fyrir helgi vegna snjó- komu. Varð jörð alhvft f síðustu viku niður að sjó, en nú á mið- vikudaginn hlýnaði, og var 15 stiga hiti á Siglufirði. í morgun var hins vegar tekið að kólna á ný og komin súld, og spáð er slyddu norðanlands. Mjög er þá hætt við að skarðið Iokist á ný. | Skeiðorárhlaup — Þramhaid t i. Áskelsson jarðfræðingur þang- að upp og sá ótvíræð verks- ummerki eftir gos, en það mun I samt hafa verið mjög óveru- legt, og þess mun lítið eða ekki hafa orðið vart úr byggð. Guð- mundur sagði að það væri reyndar engan veginn út'ilokað að eldsumbrot hefðu orðið f önn ur skipti í Grímsvötnum eftir 1934, en þeirra hafi alls ekki ! orðið vart nema í þetta eina j skipti, sem Jóhannes Áskels- i son sá ummerki eftir gos, ár- ] ið 1945, m.a. sá hann ösku á i jöklinum. Siðasta hlaup í Skeiðará kom | f janúarmánuði 1960, og stóð yfir dagana 10.—20. janúar. Það var Iftið hlaup. En árið 1954 kom allstórt hlaup í ána, það stærsta sem f hana hefur komið frá 1938, sem var mjög stórt. Og 4 árum áður kom einn ig stórhlaup í ána i sambandi við Grímsvatnagosið, sem áður er getið. Vfsir átti e'innig tal við Magn ús Jóhannsson útvarpsvirkja í morgun, en Magnús hefur á- samt dr. Sigurði Þórarinssyni manna mest og bezt fvlgzt með Grfmsvötnum á undanförnum árum og gert stöðugar mæling- ar á hverju ári að heita má frá 1957 og stundum bæði vor og haust. Magnús sagði að síðast þegar hann mældi yfirborðshæð Grímsvatna, en það var 3ja júní f sumar, þá hafi vatnsborð ið verið komið nákvæmlega í sömu hæð og þegar síðasta hlaup kom í Skeiðará 1960. Síð- an þá megi áætla að vatnsborð ið hafi hækkað um á að gizka 6 metra miðað við meðalsumar hækkun í vatninu. Við hlaupið 1960 lækkaði vatnsborðið í Grímsvötnum um 68 metra og myndaðist þá mik- ið sprunguhaf á Grímsvatna- svæð'inu. En miðað við lækkun- ina sem þá varð í vötnunum og miðað við yfirborðshæð þeirra nú, mætti ætla, sagði Magnús, að hlaupið í Skeiðará yrði að þessu sinni um það bil 10% meira en síðasta hlaup. Magnús sagði að all'ir þeir aðilar, aðrir en þann sjáifur, sem mest hafa fengizt við Grímsvatnamælingar og athug- anir á Skeiðarárhlaupum, en það eru þeir dr. Sigurður Þór- arinsson, Jón Eyþórsson og Sig urjón Rist væru aliir fjarver- andi, ýmist utanbæjar eða ut- anlands. Hann sagðist því mundu reyna að fylgjast eftir mætti með athugunum á hlaup um og myndi reyna að fljúga austur yfir Grímsvötn og Skeið ará í dag ef veður og skyggni leyfði. Hann kvaðst í þeirri ferð einnig rriyndu athuga hvort breyting væri kom'in á Skeiðar- árjökul. Ef svo væri gæti það einnig orsakað hlaup í Græna- lóni sem er við vesturrönd Skeiðarárjökuls. Magnús sagði að enda þótt ekkert samband værj milli Grænalóns- og Skeið arárhlaupa, þá gætu þau orðið samtímis ef breyting kemst á jökulinn. Hann sagði að hættan á hlaupi úr Grænalóni væri þeim mun meiri að þessu sinni, sem orðið væri mjög hátt í lón- inu. Yfirlýsing Vísi hefur borizt eftirfarandi yf- irlýsing: „I tilefni af skrifum Frjálsrar þjóðar og Nýrra vikutíðinda um bflaleiguna Bílinn h.f., þar sem ég er talinn, ásamt fleirum, eiga pen ingakröfur á hendur fyrirtækinu, vill ég hér með upplýsa að ég hefi aldrei átt nein viðskipti við nefnda bílaleigu, hvorki beint né með ann arra milligöngu. Eru það því hreinar getsakir og uppspuni að fyrirtæki þetta skuldi mér fé“. Þórhallur Þorláksson. Singer - Vogue árgerð ’63 til sölu. — Uppl. í síma 11660. Hiarto bifreiðarinnar er hreyfillinn, andlitíð er stýrishjólið Það er margt hægt að gera ti) að fegra stýrishjólið, en betur en víð gerum það er ekki hægi að gera. Er það hagkvæmt? - Já, hagkvæmt, ódýrt og end- ingargott og... Viljið þér vita meira um þessa nýj- ung - Spyrjið viðskiptavini okkar, hvort sem þeir aka einkabifreið, leigubifreið, vörubifreið eða jafn- vel áætlunarbifreið. - Allir geta sagt yður það. Upplýsingar I síma 34554 frá kl. 9-12 f. h. og 6.30 -11 e.h. Er á vinnustað (Hæðagarði) frá ki, 1 — 6 eJi. ERNST ZIEBERT. Hæðargarði 20.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.