Vísir - 03.09.1965, Síða 15

Vísir - 03.09.1965, Síða 15
V í SIR . Föstudagur 3. september 1965. 15 EDWARD S. ARONS: Spæjarar ==— Saga um njósnir og ástir á Ítalíu — Si, senor. — Fór hann af þar? — Ég hringdi þangað. Það lítur út fyrir, að hann hafi gert það, en hann hafði farmiða til Napoli — og því alveg óvænt, að hann stigi af í Milano. — Já, það er ekki hægt að sak ast um þetta við yður. — Ég hefi falið manni í Milano meðferð málsins. En hver getur vitað hvar signor Talbot er nú? Hann getur verið hvar sem er. Það var vitanlega út í bláinn, að hann gæti verið hvar sem væri, en hann gat margt gert á þremur tímum, sem glataðir voru, en Dur ell var sannfærður um, að hann væri enn á Ítalíu, en á þremur tím um gæti hann komizt langt norður eftir, allt til Comovatns, eða — ef hann hefði farið suður á bóginn — allt til Sikileyjar. Hann sneri sér að Hanson. — Þú verður að rekja slóðina, Si, fljúgðu til Mílano — leitaðu upp- lýsinga í gistihúsum, jámbrautar- stöðvum, bílaleigum, hvar sem upp lýsinga gæti verið von. — Hann hefir áreiðanlega ekki haldið kyrru fyrir í Milano, Sam. Hvað ætti hann að gera. — Ekkert — eða eitthvað. Við verðum að grafast fyrir um það — Og þú sjálfur? — Ég fer til Sentissi-gistihúss í Napoli. Það er það eina, sem ég get gert annað en að snúa mér beint til Appolio greifa eða konu hans. Ég er alveg sannfærður um, að hún er flækt í málið. Ef til vill hefir hann falið henni að geyma málverkin — og hún svo svikið hann. — Hvar hittumst við? — Þú heyrir frá mér. Það var heitt, molluveður, og mistur yfir fjöllunum og vikinni. Durell borðaði morgunverð í skyndi í flugvallarmatstofunni og fékk sér svo leigubíl til Sentissi-gistihúss. Ekið var eftir Via Partenope og úr fjarska blasti við framhlið gistihúss ins, sem var í rokokostíl. Það var engum erfiðleikum bundið fyrir hann að fá herbergi. Var herbergið á 6. hæð. Vikadrengur klæddur ein- kennisbúningi vildi fara upp með honum, þótt hann væri ekki með neinn farangur. Skjaldarmerki var málað á allar hurðir. — Er gistihús þetta eign Apollio greifa?, spurði hann vikadrenginn. — Si, signor, mjög rikur maður. — Býr greifinn hér sjálfur á stundum? Vikadrengurinn brosti. — Nei, signor, aldrei. Durell tók upp nokkra seðla og fór að telja þá. — En venslafólk greifans? — Nei, signor, ég má ekki . . . — Ég þarf að hafa tal af manni, sem heitir Bruno Bellaria, en hann innritaðist hér fyrir nokkrum dög- um, brá sér svo £ viðskiptaferð, en ætti að vera kominn aftur. ~ Þér eri;ð að gera að gamni yð ar, herra. enginn Bellaria mundi búa hér. Vandettan, skiljið þér — fjandskapur Bellaria-ættarinnar í garð Apollio greifa. Það væri óhugs andi, ef noklTur af Bellaria ættinni byggi hér. — En Bellaria innritaðist nú samt hér, sagði Durell og stakk að hon um fleiri seðlum. Geturðu athugað málið fyrir mig — svo lítið ber á — en þegar f stað. — Si signor, þúsund þakkir. — Og atbugaðu hvort það er póst ur til hans. — Signor, ég má ekki . . . — Ég þarf bara að vita hvort það er póstur til hans frá Sviss. Hann rétti honum enn nokkra seðla. — Og kauptu fyrir mig skyrtur, nærföt og litla handtösku. — Þetta er allt of mikið . . . — Það gerir ekkert — afganginn máttu eiga. Drengurinn hneigði sig og fór, en Durell afklæddi sig og fékk sér bað. Hann var að þurrka sig, þegar vikadrengurinn kom. — Signor. Hann hefir herbergi nr. 402, en það er enginn póstur kominn til hans. — Ertu viss? - ALVEG VISS? — Gott og vel farðu þá og kauptu skyrturnar. Stundarfjórðungi síðar kom feit lagin kona með skyrturnar. — Þegar Durell hafði klætt sig fór hann niður á hæðina, þar sem her- bergi nr. 402 var. » Hann fann það — það var í álmu, þar sem kaupsýslumenn kusu að búa. Durell staðnæmdist fyrir dyr um úti og lagði við hlustirnar, en heyrði ekkert. Læsing var fremur fornleg og honum veittist ekki erfitt að komast inn. Honum fannst herbergið fremur fátæklegt miðað við nútíma kröf- ur, en hann mat lítils barokskreyt ingu og skjaldarmerki. Hann hug- leiddi það sem vikadrengurinn hafði sagt um fjandskap milli ætta þeirra, sem báru nafnið Bellaria — og Apollio greifa. Þessar upplýsing ar virust varpa annarlegri ljósi á nærveru Bruno Bellaria í gistihúsi Apollio — á það sem gerzt hafði í húsi greifans í Genf. Durell vissi, að blóðhefndir áttu sér enn stað á Suður-ltalíu, og hann hefði gjarn an viljað spyrja drenginn nánar um þetta. Greinilegt var, að Bruno hafði ekki verið í þjónustu greifans. Kannski þarf ekkert að hugsa um greifann, hugsaði Durell, en um greifafrúna er öðru máli að gegna. Hann fann ekkert, sem máli skipti £ herberginu. Hann var að hugleiða að b£ða, en hann varð að nota tfmann til svo margs, sökum þess að Talbot lék enn lausum hala — og svo var Pecek — að hann ákvað að bfða ekki. Enn hafði hann ekki hugmynd um hvar Dwan málverkin voru niður komin. Hann fór niður og fékk sér leigu bfl til næsta safns og kynnti sér £ höfuðatriðum sögu Apolliættarinn ar. En það var ekki mikið á þessu að græða f rejmdinni. Hann var tal inn hlédrægur, einbúi — og það voru aðeins tvær lfnur um það, að hann hefði ge’ngið að eiga banda- rfska konu. Hann fór einnig í rit- stjórnarskrifstofur og gluggaði þar í gögn. Þar var vikið óljóst að ein- hveriu sem greifinn var við riðinn á styrjaldartímanum. Þar var ein- hver hulinn harmleikur á bak við. — í dagblaðinu, sem kom út þá um daginn, var ekkert um Tuvana- fan prins og málverkin horfnu. En dálftil frétt vakti mikla athygli hans. Deirdre Padgett var f Napoli. Og hún bjó einnig í Sentissi-gisti- húsinu. Hann hafði ekki séð hana síðan fyrir fimm mánuðum. Hann sá fyrir hugskotssjónum sínum alvarlegu, gráu augun hennar yndislegt andlit j hennar. Ilann hafði reynt að gleyma j henni, hverfa úr Iffi hennar, vegna j þess að hann gat ekki lifað lífi, j þar sem öldur tilfinninganna risu j hátt, og það hlutu þær jafnan að : gera, ef þau ættu samleið. Og hann ; vildi ekki tefla henni f neina hættu. j i Hann elskaði hana og hann hafði j verið elskhugi hennar. Hann vildi ■ ekki láta fiandm. sfna fá tækif. til þess að hefna sfn á honum, þannig að það bitnaði á henni. Hún var tízku-fréttaritari við blað f Washington og kom pft til Evr- ópu. Og þegar þau hittust reyndu þau bara að njóta þess að vera sam an þær stundir, sem það var hægt, og sætta sig við það, að þetta var alltaf eins og þau hittust til þess að skilja aftur. Og nú var hún sem sagt þarna f Napoli til þess að skrifa um ein- hverja tfzkusýningu tengda „ftalska kvikmyndaheiminum". Og honum fannst, eins og ástatt var, ekki heppilegt, ef þau hittust. Honum var fyrst í stað efst í hug, að láta sem hann vissi ekki, að hún væri þarna, — heilsa ekki upp á hana. En hann þráði hana. Og hún vissi allt um „fína fólkið", bæði í Evrópu og vestan hafs. Hún hafði ekki á- huga á masi og rógi, en f starfi sínu gat hún ekki komizt hjá að heyra sitt af hverju. Hann ákvað að hringja til gisti- hússins og spyrja um hana. Honum var svarað þegar: — Signorina Padgett. Andartak. Hin hljómmikla rödd Deirdre virt ist bera því vitni, að hún væri dálítið syfjuð, en hann naut þess að heyra rödd hennar. — Halló, Dee, sagði hann. Það er Sam. Hún svaraði ekki strax, en þegar hún gerði það var mál hennar sem hvísl: — Sam, ert það þú? — Það vil ég meina. — í Napoli? — Já, ég sá nafn þitt f blaðinu. Og ég bý líka f Sentissi-gistihúsinu. — Ég hélt, að þú værir í Bang- kok. Þú ert í raun og veru hér? — Já. Rödd hennar fékk allt f einu ann an hljóm. — En ekki til að hitta mig. — í og með. Gerir það nokkurn mun? — Það gerir alltaf mun, vinur minn. Hve lengi verðurðu í Napoli, ef ég má spyrja — ef ég má spyrja nokkurs? — 1 mesta lagi 3 daga. — Ég slæ öllu á frest. Sam, þarna sérðu að ég hefi enga sóma tilfinningu. Ég bfð hérna eftir þér. Flýttu þér — eins og þú eigir lífið að leysa. — Ég kem eins fljótt og ég get .... Dee, þekkir þú Apollio greifa frú? — Ó. Ekkert sagt frekara. — Þekkirðu hana?, spurði hann aftur. — Ég hefi hitt hana. Röddin' var orðin kuldalegri. — Er hún f Napoli núna? — Montecapolli, í grennd við Sorrento. Maður hennar á skraut- hýsi þar, höll f Isola Filibano — mjög skrautlega. Og skrauthýsi í Sviss. — Mér er um þetta kunnugt. Get urðu kynnt mig . . . — Ég get það, en ég vil það ekki. Mér geðjast ekki að henni. — Hvers vegna ekki? — Ég hélt, að þú hefðir hringt, Sam, vegna þess, að þig langaði til þes að hitta mig. — Vitanlega hringdi, ég þess vegna ,en ég þarf líka á hjálp þinni að halda ,og ég hefi ekki mikinn tfma. Getum við ekki talað um það, þegar við hittumst — Það er tilviljun, en við ætlum öll til Isola Filibano þar sem á að taka nokkrar myndir á morgun snemma. Það er heill hópur kvik myndaleikara og leikstjóra, sér- vitringa eins og Lugi Petrelli, Dom Angelo hin fræga og vel vaxna Gina Cantani. — Ég hélt, að það væri ekki hægt að fara til Filibano án leyfis Apollio greifa. Á hann ekki alla eyna? — Ekki alla. í öngþveitinu eftir styrjöldina, þegar þeir hengdu Mussolini og allt hitt gerðist var einhver skiki seldur þeim Patrelli og Dom Angelo. Þeir byggðu þar nokkur einbýlishús, sem þeir sfðan seldu góðum vinum. Þeir eiga allt af f erjum við Apollio. Hann hefir reynt allt sem hugazt getur til þess að flæma þá frá eynni, en hann er ekki sérlega vinsæll eftir styrjöldina. Menn eru fljótir til að gleyma í þessum hluta Italfu. Apoll io hefir byggt háa múra og hefir verðhunda hvarvetna. Hann hefir fengið fiskimennina í þorpinu til þess að hafa skipti við aðra. En Dom Angelos og PatrelU eru þrá- ir. Þeir hafa þraukað. - Það gerðist þá eitthvað sögu legt varðandi Apollio á stríðstfm anum. — Ekkert var eðlilegra en að hann væri á bandi stjómarinnar, en á eynni var and-fascistisk bar- áttuhreyfing og forustumennimir voru af Bellaria-ættinni, sem eitt sinn var voldug aðalsætt. Það lít ! ^wwwvwwwwvwy VÍSIR ÁSKRIFENDAÞJÓNUSTA Áskriftar- Kvartana- simmn er 11660 virka daga kl. 9-19 nema laugardaga kl. 9-13. /NAAA^AAAAA^AA/WW^ VÍSIR flytur daglega m. a.: - nýjustu fréttir 1 mðH og myndum ■ sérstakv efni fyrir unga fólkit ■ íþróttafréttir ■ myndsjá ■ rabb uixi mannlífiö, séð I spegilbroti - bréf frö lesendum - stjömuspá ■ myndasögur ■ framhaldssögu ■ þjóðmálafréttir ■ dagbók og greinar VÍSIR Við erum glaðir, Tarzan, því þú hefur sýnt okkur hvernig við getum fengið ný „matimati" tré þegar gamla tréð deyr, svo við fáum sterka meðalið áfram. Nú spyr ég þig mikillar spurningar. Hvers vegna viltu ekki búa hér hjá okkur f langan langan tíma? Tarzan. Vondir tímar og vopdir menn koma hingað til Afríku. Þegar þú særist næst verður þú Iangt f burtu og deyrð kannski. er ódýrasta dagblaðlð til fastra kaupenda. — áskriftarsími f Reykjavík er: 11661 AKRANES Afgreiðslu VISIS ð Akranesi annast Ingvar Gunnarsson. sími 1753 - Aígreiðslar skráir nýja kaupendur og þangað ber a.“ snúa sér, et um kvartanir er að ræða AKUREYRI Afgre'ðsiu VISIS á Akureyri1 anna*'t Jóhann Egilsson, sfmi 11840 - Argreiöslan skrálr nýja kaupendur og þangað ber at snúa sér, ef um J kvartnir er að raaða. \

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.