Vísir


Vísir - 21.09.1965, Qupperneq 3

Vísir - 21.09.1965, Qupperneq 3
V í S I R . Þriðjudagur 21. september 1965. I Nú fara útvarpsleikarar að nálgast endalokin i þriðjudags- leikritintt „Konan i þokunni". Aimað kvöld verður útvarpað þriSja þætti leikritsins, af þeim átta sem koma, en á föstudags- og laugardagseftirmiðdegi sátu og stóðu leikaramir yfir sjöunda þætti niðri i upptökusal Ríkis- útvarpsins. Auðvitað er sjöundi þáttur al- gert hemaðarleyndarmál — enn sem komið er — en það ætti ekki að saka að geta þess, að Var frú Heather McMara myrt? þáttnrinn hefst með öflugri hringingu dyrabjöllunnar. Það er Rigby aðstoðarfulltrúi sem situr uppi á borði og hringir dyrabjöllunni, en Rúrik Haralds son og Sigríður Hagalin liggja uppi í sófa, eða ölhi heldur, standa andspænis hvort öðra á miðju gólfi með hljóðnemann á milli sín. Inni hjá magnaraverði situr Helgi Skúlason, leikstjórinn, og gefur „ordrar“ gegn um hátal arann. Sigrfður er búin að tví- taka sömu setninguna og nær þá þessum rétta blæ. „Þetta er ynd islegt“ hrópar leikstjórinn gegn um hátalara og ljómar f framan. Og þýðandi leikritsins, sem leik ur hvorki meira né minna en Leyton yfirlögregluþjón, sjálfur Þorsteinn ö. Stephensen, laum- ar inn í æstar samræður Philips Odell og Rigbys þessari setn ingu: — Jahá, af þvf má draga þessa ályktun: farið ekki til sál fræðings sem á fallega konu. Eftir drjúglanga stund er fyrsta atriði lokið og Helgi Skúlason segir við Sigríði: —Nú ert þú búin og mátt fara í kaffi. — Jæja, takk fyrir, segir Sig ríður. — Og þarft ekki að koma aft ur fyrr en eftir syndafallið, bæt ir Þorsteinn Ö. við. Og síðan er tekið til við næsta atriði. Helgi er á þönum inni í magnaraherberginu og horfir á leikarana gegn um stóran glugga. Hann ýmist stendur eða situr, og sfgarettustubbunum f öskubakkanum fjölgar. — Svona, gott, nú, hrópar hann f hátalarann og fær sér sæti f Ieikstjórastólnum með á- nægjubros á vör. — Gísli, segir hann stundu síðar, — vertu að- eins einbeittari. — Það er einmitt það, svaraði Rigby aðstöðarfulltrúi inni f upp tökusalnum, og nú er ekki til setunnar boðið. Helgi gefur merki, og nú er tekið upp á segulband. Magnús Hjálmars- son, magnaravörður er búinn að kveikja á grænu ljósi, og allt er endurtekið, en í þetta sinn má helzt ekkert koma fyrir, — nú tala þeir inn á segulbandið það sem við útvarpshlustendur fáum að heyra eftir mánuð. í''% " í ''' '''* ^ Myndsjáin fylgist með upptöku á þriðjudagsleikriti útvarpsins Þýðandi og aðalleikari stinga nefjum saman. Þorsteinn Ö. og Rúrik ræða um hvemig túlka beri ákveðnar setningar. Upptakan er í gangi og Magnús magnaravörður og Helgi leikstjóri hlusta á reiðilestur hr. Odells. Gósen/andið Snæfellsnes: Ber jamergð og lax- veiði í hámarki Náttúrugæði hafa verið mfk- il f hinum fögru sveitum Snæ- fellsness að undanfömu. Lax- veiði f ám þess var sfðustu daga veiðitfmans með miklum á- gætum. Og segja má að allt nes ið sé blátt af berjum milli fjalls og fjöru. Fréttamaður Vísis dvaldi á Búðum um fyrri helg’i. í Búða hrauni var varla hægt að drepa niður fæti, svo mikill var berja bláminn, krækiber f tonnatali, bláber mjög mikil og þó nokkuð af aðalbláberjum. Er ekið var um Staðasveitina og Breiðuvfk að kvöldlagi mátti hvarvetna sjá aftan á bifreið'ir berjatínslu fólks, sem komið hafði suður á nesið til fanga. Þar var fólk úr Reykjavík, Akranesi, Borgar- nesi og Stykkishólmi, allt úti í móa með ílát og tínur og keppt ist við af miklum móð. Mest munu þó berin vera fyrir utan Stapa, yzt á nesinu. Þar heyrð um við af einum heimamanna. Hafði sá höfðingi sent 300 kg. af krækiberjum með rútunn'i suð ur, og annar kvað hefa sent hálft tonn af sömu vöru! Elztu menn f Staðasveit kváðust held ur varla muna annað eins berja sumar sem þetta. Má nú hver herða sig sem vill, til þess að tfna fyrir næturfrostin. Þá var laxveiðin einnig ágæt á þessum fögru haustdögum. Það sögðu bændur í Miklaholts hreppi tíðindamanni blaðsins að sfðustu 11 dagana sem veitt var f Straumfjarðará hefðu 244 laxar komið upp úr ánni. Má með sanni segja að náttúr an hafi verið gjöful við Snæfel' inga á þessu haust'i.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.