Vísir - 04.10.1965, Side 4
A
V í SIR . Mánudagur 4. október 1965.
KR meisfori —
■i «.» vVw
a V* «
Framh. af bls. 3
að vippa boltanum yfir á síð-
ustu stundu. Á síðustu sekónd-
um leiksins átti Baldvin tæki-
færi, komst einn upp en skant
fram hjá.
Liðin í þessum leik voru
nokkuð góð og knattspyman
sem sýnd var hinum fjölmörgu
áhorfendum var ágæt, enda þótt
harkan væri fullmikil undir
lokin. .
Af KR-ingunum voru beztir
Heimir markvörður, Hörður
Felixson og Sveinn Jónsson, en
framlínan var ekki sérlega vel
með á nótunum fannst mér.
Baldvin sást varla í þessum leik,
en skoraði þó sigurmarkið í
mótinu (að venju!), en hættu-
legasti leikmaðurinn í framlín-
unni var Gunnar Felixson.
Kristinn átti líka ágætan leik.
Af Akurnesingum voru beztir
þeir Eyleifur og Ríkharður.
Báðir voru þeir mjög góðir í
þessum leik, eða þar til þeir
urðu að yfirgefa völlinn. Eyleif-
ur tætti oft af sér varnarmenn
KR, en Ríkharð hef ég ekki fyrr
í sumar séð svo frískan. Matt-
hías var og ágætur og Björn
Lárusson og Skúli hafa heldur
ekki verið svo góðir í sumar.
Framvarðalínan var hins veg-
ar ekki eins „stabíl" og hún
hefur verið í sumar. Jón Leós-
son var t.d langt frá sínu bezta.
Eða þá Kristinn Gunnlaugsson?
Hann átti að geta komið f veg
fyrir bæði mörkin, en passaði
stöðuna ekki sem skyldi Hins
vegar skiluðu bakverðimir báð-
ir sínu nokkuð vel.
Dómari var Hannes Þ. Sig-
urðsson Hann dsemdi yfirleitt
vel, 'enda var leikurinn lengst af
prúðmannlega leikinn. Hins veg-
ar var eins og hann missti
stjórnina undir lokin, þegar
leikmenn höfðu ekki lengur
stjóm á skapi sínu. Glevmdi
hann m. a hornspyrnu sem átti
að framkvæma en tók útspymu
í staðinn. — jbp —
LÉTTLÉTTARALÉTTAST
VAXOL er nýr þvotta- og viðhaldslögur
fyrir plast-, gúmmí- og linoleumdúk og
flísar, sem þvær og bónar samtímis.
VAXOL er framleitt úr jurtaolíu sem
rotnar ekki, það eykur slitþol gólfsins
og gefur fallega áferð.
VAXOL inniheldur glycerin, sem fer vel
með hendur yðar.
HEILDSÖLUBIRGÐIR
BJÖRN WEISTAD HEILDVERZLIJN
Slm 19133 PÓSTHÖLF 579
LÉTT LETTAR ALÉTTAST