Vísir - 04.10.1965, Blaðsíða 15
V í SIR . Mánudagur 4. október 1965.
ÍE3
10.
„Þama er dánarorsökin", varð
mér að orði. „Nýjung í sælgætis-
framleiðslu, brjóstsykur, blandað-
ur blásýru. Þér getið séð molann,
sem varð honum að bana, hann
liggur þarna við vanga hans á
gólfinu. Er unnt að efnagreina
hann hér í stofnuninni, höfuðsmað-
ur?“
„Auðvitað".
„Það mun koma á daginn að
blásýra er í molanum, sennilega
líka á umbúðapappírnum. Ég vona
að efnafræðingurinn hafi ekki þann
leiða vana að sleikja á sér fing-
urna Hver svo sem framleitt hefur
þetta eitraða sælgæti hefur vit-
að hve sólginn Clandon var í brjóst
sykur. Hann hefur með öðrum orð-
um þekkt Clandon náið. Við get-
um einnig orðað það á hinn veg-
inn — að Clandon hafi þekkt hann
náið. Svo náið, að hann furðaði
sig ekkert á að hitta hann hérna
og hikaði ekki við að þiggja af
honum brjóstsykur; fannst ekkert
undarlegt þó að hann byði sér
hann. Morðingi Clandons er þvl
ekki einungis starfsmaður við
þessa stofnun, heldur og einn af
þeim, sem vinna £ þessari álmu.
Annars mundi Clandon hafa talið
ferðir hans grunsamlegar og á-
reiðanlega hefði hann ekkert af
honum þegið, svo mikið er víst.
Þetta takmarkar rannsókn okkar
verulega. Fyrstu afglöpin, sem
morðinginn hefur gert sig sekan
um. Og alvarleg afglöp — fyrir
hann“.
„Má vera“, tautaði Hardanger.
„En það má einnig vera, að þú
gerir þetta of einfalt og gangir út
frá of mörgu sem gefnu. Til dæmis
hvernig geturðu vitað að það hafi
verið hér, sem Clandon var myrt-
ur? Þú hefur sjálfur sagt, að við
eigum hér í höggi við óvenjulega
slunginn glæpamann. Er þá ekki
eins líklegt að hann hafi myrt
Clandon annars staðar og dregið
líkið hingað til þess að villa um
fyrir okkur?“
„Clandon dó hér, þar sem hann
liggur", svaraði ég. Ég sneri mér
að þeim, Cliveden og Weybridge.
„Hve lengi er blásýrueitrunin að
verka?"
„Hún verkar samstundis að
kalla“, svaraði Cliveden.
„Hann hefur þjáðst hér £ dauða-
flogunum", sagði ég. „Og þar af
leiðir að hann hefur látizt hér.
Skoðið þessar grunnu rispur á
veggmálningunni. Ég geri ráð fyr-
ir að óþarft sé að rannsaka negl-
urnar á Ifkinu; það liggur svo f
augum uppi hvernig þessar rispur
eru tilkomnar. Það hefur verið ein-
hver „vinur“ Clandons, sem gaf
honum brjóstsykurinn, og þess
Vegna vil ég að rannsakað verði
sfgarettuhylki hans og eldspýtna-
stokkurinn, ef vera mætti að hann
hefði boðið þessum vini sfnum
sígarettu og fingraför hans finnd-
ust þó að það s^ harla ólíklegt.
Það er ■vissast. að írannsaka. veskið
lfka í sama skyni, því að verið
getur að vinurinn hafi farið í vasa
Clandons að honum látnum og leit-
að f veski hans. Ég geri þó alls
ekki ráð fyrir því. Hins vegar býst
ég við að það geti reynzt athyglis-
vert, sem fram kemur, þegar stál-
hurðin þarna verður grannskoðuð.
Ég þori að fullyrða, að þar finn-
ast ekki fingraför annarra en þeirra
sem hafa fullan rétt á að ganga þar
um dyr. En það, sem mér leikur
hugur á að vita er, hvort þess
sjáist merki að þurrkað hafi verið
af hurðinni kringum læsinguna,
tímastillinguna eða handfangið".
„Það mun koma f ljós“, sagði
Hardanger. „Ef sú kenning þín er
rétt, að sá hafi verið hér öllum
hnútum kunnugur, sem var að
verki, þá hlýtur það einmitt að
koma f ljós. Til þess að útiloka
ekki þann möguleika, að framandi
hafi verið á ferðinni".
Hardanger sneri sér að aðstoð-
armönnum sfnum. 1 þessu bar að
einn af hermönnunum með stóra
handtösku og lítið búr, sem hann
setti frá sér á gólfið, og hélt síðan
á brott. Ég veitti þvf athygli, að
Cliveden majór yppti eilítið brún-
um.
„Ég fer einn inn f rannsókna-
stofuna", sagði ég. „1 þessari tösku
er gasþéttur búningur með lokuðu
öndunarkerfi, sem ég fer í áður en
ég fer inn. Ég loka stáldyrunum á
eftir mér, opna síðan innri dymar
og hef með mér búrið með hamstr-
inum. Ef hann verður enn á lífi
þegar liðnar eru fimm mfnútur —
þá mun mega treysta þvf að and-
rúmsloftið þar inni er ekki ban-
vænt“.
„Hamstur?" Hardanger virti fyr-
ir sér dýrið f búrinu. „Greyið litla.
Hvar gaztu náð f hamstur, svona
fyrirvaralaust?"
„Það er hvergi auðveldara en
hér f stofnuninni", svaraði ég.
„Þeir fyrirfinnast hér í hundraða-
tali sem tilraunadýr, auk naggrísa
svo þúsundum skiptir, apa, kan-
fna, páfagauka og annarra fugla.
Þessi tilraunadýr eru alin upp á
Alfringhambýlinu, þar sem dr.
Baxter býr. Litla greyið, segirðu
— dýravemdunarsamtökin mundu
hafa sitthvað við það að athuga,
sem hér fer fram f sambandi við
tilraunirnar á þessum dýmm, en
leyniþjónustan sér um ,að það ber-
ist ekki út. Vitið það, að þessi til-
raunadýr drápust f þúsundatali inn
an þessara veggja sfðastliðið ár,
mörg þeirra eftir sámstu kvalir?"
„Það er hverjum heimilt að hafa
sína skoðun", mælti Cliveden lá-
varður kuldalega. „Ég er yður ekki
að öllu leyti ósammála...“ Hann
brosti en án þess að vottaði fyrir
kýmni. „Og þó að hér sé kannski
sá staður, þar sem sfzt skiptir máli
þó að slíkar skoðanir séu látnar
í ljós, þá er stundin varla heppi-
lega valin til þess“.
Ég kinkaði kolli lítið eitt, hann
mátti skilja það sem afsökunar-
beiðni, ef honum sýndist svo. Ég
opnaði töskuna og tók upp úr henni
búninginn, en fann í sömu svifum
að, tekið var þéttingsfast um arm
mér. Það var dr. Gregori. Dökk
augu hans leiftmðu af ákafa bak
við kúpt gleraugu og það var á-
hyggjusvipur á skeggrótardökku
andliti hans.
„Farið ekki þarna inn, herra Cav-
ell“, mælti hann lágri röddu, sem
þrungin var ótta eða jafnvel ör-
væntingu. „Farið ekki þama inn.
Ég bið yður.. “
Ég svaraði honum engu, leit ein-
ungis á hann. Mér féll prýðilega
við dr. Gregori, eins og raunar alla
starfsfélaga hans, undantekningar-
laust. En Gregori var ekki starf-
andi í Mordon vegna þess fyrst og
fremst hve hann var viðkunnan-
legur. Hann var þar vegna þess,
að hann var einn af frægustu og
snjöllustu sýklafræðingum f Ev-
rópu. ítalskur prófessor í lyfja-
fræði, sem starfað hafði í Mordon
undanfarna átta mánuði. Ráðning
hans þangað var talin stofnuninni
mikilvægasti ávinningur, enda
hafði hún ekki gengið þegjandi
fyrir sig - það þurfti við samninga
milli æðstu manna af báðum við-
komandi þjóðum, áður en ftalska
ríkisstjómin gaf leyfi sitt til, að
15
DIXAN ER SÉRSTAKT
ÞVOTTADUFT FYRIR
ALLAR TEGUNDIR
ÞVOTTAVÉLA.
• Vélin yðar þarfnast sérstaks þvottaefnis
— þessvegna varð DIXAN til.
• DXIAN freyðir lítið og er því sérstaklega gott
fyrir sjálfvirkar þvottavélar.
• DIXAN fer vel með vélina og skilar beztum
árangri. einnig hvað viðkemur gerfiefnum.
• DIXAN er í dag mest keypta efni í þvotta-
vélar í Evrópu.
• DIXAN er framleitt hjá HENKEL í Vestur-
Þýzkalandi.
A
n
1
A
N
Kaanu, nú þarf ég að leggja fyrir þig
spurningu: Heldur þú að faðir þinn gæti,
vegna áhrifa frá töframanninum, verið vald
ur að þvf sem hér hefur gerzt? — Ég myndi
skammast mín ef svo væri, en hvers vegna
tortryggðirðu okkar ættflokk?
Töframaðurinn gæti hafa séð að von-
laust var fyrir hann að reyna að lækna fólk
ið og reynt þá að eyðileggja fyrir sjúkrahús
inu í Tarzan-borg.
Ég... ég verð að fara — Hvað er þetta?
VÍSIR
ÁSKRIFENDAÞJÖNUSTA
Áskriftar- . .
Kvartana-
siminn er
11661
virka daga kl. 9 — 19 nema
laugardaga kl. 9—13.