Vísir - 05.10.1965, Blaðsíða 5

Vísir - 05.10.1965, Blaðsíða 5
V í SIR . Þriðjudagur 5. október 1965, útlönd í mppguii útlond' í mörgiin utlond i morgun utlönd í morgun Súkarno boðar stjórnar■ fund í sumarhöll sinni Mikil ólga út af herforingja- ^orðum og enn barizt á Rfiið-Jövu Darizt er áfram um völdin í lndonesiu og eru annars vegar hershöfðingjar, sem tekið hafa afstöðu gegn kommúnistum, og hins vegar hershöfðingjar, sem eru kommúnistar eða þeim vin- veittir. Barizt er á Mið-Jövu og skæruliðar kommúnista hafa taf ið framsókn úrvalshersveita, sem þar.gað hafa verið sendar, en tvö héruð þar voru í gær sögð á valdi uppreistarmanna, en stjómarherinn er síðar sagður hafa náð á sitt vald aftur höf- uðborg annars héraðsins, Jogjakarta. Samkvæmt fréttum frá Ja- karta í gær reyndu herflokkar úr lífverði Súkarno í samfleytt 18 klukkustundir s.l. föstudag og aðfaranótt laugardags að ná vöidunum, og drápu þá nokkra hershöfðingja köldu blóði, eða a. m. k. 6 og fór útför þeirra fram í gær. Fréttaritarinn Frank de Jong segir, að með nokkurri aðstoð kommúnistaflokksins hafi Ut- ong, yfirmaður lífvarðarins, stofnað 45 manna byltingarráð, til þess að stjórna landinu. Snemma. um morguninn tók Utong óvænt útvarpsstöðina á sitt vald og tilkynnti byltinguna, stjórninni hefði verið vákið frá, allir hershöfðingjar lækkaðir í tign og gerðir að ofurstum, en allir hermenn, sem stvddu „30. september-hreyfinguna" skyldu hækka í tign um tvö stig. Mun þetta loforð hafa haft sín á- hrif, einkum á Mið-Jövu. — Utong sakaði nokkra hers- höfðingja um samsæri með stuðningi bandarísku leyndar- þjónustunnar. Einn þessara hershöfðingja var skotinn til bana og líkinu kastað af svöl- um húss hans niður á götuna, annar var lagður á gólfteppi og því vafið um hann og kveikt í, og stungið í hann byssustingj- um og varpað fyrir bifreið á fullri ferð o.s.frv. Utong er nú sagður á Mið-Jövu. — Nasu- tion landvamaráðherra komst undan á flótta er ofangreind hryðjuverk voru framin, með því að hlaupa yfir girðingu, klæddur náttfötunum einum, en ung dóttir hans var hart leikin af hermönnum. Nasution heimsótti hana síðar í sjúkra- húsi, og náði þar næst sam- bandi við þá, sem bældu niður kommúnistauppreistina 1948, og hersveitir vinveittar stjórninni ruddust í Jakarta um kvöldið seint. J Meðan á þessu stóð fréttist ekkert um Súkarno og var hann af sumum talinn dauður, en hann kom tvívegis fram í út- varpi eftir þetta, og fól hann Suharto hershöfðingja að koma á friði eftir að „30. september- hreyfingin“ hafði verið stimpluð „gagnbylting" og „and-indo- nesisk" hreyfing. Var nú Ijóst, að stjómin hafði aftur náð undirtökunum. Að- faranótt laugardags var mörg hundmð skriðdrekum ekið inn í Jakarta og margir síðan stað- settir nálægt forsetahöllinni. Komið var upp loftvamabyss- um. í gærkvöldi fréttist svo, að Súkarno hefði boðað stjómar- fund í sumarhöll sinni, sem er 65 km. frá Jakrta, til þess að reyna að koma á sáttum milli hershöfðingjanna, en það mun enginn hægðarleikur, því að sumir þeirra hyggja á hefndir eftir morðin á félögum sínum. Subandrio utanríkisráðherra og áðumefndur hershöfðingi, sem á að koma á reglu í landinu, sátu fundinn. PÁFIÁ HEIMLESB AÐ AFLOK- INNI SIGURHEIMSÓKN Páll páfi VI er nú á heim leið að aflokinni heimsókn sinni til New York, en henni er lýst sem sigur- heimsókn. Mesti viðburður heim- sóknarinnar var, er páfi á- varpaði Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna og hvatti til afvopnunar og friðar, en hann minnti í ræðu sinn á orð Kennedýs forseta: Mannkynið verður að binda endi á stvrjaldir, því að ella munu styrjaldir valda tortímingu mann- kyns, og varaði páfi einkum við hinum ægilegu tortímingarvopnum sem komin væru til sögunnar — og þeir sem bæru árásarvopn ynnu ekki í þágu mannkærleikans. „Ég er alþýðumaður, bróðir ykkar, og kem hér fram í allri auðmýkt í þágu friðarins". Páfi hvatti til aukinnar mat- vælaframleiðslu til þess að binda endi á skortinn í heiminum, og bæri að fara þá leið heldur en að takmarka barneignir. Hann kvað mikla þörf hvatningar og vakningar með köllun til samvizku mann- anna, því að hættan stafaði frá mönnunum, ekki frá framförunum og vísindunum. Hvarvetna þar sem páfi kom var hann hylltur ^f innileik. Hann var kynntur helztu stjórnarfulltrúum á vettvangi Sameinuðu þjóðanna, þeirra meðal utanrikisráðherrum Bretlands, Bandaríkjanna og Sov- étríkjanna. Hann dvaldist heila klukkustund með Johnson forseta. Hvarvetna utan vettvangs Samein- uðu þjóðanna var hann einnig hylltur og alls staðar af miklum mannfjölda, en saman söfnuðust menn af mörgum ólíkum þjóðum. Síðast skoðaði páfi Vatikan- deildina á heimssýningunni og ók þaðan til Kennedyflugvallar. Þar flutti hann stutta ræðu. Þakkaði | jböibi ■tauiiói is ci i öllum. Og svo lagði hann á stað í yfir 7000 kílómetra flugferð heim til Rómar. Yfir 100 manns farast í ægilegu járnbrautarslysi Lest með 1500 farþega hlfóp af sporinu Ægilegt jámbrautarslys varð í gærkvöldi um 16 km. frá bænum Durban f Suður-Afríku, en þar hljóp lest með um 1500 farþega, flesta blökkumenn, af sporinu. í fyrstu fréttum var sagt, að 150 menn myndu hafa beðið bana og hundruð manna hlotið meiri eða minni meiðsl. Síðar var sagt, að yfir 100 hefðu farizt, 81 lík væri fundið, en vafalaust væru mörg lík enn í vagnarústunum. Lestin var að flytja heim blökku- fólk úr vinnu. Mikil æsing greip um sig meðal fólks, og var ráðizt á tvo hvíta járnbrautarstarfsmenn sem voru að reyna að hjálpa til. Annar var laminn til bana, en hinn svo hart leikinn, að hann liggur þungt haldinn í sjúkrahúsi. Rannsókn hefir verið fyrirskipuð út af slysinu. Páll páfi. REGNKLÆÐI til sjós og lands Kápur á unglinga og böm Veiðikápur Fiskisvuntur og margf fleira. Fyrsta flokks efnl. VOPNI Aðalstræti 16. ► Fjórir menn, sem hjálpuðu lestarræningjanum Ronald Biggs til þess að flýja úr Wands worth-fangelsi 8. júlí, voru í gær dæmdir til fangelsisvistar frá 2Yz ári upp í 5 ár. Hinn fimmti var sýknaður. Á fundi WHO (Alþjóða heilbrigðisstofnunarinnar) sem haldinn er í Stokkhólmi hafa ýmsir læknar varað vlð of mik- illi notkun röntgengeisla og geislavirkra efna við lækningar, — nauðsynlegt sé að setja mörk fyrir slíkri notkun svo að ekki verði meira tjón af en not. Fundinn sitja 40 sérfræðingar frá 18 löndum. Til athugunar er, að Bretar fái keypt eða á Ieigu bandariskt flugvélaskip til stuðnings land- vörnum. ^ Undanfarna 3—4 daga hafa Indverja og Pakistanar Laria fyrir sunnan Lahore. Indverjar segja Pakistana vera að flytja liðsauka þangað. Bandarísk herþota var skot- in niður yfir NorðurVietnam sl. fimmtudag, sennilega með eld- flaug sem skotið var frá jörðu. Áður höfðu Bandaríkjamenn misst 3 með sama hætti yfir Norður-Vietnam. Thomson aðstoðarutanríkis- ráðherra í London er nýkominn heim úr ferðalagi um nálæg Afríku- og Asíulönd, svo sem Egyptaland, Sýrland, Saudi- Arabíu, Aden og fleiri. Hann kvað það hafa verið óumflýjan- legt að fella úr gildi stjórnar- skrá Aden og víkja forsætisráð- herranum frá, til þess að koma á öruggri stjórn til að girða fyr- ir stjórnleysi. — Sambandsráð- herrar Suður-Arabíu veita nú Bretum aukinn stuðning, en Bretar fylgja óbreyttri stefnu um Sambandsríki Suður-Arabiu og sjálfstætt Aden innan vé- banda þess. ► Hinn frávikni forsætisráð- herra í Aden er kominn til Kairo og mun dveljast þar næstu 5 daga. ► Nyerere forseti Tanzaniu (Tanganyika og Zansibar) end- urskipuleggur nú stjórn sína eftir að hafa verið endurkjörinn forseti til fimm ára. Hann heflr náðað 26.000 fanga, þar af verð- ur 6000 sleppt strax og 35 menn, sem dæmdir höfðu verið til lífsláts. fá dómunum breytt í ævilanga fangeisisvist.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.