Vísir - 05.10.1965, Blaðsíða 3

Vísir - 05.10.1965, Blaðsíða 3
V Í SIR . Þriðjudagur 5. október 1965, * Sviðakofinn á Kirkjusandi Um eða yfir 200 þúsund kindahausar eru sviðnir á ári hverju i Sviðakofa S.I.S. á Kirkjusandi í sláturtíðinni, sem varir frá 10. september fram yfir miðjan október eru þar að jafnaði sviðnir á annað þúsund hausar á dag — komið hefur fyrir að þeir hafa sviðið þar 1700 hausa yfir daginn. Þegar Vísismenn komu til sviðameistaranna og aðstoðar- stúlkna þeirra niðri á Kirkju- sandi síðdegis i gærdag, voru þeir feðgar, Geirmundur Guð- mundsson og sonur hans Móses með sviðatengumar fyrir fram- an skíðlogandi eldinn 1 ofnun- um. Hausamir héngu á töngun- um eins og mannshöfuð á níð- stöngum Þeir stungu töngunum inn í nasirnar á hverjum hausn- um á milli þess sem þeir burst- uðu þá með fiskburstum. Hvor þeirra sviður um 100 hausa á klukkustund. Hvor þeirra var með þrjár tengur til taks og stungu hverjum hausnum á fætur öðrum inn í Surtarlogana og þegar hausinn sviðnaði gaus upp kæfandi reykur „Svíður ykkur ekki fyrir brjósti, drengir?“ „Gkki svo mjög — en það er aðallega hitinn, sem þvingar mann. Maður svitnar talsvert", sagði Geirmundur. Þeir feðgar eru ættaðir frá Snæfellsnesi. Sviðahausarnir lágu þarna í umvörpum eins og mannshöfuð í valnum. Áður fyrr var sviðið í smiðju á kolum, en nú er farið að nota olíufýringu í staðinn (byrjað á því fyrir 7—8 ámm), sem er mun fliótvirkari aðferð. 1 herbergin uinn af unnu að- stoðarstúlkurnar við að klippa hausana og laga þá til eftir kúnstarinnar reglum. Tvær eru úr Öræfunum, ein er ættuð und- an Eyjafjöllum, og fjórða er húnvetnsk — allar sérfræðingar í sviðahausum. „Ákaflega skemmtilegt að fást við sviðahausa“, sagði önnur úr Öræfunum. Ekki kváðust þær hafa fundið tll þess, að þær yrðu blóðþyrstari við að l'fa og hrærast innan um blóðug kindahöfuð frá 7.30 á morgnana til kl. 7 á hverju kvöldi í sláturtíðinni, nema síður væri. Móses Geirmundsson lagar haus til / Sigríður • Gísladóttir frá Torfastöðum i Húnavatnssýslu ber inn hausa. Sigrún Þorsteinsdóttir og Halla Karlsdóttir, báðar úr Öræfum, klippa og snyrta sviðahausa. i 11111111111 miTimni siibiwbimimmmmmm———

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.