Vísir - 09.10.1965, Blaðsíða 7

Vísir - 09.10.1965, Blaðsíða 7
V í SIR . Laugardagur 9. október 1965. Hentugar veiðiaðferðir á „Rauðatorginu“ — Þáttaskil í sjávarútvegi — Mok-síidveiði samfara þokunum — Litbrigði 5 tilverunni — Meðalhásetahlutur: um tvö hundruð þúsund krónur — Tæknin í þjónustu síldar- hemaðarins — Glitrandi „demantssíld“. AUÐUR HAFSINS Á HLAUPAREIKNING myndir og lesmál: st g r. Síðan síldin fannst á Ra^iða torginu og ís- lendingar fóru að hafa meira vit á því að veiða hana þar með hent ugum aðferðum, hafa orðið þáttaskil í sjávar- útveginum hérlendis. Miðin, 45 — 70 mílur A-SA af Gerpi, sem Rússarnir hafa fært sér í nyt undanfarin haust, og eru' kennd við þá, eru glaðningur, sem lyftir þjóðarbúskapnum á myrkasta tíma árs og sveipar hann visSum Ijóma. Neskaupstaður á Norðfirði, umfangsmikið síldarpláss með afkastamikla verksmiðju og sex söltunarstöðvar, hefur und- ir vetumætur breytzt í banka, þar sem auðæfi hafsins eru lögð inn á hlaupareikning og hagnýtt dag og nótt með til- heyrandi vélum og tækjum, sem vinna og verka síldina svo langtum hraðar og betur en áður tíðkaðist, svo hratt, að ekki vinnst tími til að koma úr- ganginum frá sér, en slíkt boð- ar löndunarstöðvun um lengri eða skemmri tíma eins og hef- ur komið á daginn. Cá hængur er á, að skortur er á mannafli: Unga aðkomu- fólkið frá því nú í sutnar alveg horfið eins og fuglinn fljúgandi til síns heima. Já, síldin — hún lætur ekki að sér hæða. Hún er eins og náttúru- öflin — kenjótt og erfið, ef því er að skipta. Að fara úr henni Reykjavík án fyrirvara með „fjögurra blaða smáranum“ de Havilland frá Flugsýn til Egilsstaða með haustfegurð hálendisins blas- andi við augum og þaðan rak- leitt með bíl eins og leið liggur gegnum Reyðarfjörð og Eski- fjörð yfir Oddskarðið og detta ofan í gulrauða þokuna í vel- ferðarríkinu að stuttri stund liðinni — þar sem návist síldar finnst í viðmóti fólks: Það eru litbrigði í tilverunni, sem gefa trú. ’lTl.'-íl'' ‘I'f-l- ** ujuu^.i y«» -oTOkí ilfa Jf'reyfaxi, KE 10, 14* • við bryggju, nýbúinn að landa í salt. Þrír skipverjar héngu frám á borðstokkinn, með hreistur í vikugömlu skeggi, sigurstranglegir og „rétt byrj- aðir á síldarmiðunum", sögðu þeir. Báturinn var kominn til ára sinna, en þeim virtist hlýtt til hans og þeir báru traust til hans og nú voru þeir að halda á miðin á ný til nýrrar orrustU) £ von um stærri og betri köst. Löndunarstöðvun varð um daginn. Að vísu var verið að landa síld í Stavnes, sem tók ógrynni af tunnum; Fólkið á plönunum, mikið af því heimafólk, var að „tappa á“. Það var svo sem nóg að gera, þótt ekki væri saltað á plani. Hjá Síldarvinnslunni h.f. var verið að frysta eftir sem áður. Þokan var alltaf jafn-áleitin. Svona hafði hún hagað sér undanfarinn hálfan mánuð. Austfjarðaþokan er þekkt fyrir- bæri, en menn á Norðfirði segja, að yfirleitt liggi hún ekki svona lágt inni £ firðinum dag eftir dag eins og undanfarið. Sá kost- ur er hins vegar við þokuna, að samfara henni eru alltaf stillur og hægviðri og gott að veiða sfld. ...„sjómenn voru teknir, tali, var viðkvæðið á eina lund: „Ljómandi veiði — mokveiði — ekki vantar það“. Meðalháseta- hlutur á stærri bátunum nemur um þessar mundir um eða yfir 200 þúsund á brúttótekjur. Landlegur eru nær engar, svo að ekki er mikil hætta á því, að peningunum verði sólundað, a.m.k. á meðan aflahrotan helzt. „Það er aldrei stopp“. * Tjennan dag fylltust allar þrær á Norðfirði og annars staðar á síldarstöðvum sunnan Langaness. Skall á löndunarbið vegna þess að ekki gafst tími til að vinna úrganginn. Síldarflutningaskipin þrjú, í Fiskvinnslustöð Sildarbræðslunnar á Norðfirði var unnið fullorðið fólk að störfum, sem þekkir síld út í hörgul. ., -f.u ðK&f Slorug, blessunin, og öll i hreistri, en sérstök reisn yfir henni í öllu atinu. Kemst ekki oft á böll um þessar mundir. Dagstjarnan við Dalatanga, Ckipin eru búin fullkomnystu Arcita úti á miðunum (á Rauða ^ mælitækjum sem völ er á torgi) og Polanna við Langa- til að finna síldina, hremma nes, en hvert þeirra tekur 6 hana. Þegar skip eru í höfn, fer þúsund mál, líknuðu mörgum iðulega fram lagfæring á tækj- skipum, og sum veiðiskipanna unum. Baldur Böðvarsson héldu til Raufarhafnar. Síldin (bróðir Bjama heitins hljóm- er veidd á nóttunni. Skipin bíða listarmanns), útvarpsvirki stað- yfir daginn, sitja fyrir henni og arins, annast það ábyrgðarstarf veiðin hefst kl. sjö að kvöldi og að líta eftir og gera við þau, varir til kl. 7 um morguninn. ef þess er þörf. í hverju skipi Yfirleitt er 20—25 faðma djúpt er miðunarstöð, talstöð, astic- niður á torfumar. tæki, radartæki, dýptarmælir. Ennfremur svokallað „trylli- tæki“, uppfinning Baldurs Bjamasonar útvarpsvirkja á endurvarpsstöðinni að Eiðum, en það gerir nótabössumma kleift að hlusta á sex bylgju- lengdir ' í einu og auðveldar þannig veiðiaðstæður. Nýjustu veiðiaðferðir eru háðar þessum - ; tækjum, og tæknin er tekin æ meira og meira £ þjónustu síld- arhernaðarins. Baldur sagði, að nú væri verið að gera tilraun £ við að hlusta eftir skrúfuháv- b|:;§ aða. „Við höfum míkrófón sem er settur niður í sjóinn og látum hann heyra og mæla styrkinn og tökum hann upp á band“. Hann kvað þetta hafa borið aðallega þann árangur, að hægt sé að velja skrúfustill- ingu sem gefur jafnastan og minnstan hávaða. „Öll snögg hljóð eru talin styggja síldina“. Svo bætti hann við: „Einstaka mönnum hefur hins vegar dott- ið í hug, að sum skip hafi að- dráttarafl“. Um kvöldið hófst söltun úr tveim skipum við Ás. Færi- Þarna var vel böndin skiluðu síldinni af sér, glitrandi eins og demöntum. frystingu síldarinnar. /

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.