Vísir - 09.10.1965, Blaðsíða 15

Vísir - 09.10.1965, Blaðsíða 15
V í S IR . Laugardagur 9. október 1965. 2 15 15. „Ekkert", sagði ég. „Hvernig gengur ykkur?“ „Engin fingraför á neinu, sem var í vösum Clandons, nema hans sjálfs, auðvitað. Ekkert, sem máli skiptir innan dyra, en Wylie hefur fundið Bedfordinn — eða réttara sagt, hann hefur fundið Bedford. Henry nokkur i Alfringham til- kynnti að Bedford sendiferðabíl hefði verið stolið frá stöð sinni — hann á þrjá slíka — og það er um klukkustund síðan bíllinn fannst í Hailemskóginum. Sendi menn mína þangað að leita að fingraförum“. „Það er ekki verra að eyða tíma í það en hvað annað“, varð mér að orði. „Kannski. Þú þekkir til þarna í skóginum?" „Hefði haldið það. Raunar er þar ekki lengur um neinn skóg að ræða. Stöku tré í húsagarði. Góð- borgarahverfi, mundi ég segja. Haf ið þið athugað þennan Henry?“ „Já, hann er einn af þessum góð- borgurum. Öldrykkiubróðir Wylie lögreglustjóra, hvað hefur hann yf- ir allan grun“ „Beizkur?" sagði ég og virti fyrir mér ljósmyndirnar af fingraförun- um. „Snilldarvinna. Það væri gam- an að vita hvort fundizt hafa á stálhurðinni fingraför nokkurs þess starfsmanns, sem býr nálægt þar, sem bíllinn fannst?" Hann blimskakkaði á mig aug- unum. „Þú heldur að þetta sé svo einfalt?" „Þvf ekki það. Er það ekki nokk- urn veginn það sama, að skilja bílinn eftir fyrir utan dyrnar hjá einhverjum af starfsmönnunum í aðairannsóknarstofunni, og að bregða snörunni um háls honum?“ „Nema maður sjái í gegnum það. Chessingham — þekkirðu hann?“ 1 „Efnafræðingur. Ég þekki hann“. „Gætirðu grunað hann?“ „í máli sem þessu, gæti ég grun- að sjálfan Sánkti Pétur, en ég þori að veðja um það mánaðar- launum mínum, að sá náungi kem- ur ekki til greina“. „Það mundi ég ekki gera. Við sjáum til“. „Hafið þið fundið þama fingra- för Weybridge eða Cliveden?" spurði ég. „Hve mörg fingraför hefur ykk- ur tekizt að þekkja, af þeim sem vom á hurðinni?" spurði ég. „Þrettán af fimmtán“. Ég hugsaði mig um andartak. „Þrettán, það mundi láta nærri. Þið hafið auðvitað tekið fingraför þeirra Weybridge og Cliveden til samanburðar?“ Hardanger starði á mig. „Ég held að þú sért ekki með öllum mjalla“. Ég starði á móti. „Á meðan ein- hver náungi leikur lausum hala með djöflaveiruna f buxnavasan- um höfum við varla efni á tillits- semi, Hardanger. Við megum ekki undanskilja neinn grun. Engan“. Hann hvessti á mig augun, en ég lét sem. .ég sæi það ekki. „Xarð- andi þessi tvenn fingraför, sem ykkur hefur ekki tekizt að þekkja". „Við tökum fingraför af hverjum manni í Mordon, þangað til við finnum þessa tvo“, sagði hann illskulega. „Þið þurfið þess varla“, sagði ég. „Ég geri ráð fyrir að eigend- ur þeirra séu þeir Bryson og Chipperfield. Ég þekki þá báða“. „Hvað ertu að fara?“ „Þeir eru ráðsmenn á býlinu að Alfringham — en þar eru alin upp þau dýr, sem hér eru notuð til tilrauna. Venjulega koma þeir hing að á viku fresti með ný dýr — dánartala tilraunadýranna er nefni lega allhá. Þeir komu hingað í gær. Ég sá það í dagbókinni. Og þeir fara sjálfir með dýrin inn í geymsluna í aðalrannsóknarstof- unni“. „Þú segist þekkja þá. Hvemig menn eru það?“ „Þeir eru báðir ungir menn. Dug- legir og mjög áreiðanlegir. Eiga heima í litlum íbúðarhúsum á býl- inu, kvæntir mjög aðlaðandi kon- um; önnur hjónin eiga dreng, hin stúlku, bæði börnin á sjötta ári. Hvorugur þeirra líklegur til að vera viðriðnir mál sem þetta“. „Þorirðu að ábyrgjast þá?“ „Mundu hvað ég sagði um Sánkti Pétur. Ég tek ekki ábyrgð á neinum. Það verður að athuga þá eins og aðra. Það er velkomið að ég fari. Ég stend betur að vígi að því leyti til, að ég þekki þá“. Hardanger hvessti enn á mig aug un. „Viltu að Martin komi með þér?“ spurði hann. „Ég held að þú megir treysta mér“, svaraði ég. Mér duldist ekki tortryggnin I uppástungu hans, en kunni stjórn á mér, þegar ég vildi það við hafa. „Þá látum við það gott heita“. Hardanger átti það til að vera beinlínis ókurteis, að mér fannst. „Þú skýrir frá öllu, sem þú kannt að verða vísari. Ég skal sjá um bíl handa þér“. „Þess þarf ekki. Ég hef tekið bíl á leigu“. Hann virtist dálítið undrandi. — „Það var óþarfi. Það er nóg hérna af lögreglubílum, sem við höfum til umráða. Þú veizt það“. „Ég er óbreyttur borgari eins og stendur, og kýs að haga mér sam- kvæmt því“. Bíllinn beið við hliðið. Eins og flestir bílar frá bílaleigum var hann í rauninni eldri en árgerðin benti til. En hann var að minnsta kosti í ökufæru ástandi, og tók ómakið af fótum mínum. Ég var því fegnastur að þurfa ekki að láta þá bera mig. Mig verkjaði sáran í vinstri fótinn eins og alltaf, þeg- ar ég hafði verið eitthvað á gangi að ráði. Tveir frægir skurðlæknar í London höfðu hvað eftir annað bent mér á hvað það yrði þægi- legra fyrir mig, ef ég léti taka af mér vinstri fótinn; sóru og sárt við lögðu, að ég gæti fengið gervi- fót, sem óþekkjanlegur yrði frá eðli legum fæti og kæmi að sömu not- um, auk þess sem ég finndi ekki til í honum. En þetta var nú einu sinni minn fótur en ekki þeirra, og ég var staðráðinn í að notast við hann meðan ég gæti. Ég ók -.sem .til Alfriijgham, ræddi við forstjóra samkomuhúss- ins þar í fullar fimm mínútur og það var komið rökkur, þegar ég kom heim á býlið. Ég ók inn í gegn um hliðið, stöðvaði bílinn fyrir ut- an annað af litlu íbúðarhúsunum, steig út og hringdi dyrabjöllunni. Þegar ég hafði hringt þrívegis ár- angurslaust, gafst ég upp og ók yfir að hinu húsinu. Þar skein ljós úr gluggunum, svo að líklegt var að þgr yrði svarað, enda hafði ég ekki hringt nema einu sinni, þegar dymar opnuðust. „Bryson", sagði ég. „Hvernig líður yður? Mér þykir leitt að gera yður ónæði, en því miður kemst ég ekki hjá því‘. „Cavell". Þrátt fyrir óminn af samtalinu inni fyrir var undrunin í rödd hans auðheyrð. „Ekki átti ég von á að sjá yður; hélt að þér hefð uð yfirgefið garðana í Gröf fyrir fullt og allt. Hvernig líður yður, herra minn?“ „Mig langar til að tala svolítið við yður. Þurfti raunar að tala við Chippenfield líka, en hann er vfst ekki heima“. „Hann er staddur hérna. Með frúna. Við höfum þá venju að heim sækja hvor annan á víxl á laugar- dagskvöldum og tökum konurnar með okkur“. Hann hikaði örlítið, öldungis eins og ég mundi hafa gert, ef einhver hefði komið fyrir- varalaust í heimsókn til mín, þeg- ar ég var að skemmta mér með kunningjum mínum. „Það er okk- ur ánægja að þér skulið bætast í hópinn, herra minn“, varð honum að orði. „Ég skal ekki tefja ykkur nema í nokkrar mfnútur", sagði ég og hélt með honum inn f dagstofuna. Þar brann eldur í arni ,og •' nánd við hann sátu konumar báðar og Chipperfield við lítið borð með flöskum og glösum, Andrúmsloftið var vingjarnlegt og þægilegt. Þau stóðu á fætur, þegar Brys- on lokaði hurðinni á eftir okkur. Chipperfield var maður hár vexti og grannur, Ijóshærður og alger andstaða Bryson, sem var íágvax- inn þrekinn og dökkhærður. Hins vegar voru konur þeirra mjög á- þekkar — lágvaxnar og fíngerðar með dökkbrún augu, sem ekki þurfti að koma neinum á óvart, sem vissi að þær voru systur. Þegar venjulegum hæverskus'ð- um var fullnægt og ég hafði þegið sæti og þekkzt að fá mér staup með þeim, mælti Bryson; „Hvað get ég annars gert fyrir yður, herra Cavell?“ „Við erum að glíma við ráð- gátuna varðandi dr. Baxter“ sagði ég, „og kannski getið þér orðið okkur þar að liði, þó að ég viti það ekki“. „Dr. Baxter? 1 aðalrannsóknar- stofunni?" Honum varð litið á mág sinn. „Við Ted hittum hann í gær og spjölluðum við hann. Það hef- ur vonandi ekkert komið fyrir hann?“ „Hann var myrtur í nótt er leið“, svaraði ég. Frú Bryson greip hönduin fyrir munn sér til að kæfa ópið, en systir hennar hvíslaði lágt: „Nei, nei...“ En ég veitti þeim lit'i at- hygli, heldur hafði augun á þeim mágum, og það þurfti ekki þjálf- aðarí leynilögreglumánn til að sjá hve. mjög þeim kom fréttin á óvart, báðum tveim. „Hann var myrtur skömmi fyrir miðnættið", mælti ég enn. „Inni í aðalrannsóknarstofunni. Það var einhver, sem hellti yfir hann ban- vænum sýklum, og hann hlýtur að hafa dáið samstundis, en með sár- um kvölum eigi að síður. Sá hinn sami hefur síðan komið að Ciandon úti fyrir rannsóknarstofunni óg myrt hann líka — á blásýru“. Kona Bryson reis úr sæti sínu, náföl í andliti. Systir hennar reis einnig á fætur og studdi hana út úr stofunni. Andartaki síðar heyrði ég uppsölur inni í snyrtiherberginu. „Dr. Baxter og Clandon - báðir dauðir?“ Bryson var nærri þvi eins fölur í andliti og kona hans. „Ég get ekki trúað þessu“. Ég virti hann enn fyrir mér; það leyndi sér ekki að hann trúði því betur en hann lét. Hann hlustaði á hljóðið, sem barst innan úr snyrtihevberg- inu og mælti svo, eins reiðilega og honum var unnt eins og ham var á sig kominn; „Þér hefðuð getað sagt okkur þetta einslega, herra Cavell. Án þess að konurnar hayrðu til, á ég við“. T A U l A U ^..5UT THgy AK.E SEING WELu TAKEN CARE OP AT TAStZANTOWK— THEY WILL ALL 3E vt vSACít S00M-AN7 \N GOOP HEALTH «Lai«acBitt^X#^;í,!7TAK.E A LOOIL AT THEtí rEOf.E HEgE...THE> A iLE PyiNG NO i IS HEL71NS.... J 3ECAUSE yöí/,TAKZAN,HAVE CAUSE7 My UA3ECILIC SON AN7 SOVvE STUPI7 PE07LE JO LEAVE MY TKÍ5E - Esg M. AN7 P/SAF’PEAg'/Jm \you ueu I MAK£ BUTU W£U 'WHY HAVE YOU HA7 ME CAZTUKEt; CHIEF UMTALI1 ..NOWCOMES THE TROU3LE- _ MAK.E&!.. Hvers vegna léztu handtaka mig Umtali höfðingi? Vegna þess að þú Tarzan hefur valdið að fávitinn sonur minn og nokkrir En það verður séð vel um þau í Tarzan- borg og þau koma aftur í fullrj heilsu. Horfðu á fólkið hérna það liggur fyrir dauð Þú lýgur, ég lækna Butu. Nú kemur vandr æðagemlingurinn. heimskingjar yfirgefa ættflokkinn og hverfa. anum og enginn hjálpar. auglýsing í VISI kemur v'iba við VISIR er auglýsingablað almennings auglýsingamóttaka er sem hér segir: smáauglýs- i n g a r herist fyrir kl. 18 daginn áður en þær eiga að birtast, nema í mánudagsblöð fyrir kl. 9.30 sama dag. s t æ r r i auglýsingar berist fyrir kl. 10 sama dag og þær eiga að birtast. AUGLÝSINGA- STOFA VISIS INGÓLFSSTRÆTI 3 SIMI 1-16-60 VÍSIR ASKRIFENDAÞJÓNUSTA Áskriftar- Kvartana- siminn er 11661 virka daga kl. 9-13 nema laugardaga kl. 9-13. AUGLÝSING í visi eykur viðskiptin

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.