Vísir - 09.10.1965, Blaðsíða 9

Vísir - 09.10.1965, Blaðsíða 9
V1SIR . Laugardagur 9. október 1965. Í3 orgarbúar og reyndar landsmenn allir urðu skelfingu lostnir er þeir fréttu um hið hörmulega slys, sem átti sér stað á Langholtsvegi um síðast- liðna helgi. Lauk þar hættulegum bílaleik þriggja drukkinna pilta og vinkonu þeirra með dauða ungs manns, meiðslum konu hans og leigubílstjóra svo og meiðslum piltanna þriggja og. stúlkunnar. — Dauðaslys í umferðinni er því miður ekki eins- dæmi, þau eiga sér alltaf stað öðru hverju. En fá umferðarslys hafa slegið jafn miklum óhug á fólk og vakið það til jafnmikillar umhugsunar um um- ferðina og unglingavandamál og þetta slys. Því leitaði Vísir til nokkurra aðila sem hafa með að gera unglingamái og slysa- og umferðarmál og lagði fyrir þá eftirfarandi spurningu: Hvað á að gera til þess að koma í veg fyrir að slys eins og Langholtsvegarslysið endurtaki sig? I VúiiB og ábyrgðarleysið veldur slysumm Sigurjón Björnsson sál- fræðingur. Hver stendur ekki orðvana andspænis svo skelfilegum at- burði og hver getur svarað því hvernig eigi að koma í veg fyrir atvik sem þessi. Annars skilst mér að svarið felist að nokkru leyti í spurningunni, því að gera má ráð fyrir að til þess sé ætlazt að sálfræðingur reki afglöp þessara bræðra til upp- eldis og bollaleggi síðan um- bætur. Nú er mér algerlega ó- kunnugt um þessa menn og for- tíð þeirra. Hitt veit ég að það er nýtilkomið ef réttarvitund almennings telur ölvun við akstur mikinn glæp. Enda hefur löggjöfin tekið silkihönzkum á slíkum yfirsjónum. Er ekki má) að linni? Vitaskuld væri ólíkt skemmti- legra ef við gætum leyft okkur milda löggjöf, sem hentar sið- uðu fólki. En fyrst við erum ekki á hærra stigi verður að beita þeim ráðum sem duga. Ég segi við og það eru ekki pennaglöp. Án þess að ætla að afsaka gerðir bræðranna, þá er það líklega tilviljun að þeir yrðu valdandi að slysinu, en ekki einhver af öllum hinum, sem fara líkt að. Og þá má kannski spyrja: Er ekki eitthvað bogið við uppeldismálin, fyrst svo margir eru undir sömu sök seldir: Vissulega. Hver hefur efazt um það? Enda erum við ósköp frumstætt og siðlítið fólk, sem hvorki kunnum að stjórna okkur sjálfum né böm- um okkar. Það er hið stóra vandamál okkar, hvemig úr því verði bætt. Séra Árelíus Níelsson Þessi spuming er erfiðari úr- lausnar en virðast kann í fljótu bragði. Rætumar að svona löguðum atburðum liggja djúpt í menn- ingarlífi eða öllu heldur menn- ingarskorti þjóðarinnar. En stærsta og þýðingarmesta orsök þess að slíkt getur gerzt er það axlaypptingarhugarfar allsherj- ar kærulevsis okkar íslendinga, sem kemur fram í orðunum: „Allt í Iagi“ og: „Hann var fullur greyið". Og síðan ekki söguna meir.' Það fyrsta sem þarf að gera er auðvitað að rannsaka öll til- drög að svona slysi, líkt og um flugslys væri að ræða og taka síðan ákvarðanir um varkárni í framtíðinni samkvæmt því. En líklega gleymast ræður fljótt og lítið tillit verður tekið til þeirra. Þá kæmi fljótt í ljós að bræðurnir i bílnum, sem á- keyrslunni olli eru naumast ein- ir í sökinni, heldur vafalaust uppeldi þeirra, aðstæður og svo áfengistízka og áfengislöggjöfin yfirleitt. Líklega 'emm við öll meira og minna sek f svona slysum. Uppeldi og efling ábyrgðartil- finningar og virðing fyrir öðrum yfirleitt, líðan þeirra og per- sónuleika, gleymist bæði á heimilum, sem hafa oft lítil tök á börnum sínum og þá ekki síður í skólum, sem verða að Árelíus Níelsson nota mestan tíma í tölur. nöfn og málfræðisparðatining, sem er harla fjarlægt mannlegri til- finningu og samúðarkennd, sem bezt mundi eflast með sögum og söngvum. Mér væri því efni til umhugs- unar í heilar bækur. En svarið átti að vera stutt og því reyni ég að koma hér að nokkrum at- riðum, sem gætu bætt um í bili. 1. Birtið nöfn og mýndir allra, sem teknir eru ölvaðir við akst- ur. Ég er á móti slíku við önn- ur brot yfirleitt, en þetta snýr flestu fremur að almenningi, sem á að geta verið öruggur á götu sinnar borgar. En fullir menn á vélknúnu farartæki í ös og önn borgar eru hættulegri en tígisdýr. 2. Hækkið sektir þeirra sem aka undir áhrifum áfengis. 3. Sviptið hina sömu ökuleyfi í 5 ár við fyrsta brot og ævi- langt við annað brot. 4. Gefið ekki ökuleyfi yngra fólki en tvítugu. Unglingar, einkum galsafengnir drengir eru ákaflega oft kærulausir í um- ferð og gripnir töfrum hraðans. 5. Dæmið þá, sem valda slysum, til starfa á sjúkrahús- um í skemmri eða lengri tíma, einkum þar sem hjúkra þarf slösuðu fólki. 6. Dæmið aðra, sem ekki komast að á sjúkrahúsum eða reynast óhæfir til starfa við aðgerðir á brotnum bílum. 7. Hafið sérstakt sálfræðilegt eftirlit með bömum frá heim- ilum fráskilinna og einstæðra mæðra. 8. Leyfið ekki yngra fólki en tvítugu að eiga bíl eða ráða yfir farartæki. 9. Látið þá, sem slysum valda, kynnast högum og þján- ingum hinna slösuau og hörm- um ástvina þeirra og bæta þeim skaðann persónulega, svo sem í mannlegu valdi stendur. 10. Lokið áfengisbúðum borg- arinnar og seljið aldrei meira en örlítinn skammt áfengis í einu. Meðhöndlið áfengi að öllu leyti sem eiturlyf. Það er hið eina hættulega eitur, sem fslending- ar eiga í höggi við. Egil! Gestsson Vátrygg- ingafélaginu h.f. Meðan ábyrgðarleysi ríkir hjá mönnum þá er alltaf hætta Egill Gestsson á slysum sem þessu. Það vita allir, að maður með fulla á- byrgðartilfinningu sezt ekki drukkinn undir stýri, setjist hann undir stýri, þá er hann ekki svo drukkinn að hann geri sér ekki grein fyrir hvað hann er að .gera. Ábyrgðarleysið nú til dags virðist vera einhver meinloka í mannssálinni og helzt fyrir sálfræðing að athuga hvað þar verður gert til úr- bóta. Slysum verður aldrei útrýmt frekar en glæpum almennt. Það eina, sem tryggingafélögin geta gert, er að reyna að opna augu manna fyrir hættunni sem staf- ar af ábyrgðarleysinu. Með því að stilla bílunum, pem eyði- lögðust í Langholtsvegarslysinu, upp á almannafæri, er reynt að vekja menn til umhugsunar um þessa hættu. Fólk les um slys í blöðum og sér meira eða minna óljósar myndir af þeim, en það virðist ekki vera nóg. frétt- irnar gleymast jafn óðum. Það er áhrifaríkara að sjá bílana svona samanklessta, það verður þeim sem sjá, minnisstætt. Og sjái einhver ábyrgðarleysinginn sig um hönd og vakni til um- hugsunar um þessi mál, hefur ef til vill einu mannslífi verið bjargað og þá má segja að til- gangi okkar sé náð. Ásbjörn Stefánsson framkv.stj. Bindindis- félags ökumanna. Ölvunaraksturinn, eða drykkju aksturinn, sem ég hefi kallað þetta lagabrot. heldur áfram, hér á landi og annars staðar, þrátt fvrir lagabönn, og áróður gegn því. Lög eru alltaf brotin, einnig 'þau, sem mikil viðurlög liggja við. Hvað yrði, ef viður- lög væru engin, veit ég ekkC en held þó að þá myndi á- standið í heild versna að mikl- um mun. Drykkjuakstur hygg ég að hafi ekki farið minnkandi hér- lendis, þrátt fyrir allt sem á móti honum hefur verið unnið, en þar eru ekki allir á sama máli, því honum hefur líka ver- ið mælt bót, opinberlega. Ég mun þó halda mér við það, að hann sé eitt hið versta brot, sem hægt sé að drýgja í umferð, enda er hér ástæðuna að finna fyrir sennilega vel flestum hryllilegustu umferðarslysunum. Að auki hafa margir umferða- sérfræðingar erlendis fært sterk rök fyrir því, að til drvkkju- aksturs megi rekja miklu fleiri tjón og slys en kemur fram i opinberum skýrslum. Vitanlega er brot þetta mjög misjafnlega saknæmt, enda sýkna öll umferðarlög. þar sem Framh. á 6. síðu Ásbjöm Stefánsson sse i3esM*Bœ2a»M3in

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.