Vísir - 12.10.1965, Blaðsíða 6

Vísir - 12.10.1965, Blaðsíða 6
6 V í SIR . Þriðjudagur 12. október 1965. mm Fjárlögin — ./ Framhald af bls. 9. gallaðra hlustunarskilyrða á Norður- og Austurlandi, og þykir bera brýna nauðsyn til að ráða bót á þeim eftir því, sem við verður komið. Tekjuaf gangur er áætlaður 70 þúsund kr. Sjónvarpið Sjónvarp. Gert er ráð fyrir launum til 30 fastra starfs- manna. Til viðbótar við tekjur af aðflutningsgjöldum koma tekjur af rekstri sjónvarpsins, en gert er ráð fyrir, að hann hefjist á næsta ári. Áætlunin er gerð af ríkisútvarpinu með j hliðsjón af skýrslu sjónvarps nefndar, en það telur mjög erfitt að gera slíka áætlun, þar sem flest málin séu enn á undir búningsstigi og beinn rekstur ekki hafinn Rfkisprentsmiðjan Gutenberg Tekjur eru áætlaðar hækka um 1 millj. kr. Gjöld hækka alls um 1010 þúsund kr., þannig að rekstrarhagnaður lækkar um 10 þúsund kr. Landsmiðjan. Tekjur hækka um 1310 þús. kr., og gjöld á- ætluð jafnhá tekjum. Tunnuverksmiðjur ríkisins. Tekjur og gjöld eru áætluð jafn há. Velta er áætluð hækka um 2680 þúsund kr. Innkaupastofnun ríkisins. Tekjur af vörusölu hækka um 978 þús. kr. Gjöld eru áætluð jöfn tekjum. Rfkisbú. Á Bessastöðum hækka tekjur um 656 þús. kr„ en gert er ráð fyrir því, að mjólkurframleiðslu þar verði hætt að mestu, en lögð megin áherzla á rekstur hænsnabús og ræktunar holdanauta, og er það í samræmi við álit nefnd ar, er skipuð var 24. júlí 1964, til þess að gera tillögur um framtíðarskipan á rekstri Bessa staðabús, en venjulegur halli hefur verið á þvf undanfarið. Gjöld eru áætluð jöfn tekjum. Svo segir í greinargerð fjár lagafrumvarpsins .Allt of langt mál væri hér að rekja allar breytingar á einstaka gjalda- eða tekjuliðum frá því í fyrra. Drepa má þó á niðurgreiðslur og uppbætur sem greiddar eru úr ríkissjóði, mönnum til fróð- leiks. Nigurgreiðslur og uppbætur. Niðurgreiðslur vöruverðs inn anlands eru áætlaðar 16 millj. kr, hærri en í núgildandi fjár lögum, eða um 559 millj. kr. Ctflutningsuppbætur (á land búnaðarvörur) eru áætlaðar 214 millj. króna eða 26 millj. kr. hærri en í núgildandi fjárlög- um.. Þá má einnig geta þess að gert er ráð fyrir 100 millj. kr. í frumvarpinu til þess að mæta launahækkunum opinberra starfsmanna og annarra, sem vinna á vegum ríkisins. Hér f er þó þegar falin 4% kaup- hækkunin sem þegar hefur náð fram að ganga. 1 fjárlagafrumvarpinu er ekki gert ráð fyrir fjárveitingum til aðstoðar við sjávarútveginn,, svipuðum þeim og reyndist! settar með sérstökum lögum og má búast við að svo verði aft- ur gért ef til þeirra verður gripið. Uppdrátfur — Framh. af bls. 16 á skika þeim sem kallaður er Vínland má sjá firði tvo sem líkjast einkennilega mikið strandlínunni við St. Lárens- flóa og Nýfundnaland. Hefur norskj landkönnuðurinn Helge Ingstad nú sérstaklega bent á . ’-essi einkenn; og telur hann að þau sanni nú enn betur kenningar hans um að Vínland hafi verið, þar sem Nýfundna- land er nú. Á uppdrættinum sem nú birt ist hér geta lesendurnir séð, að Vínland er markað sem stór eyja lengst til vinstri á mynd- inni. Inn í eyjuna skerast að austanverðu tveir firðir. Nyrðri fjörðurinn er mjög þröngur og þykir hann minna á hið mjóa Fagureyrarsund milli Labrador og Nýfundnalands en ekkl hef- ur mönnum þá verið ljóst að hægt væri að komast í kringum Nýfundnaland. Syðri fjörðurinn er miklu víðari og minnir sérlega mikið á St. Lárens-flóa fyrir sunnan Nýfundnaland. Er það varla til viljun að þessi líking er þarna finnanleg Einnig má á það benda, að uppdrátturinn af Grænlandi er ótrúlega likur landinu eins og það er í raun og veru. odd- hvasst suður á bóginn að Hvarfi með mörgum fjörðum. Og ísland hefur að nokkru sitt sérkennilega mót, þar er greina má á því Vestfjarðakjálkann, en annars voru mörg kort af íslandi frá þessum tíma lögunar laus. Hlýtur þessi ótrúlega ná- kvæmni á landabréfinu af þess um íslenzku löndum á sama tíma og önnur lönd ýmis eru rangt gerð að styrkja þá skoð- un, að sá sem gert hefur þenn an uppdrátt hafi haft undir höndum fslenzkan uppdrátt frá þessum tímum sem nú sé týnd ur. Slys — Framh. af bls. 16 flutt í Landspítalann ásamt full orðnu konunni. Hvorugan pilt- inn £ VW-bílnum sakaði og ekki Kortafundurinn lítið merki- /r legur fyrir Islendingu — segir Björn Þorsteinsson sagnfræðingur Vísir spurðist fyrir hjá Bimi Vigneras skjal frá 1498, skýrslu um Þorsteinssyni sagnfræðingi sem er manna fróðastur um sögu Græn- lands og Vínlands að fornu um kort það af Vínlandi sem fundizt hefur. Fer frásögn hans hér á eftir: „Fundizt hefur kort, sem sannar, að 15. aldar menn voru betur að sér I landfræðisögu en flestir fræðimenn 20. aldar. Það er vant að sjá eða skynja úr fjarlægð, hvaða gildi þetta kort hefur. Vitlausum útlendingum get ur þótt svona kort merkilegur hlutur, þótt það sé nauðaómerki- legt í sjálfu sér. Við vitum öll hér á landi og reyndar einstakir menn í öðrum löndum einnig, að Bjarni Herjólfsson fann Ameríku og sigldi frá Eyrarbakka. Leifur heppni Eiríksson kaupir af honum skipið og fer að hans tilvísan og kannar lönd á Austurströnd Kanada. Síðan gerðu Grænlendingar út óteljandi leiðangra vestur yfir hafið. Við eigum heimildir um leiðangra Leifs, Þorvalds bróður hans, Þorfinns karlsefnis, Freydísar Eiriksdóttur, Eiríks biskups Gnúpasonar 1121, og loks kemur hingað til lands Marklandsfar, þ.e. grænlenzkt skip, sem var í förum milli Græn- lands og Kanada 1347. Við vitum með sannindum, að Grænlendingar stunda Ameríku- ferðir, siglingar vestur til Kanada og Nýfundnalands frá því um 990 og fram til miðrar 14. aldar, en Norðmenn, íslendingar og fleiri þjóðir áttu síðan bein skipti við Grænlendingar. Englendingar taka að sigla til Grænl. um eða upp úr 1420. Og nál. 10 árum síðar munu þeir vera komnir á Nýfundnalands- svæðið. Merkasti landfundaatburður síð- ferð Cabots til Nýfundnalands árið áður. En í þessari skýrslu segir að Bristolmenn hafi fundið og kannað Nýfundnaland en otras tiempos. Þetta sagði Pomero mér að merkti „í gamla daga“ á íslenzku. Þeir gömlu dagar voru um 1430. Bristolmennimir sigldu á ísland og sigldu á Grænland og Ameríka glataðist aldrei úr landafræði Evrópu frá því að það fannst. Á það má benda að það hafa verið gerð merkilega rétt kort af Grænlandi og Norður-Atlantshafi um 1427 og um 1430. Á þessum kortum er gert ráð fyrir að hægt sé að sigla frá Noregi vestur til Kína og Japans. Þessi kort eru komin í hendur Toscanellis, italsks læknis og kortagerðamanns 1439, en hann teiknaði síðan kort handa Kolumbusi. Annars er þessi saga rakin," sagði Björn Þorsteinsson, „mjög ítarlega í ritgerð sem ég hefi skrif- að í Sögu, tímarit Sögufélagsins, og kemúr út innan skamrns". nauðsynlegt að framkvæma í ustu aldar gerðist suður á Spáni fyrra. Voru þær ráðstafanir þá ! 1956, þá fann bandarískur prófessor Hjartkær eiginmaður minn GEIR KONRÁÐSSON Laufásvegi 60 andaðist 10 þ. m. Jarðarförin ákveðin síðar. Guðbjörg G. Konráðsson. Útvarpið framdi ekki frúnaðarbrof Það var mishermt í fregn hér í blaðinu í gær að Ríkisútvarpið hafi lesið fréttina um fund Vín- landskortsins í hádegisútvarpinu á sunnudag. Fréttin var ekki lesin fyrr en í kvöldfréttum kl. 7,30. Hefur því fréttastofa útvarpsins á allan hátt virt hin strengilegu fyr- irheit bæði NTB fréttastofunnar og Yale bókaútgáfunnar um bann við birtingu fregnarinnar um landabréfið þar til á sunnudags- kvöldið kl. 18.30. Þessi birtingar- fyrirmæli voru ótvíræð, bæði til blaða og útvarps. Fréttaskeytin, sem hingað bárust frá norsku fréttastofunni NTB voru öll með greinilegum fyrirmælum um að birta fregnina ekki fyrr en á sunnudagskvöld og hið sama hafði Yale University Press ítrekað í bréfi, sem öllum íslenzku blöðun- um barst í síðustu viku. Enginn fréttaaðili, blað eða útvarp, þurfa því að vera f vafa um að birting fregnarinnar fyrir þennan tíma var allsendis óheimil. heldur ökumann vörubifreiðar- innar sem í árekstrinum lenti. Vísir átti í morgun tal við Borgþór Þórhallsson, rannsókn arlögreglumann, sem hafði rannsókn málsins með höndum. Hann var þá búinn að yfir- heyra ökumenn beggja bifreið- anna sem hlut áttu að máli og auk þess nokkur vitni. En hann kvaðst enn eiga eftir að yfir- heyra nokkra sjónarvotta. Það myndi hann gera í dag og bjóst við að úr því lægju orsakir slyss ins ljósar fyrir. Nöfn hinna slösuðu kvaðst Borgþór ekki geta gefið upp, að svo komnu máli vegna þess hve alvarleg meiðsli þeirra væru. Bruninn — Framhald af bls. 1. sjö karlmenn og ein kona. Þrátt fyrir það komust þau aðeins með naumindum út úr eldinum. Slökkviliðið fékk tilkynningu gegnum brunaboða um eldinn kl. 20 mín. yfir 2 og var nokkr um mínútum síðar komið á stað inn. Slökkviliðsstjóri er Pétur Blöndal og hefur hann með sér 20 manna vaskt lið sem er kall að út og komu þeir fljótt á stað inn. Eldur var þá talsvert mikill inni í húsinu og nokkru sfðar brutust eldtungur út um eina hurðina á neðri hæð. En nm kl. 3 höfðu þeir náð yfirhöndinni. enda var veður stillt og nm kl. 3.30 höfðu þeir að mestu slökkt eldinn. Það er ömurlegt um að litast í húsinu, þar er allt eyðilagt af eldi og reyk. Ekkert var í hús inu af flögðum tunnum en nokk uð af tómum tunnum, 100 tn. af salti sem allt er ónýtt, nokk- uð af veiðarfærum svo og ým iss konar birgðir aðrar Vinnuskúr Góður vinnuskúr, 10—12 ferm., óskast tfl kaups, einnig óskast á leigu um óákveðhm tíma skemma eða braggi, sem nota mætti sem verkstæði. Sími 32756 eftir kl. 7 í kvöíd. \ Husetur Vantar háseta á góðan línubát. Upplýsingar á herbergi 404, Hótel Borg. Nuuðunguruppboð Annað og síðasta uppboð á vélbátnum Straumi G.K. 302 fer fram í bátnum við Suð- urgarðinn í Hafnarfiarðarhöfn á morgun, 13. okt. kl. 14.00. BÆJARFÓGETINN I HAFNARFIRÐI. ÚTBOÐ Tilboð óskast í skurðgröft fyrir vatnsveitu í Þykkvabæ (um 20 km) Útboðsgagna má vitja á Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen og hjá Sigurbjarti Guðjónssyni Hávarðarkoti Þykkvabæ gegn 500 kr. skilatryggingu. Til- boðum skal skilað til Sigurbjartar Guðjóns- sonar Hávarðarkoti Þykkvabæ eigi síðar en mánudaginn 18. þ. m. kl. 4. e.h. ÓDÝRT Vinnuskyrtur, vinnubuxur, nærfatn aður, öokkar. Hagstætt verð. EtŒlA /r?eð fafriaðinn á fjölskylduna Laugaveg 99, Snorrabrautar megín - Sími 24975

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.