Vísir - 12.10.1965, Blaðsíða 7

Vísir - 12.10.1965, Blaðsíða 7
' ; Tveir einþáttungar að LINDARBÆ Það hvílir einhver skemmti- legur og liotalegur blær yfir leiksýningunum I Lindarbæ. Þó að húsakvnnin séu ekki stór, eða einmitt þess vegna, skapa þau umsvifaminni leikhúsverk- um hóflega umgerð — þeim, sem „týnast“ mundu í stærri salar- kynnum. Þannig var það um báða þessa einþáttunga, sem þar voru frumsýndir sl. fimmtudags kvöld, þeir nutu sín prýðisvel þar, en hefðu lftið erindi átt á sviðið í Þjóðleikhúsinu. Ber að bakka bióðleikhússtjóra það framtak, að vinna stofnuninni nýlendu þarna, og kom það strax í ljós í vetur leið að sú framtak- semi hans mundi reynast vinsáel. Því er nú einu sinni þann veg farið, að gildi leikhúsverka fer ekki eingöngu eftir lengd og leikendafjölda, ef til vill er ein þáttungurinn hnitmiðaðasta — og um leið erfiðasta — formið sem leikritahöfundur á um að velja. Hefur og sumum þeirra tekizt að skapa stórbrotin lista- verk innan þeirrar þröngu um- gerðar, sem hvorki leyfir útúr- dúra né flúr, og má þar tilnefna einþáttung írska höfundarins Synge, „Sjávarreið“, sem frægur er. Kannski mætti líkja einþátt- unginum við bað, sem ferskeyt! an hefur orðið í fslenzkum kveð skap, og er eitthvert hið há- þróaðasta og um leið erfiðasta kveðskaparform, sem um getur meðal þjóða, enda spurning hvort að við eigum fáðaðri gim steina ofðsins listar en þær, sem beztar hafa verið gerðar. Það gegnir því í rauninni furðu, að íslenzkir leikritahöfundar skuli ekki hafa lagt meiri rækt við einþáttunginn en raun ber vitni, og þó kannski ekki tiltökumál, þegar þess er gætt að þá höf- unda okkar, sem tekið hafa köll un sfna föstum tökum f verki, má að likindum telja á fingrum annarrar handar. , Eflaust er það líka þess vegna, að við erum haldnir áberandi minnimáttarkennd gagnvart er- lendum leikritahöfundum. Þess ber og að gæta, áð verk þeirra einkennast yfirleitt af þeim kost um, sem verk okkar innlendu höfunda skortir tilfinnanlegast — tæknilega framsetningu og meðferð viðfangsefnisins. Með öðrum orðum kunnáttu, verk- lega kunnáttu, ef þannig má að orði komast. Sú tækni er þó ekki nærri alltaf, jafnvel sjaldnast, eingöngu kunnáttusemi sjálfra höfundanna að þakka, þvf að er- lendis fjalla þeir ekki einir um verk sfn, þar hefur sérhvert meiriháttar leikhús á að skipa sérmenntuðum og sérþjálfuðum mönnum í þeirri list að búa leik rit fyrir svið, slípa af þvf van- kantana og víkja því við til sem mestra áhrifa í samráði við höf undinn. En þess ber einnig að gæta, að þessi framsetningar- tækni hefur sínar hættur f för með sér, hún getur blekkt á- heyrendur þannig, að leiksviðs- verk, sem í sjálfu sér er innviða grannt villi á sér heimildir, að minnsta kosti f bili, að vel gerð ar umbúðir dvlji lélegan kjarna En nóg um það. Þetta á sér síður stað, þegar um einþáttunga er að ræða og þó er það til. Á svipaðan hátt og tæknilega fullkomin stuðlun, miðrím og annar dýrleiki getur geft innihaldslitla ferskeytlu landfleyga. Að vissu leyti má segja að einþáttungur Becketts hins írska sé dýrt kveðinn fram setningin tæknilega fullkomin innan hins hnitmiðaða forms. En það verður ekki á kostnað efnisins, síður en svo, þó að Samuel Beckeft: SÍÐASTA SEGUL- BAND KRAPPS Þýö. Indriði G. Þorsteins- son — Leikstj. Baldvin Haiidórsson * Oddur Björnsson: JöÐLÍF Leikstj. Erlingur Gíslason það geti ef til vill ekki kallazt stórbrotið. „Síðasta segulband Krapps" einkennist fyrst og fremst af snilli — snjallri og ný- stárlegri hugdettu, sem höfund- urinn vinnur með handbragði listamannsins og hagnýtir sér til hins ýtrasta. En — eitthvað var það, sem fór forgörðum af kjarna'verksins þarna í Lindar- bæ. Þrátt fyrir viðurkennda hæfileika og reynslu Áma Tryggvasonar, er ég ekki viss um að túlkun hlutverksins sé á hans færi. Kannski er leikstjórn og gervi líka um að kenna. Það var undarlegt hve leikurinn af segulbandinu komst nær kjam- anum en gagnsvörun leikarans á sviðinu. Það er vandi að fara með dýrt kveðna ferskeytlu svo að allt komist til skila, á- herzlunar verða að vera hár- nákvæmar, hvorki of eða van eigi hvorttveggja að njóta sín, snilli framsetningarinnár og kjarninn. Einþáttungur Odds Björnsson ar, „Jóðlíf" er mun lausara í reip unum en verk hins írska, en á þó það sammerkt, að þar er um að ræða bráðsnjalla hugdettu. Með hana má fara á margan hátt — og rins mundi um hugdettu Becketts — en Oddur hefur kos ið að taka hana léttum tökum, og fer ekki illa á því. Það er laundrjúg alvara á bak við glettnina, sem á stundum virðist helzt til skammt sótt, en hæfir þó oftast nær mark — þó að laust sé. Þessi einþáttungur naut sín prýðisvel í túlkun þeirra Þorsteins Ö. Stephensen og Bald vins Halldórssonar og ekki sízt fyrir þá ytri umgerð. sem Þor grímur Einarsson hafði gert hon um — sém er með því snjallasta, er hérna hefur sézt, vegna ein faldleika síns og markvissrai glettni í fyllsta samræmi við verk höfundarins. Leikstjórn Erl ings Gíslasonar virðist og mjög heppileg. Oddur Björnsson er sá af ungum leikritahöfundum okkar sem mestar vonir eru við bundn ar, að öðrum ólöstuðum. ÞácS;- eitt, að hann'vélur sér .éinkúmt hið tæknilega erfiða og’ jhriit-; miðaða form einþáttún|é,fh:sj sýnir á sinn hátt að hann veif hvað hann yill og að hverju hann stefnir. Það yerýur/jijörgv um ungúm höfundi að:’¥ótákéíli/ að hann ætlar sér ekki af, ræðst umsvifalaust í viðfangsefni, sem hann skortir tæknilega undir- stöðukunnáttu og þjálfun til að glíma við. En Oddur Björnsson gerir sér það ljóst, að enginn nær tökum á forminu nema fyr ir baráttu og tilraunir. Hann hef ur þegar sýnt að hann hefur náð miklum árangri hvað það snert- yL" ^ i'-wf ir, og kannski verður þess ekki ýkjalangt að bíða, að hann telji sig undir það búinn að höggva stærra. Þegar á allt er litið var þetta ánægjulegt kvöld í Lindarbæ. Einþáttungur Becketts stendur fyrir sínu, þó að hann gæti not ið sín betur. Og yfir „Jóðlífi" Odds hvílir óvenjulegur fersk- leiki handahófskenndrar glettni og gamansemi ,en þó grunnt á al naiiuviSbun f „juuiu : vörunni. Sennilega hefði sá ferskleiki farið forgörðum að einhverju eða miklu leyti, ef hann hefði tekið viðfangsefnið fastari tökum og ekki fyrir að svnja, að það hefði þá runnið honum úr greipum. Hafi hann þökk fyrir sinn hlut þetta kvöld, sem óneitanlega vekur vonir um annað meira. Loftur Guðmundsson. Arn> íryggvason í „Síðasta segulband Krapps“. Rauða torgið — Framh. af bls. 3 að þvf, að það hvarf nokkru síð ar af miðunum og hefur ekki sézt þar síðan. Hvað hefur gerzt, vita menn á Norðfirði ekki svo gjörla. Konurnar sögðu að Rússarnir væru annars sjent- ilmenn og höguðu sér veí, ef þeir ættu erindi í land, sem stundum kæmi fyrir t. d. ef þeir þyrftu að leita læknis. Hins veg ar stendur flestum íslenzkum sjómönnum stuggur af komu Rússanna, sem vonlegt er, enda þótt þeir séu frá sjálfu „móður- velferðarríkinu" TTppi á Þórhól er Síldarradjó. Þar situr Haukur Ólafsson daga og nætur og hlustar og af- greiðir skipin, þegar þau eru að koma inn. í stöðinni heyrist: „Bræðsla er full í Djúpavogi — Bakka- fjörður er fullur1. Annar bátur sagði: „Við höfum ekkert loforð fyrir þræðslu, allt lokað, segir Dalatangi". Haukur sagði, að nú gæti hann fengið sér blund í nótt. Annars sagði hann að ekk- ert lát hefði verið á vökum og vinnu hjá sér undanfarið. — Á morgun yrði hins vegar engin löndun né söltun og sennilega yrði ekkert saltað fyrr en S föstudag en þetta var á aðfara nótt miðvikudags j vikunni, sem leið. Á fimnitudagskvöld undir miðnætti var hins vegar byrjað að salta á ný á öllum plönunum sex. Kiljan talar um síld og fjósaskft í sömu andrá, sem frægt er orðið. Fólkið í velferð- arríkinu fyrir austan var grall- aralaust yfir hugsunarhæt'i nóbelsskáldsins. „Hann ætti bara að bregða sér á sfld“, sagði fólkið. Höfum kaupendur Höfum kaupðndur að 2. herb. íbúðum með ur að 3. herb ibúð með 600 þús kr. útborgun. 400—500 þús. kr. útborgun. Höfum kaupend- Höfum kaupendur að 4 og 5 herb. íbúðum með 7—900 þús. kr. útborgun. Höfum einnig kaupendur að einbýlishúsum, raðhúsum eða sérhæðum með allt að 1. millj. kr. útborgun. TRYGGINGAR OG FASTEIGNIR Austurstræti 10 5 hæð. Sími 24850. Kvöldsími 37272. V í S IR . Þriðjudagur 12. október 1965. ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ: \

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.