Vísir - 21.10.1965, Blaðsíða 4

Vísir - 21.10.1965, Blaðsíða 4
V í SIR . Fimmtudagur 21. október 1965. Opið bráf til dómsmálaráð herra Jóhanns Hafstein frá Ragnari Ásgeirssyni, ráðunaut Reykjavík, 17. október 1965. Dómsmálaráðherra Jóhann Hafstein. Ég er yður þakklátur fyrir ávarp yðar í útvarpi í síðastlið- inni viku vegna hinna geigvæn- legu og slvaxandi umferðar- slysa í landinu. Það hlaut að koma að því, að jafnvel æðsta manni dóms og laga hlvti að ofbjóða, og þér eruð hinn fyrsti dómsmálaráð- herra, sem finnur sig knúinn til að ávarpa alþjóð, í tilefni af þessurn ’ þjóðfélagsvanda. Þér segið I ávarpi yðar, að margt gott hafi verið lagt til þessara mála, én ljóst er, að betur má ef duga ska! — og að því ,.skal stefnt“. Mun það eiga að skil.ia sem loforð yðar, sem dómsmála- ráðherra, og þér eigið skilið þökk alþjóðar, ef þér standið drengilega við það. Mér er ekki ljóst, að fyrirrennarar yðar í hinu háa embætti hafi yfirleitt hafst neitt að I þessu máli, sem snertir öryggi landsmanna svo mjög. , Þegar ég svo, fyrir tveimur. 'dögúm, las ávarp yðar í ,',Vísi“, verð ég að viðurkenna, að mér fannst það veikara en skvldi. Aðeins bón um ,,að sýna hver öðrum tillitssemi I umferðinni“. En ekki minnzt einu orði á aðal- orsök allra bílslysa hér á landi: Hinn ofsalega drykkjuskap margra manna, sem aka bílum. Hér eru drykkjusjúkir menn — alkohólistar — á öðru hverju strái, og ef þeir ná að komast I bíla, drukkn'r og setja þá í gang, þá er voði vís öllum, sem verða á vegi þeirra, líka öllum þeim, sem sýna „kurteisi og tillitssemi" I umferðinni. Of- drykkja er geysilega út.breidfl hér á landi, sjúkdómur af verstu tegund, mjög erfitt að lækna hann og sjúklingarnir háskalegir fyrir umhverfi sitt. Þó eru þess- ir sjúklingar langháskalegastir, ef þeir komast á bílum út i um- ferðina. Þá sýna þeir enga til- litssemi, og eru allt of mörg sorgleg dæmi héðan um það. 'jjfcg hef á síðastliðnum hálfum mánuði verið í námunda við tvö stórslys, sem urðu af völd- um þessara vesalings alkohól- ista. Hið fyrra varð í Bænda- höllinni, og það hafði nær kost- að forstjóra Ilótel Sögu lífið. Vesalingurinn, sem olli því. var út. úr drukkinn og slangraði inn á hæð Búnaðarfélagsins, cn var strax leiddur út þaðan. Andar- taki síðar reyndi hótelstjórinn að Iosa húsið við manninn, sem þá brást hið versta við og steypt.i sér vfir handriðið og tókst að draga hótelstjórann, v?r rG"”''? b’?v‘?’.?. Iion um, með ^ér f fallinu, sem hæg- Iega gat kóstað báða lífið, Blaða maðurinn frá Morgunblaðinu sagði svo frá þessu morguninn eftir, að þetta hefði verið gestur á "hótelinu og hann hefði verið „pit.thvað miður sín“. Um hitt slysið, á Langholts- veginum, gét ég.ékkí rætt, þar. sem það snerti mig og fjölskyldu mína djúpt og af hlauzt það tjón, sem aldrei verður bætt. — Það mun hafa orðið orsök til þess að þér, dómsmálaráðherra, gáfuð út. ávarp yðar til þjóðar- innar. Það virðist bersýnilegt, að umferðalöggjöf landsins er orð- in úrelt með öllu, enda vfst upphaflega miðuð við hægara farart.æki, en ekki við þann ofsa- hraða, sem einkennir umferð nútímans, á landi, sjó og í lofti. Þó værj máski ekki vonlaust, ef alltaf væri um allsgáða menn að ræða í umferðinni, en þegar vesalings drykkjumennirnir eru víða við stýrið í farartækjum, er ekki von að vel fari. Þér ■ eruð nýlega tekinn við hinu háa og ábyrgðarmikla emb- ætti yðar, og máski ekki von, að t'ér hafið nnn kynnzt öllum vandamálum í umferðinni t. d. því hve almennt það er, að ölv- n'ir v'-'" '•t'ómi bifreiðum, Því sneri ég mér, eftir að slvsið varð á I angholtsveginum, til lög- reg'unnar h«r f bæ og bað um upplýsingar um, hve margir bíl- stjór'r hefðu ver'ð tcknir fast.ir vegna ölvunar síðastliðin tvö ár. Þvf var greiðlega svarað. Arið 1964 voru 677-bilstjórar handteknir fyrir ölvun við akst- ur. Það sem af or þessu ári var, 7. október, búið að handtaka 403 vegna þess sama. Yður, dómsmálaráðherra. hlýt ur að blöskra bessi tala og þó má vafalaust hækka hana mikið hér I bæ, því lögreglan nær aldrei til allra, sem aka bflum ölvaðir. Frá öðrum kaupstöðum og sveitum er sama sagan, því drykkjuskapurinn er um allt land. Lögreglumenn eru víst flestir af vilja gerðir í að frafnkvæma skyldu sína I umferðinni, en þeir eru of litils megnugir gagnvart þessu, og dag eftir dag eru geymslurnar fullar, þar sem þessir drykkjusjúklingar eru geymdir, unz af þeim rennur og þeim er sleppt út aftur, svo þeir geti á ný komizt á túr. Hafi ökuleyfi verið tekið af ölvuðum bílstjórum, líður oft ekki langur tfmi, áður en þeir labba upp í sakadómaraembættið eða ráðu- neytið til þess að ná í ökuskír- teini sitt aftur, og virðast ótrú- lega oft fá það fljótlega. Ég veit þess dæmi, að maður var tekinn fastur fyrir ölvun við akstur hér í Revkjavík fyrri part dags og spint að kvöldi sama dags var hann aftur tekinn drukkinn ak- andi bíl í næsta lögsagnarum- dæmi. í slíkum tilfellum verður lögreglan og dómsvald að at- hlægi. Fyrir mörgum árum vissi ég, að flugmaður var tekinn fastur fyrir ölvun við akstur og sviptur ökuleyfi. En hann mátti fljúga eftir sem áður, því leyfis- svipting'n náði aðeins til bif- reiðaaksturs, en ekki til flugvél- ar. JJIutur blaðamanna og blaða er vesæll í þessum málum. Þeirra á að vera að skapa heil- brigt almenningsálit gagnvart öllu, sem miður fer. í þessum málum, sem snýr að hinum ölv- uðu bílstjórum, er eins og blöð og blaðamenn haldi hlífiskildi yfir þeim, t.d. með því að birta aldrei nöfn þeirra, nema þegar afbrotin eru svo geigvænleg, að með engu móti verður hjá því komizt. Ekki veit ég, hvort þetta eru bein samtök blaða- manna, eða fyrirskipanir til þeirra frá æðri stöðum. Að birta nöfn þeirra, sem sviptir eru öku leyfi vegna ölyunar, er ekki að- eins sjálfsagður hlutur, heldur bæri einnig að skylda það emb- ætti, sem með þessi mál fer, að auglýsa opinberlega, þegar hin- ir dómfelldu fá ökuleyfi aftur. Það vekur illan grun, að þegar rannsókn Langh ol ts vegarslyss- ins var likið í Sakadómi Reykja víkur og Morgunbl. óskaði að fá nöfn' sakborninganna þriggja til birtingar, þá er bví neitað, og blaðið verður að fá „nöfn beirra eftir öðrum Ieiðum“. Slík hlífð við afbrotamenn vekur illan grun. Fulltrðj nmferðardeildar bæj arverkfræðings, hr. Pétur Svein- björnsson upplýsir, að ölvun og of hraður akstur, valdi 95% um- ■ ferðaslysa. Öllum heilbrigðum mönnum ætti að vera ljóst, að það þarf að finna ráð til að fjarlægja þessa ofdrykkjumenn úr um- þar fyrir, ýmist fótgangandi, á ferðinni, sem eru að flækjast hestbaki eða akandi bílum sín- um. Stiórnendur vátrvggingafé- laga hafa tekið á sig nokkra rögg, því að vonum svíður þeim sárt hið mikla fjárhagslega tjón félaga sinna. Þeir stofnuðu til sýninga rétt eftir að Langholts- vegarslysið varð. Drápsvélarnar slvsabifreiðirnar voru fluttar á almannafæri. Án þess að ég hefði nokkra hugmynd um þá JÓNAS KRISTJÁNSSON: MAÐURINN, MANNFELAGIÐ 0G MENNINGIN Jþekkt er tilraun, sem félags- fræðingurinn M. Sheriff gerði (1953) á sumardvalarheim ili fvrir tólf ára stráka. Þar voru 24 drengir, sem höfðu ekki þekkzt áður, en allir voru þeir frá sambærilegum þjóðfélags- stéttum. Fyrstu þrjá dagana höfðu dreng imir nóg tækifæri til að kynn- ast hver ,öðrum og draga sig saman í kunningjahópa. Eftir þennan tíma var hver fyrir sig spurður að því, hvaða drengjum honum geðjaðist vel og bezt að og hvaða drengjum honum geðj aðist illa og verst að. Slíkar spurningar eru tíðkaðar í hinni svonefndu sociometríu, sem fundin var upp af J. L. Moreno 1934, og niðurstöðurnar eru lagð ar fyrir f sérstökum teikningum — sociögrömmum. Á gruntívelli þessara spurn- inga var strákahópnum skipt í tvennt. 1 hvorum hóp fyrir sig voru strákar, sem ekki geðjað- ist vel hver að öðrum. Við skipt inguna var sem sagt skorið á þau vináttubönd, sem höfðu hópurinn alveg út af fyrir sig. Á þessum tíma fór að myndast ákveðin uppbygging í hvorum hóp. Einn strákur tók að sér hlutverk leiðtogans, valdi sér hjálparmenn og fór að stjórna með hegðun hinna drengjarina í innan hópsins, en í upphafi höfðu 65% verið utan hans. Næstu fimm dögum var þann ig varið, að hóparnir voru leidd ir saman til kappleikja. Þá kom tvennt í ljós. í fyrsta lagi héldu hóparnir nú hvor fyrir sig afar vel saman. 1 öðru lagi sýndu hóparnir hvor öðrum óvild og jafnvel óþægilega fjandsemi, Hnífilyrðin fuku og nafn hins hópsins varð að skammarvrði sýningu, lá leið mfn þar um, þar sem bifreiðin stóð, ötuð blóði náins látins vandamanns og ættingja, en í kringum hana var forvitið fólk á öllum aldri, hlæjandi og flissandi. Hefur mér ekki verið gerð meiri skap- raun. Við sýningarnefnd þessa hefði ég viljað segja: Gerið aldrei slíkt aftur. Slíkar sýningar hafa engin á- hrif á þá, sem þeim er ætlað að verka á, en gætu haft hroðaleg áhrif á aðra, máske þá sem sízt skyldi. — Eftir blaðafregnum að dæma hefur ölvun við akstur sjaldan verið meiri en eftir að þessi ,,sýning“ var haldin. Einn daginn teknir níu alkohólistar úr umferðinni. Nær hefði stjórn- endum vátrvggingaféláganna ver ið að snúa sér til réttra aðila: Löggjafavaklsins og yðar, til að knýja fram varnir gegn þessu ægilega böli, sem ég ræði hér um JTJómsmálaráðherra. Ég hef tekið nærri mér að skrifa yður þetta bréf. En mér fannst að ég yrði að gera það. Ekki eingöngu mín vegna, held- ur einnig vegna allra annarra, sem eiga um sárt að binda vegna bifreiðaaksturs ölvaðra manna. Og þá ekki sízt vegna þeirra, sem lifa og eru í sífelldri hættu á götum og strætum. Aðgerðin gegn þessu þjóðar- böli verður að koma ofan frá, frá Alþingi — og frá yður. Það er von mfn, að alþingismenn, sem nú eru nýkomnir til þings, gefi sér tíma til að lesa þetta bréf til enda. Fyrrverandi dóms- m^'T-áðherrar virðast. ekkj hafa látið þessi mál neitt til sín taka. En nú hefir hin þungá ábyrgð, að trvpwía iff '•a limi saklauss fólks gegn alkóhólistunum í um ferðinni flutzt yfir á yðar ungu herðar, og það er von allra, að þér bognið ekki undan þvngslun um. Að sfðustu endurtek ég þökk mína fyrir ávarp yðar, því ég hvge. að bér séuð maður. sem ekki lætur sitia við orðin tóm. Ragnar Ásgeirsson. -k Drengirnir í sumarbúðunum myndazt fyrstu dagana. Margir strákanna létu óánægju sína í ljós hástöfum. Það, sem vakti fyrir félagsfræðingnum, var að skapa skilyrði, sem ekki virtust vera heppileg til mvndunar sam stæðs hóps. Næstu fimm daga bjó hvor hópnum. í hvorum hóp myndað ist félagsandi, meðlimirnir fóru að lítr á þátttöku sína í hópn um sem mikiiyæga. í lok þessa tíma gaf nú socio- metrisk tilraun til kynna, að 90% vináttutengslanna væru nú f hvorum hóp fyrir sig. Slags- mál komu fyrir. Spennan jókst þessa fimm daga og nú leið að lokum sumarleyf isdvalarinnar. Félagsfræðingur- inn stofnaði þá til sameiginlegs átaks beggja hópanna, í fyrsta lagi við að leggja vatnsleiðslu við erfið skilyrði, og í öðru lagi með því að tefla hópunum sam eiginlega fram í íþróttakeppni við rtr-ika úr öðrum sumarbúð um. Féll þá allt aftur í ijúfa löð milli hópanna tveggja og þannig endaði sumarleyfið. Meðal atriða úr niðurstöðum Sheriffs má telja þessi: 1) hóp arnir byggðust upp á örskömm um tíma. 2) uppbyggingin var samfara tilfinningu þátttakend- anna um gagnkvæma nálægð og traust. 3) hvor hópur myndaði sjálfkrafa með sér verkaskipt- ingu þátttakendanna, 4) sam- hvgðin innan hvors hóps var í réttu hlutfalli við andúðina milli hópanna. 5) Fyrir hverjum þátt takanda urðu meðlimir hins hópsins fjarlægari en áður, þeir féllu í áliti, og einstaklingsein- kenni þeirra hurfu í skugga þess að þeir voru þátttakendur í hin- um hópnum. Þessar tilraunir hafa síðan ver ið útfærðar nánar og þær eru taldar gefa ábendingu um upp- byggingu mannfélagsins sjálfs.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.