Vísir - 21.10.1965, Blaðsíða 16

Vísir - 21.10.1965, Blaðsíða 16
 Frá sýningunnl f Domus Medica Börnin bursta tennumar upp úr fiuorhlöndu 1 fyrra var byrjað að láta börn í bamaskólum Reykja- vlkur bursta tennumar upp úr flúorblöndu. Var þetta gert f nokkrum barnaskól- anna, en í vetur er stefnt að því að láta þetta ná til allra bamaskóla borgarinnar. Vísir spurði Hauk Benedikts son framkvæmdastjóra Heilsu- verndarstöðvarinnar nánar um þessi mál, en Heilsuverndarstöð in hefur yfirstjórn heilsugæzlu í skólum. — f vetur eru 5 tannlæknar starfandi hjá tannlæknaþjón- ustu skólanna og fara þeir á milli barnaskólanna, Um tann- viðeerðir i skólum er ekki að ræða, en tannlæknarnir taka börnin og láta þau bursta tenn- urnar upp úr flúorblöndu og kenna þeim jafnframt að bursta tennurnar rétt. Hefur þetta ver ið gert víða erlendis og gefið góða raun. / Tekur tannlæknirinn 3—5 börn í einu og lætur þau bursta tennurnar upp úr flúorblöndu sem upplevst er í vatni. Er stefnt að því að hægt verði að láta börnin bursta tennurnar á þennan hátt tvisvar til þrisvar á ári. — Sem stendur fara engar tannlækningar fram í barna- skólum og stafar það af tann- læknaskorti. Borgin greiðir aft ur á móti helming kostnaðar á r.annviðgerðum barna á barna- skólaaldri — Framundan er að fjölga tannlæknum og eru þrír nýir tannlæknar væntan- legir í skólana á næsta ári. Eru það tannlæknar er notið hafa námsstyrkja frá borginni. gegn því að vinna síðan í skólunum jafn mörg ár og þeir nutu styrks Eru nú í allt 15 nem- endur með styrk frá borginni og er þeir hafa -lokið námi þá er vonandi hægt að taka að nýju upp tannviðgerðir í skól um. Krufningsskýrsla hefur borizt sakadómaraembættinu varðandi konuna, sem fannst Iátin f Sel- búð 3 s. 1. laugardagsmorgun. Úrskurður læknanna, sem krufðu líkið hljóðar á þá lund að konan hafi látizt af heila- blæðingu, og telja að heilablæð ingin hafi getað orsakazt af höggi Þegar lögreglan kom að líkinu á laugardagsmorguninn sást lít ilsháttar fyrir áverka á nefi konunnar ofanverðu, en aðrir áverkar ekki sjáanlegir. Sverrir Einarsson hefur með ® rannsókn þessa máls að gera. Hann skýrði Vfsi frá því í morg un að eiginmaður hinnar látnu konu sæti í varðhald og hefði gert frá því er hann var hand tekinn á laugardaginn. Sverrir sagði, að yfirheyrslur yfir hon- um stæðu enn yfir, en hann teldi sig muna óljóst atburði næturinnar, enda mjög drukk- inn. Eitthvað rámar hann þó í að til átaka hafi komið milli þeirra hjóna, en allt er það meira eða minna þokukennt Sjémaðuriitn éfundinn Ekkert hefur spurzt til Á'sgríms Halldórssonar sjómanns frá Akra ] nesi, sem Seyðisfjarðarlögreglan hefur lýst eftir. Fór hann frá borði skips síns, Önnu frá Siglu- firði er lá á Seyðisfirðl að morgni hins 13. október og síðan hefur enginn orðið var við hann. Höfnin á Seyðisfirði hefur verið slædd og sporhundurinn Nonni hefur leit- Fftrnntudagur 21. október 1965. Fyrirlestur um Churchill í dug í dag kl. 5.30 mun brezki sjó- liðsforinginn og rithöfundurinn Gerald Pawle flytja fyrirlestur um Winston Churchill og styrj- öldina í 1. kennslustofu Háskól- ans. Er fyrirlesturinn opinn öllum almenningi en hann er fluttur á vegum Angliu. Gerald Pawle var vel kunn- ugur Churchill og ferðaðist mik- ið með honum um Miðjarðarhafs löndin meðan á styrjöldinni Framhald á bls. 6. ^VAAAAAAAAA^W^WWN. Frá fundi sölu- og auglýsingafuiltrúa F.f. Á myndinni eru frá vinstri); Sveinn Sæundsson blaðafulltrúi, Gylfi Adólfsson fulltr. í Bergen Skarp- héðinn Ámason fulltrúi f Os!ó, Dieter Wendler fulltr. f Frankfurt, J óhann Sigurðsson fulltr. í London, Ólafur Jónsson fulltr. í Giasgow, Ingvi M. Ámason fulltr., Birgir Þorgilsson deildarstjórl, Öm O. Johnson forstjóri, Einar Helgasion deiidarstjóri, Jóhann Karl Sigorðsson fuUtrúi ísafirði, Vilhjálmur Guðmundsson fulltr. Kaupmannahöfn,, Jóhann Gíslason deiidarstjóri, Birgir Óiafsson skrifstj.stj., Krisíinn Jðns son fulltr. Akureyri. -------<S> í gærmorgun hófst f Reykjavík hinn árlegi fundur sölu- og auglýs ingafulltrúa Flugfélags fslands. Til fundarins eru mættir alUr skrif- stofustjórar félagsins erlendis auk nokkurra fulltrúa frá Reykjavík og utan af landi. Á fundi þessum er rædd sölu- og auglýsingastarfsemi félagsins, árangur sem náðst hefur og áætl- anir gerðar um framtíðarstarfið. Flugfélagið heldur fundi sem þennan á hverju hausti. i vík, á vorin halda nokkrir ■j«ssara aðila fundj erlendis og var sá fundur haldinn s. I. vor í Erank- furt. Fundi þeim sem nú stendnr yfir lýkur annað kvöM. . Læknatækjasýning í Domus Medica í morgun var opnuð sýning i læknahúsinu, Domus Medica á ýmsum rannsóknarstofuáhöld- um, sem era og væntanlega verða á íslenzkum sjúkrahús- um. Hefur sýning þessarar teg- undar ekki verið haldin hér á iandi um margra ára skeið. Á sýningunni eru mörg ný læknisáhöld, sem eru nú i notk un á sjúkrahúsum hinna Norður landanna, eins og talningartæki blóðkoma, gervinýra ,ýmis skurðáhöld o. fl. Það eru sænsku fyrirtækin AB Lars Ljungberg & Co og Viggo Aktiebolag, sem standa fyrir sýningunni og eru þrír full trúar fyrirtækjanna staddir hér á landi nú. Sýningin er haldin í fyrirhug uðum fundarsal Domus Medica, sem læknafélagið lánaði til sýn ingarinnar Var lagað til og hreinsað í fundarsalnum, ljósum og borðum komið fyrir en inn- rétting hússins er rétt á byrjun arstigi. Er þó búið að ganga frá því að mestu að utan. Mun sýn ingin standa yfir í vikutíma, einnig yfir helgina og er fólki bent á að gengið er inn í húsið frá Egilsgötu. í Langholtsskólanum i morgun: Engilbert Guðmundsson tannlæknir og Guðlaug Ólafsdóttir að- stoðarstúlka hans segja tveimur litlum stúlkum hvemig þær eigi að bursta tennumar rétt úr flúor.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.