Vísir - 21.10.1965, Blaðsíða 8

Vísir - 21.10.1965, Blaðsíða 8
8 tm VÍSIR . F'aiaiudr.^ur 21. o'ctúber 1865. VISIR Otgefandi: Blaðaútgáfan VÍSIR Framkvæmdastjóri: Agnar Ólafsson Ritstjðri: Gunnar G. Schram Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinson Fréttastjðrar: Jónas Kristjánsson Þorsteinn ó. Thorarensen Augiýsingastj.: Halldór Jónsson Sölustjóri: Herbert Guðmundsson Ritstjóm: Laugavegi 178. Sími 11660 (5 linur) Auglýsingar og afgreiðsla ihgólfsstræti 3 Áskriftargjald: kr. 80,00 á mánuði innanjands 1 lausasölu kr. 7,00 eintakið Prentsmiðja Vlsis — Edda h.f. Nýir skólar Á Alþingi í fyrradag gerði Einar Olgeirsson skóla- byggingarnar að umræðuefni, taldi ástandið í skóla- byggingarmálum þjóðarinnar mjög bágborið og væri það sök núverandi ríkisstjómar og stefnu hennar. Því skal hér ekki á móti mælt, að enn skortir skóla í sveitum til þess að öll ákvæði fræðslulaganna um skólaskyldu séu þar fullkomlega framkvæmd. Hins vegar heyrir það mál ekki undir ríkisstjórn landsins á hverjum tíma heldur er það undir sveitarstjórnun- um komið, hvort ákvæðum laga um skólaskyldu er framfylgt. Fram hjá þeirri staðreynd gekk Einar 01- geirsson í málflutningi sínum. Átaldi þessi leiðtogi Alþýðubandalagsins það mjög, að í Reykja- vík væru skólabyggingar látnar sitja á hakanum með- an leyfð væri hömlulaus fjárfesting heildsalanna, eins og hann orðaði það. JTæstir munu skilja nema Einar hvers vegna fleiri skólar hlytu óhjákvæmilega að rísa í höfuðborginni, þótt verzlunarbyggingar væru takmarkaðar, en það er önnur saga. Hitt kemst foringi Alþýðubandalags- ins ekki upp með ámælislaust, að fullyrða að framlög til skólamála hafi farið minnkandi síðustu árin. Það eru beinar rangfærslur. Árið 1959 var framlagið til barna- og gagnfræðaskóla 16.7 milljónir króna. Á þessu ári er það hins vegar 110 millj. króna. Þótt byggingarkostnaður hafi farið hækkandi sér þó hver maður, að hér er um mikla raunverulega hækkun á framlaginu að ræða. Það er margfalt hærra en þeg- ar Alþýðubandalagið og Framsóknarflokkurinn fóru með yfirstjóm skólamálanna. Á haftaárunum eftir styrjöldina fékkst varla einn skóli byggður í Reykja- vík á fimm árum. Nú er hins vegar einn skóli, á stærð við Laugarnesskólann, byggður árlega hér í borg. Sú staðreynd sýnir og gleggst hin miklu umskipti til hins betra sem orðið hafa í skólabyggingarmál- um höfuðborgarinnar. . Minnkandi stjórnkostnaður ]\|orgum hefur vaxið í augum útþensla ríkisbákns- ins og kostnaðurinn við stjórnsýslu ríkisins. Þess vegna koma þær upplýsingar þægilega á óvart, sem Magnús Jónsson birti í hinni ítarlegu fjárlagaræðu sinni, að kostnaðurinn við stjórn ríkisins er minni hluti ríkisútgjaldanna síðustu árin en áður var. í fjár- lögum nú er hann aðeins ætlaður 10.5%, en var allt upp í 15% fyrir fáum árum. Þetta er lofsverð þróun og gott til þess að vita, að fjármálaráðherra hefur fullan hug á því að halda henni áfram eins og stofn- un hinnar nýju hagsýsludeildar við fjármálaráðuneyt- !ð sýnir. Trú og matur í Israel Sabra kallast gómsætir ávextir kaktusplöntu í ísrael. Þar í landi segja menn, að þessir ávextir séu eins og hinir innfæddu Gyðingar í landinu, hrjúfir að utan en sætir að innan. Cíðan Baháulláh, upphafsmað ur Bahái trúarinnar, var gerður útlægur árið 1868 til Akka í Palestínu, hefur ísreal verið miðstöð Baháí og áfanga staður pílagríma þeirrar trúar. Baháí er annars upprunnin í Persíu og má skoða sem ný- tízkulegt afbrigði af Múham- meðstrú á svipaðan hátt og únitarisminn er nýtízkulegt af- brigði af kristinni trú. Baháí trúin segir, að trúar- legur sannleikur sé ekki endan legur heldur háður framþróun inni. Hún segir, að guð mennti mannkynið smám saman og sendi f því skyni spámenn með reglulegu millibili til mannkyns ins til þess að boða hin nýju sannindi. í röð þessara spá- manna eru sagðir Móses, Sara- þústra Búdda, Kristur, Múfeam eð og Baháylláh, en sérhver þeirra á að hafa komið með kenningar, sem hæfðu þeim tíma, sem þeir lifðu. Báháí gerir ekki kröfu til þess, að áhangendur trúarinn- ar leggi niður sín fyrri trúar- brögð, heldur leyfist mönnum að vera í hvaða trúarsöfnuði, sem er, auk Baháí. Ýmis önnur atriði éinkenna Baháí, svo sem krafan um sameiningu mann- kyns, krafa um sannleiksleit, fordæming á hjátrú og fordóm um, stuðningur við raunvísindi, jafnrétti, skólaskyldu, ein- kvæni, eitt alþjóðatungumál og fleiri óskylda hluti. Baháí er prestalaus trú. I Haifa er ein helzta miðstöð Baháítrúar við skrín Bábs, helzta plslarvotts trúarinnar. Þak ^ússins er úr gullplötum, Teikning af helgidómi Baháí-trúar í Haifa musterinu yfir skríni Bábs enda eru áhangendur trúarinn- ar margir hverjir stórauðugir menn í Bandaríkjunum og víð- Jsrael er land trúarinnar og þar sést fleira en Gyðing- dómurinn einn Víða í ísrael eru helgir staðir og eru sumir helg- ir Gyðingum, aðrir kristnum, enn aðrir áhangendum Allah og tveir helgistaðir Baháí-trú- ar eru í landinu. Loks eru ýms ir staðir helgir I fleiri en einni trú, svo sem Síons-fjall, sem Gyðingar, kristnir menn og Múhameðstrúarmenn hafa helgi Nazaret er borg hinna mörgu trúarbragða. á. Jerúsalem er raunar helg borg í augum allra þessara trú- arflokka. í borginni Nazaret í Galíleu, uppvaxtarborg Krists, mætast helztu trúarbrögðin. Þar eru kommúnistar mjög fjölmennir og er þetta eina borgin í ísra- el, þar sem borgarstjórinn er úr flokki þessarar veraldlegu trúar. Flestir íbúanna eru að öðru leyti Múhameðstrúar og bærinn er að miklu leyti ara- biskur. Þama er einnig krist- inn, trúflokkur, sem leggur mikla rækt við minninguna um Jesúm Krist. Þar er hægt að sjá hellinn, sem fjölskylda Krists á að hafa búið í, verk- stæði föður Jesú, og staðinn, þar sem engillinn boðaði Maríu fæðingu frelsarans. Þar er nú verið að reisa stórkostlega mikla basilíku, Boðunarkirkj- una, og standa kaþólikkar í Bandaríkjunum aðallega að þeirri smíði Þar sem Naza- ret er í ísrael, er um leið sjálf- gert, að þar er einnig söfnuð- ur Gyðinga. Þá eru enn ótaldir Drúsarnir, sem búa þar, en trú þeirra bannar þeim að segja nokkuð frá. í hverju trú þeirra felst. Tjetta var smávegis um trú- arbrögðin í ísrael, og þá er hendi næst að minnast á matinn, sem er mannsins meg-" in. ísraelsmenn borða yfirleitt upp á evrópsku og hótelin þar hafa yfirleitt evrópskan mat á matseðlinum. Flest hótel landsins og þar á meðal öll hin beztu gera þó nokkur frávik frá því og hafa svonefnda Kosh er-eldamennsku. en það felur í Frh. á bls. 6. •.Txzaaafg..-

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.