Vísir - 22.10.1965, Blaðsíða 3

Vísir - 22.10.1965, Blaðsíða 3
VI S IR . Föstudagur 22. október 1965. Yfír landið Þú sezt aS morgni inn i de Havilland-vél Flugsýnar, „Norð- firðing“ — fyrirvaralaust, grip- ur með þér myndavél, og þú verður að komast í einum grænlogandi austur á firði, þar. sem síldin veður upp i land- steinum. Þar ber þér að afla frétta af sildarvígstöðvunum á sama hátt og fréttaritari News Chronicle er sendur til Pakistan tll að fylgjast með hemaði — eða eitthvað þvíumlíkt. 1 þetta sinn — sem undanfar- in örfá skiptl — var brugðiö út af þeirri venju að fljúga beint á Norðfjörð. Þokan austfirzka var ekkert grin þennan dag sem undanfarinn hálfan mánuð. Flugkapteinninn bjóst við að verða fljótur. Engin flugfreyja var um borð — það var nú lóðið. Farþegar byrjuðu að háma í sig dagblöðin fljótlega eftir að borgin hvarf sjónum — blöðin eru nefnilega svo jarðbundin eins og flestir vita — þau gefa snertingu við það, sem gerist á jörðinni. Æðandi ský leystust í sundur og þéttust á víxl. Þegar rofaði til, kom hálend- ið í ljós i haustfegurðlnni, þar sem skiptust á fjöll og jöklar, fljót og vötn, hraun og sandar, eldgýgir og eyðisandar. Þetta orkar alltaf sterkt, séð úr há- loftinu — maður er kominn Inn í aðra veröld, annað andrúms- loft, hrifinn út úr hversdags- gráma, vananum — það er dýr- legt. Austfirðingurinn sessunautur- inn, virtist þekkja landið út í fingurgóma — hann kvaðst „Margt býr í þokunni“. Horft ofan af Oddskarði, rétt áður en hcilsað var upp á sildina í velferðarríkinu. (Myndir: stgr.). „Norðfirðingur“ — de Havilland Flugsýnar, ein skemmtilegasta flugvéi íslenzka flugflotans — flýgur daglega veður leyfir. Yfirleitt er flogið beint á Norðfjörð, en í þetta sinn settist hún á flugvellmum á Egilsstöðum. • Austfjarða, þegar hafa flogið svo oft þessa leið. Hann benti og talaði um fjöll- in ýmist eins og mannpersónur eða tröll. Svo þegar Austur- landið lá fyrir neðan, ljómaði hann eins og bam. Hann var að koma heim sin til að sunn- an, heim í heiðardallnn. Hann var haldinn staðbundlnni föður- Iandsást greinilega. Það var flogið yfir Eiríks- staðl í Jökuldal og á hægri hönd var Fljótsdalur og nú birt- ist Lagarfljótið grágrænt, og tign Fljótsdalshéraðs kom í ljós. Selflutningur um Fagradal yfir á Reyðarfjörð, angandi af síld, og þaðan til Eskifjarðar og yfir Oddskarðlð, þar sem and- rúmsloft austantjaldsríkis byrj- aði ... og þokan og síldin ... — stgr. « •' •" •' •' •y'f' ~"s' y<' •• y'Kf'-"' S • ............................................................................... /S 'z - W ' 'S '' Wwjk v ' í'J'a' ' ' y , Við suðausturrönd Hofsjökuls: Til vinstri sést jaðarinn á Hjartar- felli, en á hægrl hönd er jaðar Jökulbrekku (nær á myndinni) og fjær sést hluti af Arnarfelli hinu mikla. Sprungurnar í skriðjökl- inum voru með ýmsum blæbrigðum: minntu jafnvel á abstrakt- listvefnað. Föstudagsgreinin Framh. af bls. 7. á það sem ófyrirgefanleg mis- tök. Þeir eru enn brezk nýlenda og nú berjast þeir fyrir því einu, að fá að losna úr sam- bandi við Breta, sem þeir telja valda að öllum óförum sfnum. Þegar Ian Smith vann sinn mikla kosningasigur í Suður- Rhodesiu fyrir l]/2 ári síðan þá byggðist það á andúðinni sem upp var komin á brezku nýlendustjórninni. Stefna hans var og er enn fullkominn að- skilnaður frá Bretlandi, til þess. að hinir hvítu landnemar gætu einbeitt sér að því að halda svertingjunum í skefjum. í kosningum þeim sem fram hafa farið í Rhodesiu hafa næst um aðeins hvftu mennirnir haft kosningarétt. Þeir eru um 220 þús. í landinu eða litlu fleiri en íslendingar en þar búa líka um 4 millj. svertingja. Þá er talið að um 2 þús. pólitískir leiðtogar svertingja sitji í fangabúðum f landinu. Ástand- ið í Rhodesiu er þannig aðeins áframhald af þeirri svertingja- kúgun sem tíðkast í Suður-Afr- íku. Qg nú kemur Ian Smith norður til London og krefst þess að Bretar gefi landi hans sjálfstæði. Hann bendir á þá einkennilegu staðreynd, að þeir gefi öllum svertingja- þjóðunum sjálfstæði, en þegar hvítir landnemar með brezkt blóð f æðum komi og vilji njóta sama réttar, þá sé brezka stjómin tregari. Wilson forsætisráðherra svar ar Smith með því að benda á þær 4 millj. svertingja, sem séu í landinu og segir að Bretar séu ekki fúsir að gefa landinu sjálfstæði fyrr en allir íbúarn- ir njóti pólitísks frelsis. En Smith svarar því aftur til, að svertingjarnir séu ekki nógu þroskaðir til að kunna að fara með atkvæðisrétt sinn Það verði fyrst hægt að veita þeim þau réttindi er þeir hafa tekið meiri stjórnmálalegum þroska eftir svo sem 15-50 ár. Þannig slitnar upp úr samn- ingum og Ian Smith snýr heim, virðist ákveðinn í að Iýsa nú einhliða yfir sjálfstæði lands- ins, án þess að biðja Breta frek ar leyfis. Það hefur verið sagt að þetta sé í fyrsta skipti síð- an Bandaríkjamenn gerðu upp- reisn gegn ensku krúnunni, sem slíkir atburðir hafa gerzt. Og víst er, að Bretar eru f hin- um mesta vanda, hvaða gagnráð stafanir þeir eigi að gera gegn slíkum mótþróa. Hinir hvítu landnemar eiga í rauninni mikla samúð manna uppi í Eng landi. bví að þeir eru samland- ar sem eiga hættur og voða yfirvofandi En á móti kemur hinn sterki straumur sjálfstæð ishreyfingar svertingjanna og hitt að örðugt er að fallast á að lítill minnihluta hópur eigi að drottna yfir milljónaþjóð f, l svertingja. XTér stendur bardagi yfir milli kynþáttanna, hann færist óðum nær höfuðvirki hvítu mannanna í Suður-Afrfku. Við vitum ekki, hvað framtíðin ber í skauti sínu í þessu efni vel má vera að þarna verði háð ar blóðugar styjaldir. Og engin vandamál verða leyst þó hinn hvítj minnihluti hafi sitt fram í Rhodesiu, hinn svarti straum- ur mun sækja á. Að vísu er talið að nú sem stendur geti hvítu landnemarnir í Rhodesiu bælt óróa svertingja þar niður með lögregluvaldi, en hvað lengi geta þeir það? Er ekki þessi leikur hvitra manna að reyna að halda völdum sínum , t svörtu álfunni fýrirfram tap- aður. Þorstelnn Thorarensen,

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.