Vísir - 22.10.1965, Blaðsíða 4

Vísir - 22.10.1965, Blaðsíða 4
V í S IR . Föstudagur 22. október 19s5. a Haf narminningar P'ftir að allar leiðir heim til íslands lokuðust 1940 færð- ist félagslíf fslendinga i Kaup- mannahöfn smám saman í ann- að horf e áður hafði verið. Þar höfðu um langt skeið ver- ið starfandi tvö félög: Annars vegar var fslendingafélagið, en aðalstarf þess hafði um langt skeið verið að halda skemmti- samkomur mánaðarlega á vetr- um. Þetta voru landamótin svo nefndu og höfðu á sér hlýlegan og dálftið menningarlegan blæ, sem félögum annars staðar í heiminum hefur ekki alltaf tek- izt að halda jafngóðum. Þeir listamenn er á landamótum komu fram, voru venjulega ekki faf lakara taginu Ég man í svip- inn eftir Maríu Markan, Elsu Sigfúss, Stefáni fslending, Har- aldi Sigurðssyni af ísl. lista- mönnum og þeir erlendu voru heldur ekki af verri endanum valdir. Ég minnist Eriings Blön- dals Bengtssonar, er lék hér í gær með Sinfóníuhljómsveit- inni, að hann var fenginn til að spila á landamóti, ungur dreng- ur, gott ef ekki I stuttbuxum, og lék sér með öðrum börnum á eftir. Hins vegar var stúdentafélag ið — Félag íslenzkra stúdenta í Khöfn, elzta stúdentafélag ís- lenzkt — ef ég kann rétt með að fara — en það var stofnað k árið 1893 og er þvl komið tals- vért'á áttunda tuginn. Starfsemi Stúdentafélagsins mátti gseina í tvo meginþætti: annars vegar sérmál stúdenta og hagsmuna- mál þeirra, hins vegar erindi og umræður um menningarmál al- mennt og þá oft um þjóðfélags mál og pólitík. Hefur þessi síð- ari þáttur jafnan verið mun fvrirferðarmeiri. Þegar sam- göngur við ísland tepptust féllu stjórnmálaumræður um samtíð- armál niður af eðlilegum ástæð- um, en erindi og umræður á {fundum beindust að menningar- málum íslenzku þjóðarinn-tr, einkum þeim þáttum þeirra er félagsmenn höfðu áhuga á og töldu sig geta rætt af nokkurri þekkingu. Jafnframt því að tók fyrir eðlilega endurnýjun félags manna þar eð kandídatar kom- ust ekki heim og stúdentar eaki utan, gerðust félagsmenn þrosk- aðri en áður hafði tíðkazt — og umræður á fundum því væntan lega hófsamlegri og viturlegri en stundum áður. Eftir hernám Þjóðverja vakn- aði smám saman með íslending- um í Kaupmannahöfn vitundin um það að einhverra aðgerða væri þörf til þess að auka sam- heldni landa og þjappa þeim þéttar saman. Þeim sem nér eru staddir ! kvöld þarf væntanlega fæstum að kynna þær aðgerðir er vald- ar voru í þessum tilgangi: Ann- arsvegar kvöldvökurnar, sem að jafnaði voru haldnar á hálfs- mánaðar fresti, hins vegar út- gáfustarfsemi, þar sem Frón ber hæst, en ekki má heldur gleyrna söngbókinni, sem ég vona að sum okkar eigi enn og hafi jafn vel með sér í kvöld og frétta- bréfunum sem fjölrituð voru. Til fróðleiks þeim er eigi þekkja til, má geta þess að hver kvöld- vaka snerist um eitthvert ákveð ið efni. Undirbúningsmenn söfn uðu saman margvíslegum fróð- leik, ólíkum þáttum, er allir beindust að þessu efni. Fengnir voru lesarar til að i'—> ^essa þætti á vökunni, en þeir voru tengdir saman af framsögu- manni eða aðalþul kvöldvökunn ar. Ef ég man rétt f jallaði fyrsta kvöldvakan um Bessastaði og var þangað dregið efni úr líkleg- um áttum sem ólíklegum, svo að fáir fóru þaðan án þess að hafa heyrt eitthvað er kom þeim á óvart, eitthvað er þeir höfðu ekki vitað eða hugsað út í áður. Þetta form er afar frjálslegt og getur orðið býsna snjal.t og skemmtilegt í höndum hug- Guðmundur Árnlaugsson. kvæmra manna. Á kvöldvökun um var einnig sungið og voru söngvar framan af fjölritaðir fyrir hverja kvöldvöku jen síðar réðst stúdentafélagið í að gefa út almenna söngbók eins og ég nefndi áðan. En lengst mun þó líklega úl- gáfa Fróns lifa í hugum manna enda held ég að það sómi sér vel í flokki íslenzkra tímarita. Af því komu út tveir árgangar heil- ir og eitt hefti af þeim briðja. Sennilega hefur félagslíf Hafnar íslendinga aldrei staðið með meiri blóma en á hernámsárun- um, það var eins og einangrun- in þrýsti mönnum ósjálfrátt þétt ar í hóp. Auk aðalfélaganna tveggja, Islendingafélags og stúdentafélags voru stofn- uð söngfélag, er starfaði með miklum þrótti og söng á skemmtunum Islendinga og Fær eyinga og í danska útvarpið, róðrarfélag, taflfélag, umræðu klúbbar um fagleg áhugamál og fræðsluflokkar.. Margvíslegir erfiðleikar steðj- uðu að félagsstarfseminni, eink um hin síðari ár stríðsins: tak- markanir á samgöngum, út- göngubönn og fleira er gerði úti- vist á kvöldin erfiða eða ó- kleifa. En þetta hafði furðulítil áhrif, það var stundum engu líkara en mönnum væri því meira í mun að hittast sem það var örðugra. Margir mannfundir þessara ára voru alveg einstaklega fallegir og skemmtilegir. Ég nefni af því er fyrst kemur ? hugann afmæl- ishóf Sigfúsar Blöndals, er hann varð sjötugur, og svo I’slendinga- mótið 17. júní 1944. En þetta eru allt minningar sem eru flest- um okkar sameiginlegar, sem hér erum saman komin í kvöld. ÝMIS ATVIK. ^ðrar minningari er"" snerta sambúðina við Dani og á- standið í Danmörku hernámsár- in eru einstaklingsbundnar og þar gæti hvert okkar sagt sína sögu. Ég stóð ekki í neinum stórræðum, og kom ekki nærri stórtíðindum. Þó kemur sitt- hvað upp í hugann, skyndimynd ir er ég vona að menn virði mér til vorkunnar að ég segi frá, úr því að ég er farinn að rifja upp gamlar minningar á annað borð. Menntaskólinn sem ég kenndi við stóð niðri við Vötn, við Vodroffsvej. Þar sem víðar voru ýmsir bendlaðir við andspyrnu- hreyfinguna, ekki síður nemend ur en kennarar. Eitthvað hafði siazt út um það, að Þjóðverjar hefðu í hyggju að gera razzíu í skólanum og var nokkur viðbún- aður að því tilefni, m.a. ákveðið að kennari í tiltekinni stofu er lá vel við skyldi hafa gætur á aðalinngangi skólans og götunni fyrir framan og hringja skóla- bjöllunni ákaflega ef hann yrði Þjóðverja var. Þá mundu allir kennarar senda nemendur sín i í kjallara eins og um loftárás væri að ræða. Við það mundi verða glundroði, er gerði þeim sem á þyrftu að halda kleift að komast undan eftir öðrum leið- um um háaloft hússins inn í önnur, er sambyggð voru við það. Þessi kænlega ráðagerð kom þó fyrir lítið. Einn morgun er ég var að kenna í stofu við bakhlið hússins, komum við allt í einu auga á einn græn- klæddan uppi á girðingu og síð- an annan þar nálægt og hinn þriðja. Það var greinilegt að at- hygli þeirra beindist að okkar húsi, en ekki grannhúsunum og að þeir áttu að sjá um að eng- inn slyppi út eftir þaki eða um Síðari hluti bakdyr eða .glugga. Enda kom fljött á daginn, að Þjóðverjarn- ir voru komnir inn í skólann öll- um að óvörum. Taugar manna voru allspenntar meðan á heim" sókninni stóð. Við urðum að hafast við þar sem við vorum komin í kennslustofunum. Ekki dró þó til tíðinda — Þjóðverj- arnir fóru sína leið án þess að taka nokkurn með sér, fundu ekki þann sem þeir voru að leita að. En nokkru síðar tók einn kennaranna reiðhjól sitt, hjólaði í burtu og sást ekki meir í skólanum það sem eftir var stríðsins. Og síðar um daginn komu Þjóðverjarnir á ný og voru Eitt minnisstæðasta atvikið úr sögu hcrnámsáranna í Danmörku var Sheli-bruninn. Þar voru til húsa höfuðstöðvar Gestapó í Danmörku. 21 brezk Mosquito flugvél gerði sprengjuárás á þessa miklu bygg- ingu 21. marz 1945. Um 200 Þjóðverjar og danskir Quislingar létu þama lífið, en fjöldi danskra fanga Gestapó siapp út. Loftárásin þótti mikið meistaraverk. Hér sést byggingin í ljósum logum í loftárásinni. Fluttar af Guðmundi Arnlaugssyni, rektor, á Landamóti Dansk- íslenzka félagsins 15. þessa mánaðar þá einmitt að leita þessa manns er hafði gengið þeim úr greip- um á svona hljóðlátan og ó- sögulega hátt. AÍdrei frétti ég hverju það var að þakka, að þeir skyldu ekki hirða hann í fyrra sinnið. I annað skipti er ég var að kenna í þessari sömu stofu vissum við ekki fyrri til en fylking lítilla flugvéla, Mosq- uitovéla, þýtur fram hjá í svo sem 100-200 m fjarlægð, að því er virtist, rétt í hæð við húsþökin. Ekki hafði verið blásið neitt loftvarnamerki — það kom ekki fyrr en góðri stund síðar — en vélunum fylgdi mikill há- vaði og gnýr, enda tæmdust efri hæðir skólans á svipstundu. All- ir flýttu sér í kjallarann, sem mest þeir máttu, allt hið marg- æfða skipulag brotnaði í rúst í einu vetfangi, og mesta mildi að enginn skyldi troðast undir. Enginn vissi hvað undir þessu ferðalagi bjó eða hvernig þess- ar ensku flugvélar höfðu kom- izt fram hjá öllum varnarvirkj- um og aðvörunarkerfum inn í miðja Kaupmannahöfn. Nokkru síðar kom einn kennarinn neð- an úr bæ. Hann hafði verið staddur rétt hjá Shellhúsinu er atlagan var gerð. Hann þótti segja ótrúleg tíðindi: að sprengj- um hefði verið varpað á Shell- húsið, en allir vissu, að á efstu hæð þess geymdu Þjóðverj ar ýmsa helztu menn andspymu- hreyfingarinnar sem gísl til þess að skýla húsinu og aðalstöðv- um sínum. Þetta þótti frábært afrek að varpa sprengjum á húsgaflinn, þannig að hús- g ið varð ónýtt án þess að | íbúa þakhæðarinnar sakaði, og | að þeir sluppu jafnvel óskadd- | aðir úti í glundroðanum sem | varð. En þeim mun sárar var svo að frétta að þessi sama á- rás kostaði mörg saklaus bö n lífið fyrir slys, en þannig geng- ur þetta í ófriði. ■það er hættulegt að byrja á því að rifja upp minningar frá þessum tíma, þær hrannast upp hver af annarri og margir viðburðimir stórvægilegri en « þessar skólaminningar: Jóns- | messubálin, sem loguðu um all- | ar götur Hafnar, sú örlagaríka I vika, þegar íbúarnir fóru i alls- herjarverkfall, og Þjóðverjar lokuðu fyrir allar lífsnauðsynj- ar, jafnvel rafmagn, vatn og gas. En ég skal reyna að stilla mig. STRENGUR, ER SEINT SLITNAR Seint mun aðfaranótt hins 5. maí 1945 líða okkur alveg úr minni. Fagnandi mannþyrping á öllum götum, innilegur fegin- leikur og gleði er lýsti sér í öllu háttalagi fólks og brauzt út í söng öðm hverju. Ég geri Framhald á bls. 2.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.