Vísir - 22.10.1965, Blaðsíða 11

Vísir - 22.10.1965, Blaðsíða 11
Keppir við eiginmanninn Nakamura Jakuemon situr fyrir framan spegilinn, hann málar andlitið, litar augabrún- irnar, fer í skósíðan kimono og setur á sig hárkollu. Á skömm um tíma breytist hann úr karli í konu. Glæsilega japanska konu af gamla tímanum, sem hefur að bera seiðmagnaða töfra. 1' 'Þetta er ekkert einsdæmi, í 360 ár hefur sá háttur verið á í Japan að karlmennirnir taki að sér hlutv. kvenleikendanna'— í Kabukileikritunum. Og miklar kröfur eru gerðar til þessara leikara, þeir verða að kunna hinn forna hefð- bundna dans Japana og leika undir á Samisen, sem er jap- Hún var einu sinni lítil stúlka og átti heima í Svíþjóð. Þar dreymdi hana vafalaust um að verða einhvem tíma fræg og dáð — og draumurinn varð að veruleika. Hún giftist sjálfum tf Peter Sellers, og það eitti varu; nóg til að gera hana fræga. Nú er Britt litla Sellers (hún hét áður Britt Eklund) að leika í kvikmynd f Róm og leikur hún þar á móti eiginmanni sín uip-m;Íi. kvikmynd sem nefnist „Refaveiðar". Þegar Ijósmyridari kom að henni þar sem hún var að „sminka“ sig í búningsherberg- inu vildi hún aldeilis sýna ljós myndaranum að hún sbæði inanni sínum bara alls ekki svo langt að baki þegár um það væri að ræða að breyta um svip (eiginmaðurinn lætur sig ekki muna um að leika fjögur mismunandi hlutverk f einni og sömu myndinni). Og hér sjáið þið’árangurinn. anskt strengjahljóðfæri auk þess verða þeir að kunna upp á sína tíu fingur allar siðareglur þegar te er borið fram og einn ig blómaskreytingar, sem er list út af fyrir sig. Leikarinn leggur sig fram í þessu hlutverki sfnu, sem hinn fullkomni kvenmaður en sam- tímis býr hann í nýtízku villu og gegnir þar skyldum sfnum sem heimilisfaðir og notar tóm stundimar t. d. með því að leika golf En um leið og hann er setzt- ur fyrir framan spegilinn í bún ingsherbergi sínu í leikhúsinu, verður hann um leið að skipta um hlutverk, breyta sálarlífi sínu til þess að leika hlutverk konunnar. Kári skrifar: » „TJúi hefur orðið í dag hér í dálknum. Nú í seinni tíð verður þess meira vart en áður hér í bæn- um, hve köldu andar úr vissum áttum í garð fslenzkrar bænda stéttar og íslenzks landbúnaðar, og jafnvel birt svo fáránleg skrif um þau mál, að furðu gegnir að ábyrg stjórnmálablöð skuli bera slfkt á borð fyrir les endur sfna og er jafnv. lýst vel þóknun á málflutningnum. Hér er átt við bréf þar sem nokkur samanburður á framleiðslukostn aði og verði hér og suður í Rhodesíu, þar sem skilyrði öll eru svo ólík sem verða má, og þarf ekki annað en minna á veð urfar og vinnumarkaði. Bóndi á íslandi verður að greiða vinnumanni 10—12.000 kr. mánaðarkaup og fæði og þjón- ustu og íslenzkir bændur geta ekki látið búpening sinn ganga sjálfala árið um kring. Þeir eru fleiri — En fleirj leggja orð í belg um þessi mál. Meðal annars lætur vikublað eitt hér í bæ, ljós sitt skína tíðum um þessí mál, og er ákaflega hrif ið af þeim krötum, sem nú eru að reyna að gera sér mat úr „landbúnaðar-vandamálinu" — vitanlega pólitískan mat Ef til vill ekki vinsælt — Það er ef til vill ekki eins vinsælt og þessir herrar ætla, að nöldra um útflutningsupp- bæturnar og ræða málin aðeins frá einni hlið, en það eru til menn — það verður að játa, og hafa alltaf verið til, sem eru svo blindaðir að þeir æpa um það, að það sé ófært að greiða útflutningsbætur (sem eru þó til kjarajöfnunar og í anda sannrar jafnaðarmennsku), því að það sé sem bezt hægt að flytja allt þetta inn og það fyr ir lftinn pening. Það er ekkj ó- nýtt að hafa menn, er þannig hugsa sem liðsmenn auk þeirra Rhodesiu-bréfritarans og viku- blaðsritstjórans. Ef á slíkar brautir væri haldið — Ef á slíkar brautir væri hald ið gætum við haldið að okkur höndum á ýmsiun sviðum, við gætum hætt við áform um margs konar iðnað — það er hægt að flytja allt slíkt inn miklu ódýrara, — við gætum takmarkað nemendafjölda við háskólann í nokkrum greinum, — hvers vegna eru nú læknar, arkitektar, verkfræðingar og fleiri sem menntaðir eru í skól um íslands og háskóla starf- andi erlendis, margir starfandi þar vegna þess sumpart, að hér er nokkurs konar offram- leiðslu að ræða. Eigum við að breyta til? Hætta að framleiða búvörur, iðnaðarvörur, hætta að mennta fleiri en þörf er fyrir í landinu? Svarið er nei. Svarið — svörin við öllu þessu er nei. Hvers vegna? Vegna þess að frá upphafi ís- lands byggðar hafa þeir sem byggðu landið viljað vera þjóð, sá hugsunarháttur hefur ríkt gegnum aldirnar, og eins þegar harðast blés, og ríkir vafalaust enn með nær allri þjóðinni — að undanteknum nokkrum af- glöpum eða þeim, sem láta pólitísk mýraljós villa sér sýn og vita ekki hvað þeir eru að fara. — Búi.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.