Vísir - 25.10.1965, Blaðsíða 7

Vísir - 25.10.1965, Blaðsíða 7
7 V1 S I R . Mánudagur 25. október 1965. .. Vinlandsbrt «— Frh ar bls 9 eyjar sem teiknaðar eru inn á suðurhluta Atlantshafsins á báðum kortunum eru bæði raunverulegar og óraunveruleg- ar. Atlantshafssvæðið var á 14. og 15. öld landafundasvæði, sem vakti mikla forvitni og áhuga meðal sjómanna og kortagerðar- manna. Það var að vísu ekki enn farið að hugsa um að sigla skip- um. vestur á bóginn til Cathai eða Indlands, því siður að menn væru að leita uppi löndin sem íslendingar höfðu fundið í vestri. Hugmyndir manna sner- ust um eyjar, ekki um megin- lönd, og þetta hefur haft sín á- hrif á höfund Vínlands-kortsins. Þó að Vínland sé í fornsögum okkar meginland, hefur hann ekki getað fengið inn í höfuðið að hægt væri að finna nýtt meginland á þessum endamörk- um heimsins. Nei, hann teiknar Vínland upp sem enn eina eyju í Atlantshafinu, að vísu stærstu eyjuna. k þessum tímum vakti það feikilega athygli, þegar Kanaríeyjar fundust 1336 og um líkt Ieyti fundust Madeira-eyjar. Eða árið 1418 þegar Portúgalar hófu landnám á Azor-eyjum og ráða má af gömlum skinnbók- um þeirra, að þeir hafi jafnvel vitað af þanghafinu mikla 1 Zaragossa-sæ. Menn hafa ekki velt því fyrir sér, hve mikill viðburður þessir landafundir voru, þeir hafa fallið í skugga síðari landafunda. En þetta vakti vafalaust mikla athygli, við þurfum ekki annað en að líta í eiginn barm og ímynda okk ur hve mikla athv enn í dag ef ný einhvers staðar í Kyrráhafinu. Allar þessar eyjar eru merkt- ar á landabréf bæði hjá Andrea Bianco og á Vínlandskortinu, og svo hafði verið á mörgum landa bréfum sem gerð höfðu verið áður. En þar fyrir norðan komum- við auga á tvær stórar eyjar úti í Atlantshafinu. Þær voru kall- aðar á landakortum miðalda Satanaxio og Antilla en eru í rauninni hvergi til nema á landa bréfunum. Það hefur ekki skil- izt enn hvemig þessar ímynduðu eyjar komust inn á landabréfin. Landaþráin hefur vakið hjá manni falskar vonir pg hug- myndir um ný eyríki vestur í hafi. Satanaxio og Antilla eru á flestum landabréfum frá þess- um tíma, en það er ein sönnun þess, að Vínlandskortið sé gert eftir Iandabréfi Biancos, að á þessum tveimur kortum eru þessar tvær furðueyjar dregn- ar upp nákvæmlega eins. Tjað sem Vínlandskortið hefur " mest fram yfir landabréf Biancos er að Vínland er mark- að á það. En fleira vekur at- hygli í þessu sambandi. Höf- undur Vínlandskortsins hefur haft undir höndum furðulega nákvæmar upplýsingar um svæði íslendinga nórður I höf- um. Það er ekki aðeins Vínland sem hann hefur með sinum tveimur athyglisverðu fjörðum, sem augljóslega eiga að tákna sundin sitt hvoru megin við Nýfundnaland. Heldur bætist hitt við, hve furðulega nákvæm afmörkun Grænlands og íslands er. Það vantar ekki mikið á að Grænland eins og hann dregur það inn gæti staðizt á landa- kortum nútímans. Og þó ísland sé kannski ekki sem allra ná- kvæmast, þá hefur það eitt ein- kenni fram yfir öll önnur ís- landskort, næstu 200 árin. Þar markar fyrir mesta sérkenni íslands, Vestfjarðahausnum. Allt að 200 árum síðar var ís- land enn teiknað upp sem ó- löguleg eða laglaus klessa I sjónum. Þess vegna er það enn eitt furðuverk þessa miðalda- korts að höfundur þess virðist hafa vitað að Vestfirðir á Is- landi voru til. "Pnginn getur sagt um það með vissu hverjar heimildir kortateiknarans í Basel voru fyrir þessu og þær heimildir eru nú gersamlega glataðar. Þettá hefur vakið hjá mörgum þær hugmyndir, að landabréf þetta sé falsað, það hljóti að vera síðari tíma verk. Og skiljanlegt var það að fræðimennimir sem f engu það upp í hendurnar væru tortryggnir, grunaði að þetta væri síðari tíma verk. Þeir íhug- uðu málið því mjög gagnrýnandi frá öllum hliðum og komust að ' þvl eftir öðrum leiðum, að kort- iðs getur ekki verið falsað. Það er staðreynd að það varð til í kringum 1440. En þá hlýtur það að fylgja með sögunni, að á þeim tímum hafa verið til suð- ur í Evrópu, einhvers staðar undir handarjaðri páfadæmis- ins merkilegar heimildir um ís- land og norðurhöf, sem síðan hafa glatazt. Þessar heimildir era að lfkindum komnar beint -frá lslandi, frá biskupsstólunum á Hólum eða Skálholti. Níu vikulegar ferðir milli Islands og fjögurra stórborga Norðurlanda: 0SL0 Þrjór vikulegar ferðir fram og aftur GAUTABORG Tvœr fercBr í viku fram og aftur KAUPMANNAHÖFN þrjór vikulegar ferðir fram og aftur HELSINGFORS Ein ferð í viku fram og aftur LOFTLEIBIS LANDA MELU ÞÆGILEGAR HRAÐFERÐIR HEIMAN OG HEIM TRYGGIÐ FAR MEÐ FYRIRVARA FLUGFERÐ STRAX FAR GREITT SÍÐAR FJÖLSKYLDUFARGJDlD TIL NORDURLANDA

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.