Vísir - 25.10.1965, Blaðsíða 8

Vísir - 25.10.1965, Blaðsíða 8
8 tm V IS I R . Mánudagur 25. október 1965. VISIR Otgefandi: Blaðaútgáfan VlSIR Framkvæmdastjóri: Agnar Ólafsson Ritstjóri: Gunnar G. Schram Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinson Fréttastjórar: Jónas Kristjánsson Þorsteinn Ó. Thorarensen Auglýsingastj.: Halldór Jónsson Sölustjóri; Herbert Guðmundsson Ritstjórn: Laugavegi 178. Sími 11660 (5 linur) Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3 Áskriftargjald: kr. 80,00 á mánuði innanlands f lausasölu kr. 7,00 eintakið Prentsmiðja Visis — Edda h.f. Stefnan mörkuð J gær lauk sveitarstjórnarráðstefnu Sjálfstæðis- flokksins. Sóttu hann hátt á annað hundrað fulltrúar víðs vegar að af landinu. Hlutverk ráðstefnunnar var að ræða þau mál, sem efst eru á baugi hjá sveitarfé- lögunum, fjármál þeirra, sjálfsstjórn og ný fram- kvæmdaform. Voru mál þessi reifuð í ítarlegum og ágætum framsöguræðum og almennum umræðum og er kjarna þeirra að finna í ályktun, sem ráðstefn- an samþykkti um fundarefnið. Annað höfuðmark- mið ráðstefnunnar var að ræða undirbúning bséjar- og sveitarstjórnarkosninganna, sem fram fara á vori komanda, baráttuaðferðir og stefnumörk. Það er nauðsynlegt að þær kosningar verði sem allra bezt undirbúnar svo sem mestur árangur náist í baráttu flokksins hvarvetna um land. Á ráðstefnunni kom skýrt í ljós sterkur baráttuvilji og hugur allra þeirra, sem hana sóttu til þess að gera sigur Sjálfstæðis- flokksins sem stærstan í þessum kosningum. Fund- armenn voru á einu máli um að á traustum grund- velli væri að byggja í kosningabaráttunni, þar sem væri hin jákvæða og áhrifaríka stjórnarstefna, sem ráðherrar Sjálfstæðisflokksins hafa beitt sér fyrir í ríkisstjórn á undanförnum árum. Frumkvæði stjóm- málabaráttunnar liggur nú í höndum Sjálfstæðis- flokksins og það er hlutverk allra fulltrúa hans, í byggð og í borg, að gera hann að enn sterkara afli í íslenzkum þjóðmálum en hann er í dag Stóru síldarskipin á veið- um eystra fram eftir vetri — e/ t'ið leyfir, segir Þorsteinn Gislason, skipstjóri á Jóni Kjartanssyni, i viðtali við Visi. „Við vorum sérstaklega heppnir með staðsetningar" — Við vorum óvenjulega heppnir, sagöi Þorsteinn Gísla- son, skipstjóri á Jóni Kjartans- syni og kennari við Stýriraanna- skólann, þegar blaðið hringdi í hann til að forvitnast um á- stæðumar fyrir hinum geysi- mikla afla, sem skip hans hefur fengið á sumarsíldveiðunum, nærri 50.000 mál og tunnur fram að þessu. — Við vorum sérstak- lega beppnir með staðsetningar á veiðisvæðunum, fengum góð köst og höfðum góða nót — og höfðum góðan mannskap. Skip- stjóramir hafa almennt náð góð- um tökum á nýju tækjunum, sem eru undirstaða góðrar veiði, en við á Jóni Kjartanssyni vor- um sérstaklega heppnir með að vera á réttum stað á réttum tíma. — Þú ert hættur skipstjórn í bili? — Já, ég 'hætti um mánaða- mótin til þess að fara i kennsl- una, og þá tók 1. stýrimaður, Alfreð Finnbogason, við skip- inu, og hefur aflað vel siðan. — Hvað heldurðu að úthald Jóns Kjartanssonar verði langt? — Ef tíð leyfir, verða þeir á veiðum fyrir austan fram yfir áramót. Þar er nú nóg síld, að vísu ekki meiri en i fyrra, en hún er komin á föstu vestur- setuslóðir sínar, þannig að þægi legt er að eiga við hana, ef tíð leyfir. Síðan við tókum upp það kerfi að skiptast á um að fara í sumarleyfi, getum við fram- lengt sfldarvertiðina eins lengi og þörf er á, því mannskapur- inn verður þá síður leiður á fjarvistunum að heiman. Ég reikna ekki með, að báturinn reyni neitt að veiða hér fyrir vestan, — þar hefur ekkert fundizt enn. Ég býst líka við að flest stóru síldarskipin haldi á- fram fyrir austan, meðan von er um veiði þar. Þorsteinn Gislason. Miklar breytingar i húsnæðismálum menntaskólanna: —yjsíiai • nfifiri T^g£Kj oonsi8 ove iuí9d örásv gó ;s.a>au> igsis Fé veitt til menntaskóla á jVestfjörðum og Austfjörðum Vegagjaldið J>ví verður ekki á móti mælt, að verulegt fé sparast bifreiðum, sem aka hinn nýja veg til Keflavíkur, jafnvel þótt þær þurfi að greiða vegatollinn. Hjá létt- um bifreiðum, sem greiða 20 krónur, nemur sparn- aðurinn um 39 krónum hvora leið. Er hér bæði reikn- að með minnkuðum rekstrarkostnaði vegna hins steypta vegar og sparnaði vegna skemmra tíma, sem tekur að aka hinn nýja veg. Reynt hefur verið að ala á óánægju meðal hifreiðaeigenda á Suðurnesjum vegna þess að afráðið er að innheimta vegagjald á Keflavíkurleiðinni. Þessar upplýsingar samgöngu- málaráðuneytisins munu verða til þess að flestir munu sjá og skilja, að hér er ekki verið að skapa bifreiðastjórum aukin útgjöld, heldur sparast þeim fé á þessari leið eftir tilkomu nýja vegarins, þrátt fyrir vegagjaldið. Þessar tölur lágu ekki fyrir fyrr en á laugardaginn, er ráðuneytið gaf út tilkynningu sína, og var því eðlilega ekki hægt að vitna til þeirra í þeim umræðum, sem áður hafa farið fram um vegagjaldið. Með þær í huga mun andstaða sú gegn gjaldinu, sem vart hefur orðið við, tvimælalaust hjaðna og hverfa fljótt með öllu. Vænta má mjög mikilla breytinga í ibyggingarmálum menntaskólanna í landinu á næstu árum þar sem gert er ráð fyrir í fjárlögum næsta árs að veittar séu allháar upp hæðir til þeirra. Stærsti liður fjárlagafrum- varpsins eru þær fjórar milljón ir króna sem lagt er til að veitt ar verði til byggingar nýs menntaskóla í Reykjavík, Hamrahlíðarskólans og hækkar sú fjárhæð um 800 þúsund kr. frá því sem raunverulega var veitt á þessu ári. FVRIR AUSTAN OG VESTAN Tveir nýir liðir varðandi bygg ingu menntaskóla á Vestfjörð- um og á Austurlandi eru í frum varpinu. hvor um sig að upp hæð 800 þúsund kr. Er þetta byriunarfiárveiting þar sem ekki verður hafizt handa um byggingaframkvæmdir fyrr en bætt hefur verið úr húsnæðis þörf hinna menntaskólanna. Einnig er nýr liður að upp hæð 1.6 milljónir kr. áætlaður til byggingar við Menntaskól- ann á Akureyri til þess að bæta úr brýnni húsnæðisþörf skól- ans Verða sennilega byggðar sérkennslustofur við skólann svipaðar þeim, sem byggðar voru við Menntaskólann í Reykjavík, og teknar voru í notkun í vetur. Til heimavistar MA eru áætlaðar 240 þúsund kr. í fjárlögunum. LAUGARVATN Til byggingar menntaskóla húss á Laugarvatni eru áætlaðar 1.4 milljónir króna og til bygg- ingar kennarabústaðar 600 þús. kr. Hækkar fjárveitingin til byggingar menntaskólahússins um 800 þús. krónur frá því, sem raunverulega var veitt í ár. Að Laugarvatni er nú unnið að byggingu heimavistarhús- næðis fyrir nemendur og bygg ingu kennarabústáðar er verið að ljúka. Æskan og skógurinn komin út i annarri útgáfu Komin er út hjá Menningar- sjóði önnur útgáfa bókarinnar Æskan og skógurinn eftir þá Jón Jósep Jóhannesson cand. mag. og Snorra Sigurðsson skóg fræðing. Fyrsta útgáfa kom út fyrir rúmu ári og hlaut mjög góðar viðtökur. Nýja útgáfan er að mestu óbreytt frá hinni fyrri, nema hvað kápan er úr betra efni og bókin því hentugri til notkunar sem skólabók og handbók. Sérstök ástæða er til að benda kennurum, forráðamönnum skóla og foreldrum á bók þessa. Um bókiná segir Steindór Steindórsson menntaskólakenn- ari frá Hlöðum i ritdómi í Morgunblaðinu föstudaginn 25. september 1964: „Þetta stutta yfirlit nægir til að benda á, hvaða efni ritið flyt- ur. Hins vegar er hér ekki unnt að sýna, hvemig efnið er tilreitt af höfundunum. En það gera þeir á óvenjulega lifandi hátt. Þeim tekst að gera bókina bæði vekjandi og fræðandi. Ég hef á öðrum stað látið þau orð falla, að bók þessi ætti að verða lesin á hverju hefmili og í hverjum unglinga- og bama- skóla, og vel mætti hún vera handbók hvers þess kennara, sem náttúmfræði kennir.“ I bókinni eru þrjátíu teikn- ingar eftir Jóhannes Geir Jóns- son listmálara og tuttugu og ein ljósmynd, er Gunnar Rúnar og Þorsteinn Jósepsson hafa tekið. Bókin er til sölu hjá flestum bóksölum landsins, Bókaútgáfu Menningarsjóðs og umboðs- mönnum hennar um land allt. .-aasm tSS&ÍSIStLJíki-

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.