Vísir - 25.10.1965, Blaðsíða 9

Vísir - 25.10.1965, Blaðsíða 9
VtSIR . Mánudagur 25. október 1965. 9 PE>:< væri að sigia suður fyrir Afríku né vestur um haf til Asíu. Ynúslegt er samt auðþekkj- anlegt af landabréfum þess- um og þá einkum það sem snertir Evrópu. Grundvöllur landabréfanna er sú landfræði- lega þekking sem ítalskir land- fræðingar höfðu getað viðað að sér. Það var vissulega rfkjandi mikill áhugi á að vita meira. Marco Polo hefur farið sína miklu landkönnunarferð austur til Kína og kortin sýna að mönn um er vel kunnugt um Rauða hafið, Arabíuskagann, Persa- flóann, Indland og Kína. Sumt mikla menn fyrir sér eins og t. d. hinn mikla fjölda eyja í Ind- landshafi sem eru mjög áberandi á báðum uppdráttunum, en þar eru í rauninni aðeins hinar ör- smáu en mörgu Maldive-eyjar sem nýlega voru að fá viður- kenningu sem sjálfstætt rfki og svo Ceylon sem hefur fengið sitt sæti á hinum ftölsku landa- bréfum. Þessi tvö heimskort sem hér birtast eru: Það stærra er sá uppdráttur sem nýlega hefur fundizt og vakið hefur svo mikla athygli og hefur íkiíð^ gefið heitiö* -■V'fntandskdlttð.''*^ Hinn uppdrátturinn er heimskort ítalska kortagerðarmannsins Andrea Biancos sem hann teikn aði árið 1436 í Feneyjum. Við nána athugun á ótal smá- atriðum og samanburði við fjölda annarra landabréfa hafa bandarísku vísindamennimir við Yale-háskólann komizt að þeirri niðurstöðu, að þessi tvö landabréf séu skyldust. Þeir þykjast sjá það, að „Vínlands- kortið“ er teiknað á grundvelli landabréfs Biancos Og við það hafa þeir m. a. miðað tíma- setningu Vínlands-kortsins. Það hlýtur að vera teiknað seinna en kort Biancos kom út og bendir margt fleira til þess, að það hafi verið gert á kirkju- þingi sem haldið var í Basel sem qú er í Svisslandi kringum ár- ið 1440. 'C’n höfundur „Vínlands-korts- ins“ hafði í höndunum frek- ari upplýsingar en Andrea Bianco þegar hann var að teikpa. sitt kprtjjsuður í Feneyjum. Ög ' í sarffeBtt ^ið^þaSl- breytif hann ■1 kortinu. Hann gerir t.d. rétti- lega ráð fvrir því að Arabíu- skagi sé stærri en Bianco ímyndaði sér og réttilega fækk- ar hann eyjunum í Indlandshafi og dregur upp stórar eyjar fyr- ir austan Asíu, sem hann nafn- greinir að vísu ekki, en koma allvel heim við Japan eða Fii- ippseyjar, sem Marco Polo hefur e.t.v. fengið hugmyndir um. Ekkert af þessu hefur þó vakið neina athygli. Er talið að þessir uppdrættir af fjarlægum eyjum austast í Asíu séu gerðir meira og minna út í loftið. En það sem hefur vakið mesta furðu, er að á landabréfi ó- þekkta landakortateiknarans í Basel er að finna fyrstu merki þess að Evrópumönnum hafi verið kunnugt um að land væri einnig til fvrir vestan haf. Og meira en það. Við eyjuna stóru sem sést lengst tii vinstri á landabréfi hans hefur hann skrifað með greinilegum stöf- um á latínu „Vínland, sem Bjami og Leifur fundu“. Og þar skammt frá er annar lengri texti þar sem sagt er frá þvi að Eiríkur Gnúpsson Græn- landsbiskup hafi að boði Róm- arpáfa farið í leiðangur til að kanna Vínland betur. TWu er það. að vísu rétt, sem •, m. a. kom ffam í samtafi Yísis fyrir 1 nokkru við Bjöm Þorsteinsson sagnfræðing, að í augum okkar íslendinga eru þetta hvorki mikil né ný tíð- indi. Hér á landi hafa frá því á söguöld varðveitzt munnmæii og sagnir um landafundi íslend- inga til foma. Sjálfir vitum við allra manna bezt. að íslendinga- sögumar eru bókmenntir þess eðlis, að þær segja ekki frá öðrn en því sem hefur að geyrr.a sögulegan kjama. Við höfum að vísu deilt um {>að, hvort allir þeir atburðir sem sagt er frá i Njálu hafi í raun og veru gerzt, hvor þar sé ekki vafið skáldskap inn í. En um hitt efumst við ekki að Njáll á Bergþórshvoli og Gunnar á Hlíðarenda eða Höskuldur Hvítanesgoði hafi verið til. Alveg eins kemur okkur ekki til hugar að efast um sannleiks- gildi hinna íslenzku fomsagna um Bjama Herjólfsson, Leif heppna, Þorfinn karlsefni o.s.frv eða að Vínland hafi fundizt. Við vitum það óhaggandi af reynslu okkar af fslendingasögunum, að bama er verið að segja frá sögulegum staðreyndum, Hins vegar hefur ekki reynzt auðvelt að telja öðrum þjóðum trú um þetta, þar á meðal þeirri hafði nýjar heim- ildir, sem geta aðeins verið komnarfrá íslandi þjóð sem þetta skiptir mestu máli, Bandaríkjamenn. Þeir gáfu okkur að vísu I heiðurskyni á Alþingishátíðinni myndastyttu af Leifi heppna, en þrátt fvrir það er hætt við að þorri fólks þar í landi hafi aðeins litið á sögumar af Leifi heppna sem sagnaskáldskap. Þess vegna var það mjög mikilvægur atburður, þegar norska ferðakappanum Helga Ingstad tókst fyrir nokkmm ámm að grafa fram I dagsljósið fyrstu leifamar sem óvefengj- anlega eru frá norrænni byggð í Ameríku. Þessi fundur hefur þegar gerbreytt áliti manna I Vesturheimi og fundur þessa gamla og merkilega Vínlands- korts kemur til með að styrkja mjög þá viðurkenningu. ‘V'ið skulum bera lítið eitt nán- ar saman Víniandskortið og heimsuppdrátt Biancos. Lítum t.d. á Atlantshafseyjarnar. Þær Iramh. ð 7 siðu • í fréttum þeim sem birzt hafa í blöðunum um hinn merkilega landabréfa- ; • fund, Vínlands-kortið hefur aðeins verið stiklað á því stærsta. Vísir ! • • l mun á næstunni segja í nokkrum greinum frá helztu atriðum í rannsókn J ; j ; um hinna bandarísku vísindamanna, sem fundu kortið. Greinar þessar • ; • • verða sniðnar eftir heimildum í bók vísindamanna „The Vinland Map“, l : : : sem blaðið hefur nú undir höndum. • Uppdráttur gerður eftir heimskorti Andrea Bianco 1436. Tlér á síðunni blrtast eftir- myndir af tveimur gömlum landabréfum. Þetta eru helms- landakort, eins og menn I Suð- ur- og Mið-Evrópu imynduðu sér á 15. öld, að heimurinn Bti út. Við sjáum að heimsmynd þeirra tima innihélt hinar þrjár gömlu heimsálfur Evrópu, Asíu og Afríku. Við nánari athugun kemur í ljós, að enn hafa menn á þeim tíma gert sér rangar og óljósar hugmyndir um ýmis höfuðatriði landafræðinnar. Þegar þessi kort eru gerð hafa menn ekki gert sér fyllilega ljóst, að heimurinn er hnatt- laga og þeir ímynda sér norður- hluta jarðarinnar sem hluta frosts og freða meðan að i suðr- inu sé andstæðan, þar muni á endanum komið að vítislogum. Þá vissU menn ekki að þegar sunnar kæmi færi veðráttan aftur kólnandi og menn höfðu hvorki hugmynd um að hægt U(,^u.»nu, ... , „„di^uu,„,,u u> <mu in». Vínlandskortið og heimskort feneyska landfræðingsins Andrea Bianco Kortagerðarmað- urinn í BASEL /

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.