Vísir - 07.12.1965, Page 3

Vísir - 07.12.1965, Page 3
/ V1SIR . Þriðjudagur 7. desember 1965. Borgin úr lofti séð 1 Laugardalnum i Reykjavik er nú eins og kunnugt er verið að fullgera stærstu sundlaug á Islandi, og verður hún jafri- framt með stærri sundstöðum f Evrópu. Eins og glögglega sést á með- fylgjandi mynd, sem blaðamað ur Vísis tók úr lofti fyrir skömmu, skiptist laugin í tvo hluti, aðalhluta eða almennings laug og grunna laug, en hún gengur út úr aðallauginni eins og eins konar sepi. Er hún í lík ingu við grunnu laugina í Sund laug Vesturbæjar í Reykjavík. Auk þess serri grunna laugin er ætluð börnum og ósyndum, á hverjum að finnast þetta harla ómerkileg sundlaug, þar sem ekki er hægt að stinga sér af palli. En þá er því til að svara, að fyrirhuguð er bygging sér sterkra dýfingalaugar suð-aust an við sundlaugina. Á hún að verða 14.60x25 m og dýpi mest 4.60 m. Verður þar hægt að stunda löglegar alþjóðiegar dýf ingar, svo og sundknattleik. Þar sem almenningslaugin og grunna laugin koma saman er brú yfir til að auðvelda „sam- göngur“ á laugarsvæðinu. í kringum laugina er í ráði að byggja 4 — 6 setlaugar, í líkingu við þær sem eru við Sundlaug Vesturbæjar og hafa jafnvel eina eða tvær eins og kerið vinsæla í gömlu sundlaugunum, heitt ker með heitum sturtum. Norðan við sundlaugina er eins og sjá má á myndinni stórt áhorfendasvæði og verða þar sæti fyrir um 800 manns. Þakið í Nýja sundlauginn í LAUGARDAL i hún að vega nokkuð upp á móti þvi „strandleysi", sem hér á landi, þar sem mjög sjaldan viðrar svo, að hægt sé að busla 1 sjónum. í grunnu lauginni á fólk að geta vaðið, buslað, setzt niður og jafnvel lagzt út af. Aðalhluti laugarinnar er 50x 22 m og dýpið frá 1.05 m niður í 1.60 m. Nú kann sjálfsagt ein yfir svæðinu er í um 14 m hæð frá laugarbakkanum. Undir áhorfendapöllunum verð ur hluti af búningsklefunum, en áætlað er að byggja einlyfta byggingu áfasta vestan við áhorfendapallana og verða þar búningsherbergi, baðstofur og i sambandi við þessa byggingu opið svæði, þar sem hægt verð Loftmynd yfir nýju sundlaugina í Laugardalnum í smiðum. ur að stunda sól og loftböð, líkt og nú er í gömlu sundlaugunum. Þegar sundlaugin og svæðið umhverfis hana verður fullgert, verður ekki amalegt að bregða sér í Laugardalinn á góðviðris- dögum. En hvenær það getur orðið er ekki hægt að segja með vissu, vonir bjartsýnustu forráðamanna framkvæmdanna eru bundnar við komandi vor og sumar. \ Rangtúlkun í 5. tölubl. Ingólfs, blaði Framsóknarmanna í Reykjanes kjördæmi, er grein sem heitir Vegaskatturinn, þar sem sagt er að samgöngumálaráðherra hafi svikið loforð við Vatns leysustrandarmenn. Við Vatnsleysustrandarbúar teljum að Reykjanesbrautin hefði átt að liggja með fram byggðinni er hinn nýi vegur var lagður, og hefur það komið í Ijós eftir að brautin var tekin i nótkun, að erfiðleikar hafa skapazt hjá okkur við það að vegurinn liggur svo fjarri. En hvað viðvíkur loforðum þeim sem samgöngumálaráðherra gaf hreppsbúum, og nú eru komin í fraipkvæmd ,hefur hann stað ið við fullkomlega Ýmsir ann- markar hafa komið í ljós við framkvæmdina, en ráðherra hef ur sýnt góðan vilja til að leysa vandann. Þetta vildi ég láta koma fram, því þótt við höfum ekki verið sammála út af lagningu hinnar nýju brautar, þá tel ég sjálfsagt að það rétta komi f ljós og ráð herra sé ekki borinn röngum sök um. Það er íbúum Vatnsleysu strandarhrepps ekki til góðs að málin séu rangtúlkuð, eins og gert hefur verið í fyrrnefndu blaði.Pétur G. Jónsson, oddviti. Norskar bækur — Framh af bls. 8 leitinni sem að því var gerð og yfir hundrað manns tóku þátt í og loks frá dvöl og líðan barns ins á mjórri klettasyllu írahátt uppi í hrikalegum fjöllum, unz því barst hjálp. Frásögnin er öll æsispennandi og dramatísk, enda hefur bókin komið út í 3 útgáfum á 2 árum í heimalandi sínu. Bókin er prýdd fjölmörgum ljósmyndum frá sögusvæði því í Noregi þar sem atburðimir gerast. VÍSNA- BÓK KÁINS Kvæði og vísur Káins, Krist- jáns Níelsar Jónssonar, vest ur-íslenzka skáldsins vin sæla, voru fyrst gefin út á íslandi fyrir tuttugu árum. Sú bók seldist þá mest allra ljóða bóka, og hefur hún um langt skeið verið ófáanleg. Nú hefur Tómas skáld Guð- mundsson gert ^tórt og gott úrval úr því safni, þar sem aðeins er sleppt tímabundn- um kviðlingum og vísum, sem ekki hafa varanlegt gildi. Tómas ritar og nokkur inn- gangsorð um skáldið. Trúlega er KÁINN eitt skemmtilegasta skáld, sem ís lendingar hafa átt. Nú geta menn eignazt öll hans beztu kvæði og kviðlinga í fallegri og vandaðri útgáfu. BdkfelUútgófan a&toiuaaie

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.