Vísir - 16.12.1965, Side 5

Vísir - 16.12.1965, Side 5
VlSIR . Fimmtudagur 16. desember 1965. 5 útlönd í iOPítun útiond í mbrstm utlÖnd 'í morgun utlönd í morgun Gemini VI lendir í dag, Gemini VII á iaugardag Geimförin tvö flugu somhliða kringum jörðu í 5 klst. Mesta afrek f geimferðasögunni | í 5 klst. samhliða kringum jörðu. til þessa var unnið í gær er geim- Mjðst bil mllli þeirra var rúmlega förin tvö náðu saman og flugu I 1 metri. íbúð í vesturbæ Höfum til sölu 3 herb. íbúð á efri hæð í tví- býlishúsi við Bræðraborgarstíg. Húsið er járn- kteett timburhús með sér inngangi, sér hita, og sér rafmagni. í kjallara fylgir sér geymsla, þvottahús og herbergi. íbúðin lítur mjö vel út. Verð kr. 600 þús. Útborgun-300 þús, sem má skiptast á nokkra mánuði. Eftirstöðvarnar til 10 ára með 7% vöxtum. íbúðin er laus strax. TRYGGINGAR OG FASTEÍGNIR Austurstræti 10A. 5. hæð. Sími 24850. Kvöldsimi 37272. ings|á Bandarísku geimförin tvö, Gem- ini VII og Geimini VI, náðu saman í gær úti í geimnum og náðu Bandaríkin þar með nýjum og merkum áfanga að því marki að senda mannað geimfar til tunglsins eigi síðar en 1970. Geimförin náðu saman klukkan 18.35 og vakti það mikinn fögnuð geimfaranna fjög- urra og um öll Bandaríkin og víða um lönd, að allt hafði gengið að óskum. Ekki var bilið nema 1—2 metrar milli geimfaranna, er þau náðu saman, eða 4 ensk fet, og fóru þau þar næst samhliða kring um jörðu í fimm klukkustundir en þá fjarlægðist Gemini VI Gem- ini VII til undirbúnings lendingu, sem ráðgerð er klukkan 14.06 í dag eftir íslenzkum tíma, en Gem- ini VII heldur áfram til laugardags að svífa kringum jörðu, til þess að ná markinu um 14 daga geim- ferð. Þegar geimförin höfðu náð saman ræddust þeir við, Schirra í Gemini VI og Borman í Gemini VII, og féllu þeim gamanyrði af vörum, m. a. um umferðina í há- þingsjá Vísis loftunum, er væri orðin slík að ekki veitti af að koma þar á um- ferðarstjóm. Geimförin hittust yfir Mariana eyjum á Kyrrahafi, austur af Filipseyjum. í geimferðarstöðinni Houston í Texas var sagt, að tilraunin hefði tekizt svo sem bezt varð kosið. Lyndon B. Johnson Bandaríkja- forseti- óskaði geimförunum til hamingju og kvaðst stigið hafa verið enn eitt skref nær markinu að senda mannað geimfar til tunglsins. Hann Iofaði afrek flug- mannanna, en benti jafnframt á, að þeir væru margir, sem þakka mætti áragurinn, fjölda mörgum vísindamönnum og tæknilegum starfsmönnum og fleiri, Schirra er talinn hafa stýrt Gemini VI að Gemini VII af mik- illi nákvæmni, en það gerði hann með smáeldflaugum geimfarsins. ' Afrekið er tvímælalaust hið mesta, sem bandariskir vísinda- menn og geimfarar hafa unnið til þessa. Hin vönduðu Omegaúr er vinsæl og góð jóla- gjöf. Magnús E. Baldvinsson Laugavegi 12 - Sími 22804 Hafnargötu 49 - Keflavík þingsjá V i s i s Framsóknarflokkur og Alþýðubandalag á mióti byggingu aláminbræíslu Er Jóhann Hafstein, iðnaðar málaráðherra, hafði lokið ræðu sinni á fundi í sameinuðu þingi í gær, um alúmínmálið urðu all miklar umræður um málið og tók fyrstur til máls Eysteinn Jónsson (F) og sagði, að Fram- sóknarflokkurinn hefði jafnan fylgt fram þeirri meginstefnu að atvinnurekstur í landinu væri rekinn af landsmönnum sjálfum. Þingmaðurinn gerði síðan grein fyrir afstöðu flokks instilfyrirhugaðrar alúmínverk smiðju. 1 fyrsta lagi teldi mið- stjórn flokksins að ekki væru til tök að hefja framkvæmdir af þessu tagi á tímum óðaverð- bólgu og í öðru lagi legði hún áherzlu á að slíkri verksmiðju væri valinn staðqr með það fyr ir augum að staffsemi hennar stuðlaði að jafnvægi í byggð landsins. í þriðja lagi hefði sú stefna verið mótuð að slíkt fyr irtæki mætti ekki njóta hlunn- inda umfram íslenzka atvinnu- vegi. Að lokum sagði Eysteinn að Framsóknarmenn gætu ekki samþykkt þessá samninga um byggingu alúmínvers á íslandi og raforkusölu til þess og myndi flokkurinn því beita sér gegn þeim. Lúðvík Jósefsson (K) ræddi um fyrirhugaðar virkjunarfram kvæmdir f Þjórsá við Búrfell og þá samninga sem gerðir hefðu verið um raforkusölu til alú- mínbræðslunnar. Lúðvíi sagði, að ^lþýðubandalagsmenn væru andvígir því að veita erlendum auðhringum atvinnurekstur hér á landi, því landsmenn ættu að treysta á sína eigin atvinnu- 'Treinar. Aldrei hefðu verið meiri möguleikar í þessum efn um ef rétt væri á málunum haldið sagði þingmaðurinn að lokum. Magnús Kjartansson (K) ræddi fyrst um skýrslu ríkis- stjórnarinnar og sagði að ríkis stjórninni hefði borið skylda til að bera það undir Alþingi er hún hefði tekið þá stefnu að láta erlenda aðila hefja atvinnu rekstur hér á landi. Síðan rakti hann samningana og sagði að íslenzku samningamennirnir hefðu verið mjög þvingaðir við samningagerðina sökum þeirr- ar stefnu ríkisstjórnarinnar í þessum málum að samningar skyldu takast hvað sem það kostaði. Síðan ræddi hann virkj unarffamkvæmdirnar við Búr- fell og taldi mjög varhugavert að gera samninga um sölu raf- orku til stóriðju því eftir nokk ur ár þyrftu landsmenn sjálfir á orkunni að halda. Björn Jónsson (K) talaði um hættuna sem myndi skaþast við það að dóttu.rfyrirtæki Swiss Aluminium gengi f Vinnuveitendasambandið. Iðnaðarmálaráðherra Jóhann Hafstein lét í ljós undrun sfna á því að stjórnarandstaðan hefði krafizt viðræðna um þetta mál nú, því hún vissi að endanleg afstaða yrði tekin eft ir áramót í þessu máli og væri því skynsamlegra að ræða það þá. Alþýðubandalagsmenn hefðu einungis óskað eftir um ræðum um málið til að gefa einum varabingmanni flokksins tækifæri til að láta ljós sitt skína, en framsóknarmenn til að lát- í ljós afstöðu sína til málsins. Síðan vék ráðherrann að ræð um þingmannanna og sagði að þær væru að mestu endurtekn ing frá umræðunum um þetta mál s.l. vor. Margt hefði verið rangt og á misskilningi byggt sem hefði verið sagt um raf- orkumálin. Ráðherrann sagði, að skýrslur lægju fyrir frá sér fræðingum um að Búrfellsvirkj un með hliðsjón á sölu raforku til stóriðju væri hagkvæmasta virkjun sem völ væri á hér á landi, og vitnaði einnig til um- mæla fulltrúa Alþjóðabankans um þetta mál. Ráðherrann sagði að bygg- ing alúmínbræðslu gerði kleift að virkja fyrr en ella og lækka þannig verð rafmagns til lands manna. Að lokum talaði ráð herrann um virkjunarfram- kvæmdir Norðmanna og sagði að þeir legðu mikið kapp á að flýta fyrir virkjun fallvatna sinna áður en raforka væri orð in ódýrari annars staðar. Aftur tóku til máls Lúðvík Jósefsson, Eysteinn Jónsson og iðnaðarmálaráðherra. Fimm lög afgreidd frá Alþingi í gær. í gær ’voru fimm frumvörp afgreidd senj lög frá Alþingi en þau eru: Vegalög, gjalda- viðauki Húsnæðismálastofn- un ríkisins, almannatryggingar, ríkisframfærsla sjúkra manna og örkumla. Fjárhagur rafmagns- veitna ríkisins. Davíð Ólafsson (S) mælti fyr ir nefndaráliti fjárhagsnefndar um frumvarp til laga um ráð- stafanir til að bæta fjárhag rafmagnsveitna ríkisins. Davlð sagði, að frumvarp þetta væri spor í þá átt, að bæta fjárhag ríkisins, og væri meirihluti nefndarinnar samþykkur þeim ráðstöfunum sem frumvarpið gerði ráð fyrir og legði því til að það verði samþykkt. Meiri hluti nefndarinnar flytti þó tvær breytingartillögur við frumvarpið. í annarri væri gert ráð fyrir, að gerðardómur sá sem skipa skyldi samkvæmt frumvarpinu til að skera úr um ágreiningsatriði, sem upp kynnu að rísa um mælingar eða útreikning gjaldstofns, skyldi starfa á þeim stað, þar sem mæling, sem ágreiningur rís um, færi fram, en í hinni til- lögunni væri lagt til, að til- lagna Sambands ísl. rafveitna sé leitað í sambandi við setn- ingu reglugerðar samkvæmt frumvarpinu. Skúli Guðmundsson (F) og Lúðvík Jósefsson (K) mæltu fyr ir nefndarálitum fyrsta og ann ars minnihluta fjárhagsnefndar og lögðu til, að frumvarpið. yrði felt. Forsætisráðherra Bjarni Bene- diktsson sagðist hafa kveðið sér hljóðs vegna ummæla 1 Lúðvíks, að ekki væri um neitt verðjöfnunargjald að ræða í frumvarpinu heldur nýjan skatt. Ráðherrann sagði, að hér væri um algjöran misskilning að ræða hjá ræðumanni. Raf- magnsveitur ríkisins hefðu ver ið reknar með miklum halla og það látið viðgangast meðan tekjuafgangur hefði verið hjá ríkissjóði. En árið 1964 —’65 hefði hins vegar orðið um greiðsluhalla að ræða hjá rík issjóði, þannig að ríkið hefði orðið að ganga á sína fyrri sjóði til að mæta þessum halla. Ekkert hefði verið gert fyrr til að bæta fjárhag Rafmagns- veitna ríkisins. Menn gætu sagt, að ríkið ætti að standa undir þessum halla, en þá yrði einnig að afla ríkissjóði tekna til að standa undir honum, og það væri ekki gert nema með nýrri skattlagningu. Það væri viðurkennt að landsmenn er ekki hefðu rafmagn væru verr settir en þeir er hefðu það og væri það því engin sanngirni að láta þá borga fyrir hina með almennri skattlagningu. Reynt væri að afnema hallann með því að leggja verðjöfnunargjald á rafmagnsnotendur í landinu, og ef þetta spor yrði ekki tekið yrði að stórhækka rafmagn í landinu eða þá að allir lands- menn tækju allan hallann á sig og væri það versti kosturinn. Mjög eðlilegt væri að kalla þetta verðjöfnunargjald, enda ekki nema sanngjarnt að þeir sem byggju við hagstæðari kjör í þessum efnum hjálpuðu hin- um. Eignarnám lands í Flatey. Sigurður Bjarnason (S) mælti fyrir frumvarpi til laga, er hann flytur með þingmönnum Vestfirðinga, um eignarnám lands í Flatey á Breiðafirði. fni frumvarps þessa er það, að lagt er til að hreppsnefnd Flateyjarhrepps á Breiðafirð’. verði heimilað að taka eignar námi þá 4/5 hluta lands eyj- arinnar, sem nú eru í einkaeign

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.